Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 17

Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Andreas Norlén, þingmaður hægri- flokksins Moderaterna, var kosinn nýr forseti sænska þingsins í gær og hlaut hann afgerandi kosningu með stuðningi Svíþjóðardemókrata. Þá var þingmaður jafnaðarmanna, Åsa Lindestam, kjörin fyrsti varaforseti. Nokkuð óvænt hlaut hún einu at- kvæði meira en gert var ráð fyrir og er ekki vitað hver úr bandalagi hægriflokka greiddi henni atkvæði. Margra klukkutíma kosning Hefðbundið er að stærsti flokk- urinn í ríkisstjórnarsamstarfi hljóti embætti foseta og að varaforseta- embættin skiptist síðan eftir stærð flokka á þingi. Algengt er að ekki sé atkvæðagreiðsla um varaforseta þar sem samhljómur hefur ríkt um að- ferð við útdeilingu embætta. Ef krafist er atkvæðagreiðslu skal hún vera leynileg og þarf einfaldan meirihluta. Fáist hann ekki í fyrstu tveimur atkvæðagreiðslum er geng- ið til þeirrar þriðju þar sem flest at- kvæði duga. Krafist var atkvæðagreiðslna um hin varaforsetaembættin og stóðu þær lengi í gær þar sem ekki virtist vera nein sátt um frambjóðendur, einkum frambjóðanda þriðja stærsta flokks á sænska þinginu, Svíþjóðardemókrata. Flokkurinn hefur verið umdeildur í Svíþjóð. Tillaga að forsætisráðherra Forseti sænska þingsins hefur það hlutverk að gera tillögu að for- sætisráðherra. Norlén tilkynnti í gær að hann myndi upplýsa um til- lögu sína í dag klukkan 9.30 að staðartíma. Sagði hann samsetningu þingsins bjóða upp á nýjar áskoranir í sænskum stjórnmálum. Óvissa á sænska þinginu AFP Kjörinn Andreas Norlén, nýr forseti sænska þingsins, ræddi við fjölmiðla í gær. Nokkur eftirvænting er eftir tilnefningu hans til forsætisráðherra.  Kjósa um for- sætisráðherra í dag Rússneskur ríkisborgari og emb- ættismaður var handtekinn á föstu- dag og var um helgina úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um brot á ákvæðum norskra hegningarlaga er varða njósnir. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir framkvæmdastjóra norska Stórþingsins, Marianne Andreas- sen, að starfsmenn þingsins hafi orðið varir við „eftirtektarvert at- ferli“ mannsins og haft í kjölfarið samband við öryggisdeild norsku lögreglunnar, PST. Maðurinn var í þinghúsinu þar sem hann sat ráðstefnu sem haldin var í Stórþinginu fimmtudag og föstudag á vegum Evrópskrar mið- stöðvar fyrir þingrannsóknir og meðhöndlun skjala (ECPRD), sem er samstarfsvettvangur starfs- manna 47 þjóðþinga. Rússinn er sagður sérstakur ráð- gjafi upplýsingatæknideildar sem starfar fyrir sambandsráð rúss- neska þingsins og hefur verið þátt- takandi í verkefnum ECPRD síð- ustu níu ár. Leita hlerunarbúnaðar Heimildir Verdens Gang herma að maðurinn hafi endurtekið verið inni á svæðum í þinghúsinu þar sem hann átti ekkert erindi. Verjandi mannsins, Hege Akre, segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki verið á svæðum sem hann hafi ekki haft aðgang að og að honum þyki handtakan og málið í heild sinni óskiljanlegt. Hann segir þetta allt byggjast á misskilningi. Martin Berntsen, ráðgjafi og tals- maður PST, hefur staðfest við fjöl- miðla þar ytra að þjóðaröryggis- stofnun Noregs (NSM) hafi aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins í Stórþinginu. Meðal þess sem var leitað í þinghúsinu í gær var hlerunarbúnaður, að sögn Bernt- sens. Haft er