Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 22

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018FÓLK Vel var mætt á fund Íslandsbanka um efnahagsleg áhrif lítilla og með- alstórra fyrirtækja hér á landi en hagur slíkra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum. Reykjavík Economics vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka og fundur þess efnis var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Lítil og meðalstór fyrirtæki í brennidepli Marteinn Már Guð- geirsson var í hópi fundarmanna. Edda Hermannsdóttir og Una Steinsdóttir hlýddu á ræðumenn. Þórey Vilhjálms- dóttir frá Capa- cent var meðal framsögumanna. Ólafur Örn Nielsen, forstjóri Kolibri, hlýddi af athygli á. Magnús Árni Skúla- son hjá Reykjavík Economics talaði á fundinum. Morgunblaðið/Eggert FUNDUR Allt umborð Allt fyrir bátinn á einum stað Helac snúningsliðir ARGog Seakeeper stöðugleikabúnaður TMPogHeila kranar ZFogD-I gírar Guidi fittings og lokar Marsili stýrisbúnaður Halyard púströr og barkar BTMarine skrúfur TidesMarine öxulþétti FPT, Doosan ogHyundai aðalvélar Tecnoseal zink Ambassador skrúfuhnífar ScamogWesterbeke ljósavélar WesmarogKeypower bógskrúfur Whale og CIM lensi- og ferksvatnsdælur Sími: 562 3833 Opið 8:30 - 17 virka daga asafl@asafl.is - asafl.is Facebook Ásafl Instagram asafl.is asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Ásafl er söluaðili fyrir bátavélar í öllum stærðum, gíra, skrúfur, stöðugleikabúnað, stýrisbúnað, öxulþétta, dælur, zink, fittings og pústbarka ásamt því að eiga á lager olíusíur, eldsneytissíur og aðra viðhaldshluti. Hjá Ásafli finnur þú fjölbreytt úrval vara og búnaðar fyrir sjávarútveginn Marel Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. Í tilkynningu segir að Guðbjörg hafi víðtæka reynslu af stjórnun, vöruþróun og nýsköpun en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt vöruþró- unarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi. Einnig starf- aði Guðbjörg sem verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslu- búnaðar þar sem hún leiddi eitt stærsta vöruþróunarverkefni Marel undanfarin ár, FleXicut vatnskurðarlausnina sem hefur umbylt hvítfisk- vinnslu á heimsvísu, að því er segir í tilkynningu Marels. Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára. „Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti. Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera,“ segir Guðbjörg Helga meðal annars í tilkynningu fyrirtækisins. Ráðin framkvæmdastjóri Marel á Íslandi KPMG Fjórir sérfræðingar hafa verið ráðnir til ráðgjafar- sviðs KPMG, að því er fram kemur í tilkynningu. Helgi Haraldsson kemur til starfa sem verkefnastjóri. Helgi er með meistaragráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Warwick og hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf erlendis og komið að mörgum stórum verkefnum í fjármálageir- anum á sviði upplýsingatækni með áherslu á hönnun og uppbyggingu vöruhúsa gagna auk flókinna gagnagrein- inga. Hann hefur meðal annars unnið fyrir Deloitte og FSCS í London, Lazada í Singapore og HSBC í London. Kristjana Kristjánsdóttir er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað fyrir Arion banka síðastliðin ár og nú síðast sem verkefnastjóri á upp- lýsinga- og tæknisviði bankans. Áður starfaði Kristjana sem sérfræðingur á viðskiptabankasviði bankans. Hjörleifur Þórðarson er með M.Sc. í IT, Communication and Organisation frá Háskólanum í Árósum og M.Sc. í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið að margvíslegum ráðgjafaverkefnum bæði hérlendis og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal verkefna er skipulagning viðburða og verkefnastjórnun hjá Kadeco og verkefnastjórnun hjá Sterna Travel sem fólu í sér skipulagningu dagsferða og markaðssetningu þeirra. Bjarki Benediktsson er að ljúka M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Politecnico di Milano með áherslu á Digital Business og Market Inn- ovation en áður hafði hann lokið rekstrarverkfræðiprófi frá HR. Bjarki hef- ur með skóla unnið margvísleg störf, sinnt þjálfun og stjórnun unglinga- liða í knattspyrnu á vegum FH og landsliðsins og sinnt kennslu í grunnskóla. Fjórir sérfræðingar ráðnir á ráðgjafarsvið VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.