Morgunblaðið - 24.09.2018, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018
✝ SveinbjörnMagnússon
fæddist í Reykjavík
23. júní 1945. Hann
lést á HSN-Húsavík
13. september
2018.
Eftirlifandi eig-
inkona hans er
Anna Sigrún Mika-
elsdóttir, fædd á
Húsavík 3. nóv-
ember 1948.
Faðir Sveinbjörns var Magn-
ús Sveinbjörnsson, f. í Reykja-
vík 17. maí 1911, d. 4. júlí 1989 í
Reykjavík. Móðir Sveinbjörns
var Ingveldur Guðmundsdóttir,
f. í Reykjavík 19. mars 1911, d.
14. ágúst 1991 á Húsavík.
Systkini Sveinbjörns: Eiríkur
Rafn Thorarensen, fæddur í
Reykjavík 24. nóvember 1929,
dáinn 27. júlí 2015. Guðlaug
Magnúsdóttir, fædd í Reykjavík
30. júlí 1935, dáin 29. október
1997. Helga Magnúsdóttir, fædd
í Reykjavík 6. maí 1940, dáin 2.
febrúar 2016. Birna Magn-
Hans dætur eru: Aðalheiður
Rut Einvarðsdóttir, f. 17. janúar
1997 og Eva Marín Einvarð-
sdóttir, f. 23. október 1999. 2)
Helga Sveinbjörnsdóttir, fædd á
Húsavík 1. mars 1970. Börn
hennar eru: Sveinbjörn Ingi
Grímsson, f. 19. mars 1990 og
Hólmfríður Agnes Grímsdóttir,
f. 8. október 1991. Maki Helgu
er Heiðar Smári Þorvaldsson, f.
24. mars 1974. Sonur hans er
Arnór Ingi Heiðarsson, f. 2. maí
1998. 3) Guðný Sveinbjörns-
dóttir, fædd á Húsavík 27. maí
1973. Hennar börn eru Erja
Leandersdóttir, f. 30. desember
1999, Erik Leandersson, f. 28.
nóvember 2003 og Aron Leand-
ersson, f. 15. ágúst 2006. 4) Inga
Maren Sveinbjörnsdóttir, fædd
á Húsavík 24. október 1974.
Maki Ingu Marenar er Valgeir
Baldursson, f. 18. mars 1967.
Börn þeirra eru: Anna Jónína
Valgeirsdóttir, f. 14. september
1994, Sylvía Rún Valgeirsdóttir,
f. 24. desember 1996 og Ingvar
Örn Valgeirsson, f. 24. ágúst
2003.
Sveinbjörn starfaði við Fisk-
eldið Haukamýrargili frá árinu
1983 til 2017.
Útför Sveinbjörns fer fram
frá Húsavíkurkirkju í dag, 24.
september 2018, klukkan 14.
úsdóttir, fædd í
Reykjavík 21. des-
ember 1941, dáin
23. febrúar 1981.
Guðmundur
Magnússon, fæddur
í Reykjavík 5.
ágúst 1943. Ingi-
björg Magn-
úsdóttir, fædd í
Reykjavík 14. maí
1947, dáin 18. jan-
úar 2016. Margrét
Rósa Magnúsdóttir, fædd í
Reykjavík 1. maí 1949, dáin 15.
desember 2005. Magnús Magn-
ússon, fæddur í Reykjavík 5.
janúar 1953.
Dætur Sveinbjörns og Önnu
Sigrúnar: 1) Sólveig Hallfríður
Sveinbjörnsdóttir, fædd á Húsa-
vík 25. október 1968. Synir
hennar eru; Rúnar Björn Reyn-
isson, f. 9. október 1990, Bjarki
Reynisson, f. 7. maí 1993 og
Björgvin Helgi Hannesson, f.
11. september 1999. Sambýlis-
maður Sólveigar er Einvarður
Hallvarðsson, f. 27. apríl 1962.
Brói, eins og hann var alltaf
kallaður, kom inn í fjölskylduna
eftir að við Gunnar fluttum frá
Húsavík. Það var frá fyrstu tíð
svo gaman að koma til Önnu
Rúnu og Bróa. Fjölskyldan
stækkaði fljótt því dæturnar
fjórar fæddust allar áður en þau
náðu þrítugsaldri.
Brói lærði múrverk og þegar
við byggðum okkur hús í
Reykjavík kom Brói suður og
vann allt sumarfríið sitt við að
múra húsið að utan. Ég sá múr-
verk í öðru ljósi eftir að hafa
fylgst með Bróa vinna, öll smá-
atriðin sem hann lagði svo mik-
ið upp úr að væru fullkomin, til
dæmis tröppurnar. Það var eins
sentimetra sneiðingur á hverju
þrepi og ég hef hvergi tekið eft-
ir jafn fallegum tröppum. Ég
hafði haldið að skarpasta brún-
in væri rúnnuð af án nákvæmni.
