Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
eða lent í háskalegum uppákomum. „Þó man ég eftir einu
eftirminnilegu atviki á Norðausturlandi. Eftir að vinnu við
Raufarhafnarveg árið 2010 lauk var ég fenginn til að laga
veiðimannaveg uppi á Hólaheiði fyrir veiðifélag Ormarsár.
Þegar þessu verki hafði miðað vel og lítill hluti þess var
eftir bilaði sexan og vildi ekki fara í gang aftur, ljóst var að
það þurfti að fá varahluti í vélina, sem tók sex vikur að
þessu sinni en venjan er að þeir komi daginn eftir að þeir
eru pantaðir. Þegar svona ófyrirséð bilun verður velur
maður ekki stað til að leggja vélinni, en hún stoppaði í all-
nokkurri laut í landinu. Þegar átti að fara að setja vara-
hlutinn í vélina var heiðin slétt snjóbreiða og enginn gps-
punktur til af staðnum sem sexan var á. Þegar leitarmenn
frá Björgunarfélagi Raufarhafnar fundu hana á öðrum degi
leitarinnar var hún að mestu hulin snjó en aðeins sást í
smáblett á húsinu og gps-rör á tönninni.“
Skapandi og skemmtileg vinna
Hjalti segir að fyrst og fremst hafi hann áhuga á
vinnunni sem gerir hana skemmtilega. Hann segist ekki
gera upp á milli verka en í
hverju verki sé lokasprett-
urinn skemmtilegastur.
„Ég hef gaman af því að
klára og ljúka við verkin,
það er skemmtilegast þegar
þetta er að komast á loka-
skeið. Þessi vinna er yfir
höfuð skemmtileg. Maður
er alltaf að skapa eitthvað.
Það er ekki nokkur leið að
láta sér leiðast. Ég kann
líka vel við það að vera einn
einhvers staðar, ég hef til dæmis opnað Kollafjarðarheiði
nærfellt undanfarin 30 ár og hef gaman af vormokstri í
blíðskaparveðri.“
73 ára í fullu fjöri
Hjalti hefur víða komið við á löngum ferli og komið að
verkefnum um allt land. „Suðausturhornið hefur að mestu
sloppið. Ég hef ekkert komið að verkum frá Búðarháls-
virkjun að Vopnafirði á suðausturhorni landsins. En þetta
eru allt tilviljanir hvar maður lendir,“ útskýrir Hjalti.
Verkefnin eru ennþá næg en í sumar starfaði hann um
tíma í Fnjóskadal þar sem nýjasta vél hans er í dag. Einn-
ig hefur hann verið í Hvolsdal og starfar hann á fimmtán-
inum í Lundarreykjadal í dag. Hjalti áætlar að halda áfram
ýtustörfum svo lengi sem hann getur. „Þetta er ennþá
gaman svo að ég held áfram, þó að aldurinn sé farinn að
hækka.“
International TD15c árg. 1973 með
Jersey-dreifara og viðbættum gps-
búnaði.Vélin var keypt af
Ræktunarsambandi Vestur-
Húnvetninga árið 1977 og hefur
reynst afar vel í gegnum tíðina.
Svona var umhorfs á Hólaheiði í nóv. 2010. Á endanum var jarðýta
fengin til að sækja ýtuna.
„Í þessu hafa orðið breyt-
ingar eins og gengur.
Helsta breytingin er sú að
ferlið í dag er allt sjálfvirk-
ara. Gps-tæknin hefur
gjörbreytt þessari vinnu,
áður fyrr voru ýturnar
beinskiptar og miklu erf-
iðari í stjórnun.“
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta