Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
✝ Bragi Þor-steinsson fædd-
ist á Vatnsleysu í
Biskupstungum 3.
júlí 1935. Hann lést
á sjúkrahúsinu á
Selfossi 12. septem-
ber 2018.
Foreldrar Braga
voru hjónin Þor-
steinn Sigurðsson,
bóndi á Vatnsleysu,
f. 2. desember 1893,
d. 11. október 1974, og Ágústa
Jónsdóttir húsfreyja frá Gröf í
Bitrufirði, f. 28. ágúst 1900, d.
25. september 1986.
Bragi var sjöundi í röð níu
systkina en hin eru: Ingigerður,
f. 1923, d. 1994, Sigurður, f.
1924, Steingerður, f. 1926, Ein-
ar Geir, f. 1930, Kolbeinn, f.
1932, d. 2013, Þorsteinn Þór, f.
1933, d. 1941, Sigríður, f. 1938,
d. 2017, og Viðar, f. 1945.
Eftirlifandi eiginkona Braga
er Halla Bjarnadóttir, f. 11. jan-
úar 1938 í Reykjavík, en þau
f. 1998, og Þorsteinn, f. 2002, d.
2011.
Bragi ólst upp á Vatnsleysu í
Biskupstungum. Hann stundaði
nám við við Íþróttaskóla Sig-
urðar Greipssonar í Haukadal
og við Héraðsskólann á Laugar-
vatni. Um tíma starfaði Bragi
hjá Osta- og smjörsölunni í
Reyjavík. Vorið 1960 hófu þau
Halla búskap á Vatnsleysu,
fyrst í félagi með foreldrum
Braga en tóku síðar alfarið við
búinu. Um árabil starfaði Bragi
sem héraðslögreglumaður í Ár-
nessýslu. Hann var um skeið í
stjórn Búnaðarfélags Biskups-
tungna og tók að öðru leyti
virkan þátt ýmsum félags-
störfum í sveitinni svo sem leik-
listarstarfi. Hann söng með
Skálholtskórnum í hálfa öld, allt
frá stofnun kórsins 1963, og var
lengst af forsöngvari hans. Síð-
ast söng hann með kórnum á
Skálholtshátíð 2013 þegar liðin
voru 50 ár frá vígslu kirkj-
unnar. Hann var mikill unnandi
tónlistar alla tíð og mætti á vel-
flesta tónleika sem haldnir voru
í nágrenni hans.
Útför Braga fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 22.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
gengu í hjúskap
28. nóvember
1959. Foreldrar
hennar voru hjónin
Bjarni Ragnar
Jónsson, f. 7. sept-
ember 1905, frá
Dýrafirði, forstjóri
í Reykjavík, d. 5.
nóvember 1996, og
Kristrún Haralds-
dóttir húsfreyja, f.
19. febrúar 1904 í
Reykjavík, d. 3. maí 1986.
Börn Braga og Höllu eru: 1)
Ingunn Birna búfræðingur, f.
1959. 2) Ragnheiður lögfræð-
ingur, f. 1963, gift Eymundi
Sigurðssyni verkfræðingi, f.
1962. Þeirra börn eru Bragi
Steinn, f. 1994, Sigurður, f.
1996, og Halla, f. 2001. 3) Þor-
steinn Ágúst búfræðingur, f.
1967, d. 1996. 4) Kristrún
grunnskólakennari, f. 1976, í
sambúð með Birni Davíð Þor-
steinssyni verkfræðingi, f. 1971.
Þeirra börn eru: Katrín Ingunn,
Við fráfall bróður verða æsku-
minningar ljóslifandi þótt langt
sé um liðið. Á Vatnsleysu var
samkomuhús sveitarinnar fram
yfir 1960. Ég var oft að sniglast í
kringum Vatnsleysuböllin af ein-
skærri forvitni. Allt í einu var
Bragi kominn í dansinn með
stúlku sem ég hafði ekki áður
séð. Þarna var eitthvað að ger-
ast. Þessi stúlka var Halla sem
vann sumarlangt við barnaheim-
ili í Laugarási. Bragi var tíu ár-
um eldri en ég og myndin af því
þegar hann kom í hlaðið vorið
1960 með það sem þau Halla
höfðu önglað saman er eins og
ljósmynd í huga mér. Hér voru
vegamót hjá þeim báðum, unga
forstjóradóttirin úr Reykjavík
var hér að stíga fyrstu skrefin á
60 ára búsetu á Vatnsleysu. Ráð-
ist var í að lyfta þakinu á aust-
urbænum og ungu hjónin fluttu í
nýja íbúð á efri hæðinni. Nýja
dráttarvél lögðu þau til og nú
voru tvær Ferguson-vélar sem
léttu bústörfin. Á innan við tíu
árum hafði vélvæðingin tekið við
af tækjum sem hestum var beitt
fyrir. Þetta voru skemmtileg
sumur hjá mér unglingnum sem
reyndi að fylgja Braga eftir.
