Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 6
unglingsárum með mót-
orhjóladellu og svo hefur þessi
bíladella undið upp á sig.
Snapchattið byrjaði
á næturvöktum
Garðar er með marga fylgj-
endur á Snapchat. Hann segir
að glugginn inn í þann heim hafi
opnast fyrir tæplega fjórum ár-
um þegar hann var á næt-
urvöktum ásamt félaga sínum.
„Þetta hófst á næturvöktum
á bílaleigu. Við vorum mikið að
sprella að næturlagi í vinnunni
og þetta spurðist út og fólk fór
að fylgjast með okkur. Svo óx
þetta hratt og svo var þetta
Snapchat-samfélag orðið risa-
stórt. Ætli ég sé ekki með um
15.000-20.000 fylgjendur.“
Garðar segist vera miklu prúðari
núna en þegar þeir félagarnir byrjuðu
á Snapchat.
„Ég var miklu verri í upphafi.
Þegar þetta stækkaði þurfti ég að
fara að taka tillit til fólks og vera
ekki að særa það. Maður reynir
að haga sér vel. Ég er alveg
gagnrýndur, en ég reyni að vera
alltaf á góðu nótunum. Ekki
vera með ruddaskap. Það hef-
ur hjálpað mér að haga mér
betur.“
Ertu í draumastarfinu eða
myndir þú vilja vera í öðru
starfi?
„Mig hefur alltaf langað til
að vinna við eitthvað tengt ferðalögum og
svo væri ég alveg til í að vera í vinnu sem tengdist
skemmtanaiðnaðinum eins og til dæmis að vinna í út-
varpi, vera fararstjóri eða skemmtanastjóri.“
Hann fylgist vel með útvarpinu því hann hlustar mikið
á það í vinnutímanum. „Ég hef mest gaman af viðtölum
við tónlistarmenn og fleira í þeim dúr.“
Aðspurður hvað hann geri í frítíma sínum kemur í ljós
að fjölskyldan hans skiptir hann miklu máli.
„Konan mín og börnin eru besti félagsskapurinn. Svo
finnst mér gott að hafa einhverja gulrót handan við horn-
ið. Ég lifi fyrir þá hluti,“ segir hann.
Garðar er virkur á In-
stagram og Snapchat.
Notendanafn hans á In-
stagram er iceredneck.
„Svona krónísk bíla-
della er ólæknandi“
D
agsdaglega er ég
í bílaflutningum
fyrir bílaleigu.
Ég hef verið í
þessari vinnu í
þrjú ár, en fyrir þann tíma vann
ég annars staðar í sjö ár. Þá
vann ég á öðrum flutningabílum
eða við malarflutninga,“ segir
hann en hann var í kringum 22
ára þegar hann tók meirapróf.
Hann leiddist út í starfið vegna
þess að hann hefur sérlegan
áhuga á bílum, vörubílum og bara
öllum tækjum og tólum. Í dag
keyrir hann um á Mercedes
Benz og segir hann að bíll-
inn sé alveg ágætur
þótt hann hafi ekki
valið bílinn sjálfur.
Dagarnir á trukknum
geta verið langir og
strangir en í þessu starfi
er unnið í öllum veðrum.
„Ég er ekki „steddí“ í
bílaflutningum á þessum
stóra bíl. Upp á síðkastið hef
ég verið svolítið í því að
sækja bilaða bíla. Þá byrjar
dagurinn klukkan fimm á
morgnana og stendur yfir í tólf
tíma,“ segir hann.
Hann segir að starfið geti ver-
ið erfitt, sérstaklega í vondum
veðrum.
„En svona í heild er þetta alveg
ágætt.“
Þegar Garðar er spurður út í bíla-
delluna kemur í ljós að hann er alveg
fársjúkur af henni.
„Ég er fársjúkur bílaáhugamaður. Ég
er með mikla aðdáun á tækjum og tólum, hrað-
skreiðum bílum og allt sem tengist bíladellu finnst mér
spennandi. Ég hef alltaf verið svona, ég þekki ekkert
annað. Svona krónísk bíladella er ólæknandi.“
Spurður um eigin farartæki kemur í ljós að Garðar
skiptir mikið um bíla. „Ég skipti mjög ört um bíla. Oft á
ég líka nokkra í einu. Ég hef stundað það að kaupa lask-
aða bíla og gera þá upp. Ég er ekki með neina menntun í
bílaviðgerðum. Ég er sjálflærður í þeim. Þetta byrjaði á
Garð
ar Vi
ðars
son
tók m
eirap
rófa
þega
r han
n var
22 á
ra.
Garðar Viðarsson eða Snapchat-stjarnan Gæi keyrir trukk fyrir Blue Car
Rental. Hann er alinn upp í Njarðvík þar sem hann býr í dag ásamt fjölskyldu
sinni. Garðar segist hafa leiðst út í starfið vegna ólæknandi bíladellu.
Marta María mm@mbl.is
Garðar Við-
arsson - Gæi
Garðar elskar bíla og
tryllitæki og er frekar
lunkinn í að gera upp
laskaða bíla.
Vinnan við bílaflutn-
ingana getur verið erfið í
brjáluðum veðrum.
„Mig hefur alltaf
langað til að
vinna við eitt-
hvað tengt
ferðalögum og
svo væri ég al-
veg til í að vera í
vinnu sem
tengdist
skemmtanaiðn-
aðinum eins og
til dæmis að
vinna í útvarpi,
vera fararstjóri
eða skemmt-
anastjóri.“
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf