Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Reki ehf Höfðabakka 9 110 Reykjavík
Sími: 562 2950 Fax: 562 3760
E-mail: bjorn@reki.is Vefsíða: www.reki.is
Reki ehf. er stoltur umboðsaðili
fyrir Donaldson á Íslandi.
Eigum hverskyns síur fyrir flest
tæki til lands og sjávar.
Reynslu-
bolti með
50 ár
að baki
Hjalta Samúelsson ættu margir að
þekkja sem komið hafa að vinnuvélum
með einum eða öðrum hætti en hann býr
að yfir fimmtíu ára ýtureynslu.
Nína Guðrún Geirsdóttir /ninag@mbl.is
CAT D5B árg. 1979. Keypt af
ræktunarsambandi Naut-
eyrar- og Snæfjallahrepps
1985. Hjalti breytti tönninni í
fjölskekkitönn.
H
jalti hefur unnið við jarðvinnu um nær allt
land og starfað á ýtu frá því hann var 17 ára
gamall eða allt frá árinu 1962.
Á svo löngum ferli er frá mörgu að segja og
vinnuumhverfið vitanlega breyst jafnt og þétt
að sögn Hjalta. „Í þessu hafa orðið breytingar eins og
gengur. Helsta breytingin er sú að ferlið í dag er allt sjálf-
virkara. Gps-tæknin hefur gjörbreytt þessari vinnu, áður
fyrr voru ýturnar beinskiptar og miklu erfiðari í stjórnun.
Svo þegar „power“-skiptingin kom fram á sjónarsviðið og
tók við af gírstöngunum varð mun auðveldara að stjórna.
Ég á til dæmis nýja vél sem er keypt í fyrra og hún skiptir
sér sjálf upp og niður eftir álagi og hefur marga gíra upp á
að bjóða. Einnig hefur hún mengunarbúnað sem gerir vél-
ina umhverfisvænni. Þrátt fyrir þetta er vinnan alltaf sú
sama.“ Auk þess þótti Hjalta mikil búbót í Jersey-dreifara
sem hann hefur notað í 25 ár. „Vegagerðin keypti þetta
tæki 1993 og ég notaði það í vinnu minni á fimmtáninum
um tíma. Svo keypti ég dreifarann af Vegagerðinni og hef
breytt honum mikið í gegnum tíðina og sett á hann gps-
vélstýringu.“
Ýtuferill Hjalta hófst með sumarstarfi 4. júní árið 1962
þar sem hann vann við að slétta tún hjá bændum víða við
Ísafjarðardjúp en í dag má líklegast enn sjá verk hans á
þeim slóðum. Að hans sögn voru ýtur að miklu leyti í eigu
ræktunarsambanda á þeim tíma.
„Ræktunarsamband Djúpmanna keypti D6-vélina árið
1955 fyrir bændur og í vegagerð og var það fyrsta vélin
sem ég vann á. Þessi vél sem ég byrja að vinna á var köll-
uð Pálína Bjarnadóttir, sem var vísun í þá Pál í Þúfum og
Bjarna í Vigur en þeir voru framámenn í Djúpinu og stóðu
framarlega í því að fá þessa vél keypta árið 1955. Tveir
bræður mínir höfðu unnið á henni, annars vegar Sigurjón
og svo tók Sigurbjörn við af honum og ég svo af Sigurbirni.
Ég hef ekki hætt síðan.“
Eftir að Ræktunarsamband Djúpmanna skiptist í tvennt
keypti Ræktunarsamband Ögurs og Reykjafjarðarhrepps
DTD20-vél árgerð 1963. Segir Hjalti að lítið hafi verið um
verkefni fyrstu sumrin og umrætt ræktunarsamband því
ákveðið að selja vélina. Hann gerir tilboð í vélina ásamt
tveimur samstarfsmönnum og eignast þar með sína fyrstu
ýtu árið 1969. „Þá fer ég að gera þetta út af alvöru og
keypti fljótlega út einn af þessum samstarfsmönnum mín-
um.“
Hjalti hefur alls átt átta ýtur yfir ævina en önnur ýtan
sem hann eignaðist var International TD 15 árið 1977 eða
„fimmtáninn“. „Þá ýtu keypti ég af Ræktunarsambandi
Vestur-Húnvetninga árið 1977 en það var International TD
15C og er árgerð 1973. Þá ýtu á ég enn þann dag í dag og
er hún enn í fullri notkun og hefur reynst mér gríðarlega
vel.“
Síðustu þrjár ýtur sem
hann hefur keypt eru nýjar
Caterpillar D6N.
Hjalti hefur mikið starfað
nálægt heimahögunum og
var hann m.a. einn af þeim
sem unnu við gerð Djúp-
vegarins um Ísafjarðardjúp í upphafi 8. áratugarins.
„Þar komu margir ýtumenn við sögu; margar ýtur og
mikið verk. Það var þónokkuð miðað við þann tíma og var
þar unnið allan sólarhringinn.“
Leitin að týndu ýtunni
Hjalti segir að í gegnum tíðina hafi ýmislegt komið upp á
á ýtunni en hann hafi blessunarlega aldrei orðið fyrir slysi
„Þetta er ennþá gam-
an svo að ég held
áfram, þó að aldurinn
sé farinn að hækka.“