Hann var alla tíð mjög ósérhlíf-
inn og gerði meiri kröfur til sín
en annarra. Ég stend í þakkar-
skuld við Braga fyrir að hafa
kennt mér að vinna og meta
vinnu þau sumur sem ég var
heima. Á þessum árum mótaðist
samband okkar sem aldrei bar
skugga á. Dráttarvélar voru opn-
ar og ekki búið að finna upp
heyrnarhlífar. Til að vinna á móti
vélarniðnum tók Bragi upp á því
að syngja sönglög við vinnuna.
Ég er ekki frá því að þarna hafi
hann náð að þroska hljómfagra
söngrödd sína en söngur var
áhugamál hans eins og margra í
fjölskyldunni. Ég komst fljótt að
því að Bragi var mér fremri í
söngnum. Hann fékk í vöggugjöf
einstaka náttúrurödd og þá
hljómbestu okkar systkina. Rödd
sem varð síðar burðarrödd í kór
Skálholtskirkju þar sem hann
hafði oft forsöng. Börnin fjögur
uxu úr grasi og búið stækkaði.
Stefna var tekin á kynslóðaskipti
og að systkinin Inga Birna og
Þorsteinn tækju við búskapnum.
Það var því mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna þegar Þorsteinn lést af
slysförum 1996.
Gestkvæmt hefur alla tíð verið
á Vatnsleysu og gott þangað að
koma. Réttardagurinn er mikill
hátíðardagur í sveitinni og rétt-
arsúpan hjá Höllu sveik engan.
Fjölmargir hafa komið á réttar-
daginn og tekið þátt í margradda
söng á öllum bæjum á Vatns-
leysutorfunni. Þótt Bragi væri
þrotinn að kröftum lagði hann
mikla áherslu á að réttarsúpan
væri á sínum stað í haust og
gestir kæmu saman og tækju
lagið. Í samtali okkar stuttu fyrir
réttir sagði hann við mig: „Þú
verður að tryggja að góðir söng-
menn komi.“ Þótt hann hefði
ekki þrek til að taka þátt í söngn-
um ætlaði hann að vera nálægur.
Svo fór þó að sjúkdómurinn gaf
enga vægð og nokkrum dögum
fyrir réttir varð innlögn á
sjúkrahúsið á Selfossi ekki
umflúin.
Enn hefur fækkað í hópi okk-
ar systkina en við vorum níu.
Mikill samhugur og eindrægni
hefur alltaf einkennt sambýlið á
Vatnsleysu. Bragi gerði sér fulla
grein fyrir að hann væri að ljúka
jarðlífinu og var ókvíðinn að
mæta dauða sínum. Við eftirlif-
andi systkini og mágkonur vott-
um fjölskyldunni innilega samúð.
Viðar Þorsteinsson.
Þegar góður frændi og vinur
fellur frá hrannast upp minning-
ar. Samskipti við hann standa
manni ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti’af rósum.
(Einar E. Sæmundsen)
Við hjónin og börn okkar
varðveitum dýrmætar minningar
um Braga.
Öll börn mín voru til lengri
eða skemmri tíma um sumur hjá
Braga og Höllu og fjölskyldu á
Vatnsleysu. Þau, eins og ég,
lærðu margt af Braga, þó að
Inga Birna hafði að einhverju
leyti verið tekin við hlutverki
leiðbeinandans. Fjölskylda mín
er þakklát fyrir dýrmætan tíma
með Braga og fjölskyldu.
Það var alltaf bjart yfir Braga,
hann var oftast kátur, kíminn og
stutt í hláturinn. Bragi hló smit-
andi hlátri með öllum skrokkn-
um, ekki síst augunum. Hann gat
gantast og tók sjálfan sig ekki of
alvarlega. Sumir gætu talið hann
hafa verið stríðinn, það risti þó
aldrei djúpt. Það þurfti oftast
ekki mikið tilefni til að hlæja dátt
og hlátur var goldinn með hlátri.
