Morgunblaðið - 24.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Orkugjafar framtíðar þurfa að
vera umhverfisvænir og öll
tækniþróun tekur mið af því. Í
mínum huga hangir samt miklu
meira á spýtunni í þeirri viðleitni
að draga úr notkun jarðefnaelds-
neytis. Á alþjóðlega vísu er mik-
ilvægt að heimurinn komi sér úr
þeirri stöðu að við séum algjörlega
háð einum orkugjafa. Deilur um
yfirráð yfir olíuauðlindum eru oft-
ar en ekki orsök stríðsátaka í Mið-
Austurlöndum og víðar,“ segir Jón
Ólafur Halldórsson forstjóri Olís.
Verulegar breytingar standa
nú fyrir dyrum hjá Olís, sem Hag-
ar hf. eignuðust fyrir skemmstu.
Gera má ráð fyrir að samruni fyr-
irtækjanna, sem eru sett ýmis skil-
yrði, komi til framkvæmda um
miðjan nóvember næstkomandi og
verður í framhaldi af því hafist
handa um að samþætta margt í
rekstri fyrirtækjanna tveggja.
Nýjar þarfir á markaði
„Tækifærin sem sameiningin
felur í sér eru mörg. Þar má nefna
innkaup, birgðahald og dreifingu
og markvissara vöruframboð sem
mun efla þjónustustöðvar Olís. Þar
höfum við verið sterk í bílaþjón-
ustu og nú í seinni tíð sem skyndi-
bitastaðir. Markaðsstaða okkar
hér á höfuðborgarsvæðinu er
sterk og þar höfum við möguleika
til að útfæra og breyta stöðvunum
okkar til samræmis við nýjar þarf-
ir markaðarins. Þær eru meðal
annars að nú vill fólk fækka versl-
unarferðum og geta fengið sem
mest á einum stað, og þar teljum
við okkur eiga sóknarfæri með
Högum,“ segir Jón Ólafur og held-
ur áfram.
„Með fjölgun ferðamanna hef-
ur myndast svigrúm til að fara í
ýmis verkefni til að mæta vaxandi
eftirspurn fyrir fólk á ferðinni.
Reyndar sáum við í sumar á tölum
um eldneytissölu að fólk fer ekki
jafn langt út frá SV-horninu og áð-
ur. Norðurland og Vestfirðir gefa
eftir. Suðurlandið er sterkt og nú
erum við með í bígerð uppbygg-
ingu í Vík í Mýrdal, þar sem Olís
hefur átt lóð í áratugi.“
Stjórnvöld skapi hvata
Í Reykjavík og nágranna-
byggðum gildir sú meginstefna af
hálfu sveitarfélaganna að bens-
ínstöðvum verði fækkað. Forstjóri
Olís segir að þess utan verði stöðv-
unum breytt í náinni framtíð, svo
þar megi jafnt nálgast jarð-
efnaeldsneyti, metangas og raf-
hleðslur – eins og nú sé á stöðvum
fyrirtækisins í Álfheimum og
Mjódd í Reykjavík.
„Fjölorkustöðvar eru fram-
tíðin sem er spennandi. Hvernig
framvindan svo verður og hve
hratt hlutirnir gerast ræðst svo
meðal annars af þeim hagrænu
hvötum sem stjórnvöld skapa.
Núna fást metan- og hybrid-bílar á
tiltölulega hagstæðu verði sem
flýtir fyrir orkuskiptum á Íslandi
sem er í eðli sínu mjög heillandi
hugmynd. Hins vegar hef ég aldrei
mikla trú á boðum og bönnum, svo
sem því að hætta skuli nýskrán-
ingu bensín- og díselbíla árið 2030
eins og ríkisstjórnin boðaði á dög-
unum. Markaðurinn þarf að hafa
svigrúm til þess að finna bestu og
hagkvæmustu lausnirnar, þá sam-
kvæmt þeirri meginstefnu sem
stjórnvöld móta. Framundan er
mikil innviðauppbygging í sam-
göngukerfinu og samkvæmt vega-
áætlun til næstu 15 ára er gert ráð
fyrir 200 milljarða fjárfestingu.
Ég er ekki viss um að þessi tíma-
setning án mikilla undantekninga
sé því raunhæf.“
Einfölduð umræða
Í umræðu um orkuskipti og
loftslagsmál segir Jón Ólafur að
eftirtektarvert sé að sjónum sé
fyrst og síðast beint að einkabíln-
um, sem á Íslandi skapi ekki nema
3-5% af þeirri mengun sem allir
séu sammála um að verði að
sporna gegn. Um 60% af allri
þeirri olíu sem Olís selur fari til
iðnaðar og á fiskiskipaflotann, á
skip sem þó séu verulega eyðslu-
minni en áður. Þá sé flugið ótalið
sem mikill mengunarvaldur; út-
blástur frá farþegaþotunum sitji
ofarlega í lofthjúpnum og sé því
mjög skaðlegur.