Brói var listamaður þó að hann
legði litla rækt við það en Leik-
félag Húsavíkur naut góðs af
hæfileikum hans við leikmynda-
gerð. Tíminn sem Brói bjó hjá
okkur var okkur dýrmætur. Við
kynntust duglegum, ósérhlífn-
um og traustum manni. Öllum
leið vel í návist hans en hlýju
hans og glettni ber þó hæst í
minningunni.
Við biðjum góðan guð að
vernda og blessa Önnu Rúnu og
alla aðra sem þótti vænt um
Bróa og gefa þeim styrk til að
ylja sér við fagrar minningar.
Blessuð sé minning Bróa. Þar
sem góðir menn fara eru guðs
vegir.
Helga Karlsdóttir.
Á árunum upp úr 1960 fluttu
nokkur systkini úr stórri fjöl-
skyldu í Reykjavík til Húsavík-
ur. Fjögur þeirra settust hér að
og þau sem ekki höfðu þegar
fest ráð sitt gerðu það næstu
árin. Þetta þótti, sem það raun-
ar var, allsérstakt landnám og
gekk gegn þeim tíðaranda sem
íslenskt dreifbýli hafði búið við
um áratuga skeið og gerir enn.
Það var í upphafi sjöunda
áratugarins að sá er hér stýrir
penna festi kaup á húsi við
Uppsalaveg. Um það leyti voru
bræður tveir með vaxandi fjöl-
skyldum fluttir í nýbyggð hús
sín við næstu götu austar og
nær Skógargerði. Urðum við
því andbýlingar. Annar þeirra
var Sveinbjörn Magnússon,
verkhagur geðprýðismaður,
rammur að afli, þéttur á velli og
þéttur í lund. Þau Anna Rúna
og hann höfðu þá fyrir nokkru
ruglað reytum og hellt sér í
brauðstritið. Þessu landnámi
ungra fjölskyldna hér á hæðinni
vestan Skógargerðis fylgdi að
sjálfsögðu ánægjulegt lífsmark
sem tilheyrir leikjum ungra
barna og stálpaðra. Hratt flýg-
ur stund því nú, þegar ég festi
þessar minningar á blað, finnst
mér þegar litið er um öxl hún
örskoti líkust þessi tæpa hálfa
öld í nábýli sem engan skugga
bar á.
Snar þáttur í auðnu manna
og kvenna er mótparturinn og
þótt þau Anna Rúna væru um
margt ólík eru heimilishagir
þeirra og smekkvísi ásamt virð-
ingu hvort fyrir öðru þeirrar
gerðar að þar hallaðist ekki á.
Eitt áhugamála Sveinbjörns
á fullorðinsárum var starf hans
í Leikfélagi Húsavíkur þar sem
listfengi hans og lagni bar hróð-
ur félagsskaparins langt út fyr-
ir bæjarmörk Húsavíkur. Þar á
ég við þátt hans varðandi leik-
svið og leiktjöld, en slíkt vill
stundum mæta afgangi í um-
fjöllun um leikhúsmál.
Það var á vordögum í fyrra
þegar forboði sumars afklæddi
byggðarlagið vetrarhjúpnum að
hann greindist með illvígt
krabbamein. Sú glíma sem síð-
an hefur staðið varð hans helj-
arslóð. Það er stutt síðan ég
ræddi við hann í stofunni þeirra
í Holtagerði. Það fór ekki fram
hjá mér að þá hafði degi veru-
lega hallað, sól gengin lágt í
vestur og vinur vor var ferðbú-
inn.
Margs er að minnast frá því
morgunninn við oss hló á fyrri-
hluta sjöunda áratugarins. Svo
eitthvað sé nefnt æfðum við
unga fólkið handbolta í íþrótta-
salnum í Borgarhólsskóla. Í við-
ureignum okkar við Akureyr-
inga höfðum við jafnan betur
þegar á heildina var litið, enda
karlinn ekki loppinn á þessum
árum. Mannfagnaði í héraði og
utan þess sóttum við af miklum
móð, svo vel nestaðir að veislu-
glaumi þessara ára var við-
brugðið.
Árstíðirnar taka við ein af
annarri og mér koma í hug ljóð-
línur nafna míns Fjallaskálds.
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Gifturíkt lífshlaup er á enda
runnið, lífið leiksvið og þessum
þætti lokið. Slíkra er gott að
minnast.
Anna Rúna, börn og fjöl-
skyldur eiga samúð okkar
Rannveigar.
Kristján Pálsson.
