Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni
Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við
þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð
myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín.
Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 5.190.000 kr.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
7
9
5
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkur hefur fall-
ist á tillögu umhverfis- og skipu-
lagsráðs að auglýsa tillögu að deili-
skipulagi fyrir svæði á toppi
Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er
að reisa 50 metra hátt fjar-
skiptamastur fyrir loftnet og
tækniskýli með útsýnispalli. Um-
rædd framkvæmd á að tryggja full-
nægjandi útvarps- og fjarskipta-
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu en
til að lágmarka sjónræn áhrif
mannvirkja er lagt til að unnið
verði með náttúruleg byggingar-
efni á þann hátt að mannvirkin falli
sem best inn í landslagið og um-
hverfið.
Ágreiningur var um málið í um-
hverfis- og skipulagsráði og borg-
arráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins og áheyrnarfulltrúi Mið-
flokksins lögðust gegn tillögunni.
Sjálfstæðismenn segja í bókun um
málið: „Úlfarsfellið er orðið ein
helsta útivistarperla Reykvíkinga
og fjöldi manns gengur á Úlfarsfell
dag hvern. Þá er Ferðafélag Ís-
lands með skipulagðar göngur á
Úlfarsfell vikulega. Það er ljóst að
með þéttingu byggðar í Úlfarsárdal
og á Reynisvatnsási verður ekki
prýði, hvorki fyrir þá sem stunda
útivist á Úlfarsfelli né þá er búa á
svæðinu, af 50 metra háu fjar-
skiptamastri á toppi Úlfarsfells.
Sjónræn áhrif verða því alltaf mikil
af mastrinu. Fullt samráð þarf að
vera við íbúa svæðisins og Ferða-
félag Íslands þegar farið er í jafn
viðamiklar framkvæmdir og fyr-
irhugaðar eru á Úlfarsfelli.“
Í bókun Miðflokksins segir að
ekkert náttúrulegt sé við „50 metra
hátt stálmastur sem hlaðið verður
tækjabúnaði sem sendir frá sér
slíka geislun að búnaðurinn var
tekinn niður í Kópavogi vegna ógn-
ar við heilsu íbúa.“
Fulltrúar meirihlutans, Samfylk-
ingarinnar, Viðreisnar, Pírata og
Vinstri grænna, segja aftur á móti í
sinni bókun að þeir lýsi yfir ánægju
með útfærslu útsýnispallsins í
tengslum við nýja mastrið. Fyrir-
hugað mannvirki muni stórbæta þá
almannaþjónustu sem útvarpssend-
ingar eru og auk þess mun verða til
fyrsti og eini útsýnisstaðurinn í
borginni sem verður aðgengilegur
öllum. „Mastrið sem um ræðir er
hátt og mikið mannvirki og mun
sjást víða að, mikilvægt er að útlit
og val á byggingarefnum taki tillit
til þess,“ segja þau.
Deilt um mastur og útsýnispall
Tillaga um mann-
virki Sýnar á Úlfars-
felli í skipulagsferli
Teikning/Arkís
Mannvirki Útfærsla Arkís á loftmastri Sýnar og tækniskýli með útsýnispalli á toppi Úlfarsfells. Tillagan fer nú í deiliskipulagsferli.