Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 10
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018
Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sum-
ars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert.
Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í
ágústmánuði. Smám saman tóku þær að berast vest-
ur eftir landinu allt til höfuðborgarinnar,“ skrifar Er-
ling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðu sína,
Heimur smádýranna, og talar um að þær hafi gert
innrás.
„Gullglyrnan þokkafulla er af bálki netvængja,“
skrifar Erling. „Hún er árviss gestur hér frá Evrópu
sem berst sunnan úr álfunni með hlýjum vindum. Í
byrjun ágúst streymdi til landsins fjöldi þessara
glæsilegu smádýra með granna græna bolinn og
stóru glertæru vængina með þéttriðna æðanetinu
sem leggjast í ris í hvíld. Gulgræn augun eru ein-
staklega falleg, stór og hvelfd, líkust sindrandi gull-
molum. Þaðan kemur heitið.“
Ekki hefur verið sýnt fram á að gullglyrnur fjölgi
sér hérlendis, en vísast geta þær lifað af vetur í köld-
um geymslum og sumarhúsum. Eintök af gull-
glyrnum sem finnast úti á landsbyggðinni eru ávallt
vel þegin, skrifar Erling. aij@mbl.is
Ljósmynd/Heimur smádýranna
Árviss gestur Gullglyrnan er af bálki netvængja og sótti þessi Kópasker heim í sumar.
Gullglyrnur gerðu innrás
Í hverjum garði á Höfn Augun sem sindrandi gullmolar
Þú færð tveggja ára aukaábyrgð
með allri þjónustu innifaldri þegar
þú kaupir notaðan, viðurkenndan
Mercedes-Benz bíl hjá okkur.
Viðurkenndir
Mercedes-Benz.
Nýskráður 5/2015, ekinn 39 þús. km,
dísil, 2143 cc og 170 hestöfl. Auka-
búnaður: Dráttarbeisli, krómútlits-
pakki, minnispakki fyrir sæti o.fl.
Nýskráður 12/2015, ekinn 28 þús.
km, dísil, 2143 cc og 170 hestöfl.
Aukabúnaður: Næturpakki, glerþak,
bakkmyndavél o.fl.
Nýskráður 4/2016, ekinn 17 þús.
km, dísil, 2143 cc og 205 hestöfl.
Aukabúnaður: Leðuráklæði, bakk-
myndavél, fjarlægðarskynjarar o.fl.
GKL 220 4MATIC
4.490.000 kr.
GLC 220 4MATIC
6.490.000 kr.
C 250
4.490.000 kr.
Askja notaðir bílar
www.notadir.is · 5902160
Nýskráður 5/2015, ekinn 52 þús. km,
dísil, 1461 cc og 90 hestöfl.
A-Class 160 CDI
2.490.000 kr.
Nýskráður 5/2015, ekinn 51 þ.
km, dísil, 2143 cc og 136 hestöfl.
Aukabúnaður: Leðuráklæði, nætur-
pakki, hærri fjöðrun o.fl.
B-Class 200
3.150.000 kr.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér þykir það miður að ekki hafi
orðið framhald á. Það var lögð mikil
vinna, tími og fyrirhöfn í þetta verk-
efni og markmiðið var að bæta starf-
semi, starfshætti
og þjónustu Sam-
göngustofu. Ég
held að það hafi
verið full þörf á að
ljúka þessari
vinnu,“ segir Sig-
urður Kári Krist-
jánsson, lögmaður
og formaður
starfshóps sem
skipaður var á síð-
asta ári um störf
Samgöngustofu. Ár er liðið frá því
starfshópurinn skilaði af sér áfanga-
skýrslu en ekki verður séð að nokkuð
hafi verið gert með skýrsluna í ráðu-
neytinu.
„Starfshópurinn fékk á sinn fund
tugi gesta, ég myndi giska á að þetta
hafi verið um 80 manns. Á grundvelli
viðtalanna og gagna skrifuðum við
þessa skýrslu með fjölmörgum tillög-
um og ábendingum. Við gerðum til að
mynda athugasemdir við ýmislegt í
innri starfsemi og stjórnun Sam-
göngustofu og öll þessi atriði voru til-
greind og rökstudd nokkuð ítarlega. Í
kjölfar þessa þá hefur ráðuneytið
ekki óskað eftir því að starfshópurinn
leggi af mörkum frekari vinnu og þar
við situr,“ segir Sigurður Kári.
Meðal þess sem fram kemur í
áfangaskýrslu starfshópsins er tillaga
um að gera forskráningar bifreiða
rafrænar sem fyrst. Afgreiðslu núm-
era verði úthýst til skoðunarstöðva og
þeim verði falið að annast að fullu
skráningu eigendaskipta á ökutækj-
um.
Þá segir í skýrslunni að ekki sé
nægur mannafli til að sinna lög-
bundnum verkefnum og eftirliti með
flugstarfsemi innan Samgöngustofu.
Á sama tíma sé jafnframt nauðsyn-
legt að tryggja skýran aðskilnað milli
eftirlitsaðila og eftirlitsskyldra aðila;
flugrekstraraðila, Isavia og Sam-
göngustofu. Raunar kom fram í vinnu
starfshópsins alvarleg gagnrýni á
samskipti Samgöngustofu og Isavia.
„Hefur verið á það bent að eftirlits- og
stjórnvaldshlutverk Samgöngustofu
hafi ekki verið virt. Samskiptin hafi
hvorki verið nægilega fagleg né form-
leg og þess ekki gætt að hafa hæfilega
fjarlægð gagnvart Isavia við töku
ákvarðana sem snerta fyrirtækið
beint. Lagt til að ráðherra láti kanna
þetta málefni sérstaklega í því skyni
að ákveða hvort ástæða þyki til frek-
ari viðbragða.“
Í skýrslunni er lagt til að laga-
umhverfi og reglur sem snúa að smíði
og skoðun skipa verði endurskoðuð.
Fleiri verkefnum á sviði siglinga verði
útvistað og lögskráning sjómanna
endurskoðuð.
Að síðustu kemur fram að marg-
víslegar athugasemdir hafi verið
gerðar við skipulag Samgöngustofu
og stjórnunarhætti. Mikið álag hafi
verið á starfsfólki og fólksflótti frá
stofnuninni. „Starfshópurinn telur
ástæðu til að skoða hvernig unnið er
úr erfiðum starfsmannamálum innan
stofnunarinnar. Mikilvægt er að
tryggja við úrvinnslu erfiðra mála,
t.d. þegar samskiptaörðugleikar
koma upp eða aðfinnslur eru gerðar
við störf tiltekinna starfsmanna, að
unnið sé eftir skýrum verklagsreglum
og réttindi starfsfólks tryggð.“
Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhanns-
son samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra.
Morgunblaðið/Þórður
Samgöngustofa Ýmsar athugasemdir voru gerðar við starfsemina í skýrslu starfshóps og tillögur um úrbætur.
Alvarleg gagnrýni
og krafa um úrbætur
Ár liðið frá því áfangaskýrslu um Samgöngustofu var skilað
Sigurður Kári
Kristjánsson