Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 1

Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 1
Þessir vegfarendur um Lækjartorg gátu vart annað en tekið eftir auglýsingaskiltinu þar sem kvikmyndahátíðin RIFF, Reykjavík Inter- national Film Festival, er auglýst með miklum tilþrifum. Hátíðin hefst nú á fimmtudaginn og er þetta í fimmtánda sinn sem hún er haldin. Á hátíðinni kennir ýmissa grasa en um 70 myndir frá meira en 30 löndum verða sýndar á hátíðinni. Henni lýkur 7. október nk. Reykvíska kvikmyndahátíðin böðuð dýrðarljóma Morgunblaðið/Eggert RIFF-auglýsing sprottin upp á Lækjartorgi Veiðar Hvalbátur á leið inn Hvalfjörð.  Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segist hafa fengið fyrirspurnir frá Vestur- Afríku þar sem fólk líði víða vegna hungurs, en stórir hvalastofnar séu úti fyrir ströndunum. Leitað hafi verið til hans eftir upplýsingum um hvað þurfi að gera til að geta byrj- að að veiða hval. »6 Vilja upplýsingar um hvalveiðar Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  225. tölublað  106. árgangur  ARNAR MÁLAR MYNDIR MEÐ RAPPTÓNLIST EINS OG AÐ VERÐA UNG- LINGUR Á NÝ Í KÖNNUNARFERÐ UM HLJÓÐHEIMA TÓNLISTARINNAR BREYTINGASKEIÐ 12 INGI BJARNI SKÚLASON 30HASARLÍFSSTÍLL 33 Morgunblaðið/Eggert Vape Kaupmenn ósáttir við miklar kvaðir.  Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að til- kynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. „Við þurfum að borga 75 þúsund krónur fyrir hvert vörunúmer og við vitum ekki einu sinni hvort það er með virðisaukaskatti eða án hans. Ef ég ætlaði að halda því vöruúrvali sem ég hef núna þyrfti ég að punga út 110-120 milljónum króna. Ef ég minnka það og ákveð að hafa bara sómasamlegt úrval þyrfti ég samt að borga um 60 millj- ónir króna. Þetta er heilt raðhús sem við þurfum að leggja út fyrir bara til að halda búðinni,“ segir Snorri Guðmundsson, eigandi Polo Vape Shop á Bústaðavegi. »18 Þarf að borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin Jón Gunnarsson, þáverandi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að vinna greiningu á verk- efnum Samgöngustofu. Starfshópur- inn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. „Við gerðum til að mynda athuga- semdir við ýmislegt í innri starfsemi og stjórnun Samgöngustofu og öll þessi atriði voru tilgreind og rök- studd nokkuð ítarlega. Í kjölfar þessa hefur ráðuneytið ekki óskað eftir því að starfshópurinn leggi af mörkum frekari vinnu og þar við sit- ur,“ segir Sigurður Kári Kristjáns- son lögmaður sem skipaður var for- maður starfshópsins. Meðal þess sem tekið var fram í skýrslunni var þörfin á að tryggja skýran aðskilnað á milli eftirlitsaðila og eftirlitsskyldra aðila í flugrekstri. Var til dæmis lögð fram í vinnu hóps- ins alvarleg gagnrýni á samskipti Samgöngustofu og Isavia, sem hafi hvorki verið nægilega fagleg né formleg, auk þess sem þess var ekki gætt að hæfileg fjarlægð væri við Isavia þegar ákvarðanir sem snertu fyrirtækið beint voru teknar. Auk Sigurðar Kára voru í hópnum þau Bergþóra Halldórsdóttir hdl. og Hreinn Loftsson hrl. Þá unnu tveir starfsmenn úr ráðuneytinu með starfshópnum. Starfshópurinn skilaði áður- nefndri áfangaskýrslu fyrir ári, í október 2017, og byggist hún á við- tölum og fundum með tugum við- mælenda. hdm@mbl.is Hvorki fagleg né formleg  Alvarleg gagnrýni lögð fram á innri starfsemi Samgöngustofu í áfangaskýrslu sem lögð var fram fyrir ári  Full þörf á að ljúka þessari vinnu segir Sigurður Kári MAlvarleg gagnrýni »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keppni 92.000 heimili með aðgang að ljósleiðara Gagnaveitunnar. Samkvæmt samtali Morgunblaðsins við Orra Hauksson, forstjóra Sím- ans, eru lánaheimildir Símasam- stæðunnar langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykja- víkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dóttur- félag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Hann segir jafnframt að ef Síminn og önnur fyrirtæki á sama markaði höguðu sér með sama hætti og Gagnaveitan hvað skuldasöfnun varðar yrðu viðkomandi fyrirtæki ógjaldfær mjög fljótlega. „Íslensk fyrirtæki með skuldsetningu sem er 5 x ebitda eða hærra eru ekki sjálf- bær til lengri tíma. Peningarnir klár- ast allir í afborganir lána og skatta og lítið verður eftir til fjárfestinga, hvað þá arðgreiðslna,“ útskýrir Orri. Hann segir að lánaheimildir Síma- samstæðunnar hafi hæst farið í 4,5 x ebitda-hagnað á ári, en þær séu lægri núna eða 2 x ebitda. Gagna- veitan skuldi hins vegar 7,8 x ebitda. Þá segir Orri að leyfilegt fjárfest- ingarhlutfall Símans hafi hæst farið í 20% af heildartekjum en þetta sama hlutfall var 150% hjá Gagnaveitunni í fyrra. »16 Fyrirtækin yrðu ógjaldfær  Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur jukust um fjóra milljarða 29 ára gamall Bandaríkjamaður náði fyrr á árinu að ganga á ný, fimm ár- um eftir að hann lamaðist fyrir neð- an mitti, með aðstoð örflögu sem grædd var í bakið á honum. Greint var frá þessu í tímaritinu Nature í gær, en hópur lækna við Mayo- sjúkrahúsið ritaði þar grein um rannsóknir sínar. Örflagan, sem er á stærð við AA- rafhlöðu, sendir rafboð niður í taugar sem ekki hafa lengur tengingu við heilann og ýtir við þeim. Hún var grædd í manninn árið 2016 og þurfti hann að ganga í gegnum heilmikla endurhæfingu áður en árangur kom í ljós. Á endanum gat hann þó látið heilann senda skilaboð niður í fæt- urna um að hreyfast og gekk hann í kjölfarið vegalengd sem nemur ein- um bandarískum ruðningsvelli, að vísu með aðstoð göngugrindar. Greinarhöfundar tóku fram að maðurinn sinnti enn daglegum störf- um sínum með aðstoð hjólastóls og hann gæti ekki gengið þegar slökkt væri á örflögunni. Engu að síður væri hér sterk vísbending um að lömun eftir mænuskaða þyrfti ekki að vera varanleg. Lamaður gengur á ný með aðstoð örflögu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.