Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 18
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Auðvitað er ekkert mál og íraun sjálfsagt að greiðasmá gjald og að eftirlit sémeð hlutunum. En það er enginn okkar að fara að borga þessar upphæðir,“ segir Snorri Guðmunds- son, eigandi Polo Vape Shop á Bú- staðavegi. Reglugerð um rafrettur sem Svan- dís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín verða að tilkynna allar vörur til Neytendastofu sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Neytendastofa sker þá úr um hvort viðkomandi vara uppfyllir öryggisstaðla og tekur 75 þúsund króna gjald fyrir hverja tilkynningu. Félag atvinnurekenda hefur kraf- ist þess í bréfi til velferðarráðuneyt- isins að reglugerðin verði felld úr gildi. Í bréfi félagsins kemur fram að rafrettur og áfyllingar hafi verið fluttar inn til landsins undanfarin ár án þess að þurft hafi að tilkynna stjórnvöldum það sérstaklega eða leita leyfa. Í yfirgnæfandi meirihluta tilvika séu vörurnar hins vegar CE- merktar, sem þýðir að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunn- kröfur um öryggi og almennt heil- brigði sem tilskipanir Evrópusam- bandsins kveða á um, og hafa vörurnar því undirgengist prófanir og eftirlit í því skyni. Snorri segir að það séu í kringum tíu aðilar sem reka Vape-búðir hér á landi. Sumir þeirra reka fleiri en eina búð. Reiknað hefur verið út að þessar búðir velti u.þ.b. þremur milljörðum króna á ári og tugir manna hafa at- vinnu af þessari grein. En þó sífellt meira seljist telja Snorri og kollegar hans að umrædd gjaldtaka sé út úr kortinu. „Við þurfum að borga 75 þúsund krónur fyrir hvert vörunúmer og við vitum ekki einu sinni hvort það er með virðisaukaskatti eða án hans. Ef ég myndi ætla að halda því vöruúr- vali sem ég hef núna þyrfti ég að punga út 110-120 milljónum króna. Ef ég minnka það og ákveð að hafa bara sómasamlegt úrval þyrfti ég samt að borga um 60 milljónir króna. Þetta er heilt raðhús sem við þurfum að leggja út fyrir bara til að halda búðinni.“ „Jörðun á staðnum“ Snorri gerir líka athugasemd við það hvernig reglugerðin var innleidd. „Hún var sett inn á Samráðsgátt þar sem allir geta séð hana. Þar hangir hún inni í sjö daga og svo er hún bara samþykkt. En hún var samþykkt án þess að þessi upphæð, 75 þúsund krónur, kæmi fram. Henni var bætt inn eftir að búið var að samþykkja reglugerðina. Fram að því var bara talað um hóflegt gjald til að halda ut- an um kostnað, skjalageymslu og fleira. Þeir sögðust hafa skoðað gjaldtöku í öðrum löndum en þú get- ur ekkert borið Ísland saman við Bretland. Ég hefði búist við að þurfa að borga svona 7-14 þúsund krónur. Þetta er bara jörðun á staðnum,“ segir Snorri og bendir jafnframt á að innflytjendur tóbaks þurfi ekki að gangast undir sömu skilmála. „Það kostar núll krónur að fá leyfi til að flytja inn sígarettur.“ Leyfisgjald á rafrett- ur „jarðar“ greinina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veip Tugir manna hafa atvinnu af sölu rafrettna og áfyllinga fyrir þær. Þol- um ekki að óhóflegt leyfisgjald sé lagt á vörurnar, segir kaupmaður. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Útkjálka-umræðurblossa oft upp um gömul pólitísk þrætuepli á Íslandi. Við- kvæm mál eins og þau sem varða öryggi og varn- ir eru eldfim. Átök um þau hafa lengi ver- ið ofarlega á tilfinningakvarða margra. Helstu skáld lögðust iðulega í ljóðagerð þrungin ættjarðarást og vandlætingu yfir þeim sem voru albúnir til að svíkja sína huldumey fyrir óhreint fé og enn skítugri fé- lagsskap. Um leið drógu skáldin óviljandi taum afla sem sagan afhjúpaði að verð- skulduðu hvorki aðdáun, vin- áttu né tryggð. Og það skrítna var að stjórnmálamennirnir sem sannfærðust