Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Hálendi Íslands Ferðamenn sjást víða og ekki síst fjarri mannabyggðum. Ekki er samt á allra færi að fara um hálendi landsins en þeir sem eru til þess búnir njóta gjarnan ferðalagsins. Kristinn Magnússon Í afkomuviðvörun sem Icelandair Gro- up sendi frá sér í lok ágúst síðastliðins kemur fram að skipu- lagsbreytingar sem ráðist var í á fyrri- hluta ársins 2017 hafi valdið félaginu fjár- hagslegu tjóni á árinu 2018. Fráfar- andi forstjóri félags- ins leggur beint mat á það fjárhagslega tjón sem ákvarðanir stjórnenda félagsins leiddu til, en þar kemur fram að lækkun farþegatekna IG sem rekja megi til fyrrgreindra breytinga séu á bilinu 5-8% eða um 5,3-8,5 ma.kr. Hlutabréfaverð í IG fór hæst í 38,2 hinn 18. apríl 2016 og var 7,14 hinn 6. september 2018 sem er um 80% lækkun. Markaðsverð hlutafjár hefur þannig lækkað um 156 ma.kr. á rúmum tveimur árum. Stærstu hluthafar IG eru 12 lífeyrissjóðir með um 55% eignarhluta og inn- lendir hlutabréfasjóðir með um 15%. Sjóðfélagar lífeyrissjóða og hlutabréfaeigendur í IG hafa þar af leiðandi orðið fyrir verulegu höggi á undanförnum tveimur árum. Það sem vekur athygli í eignarhaldi IG er hversu lítið stjórn, stjórnendur og al- mennir starfsmenn eiga í hlutabréfum og hafa ekki séð ástæðu til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrr en ný- lega þegar hlutabréfa- verð hefur lækkað um tæplega 80% frá hæsta punkti. Sterk fjárhags- staða, slakur rekst- ur og skortur á snerpu Fjárhagsstaða Icelandair Group er góð, eiginfjárhlutfall 32% eða 57 ma.kr. og handbært fé 26 ma.kr. Á sama tíma er markaðsverð hluta- fjár um 35 ma.kr. Þegar horft er til fjárhagslegrar stöðu, stjórnunar og samkeppnistöðu vekur furðu hver staða félagsins er á markaði. Í raun ættu allar forsendur að vera fyrir framúrskarandi rekstri í mestu uppsveiflu í íslenskum ferða- mannaiðnaði. En stjórn og stjórn- endur IG hafa ekki verið nógu kvik í kvikum markaði og keppinautar hafa einfaldlega verið sneggri í harðri samkeppni. Í ljósi þessa verður að gera meiri kröfur til stjórnar og stjórnenda félagsins að vera snarpari og taka nauðsyn- legar ákvarðanir til að auka tekjur eða skera niður kostnað. Stefnu- markandi verðmætasköpun á öllum sviðum rekstrarins þarf að vera í sífelldri skoðun á kvikum sam- keppnismarkaði. Hagsmunir sjóð- félaga lífeyrissjóða og annarra fjárfesta eru miklir um að stjórn og stjórnendur séu sífellt að reyna að ná betri árangri. Allar forsendur til þess ættu að vera fyrir hendi þar sem fjárhagsstaða félagsins er sterk og samkeppnisstaða góð í mestu uppsveiflu í ferðamannaiðn- aði á Íslandi. Stjórn og stjórnendur þurfa að bretta upp ermar og setja á sig hlaupaskóna strax í dag og taka alvarlega hlutverk hins virka fjárfestis. Virkur fjárfestir er ekki stjórn- andi fyrirtækis, tekur ekki fram fyrir hendur stjórnenda þess og telur sig ekki vita betur en stjórn- endur fyrirtækis. Virkur fjárfestir verður hins vegar að tryggja að réttir stjórnendur séu ráðnir að fyrirtækinu og að þeir fái viðeig- andi örvun. Ef stjórnendurnir kunna ekki sitt fag ræður hann nýja. Á erlendum fjármálamörkuðum er oft sagt að meta megi fyrirtæki í öfugu hlutfalli við stærð höfuð- stöðva; því stærri höfuðstöðvar, þeim mun meiri hnignun í fyr- irtækinu. Oft á tíðum hindra höf- uðstöðvar ákvarðanir stjórnenda. IG þarf að minnka yfirbygginguna og taka sér til fyrirmyndar félög eins og EasyJet og Ryanair í snerpu. Öflugir og sjálfstæðir hugsuðir í stjórn IG með kraft og snerpu Í ljósi mikilla hagsmuna lífeyris- sjóða og sjóðfélaga, sem eru stórir eignaraðilar í IG, skiptir miklu máli að lífeyrissjóðir og aðrir fjár- festar tilnefni öflugt fólk í stjórnir skráðra almenningshlutafélaga. Fólk sem er með menntun og reynslu til að spyrja uppbyggilegra spurninga sem hafa jákvæð áhrif á stefnumörkun og rekstur viðkom- andi fyrirtækis. Það skiptir miklu máli að koma stefnumarkandi hugsun í verðmætaskapandi áætl- un. Á aðalfundi IG hinn 8. mars síð- astliðinn báru stærstu hluthafar ekki fram spurningar þrátt fyrir að lífeyrissjóðir og sjóðfélagar þeirra hafi orðið fyrir þungu höggi en markaðsverðmæti félagsins hefur lækkað um 80% eða 156 ma.kr. frá því í apríl 2016. Mikilvægi lífeyrissjóða og hins virka fjárfestis á hlutabréfamarkaði Aðkoma og mikilvægi lífeyris- sjóða og virkra fjárfesta mun aukast verulega á næstu árum og þess vegna þurfa þeir að taka hlut- verk hins virka fjárfestis alvarlega og gæta þannig hagsmuna hluthafa og þar með sjóðfélaga. Fé án hirðis kemur óneitanlega upp í hugann þegar þróun á rekstri IG er skoðuð síðastliðin tvö til þrjú ár en félagið hefur ekki náð að fylgja eftir sterkri fjárhagsstöðu til að ná af- gerandi markaðsstöðu og snerpu í rekstri. Spurning er hvort ekki þurfi að koma til stefnumarkandi hugsun í verðmætaskapandi áætl- un. Væntanlega þurfa lífeyrissjóðir og fjárfestar að veita meira aðhald og sjá til þess að samsetning stjórnar sé með þeim hætti að meiri stöðugleiki og árangur náist til lengri tíma. Eftir Albert Þór Jónsson »En stjórn og stjórn- endur IG hafa ekki verið nógu kvik í kvik- um markaði og keppi- nautar hafa einfaldlega verið sneggri í harðri samkeppni. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjármála- markaði. Icelandair Group og hlutverk hins virka fjárfestis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.