Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 RAFVÖRUR ehf Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska rafvorur.is vikum til þess að þrýsta á May um að láta ekki undan kröfum Evrópusam- bandsins í viðræðunum. Tímasetn- ing mótmælafundanna er ekki síst tilkomin þar sem flokksþing Íhalds- flokksins verður haldið í Birming- ham í byrjun næstu viku en líklegt er að þar verði tekist nokkuð á um stefnu May í Brexit-málum. Hefur því jafnvel verið fleygt að staða May sem leiðtoga flokksins gæti verið í hættu fari flokksþingið illa. Brexit-mál munu einnig verða í fyrirrúmi á flokksþingi Verka- mannaflokksins, sem hófst í Liver- pool í gær, en ein tillagan sem þar verður útkljáð er hvort flokkurinn muni styðja aðra þjóðaratkvæða- greiðslu um Brexit. Corbyn hefur hingað til ekki viljað ljá slíku stuðning sinn en sagðist myndu styðja aðra atkvæðagreiðslu ef flokksmenn greiddu tillögunni at- kvæði. Myndi það marka nokkur þáttaskil í stefnu Verkamanna- flokksins, en stór hluti þingmanna hans hefur ekki farið leynt með and- úð sína á Brexit á sama tíma og mik- ið af kjarnafylgi flokksins hefur stutt útgönguna. Hávær kosningaorðrómur Þá hafa á síðustu vikum heyrst há- værar slúðursögur um að May vilji boða til kosninga í haust í þeirri von að þær myndu bjarga stöðu hennar, bæði á þingi og í viðræðunum gagn- vart ESB. Breska dagblaðið Sunday Times greindi frá því í gær að ráð- gjafar May hefðu farið að skoða þann möguleika að boða til kosninga í nóvember af fullri alvöru eftir að Salzborgarfundurinn á fimmtudag- inn fór út um þúfur. Talsmaður May hafnaði því hins vegar algjörlega að verið væri að íhuga kosningar. Þá greindi blaðið frá því að vissum ráðherrum Íhaldsflokksins hefði verið sagt að May hygðist láta af embætti næsta sumar til þess að koma í veg fyrir að þeir segðu af sér í haust og yllu May enn frekari póli- tískum skaða á viðkvæmum tíma. Viðræðurnar í hnút  Theresa May þykir standa höllum fæti eftir leiðtogafund ESB á fimmtudag  Verður boðað til kosninga?  Corbyn gæti stutt aðra atkvæðagreiðslu AFP Brexit Theresa May flytur ávarp sitt til bresku þjóðarinnar um stöðu við- ræðnanna á föstudaginn, en þar krafði hún ESB um að sýna virðingu. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þykir standa höllum fæti eftir að leiðtogar hinna ríkja Evr- ópusambandsins höfnuðu hugmynd- um hennar um útgöngu Breta úr sambandinu á leiðtogafundi í Salz- burg á fimmtudaginn. Voru breskir fjölmiðlar á einu máli um að May hefði verið „niðurlægð“ á fundinum, þar sem helstu tillögur hennar, sem kenndar eru við breska sveitasetrið Chequers, hefðu verið skotnar niður. May flutti ávarp til landa sinna á föstudaginn þar sem hún varaði við því að hún væri tilbúin til þess að ganga frá samningaborðinu og að framganga Evrópusambandsríkj- anna í samningaviðræðunum væri óviðunandi, þar sem allar tillögur Breta væru slegnar af borðinu, þrátt fyrir að naumur tími væri til stefnu. „Í gegnum allt þetta ferli hef ég komið fram við ESB af fullri virð- ingu. Bretland krefst þess sama,“ sagði May í ávarpi sínu frá Down- ingstræti 10. Flokksþing standa fyrir dyrum Harðlínumenn í útgöngumálum, með David Davis, fyrrverandi ráð- herra Brexit-mála, í fararbroddi, hófu