um þennan málstað héldu flestir sínu striki þótt málstaðurinn væri fyrir löngu afhjúpaður. Al- gengara var að augu skáld- anna opnuðust. Í nágrenni okkar finnast vart flokkar sem ná máli sem berjast gegn aðild að Nató. Varnarlið hér á landi með samningi við Bandaríkin var enn heitara mál en aðildin að bandalagi samherja okkar. Mörg stóryrðin féllu um þá sem töldu ábyrgðarlaust að tryggja ekki öryggi þjóðar sinnar í samstarfi við banda- menn okkar og þá Bandaríkin sérstaklega, öflugasta lýðræð- isríki heims. Svo vill til að Ísland er þannig í sveit sett á hnettinum að það voru og eru hagsmuna- mál beggja að landið sé ekki óvarið á vályndum tímum og því freisting fyrir herská út- þensluríki. Síðari heimsstyrjöldin tók af öll tvímæli um það, að hlut- leysisyfirlýsingar smáþjóða ná skammt séu ofsafengin ein- ræðisöfl annars vegar. Það urðu kaflaskil er Varn- arliðið hvarf á brott og ára- tuga barátta herstöðva- andstæðinga kom ekki við sögu. En ljóst varð hins vegar að fullyrðingar þeirra um eilífa hersetu landsins, með fyrir- slætti um innrásarhættu, stóð- ust ekki. Á hinn bóginn voru þeir til sem töldu Bandaríkin horfa bæði skammt og þröngt til áhrifa af hruni Sovétríkjanna og láta óverulega fjármuni ráða of miklu þegar skipan varnarmála hér var breytt. Engu að síður var aðlögun að breyttu hernaðarmati gerð í góðu samkomulagi beggja. Á dögunum fór hér fram myndarleg og gagnleg æfing Íslendinga og bandamanna þeirra og var hún enn ein stað- festing á því, að viljinn til varna við nýjar að- stæður sé óbreytt- ur. Og æfingin var um leið undir- strikun þess að viðbúnaðarþörfin hefur verið endur- skoðuð í ljósi viðkvæmara ástands og aukinna umsvifa í þessum heimshluta. Þá kom í ljós að nokkurt líf er enn í gömlum glóðum og æf- ingarnar því taldar gefa tilefni til að ganga í skrokk á for- sætisráðherranum, formanni Vinstri grænna, og spyrja hvasst, hvers vegna hún, her- stöðvaandstæðingurinn trausti, léti slíkt yfir sig ganga. Katrín svaraði algjörlega vandræðalaust fyrir sig, svo sem vænta mátti. Úr viðhorfi sumra netverja, einkum þeirra sem töldu til vináttu við VG, mátti þó nema þann tón að slíkan „undirlægjuhátt“ mætti rekja til þess að VG væri nú með forystu í ríkisstjórn þar sem sjálfstæðismenn væru burðarflokkur. En þá verður að minnast þess að á árunum 2009-2013 sat við völd fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi. Og þar sat Katrín. Ekki varð bet- ur séð en að þeirri ríkisstjórn yrði ekki bumbult af neinu í samstarfinu í Nató. Eins og Ólafur Ragnar, fyrrverandi forseti, nefndi í at- hyglisverðu viðtali, þá var öll- um ráðherrum þeirrar ríkis- stjórnar, að Jóhönnu frátal- inni, ungað út úr Alþýðu- bandalaginu. Það var ekki nóg með að þessi einsflokks ríkis- stjórn Alþýðubandalags, með utanaðkomandi fundarstjóra, vaggaði sér sæl í samstarfi innan Nató. Hún lét sig einnig hafa að standa með formlegum hætti að því að Nató stofnaði til stríðsrekstrar í norðurhluta Afríku, sem er utan við skil- greint varnarsvæði bandalags- ins. Þær aðgerðir heppnuðust illa og afleiðingarnar urðu eymd, volæði og hermdarverk bæði nær og fjær. Vissulega var Alþýðubandalagið óvant stríðsrekstri enda einbeitt sér að mótmælaspjöldunum fram að því. En að auki verður því ekki einu kennt um þennan stríðsrekstur, sem minnti helst á það þegar Mússólíni réðst á Haile Selassie keisara Eþíópíu forðum, svo ójafn var leikurinn. Á næsta ári munu fara fram mikil hátíðahöld í Washington til að fagna 70 ára afmæli Nató og mun Trump tróna í forsæti fagnaðarins. Ekki er ástæða til þess að ætla annað en að okkar ágæti forsætisráðherra verði þar og albúin til að aðstoða forsetann við að blása á 70 kerti. Heræfingar öflugs liðs á dögunum sögðu mikla sögu