Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Nú er ...líka orðinn léttur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra hefur lagt fram stjórnarfrum- varp á Alþingi um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Með þessu er verið að innleiða í íslenskan rétt sáttmála um ráðstaf- anir gegn og refsingar fyrir hóp- morð frá 1948, Genfarsamninginn frá 1949 ásamt viðaukum og Róm- arsamþykkt um Alþjóðlega saka- máladómstólinn. Með frumvarpinu er m.a. verið að tryggja að íslensk stjórnvöld geti nýtt sér fyllingarlög- sögu Alþjóðlega sakamáladómstóls- ins ásamt því að rannsaka og ákæra sjálf fyrir glæpi sem falla undir lög- sögu dómstólsins. Sérstakri nefnd var falið að fjalla um hvort þörf væri á laga- breytingum vegna innleiðing- ar fyrrnefndra sáttmála og mat nefndin svo vera. Þórdís Inga- dóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður nefndarinnar, segir að Ís- land sé skuldbundið sérstaklega til að innleiða sáttmálan um hópmorð sem og Genfarsamningana því við erum búinn að skuldbinda okkur til að saksækja fyrir þá glæpi sem falla þar undir. „Þetta hefur bara aldrei verið gert og það er verið að gera það núna,“ segir Þórdís en Ís- land undirritaði t.d. hópmorðssátt- málann 14. maí 1949. „Við höfum verið skuldbundin af þjóðrétti að saksækja fyrir brot á Genfar. Okk- ar afstaða var lengi sú að við mynd- um þá bara saksækja það sem er t.d. líkamsárás en samkvæmt dóma- framkvæmd erlendis hefði það ekki verið talið fullnægjandi.“ Í lagafrumvarpinu er að finna m.a. ákvæði um þjóðarmorð, bann við notkun efnavopna í alþjóðlegum vopnuðum átökum sem og um ábyrgðir herforingja. Ákvæði sem við fyrstu sýn virðast eiga lítið er- indi við Ísland. En Þórdís segir að innleiðingin sé mikilvæg enda sé um alþjóðlegar skuldbindingar að ræða ásamt því að lögin hafi varn- aðaráhrif. Lögin eiga þannig við um Íslendinga sem taka þátt í átökum erlendis eða ef erlendir málaliðar flytjast hingað til lands. Saksóttir óháð þjóðerni „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi. Stóra skuldbindingin sam- kvæmt hópmorðs- og Genfarsátt- málunum er að ef einhver fyrir- finnst hér á landi sem hefur framið þessa glæpi í útlöndum, alveg óháð þjóðerni eða hverjir eru fórnar- lömb, þá ber okkur skylda til að saksækja eða framselja þá.“ Norðmenn innleiddu sambæri- lega löggjöf fyrir nokkrum árum og segir Þórdís að meðal röksemda þar í landi hafi verið að tryggja að Nor- egur yrði ekki áfangastaður fyrir þá sem ætla að flýja undan réttvísinni. Bendir hún m.a. á að ákveðnir að- ilar voru saksóttir í Finnlandi fyrir hópmorðin í Rúanda og málsóknir í Svíþjóð gegn sænskum meðlimum í hryðjuverkasamtökunum ISIS. „Með frjálsri för fólks, átökum, móttöku flóttamanna og öðru þá verður þessi löggjöf að vera í lagi. Bæði til að geta saksótt fyrir það sem kemur upp en líka til varn- aðaráhrifa svo við verðum ekki áfangastaður þeirra sem eru að flýja. Þannig að þeir vita að ef þeir finnast hér þá eru landslög sem taka á málinu. Svo má ekki van- meta Íslendinga sem eru úti um allt. Í ISIS er t.d. fullt af Evr- ópubúum.“ Innleiða alþjóðlega sáttmála í lög  Frumvarp um refsingar fyrir hópmorð lagt fram á Alþingi  Tryggir að íslensk stjórnvöld geti rann- sakað og ákært fyrir m.a stríðsglæpi  Lögin hafa einnig varnaðaráhrif, segir dósent í lögfræði við HR Þórdís Ingadóttir, Þúfa myndlistarkonunnar Ólafar Nordal er vinsæll viðkomustaður hjá þeim sem ganga um Reykjavíkurhöfn. Þessar ungu stúlkur nutu þess að spígspora um steinþrep lista- verksins og virða fyrir sér fallegt útsýnið. Listaverkið skemmdist sem kunnugt er í miklum rigningum í byrjun árs. Eftir viðgerð var aðgangur að því heimilaður á ný um sjó- mannadagshelgina í sumar. Þúfan var reist árið 2013 og er í eigu HB Granda. Hún er 26 metrar í þvermál og átta metra há. Morgunblaðið/Eggert Iðjagræn Þúfan er skemmtilegur viðkomustaður Veður víða um heim 17.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 7 rigning Akureyri 8 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 14 skýjað Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 17 skúrir London 23 léttskýjað París 28 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 24 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 28 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 7 skýjað Montreal 25 léttskýjað New York 24 rigning Chicago 27 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt  18. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:00 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:03 19:52 SIGLUFJÖRÐUR 6:46 19:35 DJÚPIVOGUR 6:29 19:15 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á miðvikudag Gengur í norðan og norðaustan 13- 20 m/s, heldur hvassari í vindstrengjum suðaustan til á landinu um kvöldið. Rigning norðan- og aust- anlands, en snjókoma til fjalla. Hiti 3 - 12 stig. Austan og norðaustan 3-10 m/s, en 13-18 um landið norðvestanvert. Lengst af rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum suðvestantil, en líkur á skúrum síðdegis. Bætir í vind í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.