Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Pabbi er þónokkur tekarl og hannkveikti á sínum tíma áhuga minn áþessum góða drykk sem te er. Viðfeðgarnir drekkum oft saman te og
ég hef verið að hvetja hann til að prófa nýjar
tegundir og leita gæða þegar kemur að þessum
drykk,“ segir Bergmann Óli Aðalsteinsson,
ungur maður sem hefur brennandi áhuga á tei,
ræktun matjurta og tilraunum í matargerð og
bruggun.
„Temenning á sér langa sögu og Kína er
auðvitað mekka tesins en það te sem fæst í
Evrópu kemur aftur á móti að mestu frá Kenía
og Indlandi, því Kínverjar flytja ekki mikið út
af sínu tei,“ segir Bergmann og bætir við að
það sé hversdagslegt að drekka te í útlöndum
og ekki eins dýrt og hér heima. „Tebolli á ís-
lensku kaffihúsi kostar 600 krónur, það er selt
eins og lúxusvara,“ segir Bergmann sem finnst
Melróses vera leiðinlegt te, einstaklega óá-
hugavert.
„Fólk gerir reyndar oft þau mistök að
skilja tepokann eftir í vatninu, en þá verður teið
rammt og vont. Það skiptir miklu máli að hafa
tímann réttan sem teið er að trekkja sig, og
hann er mismunandi eftir tetegundum, getur
verið allt frá hálfri mínútu upp í sjö mínútur.“
Furureykt kínverskt verkamannate
Bergmann leggur sig eftir því að finna
gott te þegar hann heimsækir einhverja er-
lenda borg. „Þá gúggla ég hvar er að finna te-
búðir, því úrvalið af góðu tei er jú meira í út-
löndum en hér heima. Þá kaupi ég slatta til að
taka með mér heim til Íslands og leyfi pabba og
fleiri að smakka. Ég kynnti pabba til dæmis
Kusmi-te sem er mikið gæðate,“ segir Berg-
mann og bætir við að honum finnist te best
hreint, ekki með íblönduðum bragðefnum.
„Kannski mætti segja að munurinn á góðu tei
og vondu sé svipaður muninum á Ribena-
berjadrykk og rauðvíni. Annað er hrein afurð
unnin úr berjum á meðan hitt er bragðbætt
djús.“
En hvaða þættir ráða för þegar Bergmann
leitar eftir góðu tei? „Fyrst og fremst bragðið.
Og tilfellið er að fínasta teið er oftast nær mjög
gott, eins og til dæmis gerjað kínverskt te sem
heitir Pu-erh. Ein af mínum uppáhalds-
tegundum af tei er Lapsang souchong, en það
er „kínverskt verkamannate“ sem er furureykt
svart te, ýmist með reyktan og/eða tjöruprófíl.
Ég er alltaf að leita að meira reyktu lapsangi,“
segir Bergmann sem telur næsta víst að hann
fari einn góðan veðurdag í pílagrímsferð á slóð-
ir teræktar. „Kína er efst á listanum í þeim
málum. Þar er líka ævaforn hefð í tesiðum,
hvernig hellt er upp á te, hvernig það er fram-
reitt og hvernig því er hellt, hverslags tekatlar
og teskálar eru notaðar. En allt stjórnast það
út frá því hvað er hentugt, til að fá það besta út
úr teinu og njóta þess sem best að drekka það.“
Ræktar Cayenna-pipar og berjarunna
Fyrir nokkrum árum fór Bergmann að
stússa með tveimur frændum sínum og jafn-
öldrum við að gera ýmsar tilraunir í bjórgerð.
„Við erum byrjendur í þessu, en við höfum
lagt í nokkra ólíka bjóra, dökkan porter, India
Pale Ale og hveitibjór. Við höfum líka prufað
að gera mjöð en hann er enn í gerjun svo við
vitum ekki hvernig hann kemur til með að
smakkast. Við bruggum bjór eingöngu fyrir
okkur sjálfa og leyfum vinum okkar að
smakka,“ segir Bergmann sem ræktar líka
jurtir í gróðurhúsi hjá móður sinni á Akranesi.
