Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 29 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Sími 577 1313 • kistufell.com Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Allar almennar bílaviðgerðir Sérfræðingar í vélum Eigum úrval af varahlutum á góðu verði í flestar gerðir bíla Við höfum endurnýtt og byggt vélar og vélahluti frá árinu 1952 V ignir segir að byggingariðnaðurinn hafi breyst hratt og mikið und- anfarin ár og áratugi. „Aðallega hafa það verið tækni- framfarir í að létta mönnum störf- in sem hefur munað mest um. Efni til notk- unar við byggingar hafa líka þróast mjög hratt til hins betra. Þannig að í dag eru all- ar forsendur til að byggja gæðahúsnæði. Helstu breytingarnar undanfarið eru kannski þær að áður fyrr voru það helst iðn- lærðir menn sem stofnuðu fyrirtæki og hófu byggingar á húsum til sölu. Í dag eru það svokallaðir fjárfestar sem eru mikið til að byggja húsnæðið sem er til sölu, menn geta svo deilt um það hvort það er af hinu góða,“ segir Vignir. Hafa tækniframfarir mikil áhrif á bygg- ingarbransann? „Já, heldur betur. Það eru bara örfáir áratugir síðan menn slitu sér út vegna erf- iðis við iðnaðarstörf. Til dæmis var steypan í Þjóðleikhúsið hífð með höndum og það eru ekki nema svona 60 ár síðan. Tækni- framfarir hafa gert störfin miklu þægilegri í alla staði svo ég tali nú ekki um framleiðni- aukninguna.“ Hvaða tækninýjung hefur bætt starfsum- hverfi sem mest? „Held það sé nú ekki endilega einhver ein sem er best, en til að nefna eitthvað þá myndi ég segja byggingarkraninn og steypuhrærivélin.“ Nú er verið að þróa hugbúnað fyrir sjálf- keyrandi bíla. Mun það líka gerast í vinnu- vélaheiminum? „Það mun alveg klárlega gerast þar líka, við sjáum það bara á allri róbótavæðingunni í verksmiðjuiðnaðinum. Sumum finnst reyndar að tæki eins og til dæmis gröfur séu orðnar of tæknilegar í dag, þær eru eins og bílar, það dettur allt út ef einhver skynj- ari blikkar og enginn getur lagað nema sér- fræðingur. Þetta var ekki svona í gamla daga.“ Hvaða vinnuvélar eru mikilvægastar hjá ykkur? „Hjá okkar fyrirtæki er byggingarkran- inn mikilvægastur en við erum að sjálfsögðu háðir öllum þessum tækjum, allt frá því að við mokum fyrir húsunum þar til að við klárum þau.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Venjulegur dagur hefst á skrifstofunni á morgnana að fara yfir pósta og skipuleggja daginn, í framhaldinu taka við allskonar fundir úti um allt ásamt viðkomu á verk- stöðum þar sem þarf að sitja verkfundi og mæta í úttektir. Dagurinn er mjög fjöl- breyttur hjá mér þó að hann sé kannski ekki eins og hjá týpískum iðnaðarmanni.“ Hvers vegna valdir þú þér þetta starf? „Ég var sjö ára þegar ég ákvað að verða einhverslags iðnaðarmaður. Ég held að ég hafi valið mér þetta starf að því að tilfinn- ingin að sjá eitthvað eftir sig á hverjum degi sem er eitthvað og hægt er að koma við er alveg frábær.“ Ætlaði alltaf að verða iðnaðarmaður Vignir Steinþór Halldórsson, húsasmíðameistari og stjórnarformaður byggingarfélagsins MótX ehf., vissi sjö ára gamall að hann ætlaði að verða iðnaðarmaður. Marta María | mm@mbl.is Vignir segir að tæki og tól hafi auðveldað fólki mikla vinnu því áður hafi allt verið gert með handafli. Vignir Steinþór Halldórsson, stjórnar- formaður MótX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.