Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Í haustsól á Laugavegi Góð sólgleraugu geta oft komið sér vel þegar blessuð sólin er lágt á lofti. Eggert Efling sveit- arstjórnarstigsins er eitt stærsta byggða- baráttumál okkar tíma. Vanda þarf til verka, finna lausnir út frá mismunandi þörf- um sveitarfélaga og forðast þvingaðar sameiningar. Það þarf að athuga að ekki er til ein heppileg stærð sveitarfélaga þar sem mismunandi stærð þeirra getur hentað mis- munandi verkefnum. Tryggja þarf að þjónusta við íbúa sé góð og hagræðing í rekstri býr oft til auk- in tækifæri til að veita hana Sveitarfélögin eru eins ólík og þau eru mörg og öðruvísi for- gangsröðun þeirra býður íbúum upp á ákveðið val. Fólk getur valið sér búsetu með hliðsjón af þeirri þjónustu sem í boði er og það veit- ir sveitarfélögunum aðhald. Sam- keppni er af hinu góða þegar kem- ur að því að bjóða hæfa samsetningu á þjónustu og skött- um Samstarf ríkis og sveitarfélaga þarf að efla ásamt gagnkvæmum skilningi á viðfangsefnum þeirra. Hugsa þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt svæði. Það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu ef gjá myndast á milli þeirra. Sveitarfélögin þurfa að fá fleiri verkefni til sín þar sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nærþjónustu en ríkið. Fjár- magn verður að sjálfsögðu að fylgja þeim verkefnum. Lands- hlutasamtök sveitar- félaga þurfa að vera öflug til að geta unnið að hagsmunagæslu íbúa sinna og þar með að vinna að auknu samstarfi sveitarfé- laganna. Þá er mik- ilvægt að þau sinni greiningu og tölfræði ásamt því að vinna að áætlanagerð varðandi landshlutana. Að efla sveit- arfélögin í landinu er gríðarlega mikilvægt verkefni. Nái ég kjöri sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sveitar- félaga á Akureyri 26.-28. sept- ember mun ég leggja mig hart fram til að ná sameiginlegum markmiðum sveitarfélaganna.. Mér þykir afar vænt um þau upp- byggilegu samtöl sem ég hef átt á síðustu dögum við fulltrúa lands- þingsins og hefur það veitt mér mikla hvatningu. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitarfé- laga og á að vinna að hagsmuna- málum þeirra allra. Eftir Gunnar Einarsson » Vanda þarf til verka, finna lausnir út frá mismunandi þörfum sveitarfélaga og forðast þvingaðar sameiningar. Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar og býður sig fram sem formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri Garða- bæjar í 13 ár og verið í stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í 12 ár. Mismunandi þarfir sveitarfélaga Hugmyndir um sam- hjálp landsmanna má rekja allt aftur til þjóð- veldisaldar. Fyrsta sjúkrasamlagið var stofnað 1897 og Sjúkra- samlag Reykjavíkur 1909 var stofnað af Oddfellow-reglunni sem samdi um gjald- skrá við lækna í Reykjavík. Trygg- ingastofnun ríkisins var stofnuð með heildstæðum lögum um alþýðutrygg- ingar 1936. Lög um almannatrygg- ingar tóku gildi 1. janúar 1947 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Sósíalistaflokksins. Markmiðið var að koma á á fót al- mannatryggingakerfi sem næði til allrar þjóðarinnar án tillits til stétta eða efnahags. Samningar um þjónustu lækna ná aftur til árdaga þessarar hug- myndafræði. Sjúkratryggingar Ís- lands (SÍ) tóku til starfa 2008 og hafa verið samningsaðili Læknafélags Reykjavíkur frá þeim tíma, en