og raunar fleiri en eina} Flokkur fullorðnast S vo einkennilegt sem það virðist gef- um við oft lítið fyrir það sem er okk- ur verðmætast. Hreint vatn, ferskt loft og góð heilsa eru meðal þess sem margt fólk leiðir ekki hugann að meðan það nýtur þess. Sama gildir um frið og frelsi, sem hafa verið bitbein stjórnmálanna í heiminum undanfarnar aldir. Frjálslynd stefna hefur haft undirtökin á Vesturlöndum allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Frelsi til viðskipta og samskipta þjóða á milli setur einstaklinginn í öndvegi. Hagur almennings á Vesturlöndum er miklu betri en annars staðar í heiminum og það er engin tilviljun. Fjárráð segja þó ekki alla sög- una en menntun og heilbrigði eru líka best þar sem frelsi er mest. Einhver athyglisverðasta og jafnframt sorg- legasta tilraun mannkynssögunnar var þegar sósíalisminn var innleiddur í Austur-Evrópu. Ríki sem áður stóðu jafn- fætis eða jafnvel framar löndum vestar í álfunni eins og Tékkóslóvakía og Austur-Þýskaland urðu kyrrstöðu og afturför að bráð. Á nýlegri ferð um borgir sem tilheyrðu austurhluta Þýskalands fyrir fall kommúnismans heyrði ég og sá hversu stórt skref fram á við þetta svæði hefur tekið eftir inngöngu Austur-Þýskalands í vesturþýska Sambandslýðveldið. Baráttunni fyrir friði og frelsi lýkur aldrei, en nú eiga frjálslyndir í vök að verjast á vesturvígstöðvunum. Tíma- ritið Economist, sem er 175 ára um þessar mundir, minnir í forystugrein á hve stórstígar framfarir hafa orðið í heim- inum á þessum tíma. Meðalævilengd í heim- inum hefur vaxið úr 30 árum í 70, skortur hef- ur minnkað úr því að 80% teljist sárafátæk í 8% og réttindi einstaklinga hafa tekið stakka- skiptum til hins betra. Barátta frjálslyndra flokka hefur lagt drjúgan skerf af mörkum til alls þessa. Í ljósi þessarar sigurfarar frjálslyndisins er uggvænlegt að nú vex þeim sem aðhyllast stjórnlyndi fiskur um hrygg, bæði í lýðræð- isríkjum Evrópu og Bandaríkjunum sem lengst af hafa verið brjóstvörn frelsisins. Hættan af þeim sem hvetja til einangrunar og minni mannréttinda er ekki síst sú, að and- stæðingarnir standa ekki saman vörð um frelsi og önnur réttindi. Nasistar náðu á sínum tíma völdum eftir lýðræðislegar kosningar þar sem þeir fengu um þriðjung atkvæða. Einn sam- starfsmaður þeirra í fyrstu ríkisstjórn undir forystu Hitlers sagði: „Í gær framdi ég mestu heimskupör, sem mér hafa nokkru sinni orðið á. Ég hef bundið trúss mitt við mesta lýðskrumara veraldarsögunnar.“ Enn þann dag í dag verða góðum mönnum á slík heimskupör þegar þeir þegja í stað þess að mótmæla með- an lýðskrumarar fara með rangt mál, mæra þjóðernis- hyggju og fyrirskipa öðrum hvað þeir mega segja, gera og jafnvel borða. Þess vegna verður frjálslynt fólk að samein- ast í nýrri sókn til þess að auka og varðveita frelsi almenn- ings. Benedikt Jóhannesson Pistill Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Einskis samráðs var leitað við innflytjendur eða seljendur raf- rettna við samningu reglugerð- arinnar og hún virðist byggð á al- gjörri vanþekkingu á vöruúrvali og -samsetningu í rafrettuversl- unum. Eins og þessari reglugerð er stillt upp, er um að ræða til- raun heilbrigðisráðherra til að kæfa þessa atvinnugrein í fæð- ingu,“ segir í bréfi Félags at- vinnurekenda til velferðarráðu- neytisins. „Mun ríkið taka hundruð millj- óna króna af þessari atvinnu- grein vegna tilkynninga um vörur, sem nú þegar hafa verið í notkun hér á landi án þess að nein vandamál hafi komið upp. Fyrir þá fjármuni má byggja upp mjög myndarlegt skrifræðisbákn með mörgum ríkisstarfs- mönnum hjá Neytendastofu. Er það fyrirætlun ráðherra?“ Atvinnugrein kæfð í fæðingu FÉLAG ATVINNUREKENDA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.