Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 Heimssýn stendur vaktina ogsegir í pistli sínum frá eftir- tektarverðum fundi með Poul M. Thomsen í Hörpu en hann var í fyrstu lotu afskipta AGS hér en fór síðan í seintæk- ari verkefni: „Poul M. Thomsen, Dan- inn eitilharði, sem saumaði saman efnahagsáætlun með íslenskum stjórnvöldum haustið 2008, fór síðan og gerði það sama í Grikk- landi og Portúgal og er nú yfir- maður Evrópumála hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sagði aðspurður á fundi í Hörpu í dag (laugardag) að viðreisnin í Grikk- landi hefði verið miklu, miklu erfiðari en á Íslandi, ekki hvað síst vegna aðildar Grikklands að evrusvæðinu.    Reyndar hefði aðild Grikk-lands að evrusvæðinu átt stóran þátt í að skapa hinn gíg- antíska skuldavanda sem orsak- aði kreppuna þar í landi með of lágum vöxtum og of auðveldum aðgangi að lánsfé, en svo hefði lausn vandans orðið miklu erf- iðari þar sem ekki var hægt að fella gengið heldur þurftu mjög sársaukafullar sparnaðaraðgerðir hins opinbera, svokölluð innri gengisfelling, að koma til.    Það var líka athyglisvert aðPoul Thomsen sagði að- spurður að það hefði verið hag- stætt fyrir Íslendinga að vera með sjálfstæða peningastefnu og sveigjanlegt gengi.“    Afskiptum AGS lauk fljótt hérog voru í mýflugumynd mið- að við síðari verkefni. Og geta má þess að efnahagur Íslands er bólginn og skuldir hverfandi, á meðan þjóðarframleiðsla skuld- ugra Grikkja er nú fjórðungi minni en áður var. Poul M. Thomsen Sjálfstæð mynt gerði útslagið STAKSTEINAR Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson hlutu í gær fjölmiðlaverð- laun umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. Sveinn Runólfsson fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sig- ríðar í Brattholti, en verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, sem haldinn var í fyrradag. Var það niðurstaða dómnefndar að veita þeim Tómasi og Ólafi Má fjölmiðlaverðlaunin fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um ís- lenska náttúru á síðustu tólf mán- uðum. Segir í rökstuðningi nefnd- arinnar að þeir félagar hafi heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið, og m.a. nýtt sér samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Sveinn Runólfsson hlaut við- urkenningu fyrir að hafa um áratuga skeið staðið í framvarðasveit í bar- áttunni fyrir vernd og endurreisn vistkerfa landsins. Segir í rökstuðn- ingi umhverfisráðherra að Sveinn hafi helgað líf sitt þeirri hugsjón sinni að græða landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess. „Sveinn hef- ur verið óþreytandi í boðskap sínum, fræðslu og hvatningu,“ segir þar. Morgunblaðið/RAX Í þágu náttúrunnar  Þrír hlutu viðurkenningar umhverf- isráðuneytis á Degi íslenskrar náttúru Velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félags- málaráðuneyti, jafnréttismál munu færast á ábyrgð forsætisráðuneyt- isins og málefni mannvirkja færast úr umhverfisráðuneyti í félagsmála- ráðuneyti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðkomandi ráðuneytum. Í tilkynningu segir að markmiðið með breytingunum sé að skýra verkaskiptingu, skerpa pólitíska for- ystu og skapa aukin sóknarfæri í málaflokkum sem ríkisstjórnin hef- ur í forgangi. Tillaga til þingsálykt- unar þessa efnis hefur verið sam- þykkt í ríkisstjórn og verður hún lögð fyrir Alþingi. Með breytingunni fjölgar ráðu- neytum úr níu í tíu. Ráðgert er að embættistitill ráðherra nýs félags- málaráðuneytis verði félags- og barnamálaráðherra og endurspeglar það áform stjórnvalda um aukna áherslu á málefni barna og ung- menna. Undirbúningur að breyttri skipan ráðuneyta hefur staðið yfir í sumar og hefur forsætisráðuneytið leitt vinnuna í samráði við hlutaðeigandi ráðherra. Stefnt er að því að forsetaúr- skurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta komi til framkvæmda 1. janúar 2019. Velferðarráðuneyti skipt í tvennt  Jafnréttismál og málefni mannvirkja færast einnig milli ráðuneyta Skipt upp Velferðarráðuneytinu verður brátt skipt í tvö ráðuneyti. Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði allar BaÐHErBErGISINNrÉTTINGar oG ÞVoTTaHÚSINNrÉTTINGar fáSTmEÐ 20%afSlæTTI ÚT SEpTEmBEr 2018 GÓÐ KaUp NÚ Er laG aÐ GEra Við gerum þér hagstætt tilboð í innréttingar, vaska og blöndunartæki - afSláTTUr - 20% íSEpTEmBEr 2 018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is opIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.