Bragi fór ekki hljótt, það var
aldrei lognmolla í kringum hann.
Það er ekki ofsögum sagt að
Bragi var yfirleitt hrókur alls
fagnaðar.
Bragi var með hljómfagra
tenór/barítónrödd. Tónlist og
söngur hafa verið í hávegi á báð-
um bæjum Vatnsleysu í gegnum
tíðina. Það gilti einu hvar fólk
kom saman, hvort sem var í af-
mælum, fermingum, réttunum,
oftast var sunginn raddaður
söngur. Þá var gott að standa ná-
lægt frændum sínum og læra
sína rödd, ekki síst Braga, sem
amma taldi hafa hljómfallegustu
rödd Vatnsleysufrænda. Ef
Bragi hefði gefið sig meira að
söngnum hefði hann sjálfsagt
getað náð langt.
Á réttardaginn hafa Bragi og
Halla, eiginkona Braga, og dæt-
ur þeirra, tekið á móti ættingjum
og vinum, hátt í og yfir hundrað
manns, í áratugi og boðið í kjöt-
súpu. Þau tóku við þeim sið af
Þorsteini og Ágústu, foreldrum
Braga, en hafa bætt um betur
með auknum fjölda gesta. Eftir
kjötsúpu er sungið í stofunni við
orgelundirleik. Þar var viðtekin
venja að Bragi söng þar einsöng.
Ég er þakklátur fyrir að eiga
þessar og ótal aðrar góðar minn-
ingar um Braga.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Bragi var æðrulaus við dauð-
ans dyr. Hann mætti örlögum
sínum keikur, það dró af honum
síðustu mánuði og vikur, en hann
kvartaði aldrei og gerði ekki
mikið úr veikindum sínum. Það
gerir þeim sem sakna hans auð-
veldar fyrir.
Bragi átti gott líf, hann var
elskaður og dáður og naut virð-
ingar. Gott hjónaband þeirra
Höllu varði í um 60 ár, öll börn
þeirra, tengdabörn og barnabörn
eru til fyrirmyndar, hvert á sinn
hátt. Ég veit að Bragi var þakk-
látur fyrir allt þetta. Bragi trúði
á æðri tilvist eftir þetta líf og
kveið ekki örlögum sínum. Nú
lýsir faðir ljóssins Braga „á vís-
dóms vegi sönnum“, það er
huggun.
Hvíl í friði, kæri frændi, bless-
uð sé þín minning. Við fjölskyld-
an vottum Höllu, frænkum okkar
og fjölskyldum þeirra samúð.
Þorsteinn Guðnason.
Á réttardaginn í Tungunum er
mikill söngur og gleði, en síðasti
réttardagur á Vatnsleysu var
einhvern veginn öðru vísi, Bragi
bóndi í austurbænum var á
Sjúkrahúsi Suðurlands og lést
þar miðvikudaginn eftir réttir og
voru allir með hugann hjá Braga
og fjölskyldu hans. Bragi var
hvers manns hugljúfi, glaður
með fallegt blik í auga, söngmað-
ur mikill og höfðingi heim að
sækja, við minnumst margra
gleðistunda með þeim hjónum.
Maggi minn var úr vesturbæn-
um og voru þeir systkinasynir.
Mikill samgangur var á milli
bæjanna og þegar frændsystk-
inin hittust á góðri stund var
mikið sungið og glatt á hjalla,
enda söngfólk mikið. Ég átti
góða stund með þeim hjónum og
Ingu Birnu í ágúst í sumar, þá
var Bragi nokkuð hress og var
mikið spjallað um lífið og til-
veruna. Við rifjuðum upp hvað
alltaf var gaman í gamla daga og
hvað allt hafði breyst, við værum
síung en börnin okkar væru farin
að eldast! Elsku Bragi, takk fyr-
ir að vera þú og við biðjum þér
blessunar á þeirri leið sem þú
hefur lagt í.
Ég er svo nærri
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug
lyftist sál mín upp
í mót til ljóssins
Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur
og ég þótt látinn sé
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. ók.)
Elsku Halla, Inga Birna,
Ragnheiður og fjölskyldur, inni-
legar samúðarkveðjur frá okkur
Sigurði, Jónu og Maríu.
