Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 14

Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Við erum að hlusta á samfélagið og vonum að fleiri fyrirtæki fylgi á eftir með sams konar breytingum á aðal- fundum komandi árs,“ segir Mar- grét Guðmunds- dóttir, stjórnar- formaður N1, en á föstudag sendi hún mörkuðum tilkynningu um tillögu að nýrri starfskjarastefnu félagsins. Verður tillagan lögð fyrir hluthafafund sem haldinn verður á morgun, þriðjudag. Helsta breytingin sem nýja stefn- an felur í sér er að frá og með 1. jan- úar 2019 getur kaupauki forstjóra að hámarki numið þreföldum grunn- mánaðarlaunum í stað sex mánaða launa áður. „Einnig er tekið fyrir að greiddir séu starfslokasamningar eða greitt fyrir upphafsráðningar,“ útskýrir Margrét. „Einnig er tekið mjög skýrt fram að um er að ræða heimild stjórnar til að greiða kaup- auka, en ekki skyldu.“ Í mars síðastliðnum ákvað aða- fundur að fela stjórn N1 að gera til- lögu um endurskoðaða starfskjara- stefnu samhliða því að meta hvort stofna bæri tilnefninganefnd sem mun hafa það hlutverk að mæla með aðilum til setu í stjórn félagsins. Á hluthafafundinum fer einnig fram stjórnarkjör og eru sex í framboði, en fimm sitja í stjórn N1. Stjórnar- kjörið er hluti af samkomulagi sem gert var við seljendur Festi, sem fengu söluandvirðið að hluta greitt með hlutafé í N1 en Samkeppniseft- irlitið samþykkti kaup N1 á Festi 30. júlí s.l.. Skýrari rammi Það var m.a. vegna þrýstings frá lífeyrissjóðunum að ráðist var í gerð nýrrar starfskjarastefnu, en hópur lífeyrissjóða á samanlagt um helm- ingshlut í félaginu. Segir Margrét að tillögur stjórnar hafi verið unnar í samráði við lífeyrissjóðina og aðra hluthafa og feli m.a í sér meira gagnsæi og skýrari ramma utan um kaup og kjör æðstu stjórnenda: „Starfskjarastefnur íslenskra hlutafélaga eru mjög fjölbreytilegar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Al- gengt er að orðalag þeirra sé óskýrt, og þó oftast sé upplýst um fyrir- komulag kaupauka þá er í sumum til- vikum ekkert uppgefið,“ segir Mar- grét. „Við höfum verið talsmenn þess að gera kjarastefnuna mun skýrari og innleiða víðtækari upplýsingagjöf um laun æðstu stjórnenda. Með þeirri stefnu erum við líka að búa í haginn fyrir nýja Evrópulöggjöf um þessi mál sem vænta má að taki gildi á Íslandi árið 2020.“ En er ekki hætt við að þrengri rammi utan um kaupauka og aðra bónusa valdi því að erfiðara verði fyrir N1 að laða til sín hæfileikafólk til að manna mikilvægar stöður? „Við því segi ég að ef það myndast ákveð- in sátt um það í viðskiptalífinu að gerður sé betri rammi utan um kaup- auka þá verði þetta ekki vandamál.“ Mun lækka kaup- auka forstjóra  Stjórnarformaður vonast til að ný starfskjarastefna N1 geti orðið öðrum fyrirtækjum í kauphöll gott fordæmi Morgunblaðið/Ómar Kröfur „Starfskjarastefnur íslenskra hlutafélaga eru mjög fjölbreytilegar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið,“ segir Margrét og telur breytinga þörf. Margrét Guðmundsdóttir háskólamenntun fram yfir hina og segir Inga að það geti átt sér ýmsar skýringar. „Það mætti draga þá ályktun af niðurstöðunum að fólk líti svo á að ef umsækjandi hefur mennt- að sig á Íslandi þá sé það til marks um að hann hafi aðlagast samfélag- inu betur og eigi auðveldara með að falla í hópinn á íslenskum vinnustað,“ útskýrir hún. „Jafnvel ef tveir um- sækjendur eru með jafngóða mennt- un, og tala jafngóða íslensku, virðist sem gráða frá íslenskum háskóla sendi vinnuveitanda ákveðið merki.