Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2018 Veður víða um heim 23.9., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 léttskýjað Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 14 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 11 rigning Brussel 10 rigning Dublin 11 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 13 heiðskírt París 14 rigning Amsterdam 11 skúrir Hamborg 10 skýjað Berlín 10 rigning Vín 16 skýjað Moskva 11 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 29 heiðskírt Mallorca 28 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 4 skúrir Montreal 12 skýjað New York 17 rigning Chicago 17 heiðskírt Orlando 30 þrumuveður  24. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:17 19:23 ÍSAFJÖRÐUR 7:22 19:28 SIGLUFJÖRÐUR 7:05 19:11 DJÚPIVOGUR 6:47 18:53 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Suðvestan 13-18 m/s með úrhellisrign- ingu, en hægara og úrkomuminna norðantil á land- inu. Hiti 6 til 11 stig. Lægir með kvöldinu og dregur úr vætu vestanlands. Suðvestanátt, 10-18 m/s, hvassast við ströndina, og víða rigning en lengst af hægari og þurrt norðaustantil. Dregur úr rigningu seinni partinn og lægir heldur suðvestantil í kvöld. Hiti 1-8 stig. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa trú á því að með myndun „ofurbandalags“ í komandi kjaraviðræðum geti félög verslun- armanna og starfsgreinasamböndin náð miklum árangri. Ragnar Þór segist hafa boðað til fundar síðastliðinn miðvikudag með þeim formönnum starfs- greinafélaganna sem hafi komist á hann í höfuðstöðvum VR, þar sem ræddur hafi verið möguleikinn á samstarfi. Hann segir að mikill samhljómur hafi verið á þeim fundi, og að áherslur félaganna í kröfugerðum, sem nú eru í vinnslu, séu svipaðar. „Fundurinn var mjög jákvæður svo ekki sé meira sagt. Við höfum verið í samstarfi við Efl- ingu, en ef landssamböndin, bæði Starfsgreinasambandið og Lands- samband íslenskra verslunar- manna, ákveða að fara saman, þá er þetta gríðarlega stór hópur og öflugur til þess að fara saman í næstu kjarasamninga.“ Ragnar segir að samhljómurinn hafi ef til vill verið vegna þess að spjótin beinist nú mikið að stjórn- völdum vegna ákvarðana kjararáðs, sem hafi hækkað laun embættis- manna langt umfram það sem eðli- legt gæti talist. „Það er grunnurinn að þessum samstarfsvilja; að krefja stjórnvöld um að þau sýni í verki að þau vilji stöðugleika, ekki bara á vinnumarkaði heldur í landinu, og þá verði þau að koma með meira að borðinu. Ég er mjög bjartsýnn á fram- haldið þótt það sé ekkert í hendi,“ segir Ragnar en næsta skref verð- ur fyrir félögin að skila inn um- boði sínu og klára kröfugerðir, sem verður nú á næstu vikum. „Við munum hittast í framhaldi af því og þá verður tekin ákvörðun um hvort farið verður í formlegt sam- starf eða viðræður um formlegt samstarf,“ segir Ragnar. Kröfurnar skipta meira máli Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, segir fé- lagið ekki hafa tekið afstöðu til þessara samstarfshugmynda, en fé- lagið gekk til liðs við Flóabandalag- ið í síðustu kjaraviðræðum. „Það má segja að boltinn hafi svolítið legið hjá nýjum formanni Eflingar, hvort hún vilji viðhalda Flóabandalaginu, og hún þarf eiginlega að svara því.“ Signý segir að hin félögin í bandalaginu, VSFK, Hlíf og Stétt- arfélag Vesturlands, séu í samstarfi þessa dagana og að meðal annars sé nú í gangi Gallup-könnun sem lögð er fyrir félagsmenn þessara félaga, bæði um kjör og viðhorf til komandi kjarasamninga. „Það skiptir meira máli, þegar menn koma að borðinu með kröfurnar, að þær séu sam- stilltar, en það skiptir ekki öllu máli hverjir fara saman, það hefur verið með ýmsu móti.“ Ótímabært að ræða samstarf Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ótímabært að ræða hverjir muni starfa saman í kjarasamningunum. Starfsgreinasambandið hafi sett sér ákveðna verkáætlun í vor, þar sem félögin hefðu frest til 25. september til þess að skila inn umboðum til Starfsgreinasambandsins og þá ættu þau líka að setja fram hug- myndir að kröfugerð. „Þegar það er búið ætlum við að hittast 4. og 5. október, þeir sem hafa veitt Starfs- greinasambandinu umboð, og búa til kröfugerð sambandsins. Eftir það er spurning hvað gerist, en við erum í þessum farvegi þannig að við tökum ekki ákvarðanir fyrr en hann er búinn.