Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 23

Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísindamenn leggja til miklar fram- kvæmdir neðansjávar við Suður- skautslandið til að varna því að Thwai- tes-jökull, sem gæti orðið að ísjaka á stærð við Bretland, brotni frá og fljóti út á haf. Losni jakinn og bráðni gæti sjávarborð hækkað um nokkra metra, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar. Tvær hugmyndir hafa komið fram um hvernig koma megi í veg fyrir að jökullinn sigli út á haf. Sú hófsamari er engu að síður af þeirri stærðar- gráðu að hún jafnast á við gerð Panamaskurðar eða Súezskurðar. Í henni felst að gera jarðvegshóla á hæð við Eiffelturninn á sjávarbotni. Þeir eiga að styðja við jökulbrúnina sjávar- megin. Hinn valkosturinn er að ryðja upp um 100 metra háum garði, eða vegg, á sjávarbotni. Garðurinn yrði 80 til 100 kílómetra langur og myndi koma í veg fyrir að hlýr sjór kæmist undir íshell- una, bræddi hana neðan frá og veikti. Greint var frá þessum metnaðar- fullu áformum í The Cryosphere, tímariti European Geosciences Union, á fimmtudaginn var. Greinin þykir endurspegla þau viðhorf að það að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, svo gott sem það er, gerist lík- lega ekki nógu hratt til að koma í veg fyrir stórkostlegar loftslagsbreyt- ingar sem myndu hafa hörmulegar af- leiðingar. Mikil hækkun sjávarborðs Haft er eftir aðalhöfundi grein- arinnar, Michael Wolovick, vísinda- manni við Princeton-háskóla, að Thwaites-jökull geti verið upphafið að bráðnum sem á endanum muni hækka sjávarborð á heimsvísu um nálægt þrjá metra. Það að draga úr kolefnismengun mun ekki duga til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingarnar. Einu trúverð- ugu leiðirnar til þess að tryggja að hlýnun verði innan við tvö stig á Cel- síus, miðað við hitastig fyrir iðnvæð- ingu, eins og stefnt er að með Par- ísarsáttmálanum, er að draga mikið magn koltvísýrings (CO2) út úr and- rúmsloftinu. Verkfræðileg áform, sem áður var hafnað vegna þess að þau væru óhagkvæm, óþörf eða beinlínis hættuleg, eru ekki lengur á jaðri vís- indalegrar og pólitískrar umræðu heldur orðin ofarlega á baugi. Á meðal þeirra má nefna að dreifa ögnum í geimnum sem endurkasta geislum sólar, geyma CO2 í berglögum eða hefja stórfellda ræktun til framleiðslu á lífeldsneyti. Engar þessara hug- mynda taka á hækkandi sjávarborði en það mun líklega valda meiri hörm- ungum fyrir mannkynið en nokkur önnur áhrif loftslagshlýnunarinnar. Tugir eyríkja gætu farið meira eða minna í kaf og einnig þéttbyggðar óseyrar, einkum í Asíu og Afríku. Verkfræðilegar lausnir Wolovick segir að heimsbyggðin þurfi að huga vandlega að verk- fræðilegum lausnum varðandi jökl- ana. Hundruð milljóna manna búi á svæðum sem séu fáeina metra ofan við sjávarborð. Þar til nýlega hækk- aði sjávarborð aðallega vegna auk- innar þenslu vatns af völdum hlýn- unar. Nú stafar helsta ógnin af bráðnun Grænlandsjökuls og íssins á Suðurskautinu. Bráðni Grænlands- jökull og jökullinn á Vestur- Suðurskautslandinu, sem er hættara við bráðnun en jöklinum á Austur- Suðurskautslandinu, myndi yfirborð sjávar hækka um nálægt 12 metra. Vilja sporna við bráðnun 1 2 Rannsókn ætlað að fá fram umræðu um mögulegar leiðir til að hægja á hækkun sjávaryfirborðs Hugsanlegar framkvæmdir til að koma í veg fyrir íshrun Heimild: European Union for Geosciences Ís- breiðan Landgrunn Hlýr sjór Kaldur sjór Straumur: Hlýr sjór þynnir ísinn Jökull Í eðlilegu árferði