„Ég hef verið að leika mér að því að
rækta berjarunna, tómatplöntur og krydd-
jurtir, Cayenna-pipar, salvíu, rósmarín, timj-
an, basilíku og fleira. Þetta er kalt gróðurhús
sem eingöngu nýtist yfir sumartímann en ég
stefni á að fá í það hita og ljós svo ég geti stýrt
hitastiginu, lýsingunni og rakastiginu og tekið
ræktunina á hærra plan. Mig langar að prófa
að rækta eitthvað óvenjulegt en mér finnst
gaman að rækta sjálfur það hráefni sem ég
nota í eldamennsku.“
Keypti japanska hnífa til matargerðar
Bergmann Óli er alinn upp við að vera
virkur í eldhúsinu og hann hefur bakað frá því
hann var strákur. „Ég er í matarklúbbi með
vinum mínum og við gerum ýmsar tilraunir í
eldamennsku, höfum til dæmis matreitt kan-
ínu. Við heilsteiktum hana og settum í pott
með grænmeti, bættum út í einni rauðvíns-
flösku og einu kílói af bláberjum, sem við tínd-
um auðvitað sjálfir. Þetta létum við malla í ofni
í þrjá tíma á lágum hita. Að því loknu rifum við
kjötið af beinunum og settum það svo aftur í
pottinn, og þá var kominn yndislegur pott-
réttur með rifinni kanínu. Við höfum líka verið
að þróa rétt sem er alltaf að batna hjá okkur,
fyllt lambahjörtu með eplum, sveppum, lauk
og ýmsum kryddjurtum. Vefjum beikoni ut-
anum og látum í eldfast mót með rauðvíni og
grænmeti. Setjum svo í ofn við lágan hita,“
segir Bergmann og bætir við að þeir fé-
lagarnir hafi komist að því að fyrst þeir væru
reglulega að elda saman, yrðu þeir að fá sér
flotta hnífa.
„Ég fékk mér tvo japanska hnífa til
matargerðar og stein til að brýna. Það er frá-
bært að vinna með vel beitta og þægilega
hnífa, ég á eftir að fá mér fleiri slíka. Það borg-
ar sig að kaupa góða hnífa og hirða vel um þá
og brýna, þá geta þeir enst í mörg ár.“
Bergmann veður í verkið og finnur lausn-
ir í matargerðinni, hann gerði sér lítið fyrir og
hlóð sína eigin reykaðstöðu í sveitinni í Þing-
eyjarsýslu þar sem fjölskyldan á sumarbústað.
„Ég reykti í honum svínabóg og það tókst
vel. Ég gerði ramma úr torfi, setti trélok yfir
og eld undir, þannig að reykur og hiti leitaði
upp þar sem ég setti kjötið,“ segir Bergmann
sem reykti líka bleikju í þessum heimagerða
ofni úti í náttúrunni. „Mér finnst gaman að
prófa eitthvað nýtt, gera tilraunir og finna nýj-
ar leiðir,“ segir Bergmann sem leggur stund á
efnaverkfræði í Háskóla Íslands og segir að
mögulega hafi áhugi hans á tilraunum með
mat og drykk eitthvað að gera með það náms-
val. „Ég væri jafnvel til í að starfa við að þróa
bruggun bjórs í framtíðinni.“
Bjargar sér Bergmann hlóð sjálfur eigin
reykaðstöðu í sveitinni sinni í Þingeyjarsýslu,
og þar reykti hann bæði kjöt og fisk og var ár-
angurinn góður, allt smakkaðist mjög vel.
Kanínueldandi teáhugamaður
Hann er alinn upp við að vera
virkur í eldhúsinu og hefur bak-
að frá því hann var strákur.
Hann er í matarklúbbi með
nokkrum vinum og þeir gera
ýmsar tilraunir í eldamennsku.
Og bruggar bjór með frændum.
Morgunblaðið/Eggert
Fánum skreytt Bergmann Óli hugar að plöntunum sínum í gróðurhúsinu á Akranesi.
Allt te er gert af sömu plöntu: Camella sonensis.
Pu-erh te: er látið í gufu, síðan rúllað eða sett í form og þurrkað, en síðan
er það geymt og látið gerjast við ýmsar aðstæður. Sumir segja að örver-
urnar sem sjá um gerjunina hafi góð áhrif á magann
Grænt te: eins og pu-erh, nema ekki gerjað.
Svart te og oolong te: er fyrst þurrkað en síðan eru laufin marin og látin
oxast (meira fyrir svart, en minna fyrir oolong) . Fyrir oolong eru laufin hit-
uð til að stoppa oxunina, síðan rúlluð og þurrkuð. Fyrir svart te eru laufin
rúlluð og þurrkuð.
Hvítt te: þurrkuð hvít telauf.
Fjölbreytnin er mikil og vinnslan ólík á telaufunum
Te er margskonar, ýmist grænt,
svart, hvítt eða gerjað
AFP
Sinn er tesiður í landi hverju Hér er verið að hella upp á te í Pakistan.