á laugardaginn mótmælaher- ferð og hyggjast þeir halda útifundi vítt og breitt um Bretland á næstu Þessi kona var ein af mörg þúsund mótmælendum sem þyrptust út á götur Managva, höfuðborgar Níkaragva, í gær. Mótmæli hafa staðið gegn ríkisstjórn Daniels Or- tega síðustu mánuði, en þau byrjuðu þegar mótmæli gegn breytingum á velferðarkerfinu voru leyst upp með ofbeldi í apríl síðastliðnum. Hefur krafa mótmæl- enda síðan þá verið sú að Ortega láti af völdum, en um þrjú hundruð manns hafa látist í óeirðunum. AFP Enn mótmælt gegn ríkisstjórn Ortega Dr. Christine Blasey Ford, konan sem sakað hefur Brett Kav- anaugh, sem út- nefndur hefur verið til setu í hæstarétti, um að hafa beitt sig kynferðislegu of- beldi, mun bera vitni fyrir dóms- málanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings á fimmtudaginn. Lög- menn hennar sögðu að mikilvægt væri að þingmenn heyrðu sögu hennar áður en þeir greiddu at- kvæði um Kavanaugh. Hann hefur hins vegar neitað öllum ásökunum Ford og segist líka vilja fá að bera vitni til þess að geta „hreinsað nafn sitt“. Ber vitni fyrir þingi á fimmtudaginn Brett Kavanaugh BANDARÍKIN Talsmenn rússneska hersins sögðu í gær að „misvísandi“ upplýsingar frá ísraelska flughernum hefðu valdið því að sýrlenski stjórnarher- inn grandaði rússneskri herflutn- ingavél í síðustu viku. Fordæmdu þeir um leið „ævintýramennsku“ ísraelsku flugmannanna, sem hefðu skýlt sér á bak við rússnesku vélina þegar skotið var á þá. Ísraelsk stjórnvöld mótmæltu ásökunum Rússa og hétu því að þau myndu áfram gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir aukin ítök Írana í Sýrlandi. Kenna Ísraelum um árásina á þotuna RÚSSLAND Fimm af þeim fimmtán þingmönn- um danska Sósíaldemókrataflokks- ins sem danska ríkisútvarpið, DR, ræddi við um helgina sögðust opnir fyrir því að flokkur sinn myndaði ríkisstjórn með Danska þjóðar- flokknum. Hinir tíu vísuðu á forystu flokksins, en enginn útilokaði að til lengri tíma mætti skoða mögu- leikann á slíku samstarfi. Í fréttaskýringu DR er tíundað að flokkarnir hafi komist að því að þeir eigi samleið í fleiri málum en talið var fyrir, en flokkarnir hafa jafnvel myndað meirihluta saman á sveit- arstjórnarstiginu. Mette Freder- iksen, formaður flokksins, hafi hins vegar ann- aðhvort þvertek- ið fyrir mögu- leikann eða veitt loðin svör þegar spurninguna hef- ur borið á góma. Bjarne Laust- sen, varafor- maður atvinnu- nefndar danska þingsins, líkti mögulegu samstarfi flokkanna við tilhugalíf fólks, þar sem það ætti í sambandi fyrst áður en það tæki ákvörðun um að gifta sig. Þá sagði Laustsen einnig að ef málið snerist um að halda Lars Løkke Rasmussen og bandalagi hægriflokkanna frá því að gera skyssur við stjórn ríkisins kæmi vel til greina að senda boð til Danska þjóðarflokksins. Nicolai Wammen, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði hins veg- ar spurninguna ótímabæra, þar sem flokkurinn stefndi að því að mynda „hreina stjórn jafnaðarmanna“ eftir næstu þingkosningar, en þær fara fram í síðasta lagi 17. júní 2019, á meðan Þjóðarflokkurinn hefði lýst yfir stuðningi við hægriflokkana. Opna á samstarf með Þjóðarflokknum Mette Frederiksen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.