er jafnvægi á milli ísmyndunar og bráðnunar svo jökullinn hopar ekki Ójafnvægi vegna hlýnunar andrúmslofts: Íshellan þynnist og hopar. Hlýrri hafstraumar hraða þróuninni. Jarðvegshólar 30% líkur á að jökullinn verði stöðugur Veggur, 80-120 km langur gæfi 70% líkur á stöðugleika Mannvirki reist neðansjávar til að stöðva hlýja hafstrauma og styðja við jökulinn Mögulegar lausnir  Ef Thwaites-jökull brotnar frá Suðurskautslandinu og bráðnar hækkar yfirborð sjávar  Hugmyndir um verkfræðilegar lausnir til að afstýra brotinu Ljósmynd/NASA Thwaites-jökull Hætta er á að gríðarlegt jökulflæmi brotni frá Suður- skautslandinu og fljóti á haf út. Leitað er leiða til að hindra það. Mikið óveður gekk í gær yfir Nor- eg. Gaf norska veðurstofan út rauða viðvörun í hluta landsins, þar á meðal í Ósló, vegna storms- ins, sem hlotið hefur heitið Knút- ur. Vindhraði mældist í mestu vind- hviðunum 37 metrar á sekúndu og var spáð að hann gæti farið í 40 metra á sekúndu á Óslóarfirði. Fólk var beðið að ganga frá öllu lauslegu og varað við því að vera utandyra, sérstaklega við strönd- ina. Miklar tafir gætu orðið á um- ferð. Þá var fólk beðið að hringja ekki í neyðarlínuna nema mannslíf væri í húfi. Var búist við að veðrið myndi ganga yfir þegar liði á dag- inn í dag. Fór rafmagn af hjá 47 þúsund manns í Ögðum, sagði norska útvarpið, NRK. Stormurinn Knútur skall líka á Danmörku og Svíþjóð í gær og voru þar sömuleiðis gefnar út við- varanir til almennings um að fara með gát og halda sig innan dyra. NOREGUR Óveðrið Knútur veldur usla Minnst 136 manns fórust þegar ferju sem flutti yfir 400 manns hvolfdi í fyrradag á Viktoríuvatni í Tansaníu, samkvæmt frétt BBC. Margra er enn saknað og er óttast að yfir 200 manns hafi drukknað. Ferjan Nyerere var á leið frá Bugorora þegar henni hvolfdi við eyna Ukara. Talið er að allt of margir hafi verið um borð og hvolfdi ferjunni þegar farþegarnir flykktust yfir á annað borðið þegar ferjan lagði að landi. Björgunaraðgerðir hófust þeg- ar og var þeim haldið áfram í gær. Íbúar á Mwanza svæðinu voru ótta- slegnir og biðu frétta af ættingjum sem voru um borð í ferjunni. Kona sem fréttamaður ræddi við kvaðst hafa misst frænku sína, föður og yngri bróður í slysinu. Fjölmiðlar á svæðinu sögðu að ferjan hefði borið 100 manns en embættismenn töldu að um borð hefðu verið fjórfalt fleiri, eða yfir 400 manns, þegar ferjunni hvolfdi. Viktoríuvatn Eitt af stærstu stöðu- vötnum Afríku. DODOMA Dar Es Salaam Mwanza Tangan- yikavatn 200 kmSAMBÍA ÚGANDA Viktor- íuvatn RV. BÚ. LÝ Ð V EL D IÐ K O N G Ó LÝ Ð V EL D IÐ K O N G Ó KENÍA TANSANÍA Mannskætt ferjuslys í Tansaníu Þrjár milljónir manna látast af völd- um áfengisneyslu á ári hverju, að því er fram kemur í skýrslu, sem Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin birti í gær. Látast fleiri af völdum áfengis á ári en af völdum alnæmis, ofbeldis og umferðarslysa. Í skýrslunni segir að eitt af hverj- um tuttugu dauðsföllum megi rekja til áfengis eða 5,3%. Þar á meðal er akstur undir áhrifum, ofbeldi og misneyting í áfengisvímu og fjöldi sjúkdóma og raskana. Rúmlega tveir af hverjum þremur, sem láta lífið af völdum áfengis, eru karlar. Neysla áfengis hefur dregist sam- an um 10% í Evrópu síðan 2010. Neysla á mann í álfunni er 10 lítrar af hreinum vínanda á ári. Annars staðar í heiminum fer neysla vax- andi, einkum í Asíu, einkum Ind- landi og Kína, segir í frétt AFP. 5% dauðsfalla út af áfengi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.