Þóra Katrín.
Bragi Þorsteinsson á Vatns-
leysu er látinn og er mér ljúft að
minnast hans með nokkrum orð-
um. Kynni okkar hófust fyrir
nokkrum áratugum þegar ég fór
að venja komur mínar í Tungna-
réttir og vinur minn Þorsteinn
Guðnason kynnti mig fyrir
Braga, móðurbróður sínum. Síð-
an þá hef ég verið gestur þeirra
Höllu á réttardaginn og á ýms-
um öðrum tímum þess á milli.
Það er óvíða jafn reisulegt heim
að líta og heim að Vatnsleysu og
þegar komið er í hlað blasir
snyrtimennskan og fallegir garð-
ar við öllum sem þangað koma.
Þar bjuggu frændur rausnarbúi
um árabil. Réttardagur með
þeim Vatnsleysubræðrum og
þeirra fólki er mikil hátíðarstund
og öllum ógleymanlegur sem
verður þátttakandi í slíkum við-
burði. Byrjað er snemma á
morgunverði hjá Ingu og Einari
Geir, með viðeigandi hestaskál.
Þá er farið í réttirnar og allir
taka þátt í söng með viðstöddum,
sem Einar Geir hefur stjórnað
um árabil. Að lokinni kjötsúpu
heima á bæ tekur fólkið sér
stöðu við gamla orgelið í stofunni
og er þá sungið í gegnum öll fjár-
lögin, gjarnan tvisvar. Um kaffi-
leytið er farið yfir í vesturbæinn
og sungið með heimafólki þar og
gestum þeirra. Þegar þarna er
komið sögu er heldur farið að
draga af mönnum, enda dagskrá-
in þá búin að vera nokkuð
ströng.
Tónlist og söngur voru Braga
mjög hugleikin, líkt og mörgum í
hans fjölskyldu. Hann var góður
söngmaður og söng með ýmsum
kórum um dagana. Hann hafði
þróttmikla barítónrödd og söng
stundum einsöng fyrir gesti sína.
Bragi lagði áherslu á að meðal
gesta á Vatnsleysu á réttardag-
inn væru góðir söngmenn, svo
sómi væri að söngnum. Nú í
haust hafði Bragi ákveðið að
halda réttardaginn á Vatnsleysu
með sínu fólki, þótt hann væri
þjakaður af veikindum. „Ég mun
ekki syngja með ykkur, en heyra
óminn af honum inn til mín,“
sagði hann við mig fyrir
skömmu. Af því varð því miður
ekki.
Með Braga á Vatnsleysu er
genginn ljúfur maður, sem gott
var að vera með. Fjölskyldu hans
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Braga Þorsteinssonar.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Það eina sem er öruggt í okk-
ar lífi er að við hverfum héðan öll
og deyjum. Nú er vinur okkar
Bragi Þorsteinsson frá Vatns-
leysu farinn. Við höfum fengið að
njóta vináttu hans og Höllu og
fjölskyldunnar alveg síðan við
fluttum í Tungurnar 1983. Það
var dásamlegt að vera tekið vel
af slíkum höfðingjum.
Við með rekstur, Meðferðar-
heimilið Torfastöðum, allt fullt af
börnum sem áttu erfitt og voru á
hættulegri braut. Mikilvægt að
snúa lífi þeirra á betri veg, leyfa
þeim að njóta lífsins.
Íbúar sveitarinnar þekktu
ekkert til okkar en fljótlega var
okkur treyst og við virt, ekki síst
af Höllu og Braga. Það var okkur
mikils virði. Vináttan var sönn og
trygg og hefur haldist, jafnvel
styrkst við erfiðleika og verkefni
sem féllu þeim og okkur í fang
og nauðsynlegt var að mæta.
Bragi söng lengst allra með
Skálholtskórnum og það var
mjög ánægjulegt að njóta sam-
vista við hann þar. Halla varð
samherji í sveitarstjórnarmálum
um tíma. Það voru tímar
breytinga og hún flott í sínu hlut-
verki.
Guð blessi Höllu og fjölskyldu
hennar og veiti þeim styrk nú
þegar Bragi er horfinn úr okkar
röðum.
F.h. Torfastaðafjölskyld-
unnar,
Drífa Kristjánsdóttir.