samn- ingurinn er gerður við lækna sem veita þjónustu einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á grunni laga um almannatryggingar. Með samn- ingnum er lagður grunnur að sér- hæfðri heilbrigðisstarfsemi sjálf- stætt starfandi sérgreinalækna til langs tíma í þágu almennings í land- inu. Þar er kveðið á um hvaða þjón- ustu skuli veita og hverjir geti veitt hana og í hve miklum mæli. Uppsöfnuð þörf fyrir læknisþjón- ustu á samningstímanum, sem rekja má til ýmissa ytri þátta, hefur sett svip á framkvæmd samningsins og umræð- ur um hann, sem á köfl- um hafa verið afvega- leiddar. Í samningnum er skýrt ákvæði um hvernig á að leggja fag- legt mat á þjónustuþörf á samningstímanum og hafa skuli t.d. til hlið- sjónar við afgreiðslu umsókna nýrra sér- greinalækna. Gert er ráð fyrir faglegu efn- islegu mati á umsækj- anda og hvort hann teljist hæfur, en líka hvort fyrir hendi sé þörf innan heilbrigðiskerfisins fyrir sér- greinalæknisþjónustu umsækjanda. Þetta mat skal fara fram skv. ákvæð- um samningsins í samstarfsnefnd að- ila og þar á að taka tillit til aðgengis að viðkomandi heilbrigðisþjónustu með hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi. Við slíkar ákvarðanir má ekki halla á rétt borgaranna, hvorki þeirra sem vilja veita þjónustuna né þeirra sem þurfa á henni að halda. Ljóst er að innan heilbrigðiskerfisins er mikil uppsöfnuð þörf fyrir þjón- ustu lækna og því óskiljanlegt að án fyrirvara hafi verið tekið fyrir nýlið- un í hópi sérfræðilækna sem vilja starfa á Íslandi og veita læknisþjón- ustu. Þessu tímabili og hráskinnsleik stjórnvalda þarf að ljúka. Það er þörf fyrir fleiri sérfræðilækna. Hlutur sjúkratryggðra Núverandi samningar eru afdrátt- arlausir hvað varðar magn og tegund þjónustu sem sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar á eigin starfsstöð veita og faglegar kröfur til veitenda hennar. Með samningunum tryggir ríkið almenningi aðgengi að sér- hæfðri heilbrigðisþjónustu og stýrir kostnaði þeirra sem þurfa á henni að halda. Þannig er það ákvörðun samn- ingsaðila hvert heildarverð fyrir sér- hvert læknisverk skuli vera að teknu tilliti til kostnaðar við veitingu þjón- ustunnar. Hinsvegar ákveður ríkið einhliða hver hlutur almennings í þeim kostnaði skuli að vera. Almennt er talið að til að jafna aðgengi að heil- brigðisþjónustunni skuli greiðslu- hlutfall hinna sjúkratryggðu ekki fara yfir 15% af heildarkostnaði. Nú- verandi heilbrigðisyfirvöld hafa lýst því yfir að stefnt skuli að því að þetta hlutfall komist niður í 16%, en það er heldur hærra í dag. Samningar við sjálfstætt starfandi lækna eru því ekki aðeins mikilvægir til að jafna og tryggja aðgengi að sérhæfðri heil- brigðisþjónustu lækna heldur einnig stjórntæki til að tryggja sanngjarnt greiðsluhlutfall almennings í anda al- mannatryggingalöggjafarinnar sem sett var fram af samstjórn Sjálfstæð- isflokks, Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokksins fyrir um 70 árum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að átta sig á því. Eftir Reyni Arngrímsson » Samningar um sér- hæfða heilbrigðis- þjónustu lækna eru líka stjórntæki til að stýra og tryggja sanngjarnt greiðsluhlutfall almenn- ings. Reynir Arngrímsson Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu Í fréttatímum Ríkissjón- varpsins á laugardags- og sunnudagskvöld voru fluttar