„Pólitíkinni hefur hentað vel
að sleppa flugsamgöngum og
beina sjónum öðru fremur að
einkabílnum í umræðu um meng-
un og loftslagsmál. Það er mikil
einföldun því það er svo margt
sem hefur áhrif svo sem end-
urheimt votlendis sem getur unnið
gegn gróðurhúsaáhrifum. Í um-
ræðu um orkuskipti og umhverf-
ismál verður að hafa heildarmynd-
ina í huga og nálgast hlutina af
ábyrgð eins og við hjá Olís ger-
um.“
Nýir eigendur, umhverfismál og orkuskipti í deiglunni hjá Olís
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Afl Komast þarf úr þeirri stöðu að við séum algjörlega háð einum orkugjafa, segir Jón Ólafur.
Fjölorka framtíðar
Jón Ólafur Halldórsson er
fæddur 1962. Stúdent frá
Menntaskólanum í Kópavogi og
véltæknifræðingur, auk fjöl-
þættrar viðskiptamenntunar.
Starfaði fyrr á árum hjá LÍÚ,
Eimskip og Jarðborunum. Hef-
ur unnið hjá Olís frá 1995 og
verið forstjóri frá 2014.
Hver er hann?
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Kostnaður Íslandspósts vegna niður-
greiðslu erlendra póstsendinga
hleypur á hundruðum milljóna króna
á ári. Þetta segir Ingimundur Sigur-
pálsson, forstjóri Íslandspósts, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Í aðsendri grein Andrésar Magn-
ússonar, framkvæmdastjóra Sam-
taka verslunar og þjónustu, sem birt-
ist í Morgunblaðinu sl. laugardag var
athygli vakin á því að póstþjónustu-
fyrirtækjum í þróuðum ríkjum er
skylt að greiða 70-80% af kostnaði við
póstsendingar sem þangað berast frá
ríkjum sem teljast til þróunarríkja.
Þróunarríkin greiða því einungis 20-
30% af þessum kostnaði en eitt þeirra
ríkja sem flokkast sem þróunarríki
samkvæmt skilgreiningu samnings-
ins er Kína. Fyrirkomulagið á rætur
sínar að rekja til áratugagamals al-
þjóðasamnings (Universal Postal
Union) sem 192 ríki eiga aðild að.
Ingimundur segir að skýra megi
stóran hluta af tapi á rekstri Íslands-
pósts til niðurgreiðslunnar enda sé
erfitt fyrir fyrirtækið að standa undir
slíkum greiðslum. „Það er óhætt að
segja að þessi ófjármagnaða byrði
skýri megnið af okkar tapi,“ segir
Ingimundur og bætir við að hlutfalls-
lega sé niðurgreiðsla Íslandspósts
talsvert meiri en t.d. í Bandaríkjun-
um. „Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef séð er bandaríski póst-
urinn að niðurgreiða póstsendingar
fyrir um 13 milljarða íslenskra króna.
Það er hlutfallslega minna en við er-
um að greiða niður miðað við veltu,“
segir Ingimundur.
Fyrr á þessu ári fór fram alþjóð-
legt póstþing þar sem ráðamenn ríkja
sem aðild eiga að fyrrgreindum
samningi geta komið með tillögu að
breytingu á samningnum. Fundirnir
eru haldnir á fjögurra ára fresti og að
sögn Ingimundar hefur fjöldi ríkja
gert ítrekaðar tilraunir til að breyta
samningnum á fundunum. „Á síðasta
þingi var gerð fjórða tilraunin til að
breyta þessu en það miðar lítið sem
ekkert áfram með það. Þetta eru auð-
vitað alþjóðlegir samningar sem við
verðum að fara eftir en þessar er-
lendu sendingar eru að sliga ansi
mörg póstfyrirtæki,“ segir Ingi-
mundur.