eftir talsmanninn að málið sé til skoðunar og hefur ekkert verið útilokað þar sem ekki er ljóst ná- kvæmlega hvað rússneski embættis- maðurinn aðhafðist í þinghúsinu. Vitað um njósnir Þá hefur verið sett bann við notk- un prentara í stórum hluta skrif- stofubyggingar þingsins í Akers- götu, meðal annars á skrifstofum þingflokka Hægriflokksins, Verka- mannaflokksins og Framfaraflokks- ins. Upplýsingafulltrúi þingsins, Jorun Nilsen, segir að allar tak- markanir á notkun tölvutengds bún- aðar séu forvarnaraðgerðir á meðan farið sé yfir öll kerfi og prenturum skipt út. Dómsmálaráðherra Noregs, Tor Mikkel Wara, segist ekki getað tjáð sig um málið en að almennt sé mikil- vægt að almenningur geri sér grein fyrir því að það sé vitað að rússnesk leyniþjónusta starfi í Noregi eins og greint hefur verið frá í áhættumati PST. gso@mbl.is Handtekinn grunaður um njósnir  Rússneskur embættismaður í haldi Norðmanna  Þekkt að leyniþjónusta Rússa starfar í Noregi  Leitað að hlerunarbúnaði í þinghúsinu  Lokað á prentun gagna í nálægu skrifstofuhúsnæði Hvað er ECPRD? » European Center for Parlia- mentary Research and Docu- mentation var stofnað 1970. » Alþingi á aðild að miðstöð- inni ásamt 46 öðrum þingum. » Heldur utan um upplýs- ingaflæði milli þjóðþinga um löggjöf og starfshætti. » Ráðstefnur eru haldnar til þess að starfsmenn þjóðþinga geti skipst á reynslu og þekk- ingu. Ljósmynd/Stortinget Njósnir Rússneskur ríkisborgari var handtekinn og sætir gæsluvarðhaldi eftir ráðstefnu í Stórþinginu. Yfirvöld í Hong Kong bönnuðu í gær alla starfsemi stjórnmálaflokks sem berst fyrir sjálfstæði frá Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem sem slíkt bann er sett frá því að Bretar af- hentu kínverskum stjórnvöldum Hong Kong árið 1997, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters. Aðalritari Hong Kong, John Lee, tilkynnti í tímariti stjórnvalda að Þjóðarflokkur Hong Kong væri nú bannaður á grundvelli ákvæðis laga frá nýlendutímabilinu sem krefst þess að öll samtök þurfi að vera skráð hjá lögreglu. Lögin heimila stjórnvöldum að banna samtök „í þágu þjóðaröryggis, allsherjarreglu eða til þess að vernda frelsi og rétt- indi annara“. Haft er eftir Lee að flokkurinn sé reiðubúinn til þess að beita öllum brögðum til að ná fram kröfu sinni um sjálfstæði og að slík stefna varði þjóðaröryggi. „Þeir hafa skýrt markmið um að gera Hong Kong að lýðveldi,“ sagði ritarinn. „Ég mun aldrei hætta baráttunni fyrir frelsi, mannréttindum, jafn- rétti og virðingu,“ sagði Andy Chan, leiðtogi Þjóðarflokksins, við blaða- menn í síðustu viku. Yfirvöld í Hong Kong hafa leitað leiða til þess að stöðva hreyfingar sjálfstæðissinna í Hong Kong í kjöl- far yfirlýsinga Xis Jinpings, forseta Kína, um að tilraunir til þess að grafa undan fullveldi ríkisins væru með öllu óviðunandi. Þá hafa stjórnvöld í Kína lýst full- um stuðningi við bannið og telja ekkert svigrúm vera fyrir hópa sem tala fyrir sjálfstæði Hong Kong eða með öðum hætti sækjast eftir að kljúfa Kína, var haft eftir talsmanni skrifstofu málefna Macau-svæðis í gær. Banna starfsemi stjórnmálaflokks  Flokkurinn vill sjálfstæði Hong Kong QsmartQ styleQ picture Samsung QE65Q9FSamsung QLED is Quantum dot based TV LÁGMÚLA 8 - 530 2800 Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15 ormsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.