“ Björn segir málin ein- faldlega í ákveðnu ferli og þegar því sé lokið muni samninganefnd sam- bandsins taka ákvörðun um fram- haldið. Undirbúningur félaganna fyrir komandi kjaraviðræður hafi gengið mjög vel og búið sé að vinna heil- mikið í kröfugerðunum. „Þá hafa menn verið mjög duglegir að ræða við sína félagsmenn, bæði á fundum og með skoðanakönnunum og allt mögulegt, þannig að ég held að fé- lögin innan Starfsgreinasambands- ins séu betur undirbúin en oft áð- ur,“ segir Björn og bætir við að hann telji menn mjög spennta fyrir þeim viðræðum sem fram undan eru. Mikill samhljómur um áherslur  Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bjartsýnn á myndun „ofurbandalags“ fyrir komandi kjaraviðræður  Engar ákvarðanir verða teknar fyrr en kröfugerðir liggja fyrir segir formaður SGS Ragnar Þór Ingólfsson Björn Snæbjörnsson Signý Jóhannesdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Notast verður við nýja tækni sem byggist á númerplötugreiningu þeg- ar gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum hefst síðar á þessu ári. Ráðgert er að göngin verði opnuð 1. desember nk. en vonir standa til að hægt verði að hefja gjaldtöku samtímis. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að fyrr- greind gjaldtaka byggist á sambæri- legri tækni og notast er við í Hval- fjarðargöngum. „Það verða myndavélar við göngin sem taka mynd af bílnum og lesa um leið núm- eraplötuna líkt og gert er þegar fólk er með áskrift í Hvalfjarðargöngum. Hjá okkur verður þetta hins vegar þannig að eftir að myndin er tekin les hugbúnaður númerplötuna og kann- ar hvort viðkomandi bílnúmer sé í áskrift. Ef ekki er eigandi bílsins fundinn í eigendaskrá og rukkunin send í heimabanka hans,“ segir Val- geir og bætir við að hægt verði að kaupa áskrift í snjallforriti eða á net- inu. Þar verður boðið upp á magnaf- slátt fyrir þá sem kaupa margar ferð- ir fyrirfram en einnig stendur fólki til boða að borga fyrir hvert skipti sem ekið er um göngin. Dregur úr líkum á slysi Bifreiðum sem ekið verður um göngin verður skipt í tvo þyngd- arflokka og rukkað verður í samræmi við það. „Verðskráin er farin að taka á sig einhverja mynd en hún getur auðvitað breyst eitthvað. Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur. Þetta er því um tvöfalt dýrara en þegar ekið er um Hvalfjarðargöngin enda var þetta tvöfalt lengri og dýrari fram- kvæmd,“ segir Valgeir. Að sögn Valgeirs mun nýja tæknin ekki einungis einfalda ökumönnum lífið heldur mun slysahætta einnig dragast talsvert saman. „Það hefur hingað til verið þannig að við skýlin og hliðin þar sem fólk greiðir fyrir að fá aka um viðkomandi göng eykst slysahætta. Það er sökum þess að fólk er að hægja á sér og taka beygj- ur nálægt stöðunum þar sem rukkað er. Í þessu nýja „sýstemi“ sér fólk myndavélarnar ekki og hagar sér í samræmi við það. Flæðið verður því talsvert betra og minnkar um leið lík- ur á slysi, segir Valgeir. Skilar um milljarði króna á ári Spurður hversu miklum tekjum hann búist við að gjaldtakan muni skila árlega segir Valgeir það geta verið breytilegt. Miðað við núverandi áætlanir megi þó gera ráð fyrir að heildartekjur verði frá um 800 millj- ónum til eins milljarðs króna. „Þetta getur auðvitað breyst enda er um- ferðarflæðið mjög mismunandi eftir árstíðum auk þess sem mismunandi gjald er greitt fyrir misþunga bíla. Þetta eru hins vegar þær tölur sem við erum að sjá miðað við núverandi forsendur,“ segir Valgeir. Nýta sér nýja tækni við gjaldtöku  Ráðgert að tekjur vegna gjaldtöku í Vaðlaheiðargöngum verði í kringum milljarður króna árlega  Notast við tækni sem byggist á greiningu númeraplatna  Áskrift keypt á netinu eða í snjallforriti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaðlaheiðargöng Ráðgert er að gjaldtaka hefjist á sama tíma og framkvæmdum lýkur 1. desember nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.