Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 6

Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Tveir annmarkar voru á undirbún- ingi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar. Þetta er niðurstaða kjör- nefndar þriggja lögfræðinga sem sýslumaðurinn á Suðurlandi skipaði vegna kæru tveggja íbúa sem kröfð- ust ógildingar kosningarinnar. Kær- unni var vísað frá. Íbúakosningin sem fram fór 18. ágúst var um skipulag í miðbænum á Selfossi. Tveir íbúar í sveitarfé- laginu, Magnús Karel Hannesson og Aldís Sigfúsdóttir, lögðu fram kæru til sýslumanns nokkrum dögum síð- ar þar sem bent var á ýmsa form- galla og annmarka á undirbúningi og framkvæmd kosninganna. Þau gerðu m.a. athugasemd við rangar upplýsingar í kynningarbæklingi, orðalag í auglýsingu um framlagn- ingu kjörskrár og framlengdan opn- unartíma á kjörstöðum um 65 mín- útur. Kjörnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að ágallar hefði verið á orða- lagi í auglýsingu um framlagningu kjörskrár og rangar upplýsingar verið í kynningarbæklingi sveitarfé- lagsins. Hvorugur þessara ann- marka gæti þó hafa haft áhrif á úr- slitin. gudmundur@mbl.is Ógildingu íbúa- kosningar hafnað Teikning/Sigtún þróunarfélag Skipulag Hugmyndin að nýjum miðbæ á Selfossi með eftirlíkingum gamalla húsa víða að hefur verið umdeild.  Annmarkar voru á framkvæmdinni Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hvalur 9 kom með tvo síðustu hvali sumarsins í Hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrinótt. Alls veidd- ust 146 langreyðar, en af þeim greindust tveir blendingar langreyðar og steypireyðar. Spurð- ur um framhald hvalveiða næsta sumar segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., að nær sé að beina þeirri spurningu til stjórnvalda. Veðurspá er ekki hagstæð næstu vikuna og því var ákveðið að láta staðar numið, en veiði- tímabilinu hefur oft lokið um þetta leyti. Ver- tíðin hófst 19. júní þegar Hvalur 8 fór út, en Hvalur 9 tafðist um níu daga meðan beðið var varahluta í stýri og skutpípu. Vertíðin stóð því í 98 daga, en frátafir voru í 18 daga vegna brælu. Að sögn Kristjáns störfuðu alls um 150 manns hjá fyrirtækinu í sumar; á hvalbátunum tveimur, í Hvalfirði og í Hafnarfirði. „Þrátt fyrir rysjótt veður gekk vertíðin vel,“ segir Kristján. „Hvalurinn var frekar nálægt landi eða yfirleitt 120-130 mílur úr Hvalfirði. Mest veiddist út af Faxaflóa og Reykjanesi og það var mikið af hval að sjá í sumar; steypireyður, langreyður, sandreyður, hnúfubakur og búr- hvalur.“ Fyrirspurnir frá Vestur-Afríku Kristján segir að margir stoppi í Hvalfirði þegar hvalbátarnir komi að landi með hval. Fólk fylgist með þegar hvalurinn sé dreginn upp og skorinn – flensaður – og þeirra á meðal hafi í sumar verið fulltrúar hvalafriðunarfólks. „Þeir hafa verið að mynda þetta og streyma víða um heim í allt sumar,“ segir Kristján. „Ég hef fengið fyrirspurnir frá Vestur-Afríku þar sem fólk líður víða vegna hungurs, en stórir hvalastofnar eru úti fyrir ströndunum. Þeir sem hafa álpast inn á þessar síður hafa séð hversu mikið af kjöti er á þessum dýrum og hafa leitað til mín um upplýsingar um hvað þurfi að gera til að geta byrjað að veiða hval. Ég hef sagt þeim að ég geti hjálpað þeim að komast af stað þannig að þessar myndir virð- ast hvetja til hvalveiða.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð lokið Hvalur 9 bundinn við landfestar til vetursetu í gær. Vertíðin stóð í 98 daga, en frátafir voru í 18 daga vegna brælu. Mest veiddist út af Faxaflóa og Reykjanesi. Alls veiddust 146 hvalir á 98 daga vertíð Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að VÍS sé að sameina skrifstofur í 6 öflugar skrifstofur víðs vegar um landið. VÍS horfi á landið sem eina heild og skipuleggi þjónustuna út frá því þannig að hún sé samræmd og óháð búsetu. „Þetta er stórt skref en við erum að vinna út frá þessari ákvörðun,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Hörð viðbrögð hafa verið við þess- ari ákvörðun. Landssamband ís- lenskra verzlunarmanna krafðist þess í gær að hún yrði endurskoð- uð. Þá samþykkti bæjarráð Fjarða- byggðar í gær bókun, þar sem kemur fram að samningar sveit- arfélagsins við VÍS, sem renna út um áramótin, verði ekki fram- lengdir í ljósi skerðingar á þjónustu VÍS. „Öll svæði eru okkur mikilvæg en við ákvörðun um staðsetningu skrif- stofa horfðum við til margra þátta, við erum t.a.m. að sameina skrif- stofur sem heyra undir sama at- vinnusvæði. Viðskiptavinir okkar munu áfram geta, í flestum tilfellum, leitað til þeirra starfsmanna sem þeir hafa verið í samskiptum við þar sem starfsmönnum okkar, þar sem það er landfræðilega mögulegt, hef- ur boðist áframhaldandi starf hjá fé- laginu,“ sagði Helgi. Eftirspurn fari vaxandi Helgi segir að starfsmenn VÍS sjái skýr merki um að viðskiptavinir fé- lagsins vilji í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga samskipti við félagið, t.a.m. í gegnum vefinn, mitt vís, tölvupóst, netspjall og síma. „Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi. Við erum því að einbeita okkur enn frekar að því að þróa og setja í loftið stafrænar lausnir sem einfalda þjónustuna og gera hana að- gengilegri fyrir viðskiptavini okkar, hvar á landinu sem þeir búa. Síðustu ár hefur orðið gríðarleg aukning í t.a.m. innsendum tölvupósti og sím- tölum til okkar. Við erum að leggja megináherslu á að bæta þá þjónustu og gera hana samræmda yfir landið í heild,“ sagði Helgi. Spurður um það hvort margir hefðu hætt viðskiptum sínum við VÍS vegna sameiningaráformanna, sem eiga að taka gildi um næstu mánaðamót, sagði Helgi of snemmt að segja til um það. „En við höfum auðvitað orðið vör við þá umræðu. Við vonum og trúum að þeir við- skiptavinir sem hafa verið hjá okkur til margra ára og verið í samskiptum við starfsmenn okkar muni áfram sjá hag sinn í því að halda því áfram. Við trúum því líka að viðskiptavinir okk- ar muni í síauknum mæli sækja í stafræna þjónustu og þar ætlum við að vera í fararbroddi.“ VÍS horfi á landið sem eina heild  Félagið sameini til að mynda skrifstofur sem heyri undir sama atvinnusvæði  „Þetta er stórt skref en við erum að vinna út frá þessari ákvörðun,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.