langar og svolítið kostulegar frásagnir af embætti sérstaks saksóknara og svonefndu Al Thani-máli sem dæmt var í Hæstarétti í októbermánuði 2016. Segja má að þetta hafi verið í stíl lofgjörða um þetta embætti. Þess var hvergi getið að stofnun þessa embættis á sínum tíma og ýmis verk þess meðan það starfaði hefur hlotið hvassa og rökstudda gagnrýni margra lögfræðimennt- aðra manna. Svo er einnig um dóm Hæsta- réttar í Al Thani-málinu. Íslendingar minn- ast sjálfsagt flestir hinnar miklu baráttukonu Evu Joly sem kom fram í sjón- varpi hér á landi fyrst eftir hrunið mikla og hvatti landann til dáða í refsimálum. Hún var ekki lögfræðingur og byggði málflutning sinn ekki á mati á því hvort refsilög hefðu verið brotin í aðdraganda hrunsins. Hún var miklu fremur einhvers konar áróðurskona sem virtist kannski aðallega vera andvíg hinu kapítalíska kerfi sem hér var að nokkru leyti við lýði. Virtist hún telja upplagt að nota hörmungar þjóðarinnar til að ráðast gegn því kerfi. Þessi lævísa kona virtist vefja þjóð- inni um fingur sér, þannig að kjörnir fyr- irsvarsmenn fengu engu um ráðið. Flogið hefur fyrir að Eva Joly hafi meðal annars mætt á fund eða fundi með saksóknurum og lagt á ráðin um ráðabrugg þeirra gagnvart fjölmiðlum til að vinna almenning og dóm- stóla á sitt band, án þess að þekking á laga- reglum þvældist þar fyrir. Á hún að hafa sagt þeim hvernig ætti að „vinna“ í frétta- miðlum. Ná skyldi persónulegu sambandi við einstaka fréttamenn og telja þeim trú um að þeir væru komnir í samband sem aðrir fjöl- miðlar hefðu ekki. Svo væri hægt að fóðra þá á „upplýsingum“ þannig að þeir yrðu fyrstir með fréttina og fengju klapp á bakið. Um leið yrði skapaður grundvöllur fyrir fram- gangi krafna á hendur sök- uðum mönnum fyrir dóm- stólum sem væru veikburða og afar hallir undir almennings- álitið. Kannski hinn fyrrver- andi en sérstaki saksóknari sé tilbúinn til að staðfesta rétt- mæti þessa orðróms? Þegar ég hlustaði á hinar einhliða lofrull- ur fréttastofu RÚV tvo daga í röð um þetta embætti og verk þess, datt mér í hug að nú hlyti að standa fyrir dyrum meðferð dómsmála þar sem beita yrði aðferðum Joly fremur en lög- fræðinnar til að ná fram sakfellingum. Ég veit svo sem ekki hvort það er rétt en fróð- legt verður að fylgjast með þessu næstu daga. Allavega er ljóst að þessir pistlar í RÚV eiga fátt skylt við hlutlausa frétta- mennsku. Varla hafa þeir samt verið „kost- aðir“ af þeim sem lofið hlutu. Ég hef, m.a. í bókum mínum, gert grein fyrir þeirri skoð- un að aldrei eigi að stofna sérstök saksókn- arembætti til að sinna afmörkuðum flokkum ætlaðra afbrota. Það er fyrst og fremst vegna þess að öll sakamál eiga að hljóta sambærilega meðferð. Það á ekki að stofna baráttuembætti til að ná fram niðurstöðum í einum flokki mála sem ekki standast saman- burð við meðferð mála almennt. Allir sakaðir menn eiga rétt á sams konar meðferð mála sinna. Og má ég frábiðja mér fagnaðarlæti saksóknara í fjölmiðlum yfir því að hafa náð fram áfellisdómum hjá veikburða dómstól- um, sem aldrei hefðu átt að kveða þá upp. Lofgjörðir í fréttatímum RÚV Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Ná skyldi persónulegu sambandi við einstaka fréttamenn og telja þeim trú um að þeir væru komnir í samband sem aðrir fjöl- miðlar hefðu ekki. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.