Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 26

Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það kom Maríu Ericsdóttur Pand- uro skemmtilega á óvart þegar í ljós kom að hún hafði hlotið platínu- verðlaun Graphis Branding keppn- innar. Graphis (www.graphis.com) er bandarísk útgáfufyrirtæki sem með reglulegu millibili velur það sem þykir hafa heppnast best í heimi hönnunar, auglýs- inga og markaðs- starfs og gefur út í veglegum bókum. Finna má verk Maríu í nýútkom- inni bók, Graphis Branding7 sem, eins og heitið gefur til kynna, er sú sjö- unda í bókaflokki sem helgaður er vörumerkjaþróun. Verðlaunin hlaut María fyrir auð- kenningu eigin hönnunarstofu, Ka- rousel (www.karousel.is), sem hún setti á laggirnar árið 2012 og rekur í snotru litlu húsi steinsnar frá heimili sínu á Bragagötunni. „Ég kynntist Graphis fyrst þegar ég var í námi í Bandaríkjunum árið 1996 og fannst bækurnar þeirra strax mjög áhugaverðar, enda sneisafullar af flottri hönnun. Síðan þá hef ég fylgst vel með flottum hönnuðum á borð við Sagmeister sem hafa unnið mörg verðlaun hjá Graphis, og þegar ég sendi inn eigin verk fyrir þessa nýjustu keppni lét ég mig auðvitað dreyma um að hreppa kannski verðlaun, en datt aldrei í hug að lenda á forsíðu bók- arinnar,“ segir María en tíu verkefni hlutu platínuverðlaun og heið- urssess á forsíðunni. Þess má geta að þetta er sjöunda skiptið sem Ka- rousel hlýtur viðurkenningu Grap- his. María er ekki í amalegum fé- lagsskap því af öðrum platínu- verðlaunahöfum má nefna Vitam- inwater og Rimowa. Innsendingar frá þekktum hönnunarstofum eins og Landor og Pentagram hlutu silf- urverðlaun og hafa mörg þekktustu og verðmætustu vörumerki heims komist á blað hjá Graphis. Að vera amerísk eða evrópsk María hélt ung til náms við Sacra- mento State University þar sem hún lærði grafíska hönnun undir stjórn Gwen Amos sem hafði sjálf dokt- orsgráðu í Hönnun frá Yale. Að náminu loknu fann hún vinnu hjá úgáfu- og síðar markaðsfyrirtæki í Auglýsinga- og markaðsfólk getur haft jákvæð áhrif  Maríu Ericsdóttur er mjög í mun að stunda heiðarlega auðkenningu og vill ekki leyfa hverjum sem er að njóta góðs af hæfileikum sínum  Hún hlaut á dögunum virt bandarísk verðlaun fyrir vörumerkjaþróun Karousel Hugsjónir María Ericsdóttir segir auglýsinga- og markaðsfólk geta haft mikil áhrif með því að velja og hafna hver fær að nýta krafta stéttarinnar. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Lettneski leikstjórinn og handrits- höfundurinn Laila Pakalnina verð- ur heiðursgestur á RIFF, al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Pakalnina hefur „afar afgerandi stíl, myndir hennar eru bæði kímnar og alvarlegar og segja mætti að hún sé eins konar Aki Kaurismäki heimildarmyndanna“, segir í tilkynningu frá hátíðinni. Hún segist gera myndir úr raun- veruleikanum en telji raunveruleik- ann oft fyndinn. „Pakalnina vakti fyrst heimsathygli á Cannes- hátíðinni með myndinni Kurpe árið 1998 þar sem hún var í keppnis- flokknum Un Certain Regard. Síð- an þá hafa myndir hennar verið reglulega á þekktustu kvikmynda- hátíðum heimsins,“ segir enn- fremur og að Pakalnina verði í dómnefnd RIFF fyrir heimildar- myndir. Á hátíðinni verða sex myndir hennar sýndar, 4. og 7. október, en þær heita Skorsteinn- inn, Halló hestur!, Hæ Rasma!, Hót- el og bolti, Stuttmynd um lífið og Snjóæði. Pakalnina fæddist árið 1962 og nam kvikmyndagerð í kvikmynda- skóla ríkisins í Moskvu. Hún hefur fyrst og fremst gert heimildar- myndir og hlotið verðlaun á ýmsum hátíðum. Myndir Pakalninu sýna hversdaginn á nýstárlegan og gáskafullan hátt og bjóða áhorf- andanum að finna hið óvænta í hinu venjulega. Ljósmynd/Wikipedia/Paul Katzenberger Gáskafull „Myndir Pakalninu sýna hversdaginn á nýstárlegan og gáska- fullan hátt,“ segir meðal annars í tilkynningu RIFF um Lailu Pakalninu. Pakalnina gestur RIFF María er sérfræðingur í auðkenn- ingu (e. branding). Hún hjálpar fyr- irtækjum og frumkvöðlum að búa til heildstæð vörumerki og kallar það oft á að kafa djúpt ofan í rekstur og framleiðslu viðskipta- vinarins. Ef lesendur halda að sterk vörumerki spretti fram í ein- um hvelli hafa þeir rangt fyrir sér: „Í grófum dráttum er mark- miðum auðkenningar lýst sem píramída þar sem neðsta lagið er sýnileiki, miðjulagið jákvæðar til- finningar og efsti hlutinn tryggð. Til að þessum markmiðum sé náð þarf að hafa marga bolta á lofti í einu og tryggja að neytendur fái rétt skilaboð og samræmi sé í öllu því sem sagt er og gert í nafni vör- unnar.“ María nefnir sem dæmi þá vinnu sem hún hefur unnið fyrir íslenska húðsnyrtivörufyrirtækið Sóley Organics en það samstarf nær allt aftur til ársins 2007. „Það fyrsta sem við Sóley Elíasdóttir gerðum var að ræða hvers vegna hún byggi til vörurnar sínar, hver sýn og gildi (e. brand values) stjórnendanna væru og í framhaldi hvernig við gætum stuðlað að samræmi vöru- línunnar til að tilfinningar og væntingar neytenda yrðu jákvæð- ar. Með svörin á hreinu var hægt að hefjast handa við vinnu sem snerist ekki bara um hið sjónræna, s.s. hönnun vörumerkja, umbúða og vefsíðu, heldur líka að standa við þá ákvörðum sem var tekin snemma að réttara væri að fram- leiða vörulínuna á Íslandi þar sem tryggja má hreinleika og gæði og bæta vistvænum eiginleika við kosti vörunnar frekar en í Kína þar sem kostnaður er lægri. Allt þarf að spila saman og styðja við sam- skipti vörumerkisins út á við.“ Vörumerki verða ekki til sísvona SÝNILEIKI, JÁKVÆÐAR TILFINNINGAR OG TRYGGÐ Heildarmynd Sýnishorn af markaðs- efninu sem gert var fyrir Karousel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.