Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 7

Morgunblaðið - 25.09.2018, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Björgunarsveitin á Húsavík bjargaði í gær manni sem var í vanda í sjón- um. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg hafði maðurinn verið á bretti í sjónum út af Höfðagerðis- sandi við Barm í talsverðan tíma þegar félaga hans var hætt að lítast á blikuna. Óskaði sá þá eftir aðstoð í gegnum neyðarlínuna og barst boðið til björgunarsveitarinnar rétt fyrir klukkan átta um kvöldið. Þar sem óljóst var hvar maðurinn var var mikill fjöldi björgunarsveit- armanna kallaður út á nokkrum bát- um, en björgunarsveitin naut einnig aðstoðar frá ferðaþjónustufyrirtæki á Húsavík, sem útvegaði nokkra báta til viðbótar. Maðurinn fannst 27 mínútum eftir að útkallið barst og var siglt með hann í land, þar sem sjúkrabíll tók við honum og fór með hann til að- hlynningar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Bjargað úr sjónum við Barm  Var talsverðan tíma í sjónum Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðs- saksóknara fyrir lík- amsárás á dyravörð fyrir utan skemmti- staðinn Kíkí í des- ember 2016. Þeir eru einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lög- reglumenn. Til viðbótar er sambýlis- kona annars mannanna ákærð fyrir að hafa reynt að sparka í höfuð lög- reglumanns og togað í hár hans þeg- ar verið var að handtaka mennina tvo. Í ákærunni er því lýst að menn- irnir hafi slegið dyravörðinn með krepptum hnefa í andlitið. Þá er annar þeirra sagður hafa tekið dyra- vörðinn hálstaki. Eftir að lögregla mætti á staðinn hafi fyrri maðurinn klipið lögreglumann í lærið og bitið hann í handlegg. Þá hafi hann haft í hótunum við lögreglumenn á lög- reglustöðinni og sagst ætla að „gera eitthvað miður skemmtilegt við þá og aðstandendur þeirra“. Hinn maðurinn er ákærður fyrir að hafa bitið annan lögreglumann í innanvert lærið. Konan er ákærð fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu á staðnum og reynt að koma í veg fyrir handtöku mann- anna. Þannig gerði hún tilraun til að sparka í höfuð tveggja lögreglu- manna og togaði í hár annars þeirra. Tveir ákærðir fyrir árás á dyravörð Skemmtistað- urinn Kíkí Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fulltrúar Spalar ehf. og ríkisins funduðu í gær um yfirtöku ríkisins á Hvalfjarðargöngunum en ráðgert er að gjaldtöku í göngin verði lokið á föstudaginn í þessari viku. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar ehf., segir að enn sé verið að leysa úr ákveðnum hnútum sem komið hafi upp og þar spili spurningar um af- skriftir og skattamál inn í. Hann seg- ir að ekki hafi tekist að leysa þau mál á fundinum í gær. „En við erum vongóðir um að það sjáist til lands á morgun [í dag, þriðjudag] eða á miðvikudaginn.“ Gísli segir að ekki verði neinn formlegur fundur í dag á milli aðila en menn verði í talsambandi. „Þetta mjakast en er ekki klárt.“ Gísli segir að ganga þurfi fljótt saman til að fyrri tímaáætlun um lok gjaldtökunnar geti gengið eftir. „Við erum búnir að setja tímamörkin á að hætta gjaldtöku á föstudaginn, að því gefnu að við getum klárað allt það sem þarf að vera á tæru og við höfum þá ekki lengri tíma en fram á miðvikudaginn til þess að ljúka verk- efninu. Ég treysti því að það gangi eftir, en það er ekki klárt ennþá.“ Gísli tekur fram að samningsvilji hvorra tveggja sé mikill. „Það er vilji allra að ljúka málinu eins fljótt og hægt er.“ Enn að leysa úr ákveðnum hnútum Gísli Gíslason  Stefnan að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin á föstudaginn  Vilja ljúka málinu sem fyrst Hvalfjarðargöng Stefnt er því að gjaldtöku verði lokið á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.