Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 L esendur úr Árbæ ættu að þekkja Guðlaugu Fjólu Arnardóttur og jafnvel að sumum hafi þótt hún vera ómissandi hluti af hverfinu á sín- um tíma. Gulla, eins og flestir kalla hana, stóð nefnilega vaktina í Skalla-sjoppunni í Hraunbæ og síðar á matbarnum Blásteini og var þar hvers manns hugljúfi. Einnig var Gulla virk í starfi Fylkis þar sem hún tók að sér að vera dómari á knattspyrnuleikjum. Í dag er Gulla komin í allt ann- að starf; á bak við stýrið á stórum flutningabíl, og hún er meira að segja komin með nýtt gælunafn. „Þegar ég fór á Facebook komst ég að því að Gullu-nafnið var þeg- ar upptekið svo ég bætti við milli- nafninu svo úr varð Gulla Fjóla, og festist það alltaf meira og meira við mig – sem er bara ágætt,“ segir hún. Gulla tók meiraprófið aðeins 21 árs gömul og bar það þannig til að hún hafði unnið sem unglingur í kirkjugörðunum og vörubílstjórinn þar leyft henni að æfa sig við og við. „Ég slapp því mjög vel með verklegu kennsluna og þurfti ekki nema þrjá aksturstíma, þar sem sá þriðji var sjálft bílprófið þar sem við ókum út að Múlakaffi eftir samloku og svo aftur til baka.“ Það kom sér vel fyrir Gullu að hafa aukin ökuréttindi þegar hún skipti um starfsvettvang og færði Hlustar á Bó og Skálmöld við aksturinn Gulla Fjóla segist hafa lært margt gagnlegt á endurmenntunarnámskeiði fyrir atvinnubílstjóra Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Morgunblaðið/Hari Það fyrsta sem Gulla Fjóla segist athuga þegar hún fær lyklana að nýjum flutningabíl er hvort að út- varpið er í lagi. Það styttir vinnu- daginn að hlusta á skemmtilega þætti og skipta svo yfir í Skálmöld eða Björgvin Halldórsson ef dag- skráin er ekki nógu áhugaverð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.