Sveinbjörn
Magnússon
Ég minnist þess
svo ljóslifandi að
hafa staðið við hlið
þér, lítil stelpa, fyrir framan
spegilinn og dáðst að þér meðan
þú varst að mála þig fyrir vinn-
una. Ekki það að þú þyrftir að
setja nokkuð framan í þig, aldr-
ei, en líklega var þetta bara vani
hjá þér og þér leið eins og þú
værir nakin alveg fram á það
síðasta ef rauði varaliturinn var
ekki á sínum stað. Síðan þegar
ég var orðin unglingur og átti að
skammast mín fyrir hallærislegu
foreldra mína þá var það ekki al-
veg þannig með þig, ég var bara
stolt af að eiga svona flotta
mömmu en lítið vissi ég þá að þú
kunnir aldrei að meta þessa feg-
urð, þokka og útgeislun sem þér
var gefin og sást seint þá innri
fegurð sem þú barst. Það er þó
kannski huggun í því að þú sást
hana í okkur börnunum þínum.
Svo einhvers staðar undir niðri
barstu kennsl á fallegt hjartalag
þitt. Þú barst af í fegurð en áttir
að baki stór áföll í æsku sem þér
Edda
Sigurðardóttir
✝ Edda Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 6.
júní árið 1951. Hún
lést 10. september
2018.
Útför Eddu fór
fram 21. september
2018.
reyndist erfitt að
komast yfir og þess
vegna áttirðu
kannski svona erfitt
með að fóta þig,
jafn erfiðlega og
raun bar vitni.
Þú spurðir hvort
ég hefði hugsað
mér millinafn þegar
litla ljósið mitt
fæddist. Þér hefði
þótt vænt um að
hún fengi millinafnið Edda en ég
hugsaði og sagði við þig,
mamma hvað er í nafni? En
núna eftir að þú ert farin þá
finnst mér einhvern veginn allt
falið í nafni. Þú vissir kannski
hversu stutt var eftir hjá þér en
ég var í afneitun.
Þú áttir þér þann draum heit-
astan með okkur börnin þín að
líf okkar yrði hamingjuríkt, ég
er svo ánægð að þú sást mitt
blómstra áður en þú fórst því ég
veit hvað það skipti þig miklu
máli.
Þú varst ekki hin sígilda
mamma en þú varst mamma
engu að síður og mamma mín og
mér þótti alveg óskaplega vænt
um þig og meir en það því ég
elskaði þig bara alveg út af líf-
inu. En ef það er eitthvað sem
mig langar til að læra af þér og
bera til ástvina minna, þá eru
það knúsin, kossarnir og öll
þessi tilfinningatjáning sem
tíðkaðist auðvitað ekki á þeim
tíma sem þú elst upp á. Að því
leyti og á svo mörgum öðrum
sviðum varstu einstök og langt á
undan þínum tíma.
Þú sagðir mér frá því þegar
þú lást einu sinni fyrir dauð-
anum að þú sást ljósið og varst
ekki hrædd og þú talaðir ósjald-
an um að þetta væri bara ákveð-
ið þroskaferli sem við tækjum út
hérna á þessari jörð og síðan
héldum við áfram annars staðar.
Mamma, ég vona að nýi stað-
urinn sem þú ert komin á sé eins
fallegur og þú hafðir lýst honum
fyrir mér, ég vona að þú sért
sönglandi meðal ástvina þar. Ég
mun sakna þín alltaf og ég
hlakka endalaust mikið til að
hitta þig aftur og knúsa. Mig
langar í lokin að skilja eitt ljóð
hér eftir sem þú ortir til mín
með kveðjunni „Þín alltaf elsk-
andi mamma“:
Mín kærust allra dætra.
Komdu í fang mitt, leyf mér að vefja
þig ást minni og kærleik.
Farðu aldrei frá mér, þú líkist
stjörnum
alheimsins, sem alltaf skína skærast
allra
ljósa í mannheimum.
Aldrei hef ég fundið framtíð þína
svo bjarta,
þroska þinn og styrk, hugrekki þitt
og vilja,
afsprengi þitt, sem allsstaðar skýtur
niður rótum
afmarkar sig og verður að himneskum
rósum.
Takk fyrir alla ástina og kær-
leikann, elsku mamma, takk fyr-
ir lærdóminn, takk fyrir allar
djúpu samræðurnar, takk fyrir
að vera til, takk fyrir að vera
mamma mín.
Þín alltaf elskandi dóttir,
Guðrún Bjarnadóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
mánudaginn 17. september. Útförin fer
fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn
27. september klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin.
