Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Sheer Driving Pleasure E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 6 5 BMW i3 ER ENGINN VENJULEGUR RAFBÍLL. BMW i3 ER FYRSTI FJÖLDAFRAMLEIDDI BÍLLINN Í HEIMINUM MEÐ YFIRBYGGINGU ÚR HÁSTYRKTUM KOLTREFJUM OG EINI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM MEÐ VOTTAÐ 100% HREINT FRAMLEIÐSLUFERLI. BMW i3. VERÐ FRÁ: 4.790.000 KR. RAFBÍLL ÞARF EKKI AÐ LÍTA HVERSDAGSLEGA ÚT. KOMDU Í REYNSLUAKSTUR OG UPPLIFÐU ÞAÐ NÝJASTA OG FULLKOMNASTA Í RAFBÍLATÆKNI. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni Ferðafélags Íslands um að reisa 42 fermetra skjólhús í Hrafntinnuskeri, sem er innan Friðlandsins að Fjallabaki. Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að með byggingu skjólhússins sé verið að auka við þjónustu við ferðamenn á svæðinu, sem sé til þess fallið að leiða af sér aukna notkun á salernum og þar með aukið magn seyru. Fyrirhugað var að fara í fram- kvæmdir við skjólhúsið í þessum mánuði, en þar er gert ráð fyrir að verði aðstaða til eldunar og vaskur til að þrífa áhöld, ásamt borðum með bekkjum fyrir um 40 manns. Húsið á að koma í stað vaskaskýlis sem er á staðnum til að notast við frárennsli sem þar er. Vilja bæta þjónustu, ekki fjölga gestum Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir að málið verði rætt áfram við Umhverfisstofnun og vonandi finn- ist á því farsæl lausn. Skálinn í Hrafntinnuskeri er einn afskekkt- asti fjallaskáli á landinu og erfitt er að koma árlega 5-10 tonnum af seyru af svæðinu um illfæra slóða. Páll segir að ekki sé fyrirhugað að fjölga gestum í Hrafntinnuskeri, heldur sé ætlunin að auka þjón- ustu við þá sem þangað koma. Í niðurstöðum Umhverfisstofn- unar segir meðal annars: „Þrátt fyrir að umferð í gegnum Hrafn- tinnusker kalli á að til staðar sé tiltekin þjónusta svo sem salern- isaðstaða fyrir göngufólk bendir Umhverfisstofnun á að umbætur og stækkun á aðstöðu eru til þess fallnar að auka mögulega fjölda og viðverutíma gesta í Hrafntinnu- skeri sem leitt getur til aukins umfangs seyru. Í ljósi þess að meðhöndlun seyru á svæðinu er ekki í við- unandi horfi og varanleg lausn þar á hefur ekki verið fundin telur Umhverfisstofnun ekki forsvar- anlegt að heimila framkvæmdir við skjólhús á svæðinu að svo stöddu.“ Nýr skurður á hverju ári Í áliti Umhverfisstofnunar kem- ur fram að árlega síðustu ár hafi verið grafinn skurður um 200 metra frá skála. Þar hafi úrgangi verið veitt í og síðan mokað yfir aftur og reynt hafi verið að grafa ekki í sama skurð ár eftir ár. Við skoðun á urðunarstað hafi komið í ljós að nokkuð af ólífrænum úr- gangi, svo sem blautþurrkur, dömubindi og plastumbúðir hafi skilað sér upp úr jarðvegi. Seyra er vandi í Hrafntinnuskeri  FÍ fær ekki að reisa nýtt skjólhús  Gæti leitt til fjölgunar ferðamanna Tólf manna vinnuhópur á vegum Ferðafélags Íslands fór í vinnu- og frágangsferð í Hrafntinnusker um helgina. Farið var með efni og aðföng á fimm jeppum og tveimur vörubílum með krana. Einnig voru grafa og haugsuga með í för. Mun fleiri komu að undirbúningi ferðarinnar með margs konar efn- isútvegun og snúningum. Framan af var veðrið ágætt en síðasta daginn kafsnjóaði, en ferð- in stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Eftir nokkurn barning tókst þó að koma öllum bílum og búnaði heilum heim, samkvæmt upplýsingum Páls Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Ferða- félagsins. Skálinn í Hrafntinnu- skeri er í um 1.100 metra hæð. Þrær voru tæmdar og seyra urðuð samkvæmt samkomulagi við sérfræðinga Umhverfisstofn- unar, að sögn Páls. Pappír bindi og rusl var flokkað frá og flutt til byggða til förgunar. Tengingar að hitaspíral voru endurnýjaðar eftir bráðabirgðaviðgerð í vor. Hlífðarkápur settar yfir rör og tengingar og mokað yfir. Efni í nýja og endurbætta vatnsveitu var flutt á staðinn og einnig var geymsluhús flutt þangað og kom- ið fyrir, en þar er rafmagn og lýs- ing. Eldra skjólhús á tjaldsvæði var tekið og flutt í burtu en þakið á því var brotið og gegndi það því illa hlutverki sínu. Unnið var að ýmsum viðgerðum og lagfær- ingum á húsum og búnaði og öllu rusli var safnað saman og flutt til förgunar. Ljósmynd/Páll Guðmundsson Á Laugaveginum Húsakostur Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri í Friðlandinu að Fjallabaki er í um 1.100 metra hæð. Barningur Á sunnudag snjóaði talsvert og kom grafan í góðar þarfir við að moka í gegnum skafla og koma fólki og búnaði til byggða. Vinnuferð í vetrarveðri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.