„Skýrir megnið af okkar tapi“
Íslandspósti er skylt að niðurgreiða erlendar póstsendingar fyrir hundruð millj-
óna króna árlega Pakkar frá Kína flokkast sem póstsendingar frá þróunarríki
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Draumurinn er að koma þessu á
markað erlendis og selja kolefn-
isjöfnunina bæði til einstaklinga og
fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Landsskóga ehf. Landsskógar hlutu
nýverið styrk frá Landsbankanum
til að vinna að verkefninu „Respon-
sible Iceland.“
Verkefnið gengur út á það að
ferðafólk geti kolefnisjafnað ferða-
lög sín með því að kaupa þjónustu
Landsskóga sem gróðursetja tré til
kolefnisjöfununar en „Responsible
Iceland“ er óhagnaðardrifið verk-
efni.
Í samstarf við ferðaþjónustuna
Arngrímur segir að styrkurinn
muni nýtast Landsskógum vel til að
fara af stað í tækni- og markaðs-
vinnu. „Þetta er náttúrulega þróun-
arverkefni og við erum á byrj-
unarreit. Við bindum vonir við að
vera í góðu samstarfi við fyrirtæki,
bílaleigur, flugfélög, ferðaskrifstofur
og hótel sem eru okkar tengipunktar
til að selja kolefnisjöfnunina.“
Arngrímur bendir á að hérlendis
hafi Íslendingar einungis verið
markhópur kolefnisjöfnunar.
„Við verðum rosalega sein að auka
trjárækt ef við ætlum að gera það
sjálf með eigin framlögum svo það er
nauðsynlegt að fá ferðafók til að
taka þátt í því.“
Arngrímur leggur til að fjár-
magnið sem ferðafólk kemur með til
landsins nýtist í náttúruvernd.
„Verkefnið er líka til þess gert að
vekja athygli á því innanlands að
framlög ferðamanna ættu að vera
nýtt til þess að bæta náttúruna.
Kannski gætum við lagt á hreina
kolefnisskatta í framtíðinni sem
renna beint í einhver verkefni sem
styrkja samfélagið og náttúruna í
stað þess að leggja á bensínskatta.“
Brýnt að ferða-
fólk kolefnisjafni
„Responsible Iceland“ hlýtur styrk
Morgunblaðið/RAX
Skógrækt Með skógrækt er mögu-
legt að jafna út kolefnisspor.
Tekist hefur með aðstoð almennings
að greina fólk á 150 ljósmyndum Al-
freðs D. Jónssonar á sýningu á
myndum hans í Þjóðminjasafninu.
Meðal þeirra sem aðstoðað hafa er
94 ára gamall hálfbróðir Alfreðs,
Hafsteinn Bjargmundsson. Hann
þekkti sjálfan sig og Aðalheiði syst-
ur sína á myndum.
Að sögn Ingunnar Jónsdóttur,
sviðsstjóra miðlunar, eru 1.228
myndir á sýningunni. Þetta eru
portrettmyndir frá fyrri hluta síð-
ustu aldar. Alfreð rak ljósmynda-
stofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin
1931 til 1935 og síðan á Laugavegi 23
árin 1935 til 1952. Filmusafn hans
var fært Þjóðminjasafninu að gjöf
fyrir nokkrum árum. Í því eru um 20
þúsund myndir og er það aðeins að
litlu leyti skráð.
Eldri borgarar hafa verið duglegir
að sækja sýninguna og fyrirhugaðar
eru hópferðir þeirra á hana. „Við er-
um að fá fyrsta hópinn úr starfi eldri
borgara á þriðjudag í hádeginu.
Hópurinn er frá Neskirkju,“ segir
Ingunn. Safnið vilji gjarnan fá fleiri
einstaklinga og hópa á sýninguna.
Auk þess að kynna sér ljósmynd-
irnar í safnhúsinu við Suðurgötu er
hægt að skoða þær á vefnum sarp-
ur.is og senda ábendingar í gegnum
hann til Þjóðminjasafnsins.
gudmundur@mbl.is
Hálfbróðirinn
þekkti sjálfan sig
Búið að greina 150 ljósmyndir
Ljósmynd/Alfreð D. Jónsson
Sýning Hafsteinn Bjargmundsson,
hálfbróðir Alfreðs D. Jónssonar.
Þrátt fyrir að fyrst nú sé verið
að vekja athygli á alþjóðasamn-
ingnum (Universal Postal
Union) hér á landi hefur hann
sætt mikilli gagnrýni á Norður-
löndunum og Bandaríkjunum
undanfarin misseri. Meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa fyrir-
komulagið er Donald Trump
Bandaríkjaforseti, sem hefur
sagt samninginn koma í veg fyr-
ir að innlendir aðilar geti keppt
við kínverska framleiðendur á
jafnréttisgrundvelli.
Trump meðal
gagnrýnenda
SÆTIR GAGNRÝNI VÍÐA