Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.09.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Undanfarnarvikur hefurlegið í loft- inu að stjórnarher Bashars al-Assads, Sýrlandsforseta, væri að fara að hefja lokasókn sína í sýrlenska borgarastríðinu gegn vopn- uðum sveitum í Idlib-héraði í norðurhluta landsins. Héraðið er síðasta vígi uppreisnar- manna gegn harðstjórn Assads og þar búa um þrjár milljónir manna. Hefur sú staðreynd valdið áhyggjum af mannfalli meðal óbreyttra borgara og enn meiri flóttamannastraumi frá landinu. Útlit um að það tækist að af- stýra átökum hefur ekki verið gott, en þó rofaði til í gær þegar rússnesk stjórnvöld tilkynntu að Vladimír Pútín Rússlands- forseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefðu gert með sér samkomulag um að mynda „herlaust“ svæði í kringum héraðið, sem bæði ríki myndu eiga þátt í að verja. Á sama tíma ætti að huga að brottflutningi hættulegustu vígamannanna frá héraðinu, en þar hafa meðal annarra hafst við liðsmenn Al Nusra- hreyfingarinnar, sem hefur tengst al Qaeda-hryðju- verkasamtökunum nánum böndum. Eftir er að sjá, hversu vel mun ganga að framfylgja þessu samkomulagi. Engu að síður verður að telja þessa niðurstöðu skárri en þá, sem fylgt hefði stórsókn sýrlenska stjórnar- hersins og loftárásum Rússa á héraðið. Fyrir Bandaríkin og banda- menn þeirra er það hins vegar um- hugsunarvert, að þessi niðurstaða fékkst ekki fyrir þeirra atbeina, sem er bein afleiðing þess, hvernig stjórnvöld í Washington héldu á málum í borgarastríðinu, sér í lagi í stjórnartíð Baracks Obama, sem tefldi trúverðugleika Bandaríkjanna í stórhættu með innantómum hótunum gagn- vart beitingu efnavopna. Þetta átti sinn þátt í að „hófsamir“ uppreisnarmenn létu fljótt und- an síga gagnvart öfgamönn- unum í borgarastríðinu. Á sama tíma hefur Erdogan Tyrklands- forseti haldið svo á málum, að tengsl landsins við „banda- menn“ þess á Vesturlöndum hafa beðið mikinn skaða af. Átökin sjálf hafa nú staðið í um sjö og hálft ár, og um 360.000 manns hafa fallið. Nú hillir loks undir endalokin og er vart annað að sjá, en að Bashar al-Assad muni sitja sigri hrós- andi yfir rústunum af landi sínu, þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um margvísleg voðaverk gagnvart eigin þegn- um. Ljóst er að það verður erf- itt fyrir Bandaríkin og önnur vestræn lýðræðisríki að kyngja þeirri niðurstöðu, en fátt annað virðist í boði. Hitt er svo annað mál, að það mun taka langan tíma, þegar átökunum loksins lýkur, að græða þau sár sem styrjöldin hefur opnað, bæði innan Sýr- lands og á milli margra þeirra ríkja sem tengst hafa átökun- um með einum eða öðrum hætti. Rússar og Tyrkir semja um örlög Idlib-héraðs í Sýrlandi} Hörmungum afstýrt? Morgunblaðiðræddi í gær við nýjan bæj- arstjóra í Vest- mannaeyjum, Írisi Róbertsdóttur, sem benti á mikilvægi sjávar- útvegsins fyrir samfélagið í Eyjum, íbúana jafnt sem bæ- inn sjálfan. Íris hefur áhyggjur af álög- um ríkisins á samfélagið í Eyj- um: „Útgerðarfyrirtækin í Eyjum voru á fiskveiðiárinu sem lauk 1. september sl. að borga vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld, sem er nærri tvöföldun frá árinu á undan. Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkis- hítinni. Þennan landsbyggð- arskatt verður að lækka og breyta aðferðafræði við álagn- inguna. Við treystum á að rík- isstjórnin og Alþingi standi við þau loforð í þessum efnum sem gefin voru í vor. Enn sem fyrr erum við í efna- hagslegu tilliti auðvitað fyrst og fremst háð sjávar- útvegi og þjónustu við hann.