“ Veljum það sem er kunnuglegt Að sögn Ingu er ekki hægt að segja að val sjálfboðaliðanna lýsi for- dómum. „En íslenska fjölmenningar- samfélagið er ungt og það er mann- legt eðli að hallast frekar að því sem okkur virðist kunnuglegra. Sjálf er ég frá Litháen og ef ég væri í manna- ráðningum myndi manneskja með menntun frá Litháen líklega fá meiri athygli hjá mér en manneskja með menntun frá erlendum skóla sem ég þekki ekki.“ Inga segir eðlilegt að hafa af því áhyggjur að svo virðist sem útlend- ingar sem starfa á Íslandi eigi oft í erfiðleikum með að fá vinnu í sam- ræmi við hæfni þeirra og menntun. „Niðurstöður rannsóknarinnar veita okkur vísbendingar um að þessi góði hópur fólks gæti styrkt stöðu sína með því að bæta við sig menntun við einhvern af íslensku háskólunum.“ Bendir Inga á að háskólasamfé- lagið þurfi skoða hvernig megi bregð- ast við þessu: „Ef til vill er til mikils að vinna ef hægt er að auka fram- boðið af menntun sem fellur vel að þörfum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Leiða má líkum að því að háskólarnir geti leikið lykilhlut- verk í að auðvelda innflytjendum að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra og stuðla að því að atvinnulífið nýti hæfni þeirra sem skyldi.“ Háskólarnir gætu styrkt stöðu útlendinga  Þátttakendur í tilraun tóku umsækjendur með íslenska gráðu fram yfir þá sem höfðu menntun frá erlendum háskóla Morgunblaðið/Ómar Aðgangur Þegar leiðrétt er fyrir aðrar breytur virðist menntun við íslensk- an háskóla geta haft mikil áhrif á stöðu útlendinga á vinnumarkaði. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný rannsókn bendir til þess að út- lendingar sem hafa menntað sig við íslenska háskóla standi mun betur að vígi á vinnumarkaði hér á landi en þeir sem fengu menntun sína er- lendis. „Við fengum ís- lenska sjálfboða- liða til að setja sig í spor starfs- mannastjóra og meta umsækjend- ur um starf út frá ímynduðum starfsferils- skrám,“ útskýrir dr. Inga Minelgaite, lektor við Há- skóla Íslands og einn af höfundum rannsóknarinnar. Rannsakendurnir fóru þá leið að skálda starfsferla fyrir pólska um- sækjendur. Allar skrárnar voru skrifaðar á lýtalausri íslensku, tekið fram að umsækjandinn hefði gott vald á málinu, og umsækjendurnir allir með grunngráðu á háskólastigi, sumir með gráðu frá íslenskum há- skóla og aðrir með gráðu frá Bret- landi,“ útskýrir Inga en sjálfboðalið- arnir áttu að meta hæfi umsækjend- anna til að gegna starfi á endurskoð- unarsviði. Auk Ingu stóðu að rannsókninni þau Olga Stangej, Kári Kristinsson og Margrét Sigrún Sigurðardóttir og voru niðurstöður þeirra birtar á dög- unum í fræðiritinu Evidence-Based HRM. Sjálfboðaliðarnir reyndust taka þá umsækjendur sem voru með íslenska Inga Minelgaite ● Bandaríska fjölmiðlafyrir- tækið Comcast hafði 21st Century Fox og Disney undir í slagnum um breska áskriftarsjónvarpsrisann Sky. Á laugardag var upplýst að Comcast hefði boðið 17,28 pund á hlut í þriðju lotu yfirtökutilboða, en Fox, með stuðn- ingi Disney, bauðst til að greiða 15,67 pund. Miðað við það verð sem Comcast greiðir er rekstur Sky metinn á 30,6 milljarða punda. Með kaupunum þykir Comcast styrkja stöðu sína bæði í Bretlandi, Þýskalandi, Austurríki, Írlandi og á Ítal- íu, en samtals eru áskrif- endur sjónvarpsstöðva Sky 23 milljónir talsins og lið- lega helmingur þeirra í Bret- landi. Kaupin binda enda á langa baráttu sem hófst í desember 2016 þegar Fox gerði tilboð í Sky sem hljóðaði upp á 10,75 pund á hlut en á þeim tíma var markaðsverð Sky 7,50 pund á hlut. Disney eignaðist í sumar 39% hlut í Sky, sem Fox átti fyrir og í tilkynningu sem send var fjölmiðlum sagðist félagið vera að meta þá kosti sem væru í stöð- unni. ai@mbl.is Comcast átti hæsta tilboðið í Sky

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.