Ingi Sigurðsson
Davíð Ingason Matilda Gregersdotter
Sigurður Ingason
Hafdís Ingadóttir Björgvin Friðriksson
og ömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ELÍAS SIGURÐSSON
frá Skagaströnd,
lést sunnudaginn 16. september.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 26. september klukkan 13.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Helgi Már Magnússon Birgitta Gunnarsdóttir
Elva Dögg Magnúsdóttir
Sigurður Magnússon Friðgerður R. Auðunsdóttir
Bjarney Magnúsdóttir Jóhannes Helgi Benonýsson
og barnabörn
Ástkær frænka okkar,
LILJA HALLDÓRSDÓTTIR,
Árskógum 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 13. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu
Systkinabörn og makar
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
sonar og bróður,
SIGURÐAR BERGÞÓRSSONAR,
fer fram miðvikudaginn 26. september frá
Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.
Herdís Stephensen
Ingvar Sigurðsson
Unnur Sigurðardóttir Steindór Ögmundsson
Bergþór Atlason
Friðrik Þór Steindórsson Hafdís Snorradóttir
Yngvi Steindórsson Hafrún Sigurðardóttir
Kveðja frá
Kaupmanna-
samtökum
Íslands
Sveinn Snorrason, hrl., lög-
maður Kaupmannasamtaka Ís-
lands, lést 3. sept. sl.
Það er margs að minnast við
andlát heiðursmannsins Sveins
Snorrasonar. Sveinn var fram-
kvæmdastjóri KÍ í fimm ár, eða
frá ársbyrjun 1960 til 1. desember
1965. KÍ voru með starfsstöð í
tveimur herbergjum á Laugavegi
22 Klapparstígsmegin í næsta ná-
grenni við skrifstofu Sveins sem
var á Klapparstíg 26, þangað sem
svo starfsemi KÍ var flutt. Í
fyrstu var þetta hlutastarf hjá
Sveini en hann hafði samið um
það að hann gæti í fyrstu sinnt
lögmannsstörfum sínum sam-
hliða. Um þetta leyti höfðu KÍ
fengið boð um að senda fulltrúa til
Bandaríkjanna til þátttöku í átta
vikna kynningarferð um Banda-
ríkin, ásamt fulltrúum samtaka
verslunar í sjö Evrópulöndum.
Þessi ferð var með því fyrsta sem
hann annaðist fyrir samtökin.
Hér heima var eitt það fyrsta sem
á borð Sveins kom, „kartöflumál-
ið“ svonefnda, en matvörukaup-
menn stóðu í stríði við Grænmet-
isverslun landbúnaðarins og
höfðu stöðvað sölu á kartöflum
vegna afgreiðsluhátta hjá þeim. Á
tíma Sveins hjá KÍ og áður og
lengi síðar, ríkti hér á landi mikil
haftastefna og ríkisforsjá í flestu
gagnvart versluninni almennt.
Eitt málið var svo kortamálið, en
Sveinn Snorrason
✝ Sveinn Snorra-son fæddist 21.
maí 1925. Hann lést
3. september 2018.
Sveinn var jarð-
sunginn 12. sept-
ember 2018.
kortafyrirtækin eða
þóknun til þeirra var
mjög há í fyrstu.
Sveinn var mjög
fastur fyrir í mál-
flutningi fyrir sam-
tökin, vildi þeim allt
það besta í öllum
samningum sem
hann stóð að. Hann
var fulltrúi KÍ í mál-
um Lífeyrissjóðs
verslunarmanna. KÍ
áttu og eiga enn fulltrúa í stjórn
sjóðsins. Ennfremur við stofnun
Verslunarbanka Íslands hf. á
grunni Verslunarsparisjóðsins,
svo og stofnun stofnlánadeildar
Verslunarbankans. Mikil vinna
var oft við gerð kjarasamninga,
verkföll voru nokkuð tíð á þessum
árum. Tími Sveins hjá KÍ var
mikill umbrotatími hér á landi,
ekki síst í málefnum tengdum
verslun. Það reyndi því oft á
Svein í hinum ýmsu málum sem
upp komu hverju sinni. Nokkru
áður en Sveinn hætti hjá KÍ hafði
hann forgöngu um að samtökin
eignuðust eigið húsnæði fyrir
starfsemina og sá hann um kaup-
in á Marargötu 2 þar sem KÍ voru
til húsa þar til Hús verslunarinn-
ar var byggt, en þar eignuðust KÍ
sjöttu hæðina. Sveinn var sæmd-
ur gullmerki KÍ fyrir það mikla
starf sem hann innti af hendi fyrir
samtökin og kaupmenn almennt.
Í áratugi var Sveinn lögmaður KÍ
og eins lögmaður fjölmargra
kaupmanna og er undirritaður
einn þeirra. Sveini þótti vænt um
þessi samtök og ætíð sat hann alla
aðalfundina, þann síðasta á sl. ári.
Sveinn var vinmargur maður og
skemmtilegur í hvívetna og hvers
manns hugljúfi og alltaf var stutt í
brosið. Ég vil fyrir hönd stjórnar
KÍ senda aðstandendum Sveins
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Steinar Björnsson.