“ Svipaða sögu má segja um fleiri bæi og byggðir úti um landið. Það gleymist oft í um- ræðunni um sjávarútveg og sérstaka skatta á hann hve gríðarlega mikilvægur hann er fyrir byggðirnar í landinu. Án sjávarútvegsins yrði lands- byggðin ekki svipur hjá sjón og háar álögur á þessa grein umfram aðrar hefur mikil áhrif á landsbyggðina og flytur fé í óeðlilegum mæli frá byggð- um landsins í ríkissjóð. Þess vegna eru veiðigjöldin rétti- lega nefnd landsbyggðar- skattur og meðal annars af þeirri ástæðu er brýnt að stjórnvöld standi við það að laga veiðigjöldin með því að létta þessum sérstöku álögum af landsbyggðinni. Veiðigjöldin leggjast þyngst á dreifðar byggðir landsins} Landsbyggðarskattur H vernig myndir þú bregðast við ef krakkarnir þínir bæðu um 5.000 kr. til að kaupa eitthvað í búðinni? Líklega myndirðu bregðast illa við ef ætlunin væri að kaupa bland í poka fyrir allan pen- inginn. Viðbrögðin yrðu örugglega betri ef þau væru að bjóðast til þess að fara út í búð og kaupa það sem þú varst að skrifa á inn- kaupalistann og segðust þurfa 5.000 kr. til þess. Segjum sem svo að á innkaupalistanum séu bara brauð og mjólk. Þá svarar þú væntanlega: Nei, en hérna eru 1.000 kr. Þetta er vandamálið við það frumvarp til fjárlaga sem ríkisstjórnin er nýbúin að leggja fram. Frumvarpið er fátt nema beiðni um pening án þess að það fylgi innkaupalisti með. Þegar ráðherra segist þurfa 100 millj- ónir fyrir nýjum verkefnum fylgir því engin útskýring af hverju þau verkefni kosti 100 milljónir og vegna þess hversu léleg viðmið voru sett um stefnu stjórnvalda í fjármálaáætlun er algerlega óljóst hvaða árangri á að ná með þeim fjárheimildum sem ríkisstjórnin biður um. Því virðist vera alveg snúið á haus hvernig fjárlög eru unnin. Í staðinn fyrir að ráðuneytin safni saman þeim verkefnum sem liggja fyrir og leggi saman kostn- að þeirra verkefna þegar Alþingi er beðið um fjárheim- ildir er fyrst beðið um pening, svo ákveðið hvað á að gera við hann. Maður verður að spyja af hverju Alþingi ætti að samþykkja slíka beiðni. Myndir þú til dæmis rétta krökkunum þínum 5.000 kr. án þess að vita hvað þau ætluðu að kaupa? Yrðir þú ekki ósátt/ur ef krakkarnir kæmu til baka með brauð, mjólk og nammi fyrir afgang- inn? Auðvitað á þetta að byrja á innkaupalist- anum. Innkaupalistinn er útfærsla á því sem heimilið vantar. Það vantar eitthvað í morg- unmat, það skiptir ekki öllu máli hvort það er gert ráð fyrir ristuðu brauði og ávöxtum í morgunmat eða morgunkorni og mjólk. Hvort tveggja getur uppfyllt þörfina fyrir morgunmat. Hvað verður fyrir valinu fer eftir áhuga og hver ræður því að lokum hvað fer á innkaupalistann. Ef stefnan er að kaupa morgunkorn þarf ekki endilega að standa á innkaupalistanum hvort það eru kornflögur eða hringir. Það þarf ekki að standa hvort það sé stór eða lítill pakki. Við vitum það bara að ef keyptur er lítill og ódýr morgunkornspakki og nammi fyrir afganginn þá er illa farið með pening- inn til matarinnkaupanna, sérstaklega ef ætlunin var bara að kaupa morgunmat. Þetta er staðan í fjárlögunum. Þegar kemur að því að skoða hvað var í rauninni keypt fyrir fjárheimild- irnar höfum við ekkert í höndunum til þess að skoða hvað átti raunverulega að kaupa og hvaða árangri átti að ná. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Fjárlög án innkaupalista Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Yfirlit um þau þingmál semríkisstjórnin hyggst flytjaá þingi því sem nú er ný-hafið, var lagt fram á Al- þingi, samhliða flutningi forsætis- ráðherra á stefnuræðu sinni, ásamt áætlun um hvenær málum verður útbýtt. Þetta er samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis. Í yfirliti fyrir 149. löggjaf- arþingið á heimasíðu stjórnarráðs Íslands kemur fram að ríkisstjórnin hyggst leggja fram 200 mál á ný- höfnu þingi. Þar af verða 160 mál í frumvarpsformi, 35 í formi þings- ályktunartillögu og jafnframt er flutningur fimm skýrslna boðaður, þriggja frá forsætisráðherra, einnar frá mennta- og menningar- málaráðherra og einnar frá utanrík- isráðherra. Þar kemur jafnframt fram hve- nær ætlunin er að leggja mál fram og að fleiri mál en getið er kunni að vera flutt og atvik geti hindrað flutn- ing einstakra mála. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna muni rík- isstjórnin jafnframt við upphaf vetr- arþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætl- un um framlagningu stjórn- arfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi. Forsætisráðherra hyggst flytja 6 frumvörp í vetur og vor. Þar á meðal frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um umboðsmann barna, sem taki til ýmissa breytinga í tengslum við þær skuldbindingar sem fylgja lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og frumvarp til laga um vernd uppljóstrara, þar sem mælt verði fyrir um réttarreglur um vernd uppljóstrara, þ.e. þeirra sem skýra frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja í starfi. Dómsmálaráðherra hyggst flytja 19 frumvörp, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra 15, fé- lags- og jafnréttisráðherra 14, fjár- mála- og efnahagsráðherra 45, heilbrigðisráðherra 10, mennta- og menningarmálaráðherra 13, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra 14, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra 10, umhverfis- og auð- lindaráðherra 10 og utanríkisráð- herra hyggst flytja 3 frumvörp. Eins og áður segir er ætlun rík- isstjórnarinnar að flytja 35 tillögur til þingsályktunar á þinginu og þar af mun utanríkisráðherra flytja 24 tillögur. Ef marka má umræður und- anfarna mánuði og misseri, má lík- legt telja að tillaga utanrík- isráðherra til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameig- inlegu EES-nefndarinnar nr. 93/ 2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn, geti orðið mjög umdeild á Alþingi og tek- ið drjúgan tíma þingstarfanna. Sam- kvæmt heimasíðu Stjórnarráðs Ís- lands um þessa þingsályktunartillögu, gerir hún ráð fyrir mjög víðtækum breytingum, sem margar hverjar eru mjög um- deildar, að ekki sé meira sagt. Ekki þarf að efast um að fjöl- mörg þingmála ríkisstjórnarinnar munu kalla fram deilur á Alþingi, í meðferð málanna, en það er ekk- ert nýtt og telst alls ekki til tíð- inda. Svo er hitt einnig næsta víst að því mun fjarri fara að öll málin tvö hundruð komist á dagskrá, eða hljóti þing- lega afgreiðslu. Það sýn- ir sagan okkur. Þingmálaskrá stjórn- arinnar telur 200 mál Í þingmálaskrá ríkisstjórn- arinnar kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er með lang- flest mál á sinni könnu, eða 46 talsins, sem hlýtur að teljast eðlilegt, miðað við eðli starfa fjármálaráðuneytisins. Þar ber vitanlega hæst fjár- lagafrumvarp næsta árs, sem lagt var fram í upphafi þings og frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár, sem lagt verður fram í næsta mánuði. Þá má nefna frumvarp fjármálaráðherra til laga um breytingar á trygginga- gjaldi og tekjuskatti ein- staklinga sem er liður í samkomulagi ríkisstjórnar- innar við aðila vinnumark- aðarins frá því í febrúar á yfir- standandi ári. 46 mál eru á hans könnu FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fyrir réttri viku, hinn 11. september, var 149. löggjafarþing Ís- lendinga sett. Hér ganga þingmenn og gestir fylktu liði til Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.