Tengdafaðir minn og góður
vinur, Bragi á Vatnsleysu, er
fallinn frá. Þótt vissulega hafi
verið nokkur aðdragandi að frá-
falli hans finnur maður fyrir
tómarúmi nú þegar hann hefur
kvatt enda samfylgdin orðin
löng, eða 36 ár. Daginn sem hann
kvaddi áttum við ágæta sam-
verustund og vorum sammála
um að þótt ýmis áföll hefðu dunið
yfir á þessum tíma hefðum við og
fjölskyldan öll átt mörg góð ár
saman.
Bragi var ekki þeirrar gerðar
að hann vildi láta mikið á sér
bera en oft beindist þó athyglin
að honum á mannamótum, sér-
staklega þegar lagið var tekið, en
hann hafði hljómmikla og fallega
söngrödd. Gaman var að fylgjast
með þeim frændsystkinum frá
Vatnsleysu bresta í margradd-
aðan og vandaðan söng svo unun
var á að hlýða. Við slíkar að-
stæður, sérstaklega á réttardag-
inn, söng Bragi oft einsöng, og
tók þá oftar en ekki lagið Kirkju-
hvol.
Bragi var góður bóndi og mik-
ill dugnaðarforkur. Hann var
vakinn og sofinn yfir búrekstr-
inum, hélt húsum sínum vel við
og gekk í öll verk sem til falla á
einu búi, hvort sem um var að
ræða smíðavinnu, rafsuðu eða
bókhald, en hann annaðist til
dæmis alla tíð sjálfur skatt-
skýrslugerð fyrir búið og hafði
tileinkað sér tölvutæknina á því
sviði hin síðari ár. Vatnsleysubæ-
irnir hafa alltaf þótt snyrtilegir
en einstaklega góð samvinna og
vinskapur hefur ávallt ríkt á milli
heimilanna á Vatnsleysutorfunni.
Bragi var mikill ákafamaður í
heyskap og þoldi ekkert sleifar-
lag hjá samverkafólki sínu eftir
að sláttur var hafinn. Lagði hann
talsvert upp úr því að hefja slátt
sem fyrst og ljúka honum á
skikkanlegum tíma. Jafnvel nú í
sumar gaf hann lítið eftir í þess-
um efnum þótt kraftarnir hefðu
farið þverrandi með degi
hverjum.
Bragi var ungur í anda og gat
verið stríðinn en alltaf á gam-
ansömum nótum. Barnabörnin
áttu góðan vin í honum og hann
náði vel til þeirra á sinn hispurs-
lausa hátt.
Hann kunni til dæmis alveg að
gera „high five“ og „klesst’ann“
og hvað þessar kveðjur heita nú
allar saman!
Margs er að minnast og flest-
ar minningar kærar og góðar.
Ég mun sakna míns góða vinar,
Braga á Vatnsleysu, en minning-
in um góðan og heilsteyptan og
ekki síst glaðværan mann lifir í
huga okkar sem kynntumst
honum.
Eymundur Sigurðsson.
Bragi
Þorsteinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BERGÞÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Boðaþingi 5, Kópavogi,
lést á Hrafnistu, Boðaþingi, mánudaginn
3. september. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Börn og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR,
lést á Ullerntunet Sykehjem í Osló
föstudaginn 31. ágúst. Bálför hennar fór
fram miðvikudaginn 12. september í Osló.
Minningarathöfn og kveðjustund fer fram í Fossvogskapellu
þriðjudaginn 25. september klukkan 13.
Aska hennar verður jarðsett í Sóllandi, Fossvogskirkjugarði,
að lokinni minningarathöfn.
Eva Vilhelmína Markúsdóttir
Jóhann Þórir Jóhannsson Helga Rakel Guðrúnardóttir
Magnús Torfi Jóhannsson
Eiginmaður minn, ástvinur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
LÚÐVÍG A. HALLDÓRSSON,
fv. skólastjóri í Stykkishólmi,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
19. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 28. september
klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Alzheimersamtökin.
Guðrún R. Kristjánsdóttir Guðrún I. Árnadóttir
Grétar F. Jakobsson Guðrún H. Hjálmarsdóttir
Lára Lúðvígsdóttir Sigurður G. Guðjónsson
Halldór Lúðvígsson Margrét Sigurðardóttir
María R. Lúðvígsdóttir Björgvin G. Sigurðsson
afa- og langafabörn