Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Biðjum fyrir þeim sem nýlega eða ein- hvern tíma hafa misst og vita því af eigin raun hvað það er að syrgja og sakna. Biðjum einnig fyrir þeim sem orðið hafa fyrir hvers kyns von- brigðum eða hafa upp- lifað áföll og gengið í gegnum erfiða tíma. Og biðjum ekki síst fyrir þeim sem daglega ganga til sinna hvers- dagslegu verka og heyja þannig sína stöðugu lífsbaráttu. Já, öllum þeim sem elska lífið, þrá að höndla það, fá að halda í það og njóta þess. Já, höfum hvert annað í huga og leitumst við að standa saman og mæta þörfum hvert annars af skiln- ingi, með kærleika, hlýju og um- hyggju. Það missir enginn eins og þú Það missir enginn eins og þú, það syrgir enginn eins og þú og það saknar enginn eins og þú. Því að enginn er sem þú og enginn kemur í þinn stað. Missir þess sem elskar er oftast afar þungbær og mikill. Og þótt andlitið kunni sem betur fer að gleðjast um stund getur hjartað grátið lengi á eftir, jafnvel ævilangt, þótt sársaukinn kunni að mýkjast og breytast með tímanum. Það kemst enginn hjá því að syrgja og sakna nema þá með því að hætta að elska og finna til. Því þeir missa mest sem mikið elska, það er gömul saga og ný. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt, en fer svo óendanlega mikils á mis. Það að elska er að lifa og það að lifa er að elska. Tár Það er svo þungt að missa, til- veran er skekin á yfirþyrmandi hátt. Angist fyllir hugann. Örvænt- ingin og umkomuleysið er algjört. Tómarúmið hellist yfir og tilgangs- leysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna, en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minn- inganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn get- ur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tár- in styrkja. Í þeim speglast fegurð minn- inganna. Gráttu, „því að sælir eru sorg- bitnir, því að þeir munu huggaðir verða“. Sælir eru þeir sem eiga von á Kristi í hjarta, því að þeir munu lífið erfa og eignast framtíð bjarta. Allt hefur sinn tíma Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og fara í sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem enginn getur afmáð eða frá þér tek- ið. Að harðasta vetrinum loknum fer síðan aftur að vora og yljandi vind- ar taka um þig að leika á ný og lit- skrúðug, ólýsanlega fögur blóm taka að gera vart við sig, hvert af öðru. þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Já, blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn, bara með því að faðma og vera. Í sorgarhúsi Forðastu ekki þá sem sorgin hef- ur bitið. Hafðu bara hugfast að spakmæli, reynslusögur, viðmið eða of mörg orð yfirleitt eiga ekki við í þeim húsum sem sorgin hefur sótt heim. Hlustaðu bara, faðmaðu og vertu til staðar í þolinmæði. Því að þegar þú heimsækir sjúka, sorgbitna eða þá sem ellin þjakar, þá þarftu ekki endilega að staldra svo lengi við. En vertu allavega á meðan þú ert, án þess að vera að skoða símann þinn eða sífellt að líta á klukkuna. Með einlægum blessunaróskum og eilífri kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Þegar tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Að harðasta vetr- inum loknum vorar aftur og yljandi vindar taka um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Auðlindastýring vatnsorku gegnir því hlutverki að stýra vatnstöku úr miðl- unarlónum þannig að tryggt sé að orkufyr- irtækið sem rekur þær geti með hæfilegu ör- yggi staðið við skuld- bindingar sínar í fram- tíðinni. Jafnframt segir auðlindastjórn- unin til um það hve miklar skuldbindingar fyrirtækinu er óhætt að taka á sig. Með spá í höndunum um markaðshlutdeild sína á orkumarkaði getur fyrirtæki þá sagt til um hvenær rétt sé að ráð- ast í nýja virkjun. Auðlindastýring er með öðrum orðum byggð á áhættustýrðri ákvarðanatöku varð- andi bæði rekstur og fjárfestingar. Á frjálsum markaði í einangruðu orkukerfi eins og því íslenska fer vatnsorkufyrirtæki, þegar taka þarf vatn úr miðlunarlóni í upphafi vetr- ar, að fylgjast með áhættu sinni og meta hættu á því að lónið tæmist áð- ur en vorflóð koma. Sé búist við hækkandi markaðsverði orku að áliðnum vetri og slík hætta er mikil, þá geta þau hætt afhendingu orku til þeirra fyrirtækja þar sem samn- ingar leyfa slíkt, en þau geta líka hækkað orkuverð sitt í von um að eftirspurn minnki. Eins og ástand mála er hér nú með Landsvirkjun sem ráðandi á orkumarkaði hafa önnur fyrirtæki ekki svigrúm í sín- um virkjunum til að yfirtaka hluta af markaði hennar og orkuverð bara hækkar svo þeir notendur sem eru veikastir efnahagslega reyna að spara orku. Með lágu innrennsli í lón fram undir vetrarlok heldur þetta áfram allan veturinn og orkuverðið hækkar sífellt sem og væntingar um hærra verð þegar mest hætta er á orkuskorti. Önnur fyrirtæki nýta sér auðvitað ástandið og hækka verðið líka. Þetta getur skapað miklar verð- sveiflur á markaði og stundum meiri en þjóðfélagið þolir með góðu móti og nokkur dæmi eru um slíkt víðs vegar um heiminn. Virkni markaðs- lögmálanna er miskunnarlaus. Sé reynt að skipta Landsvirkjun upp til að auka samkeppni kemur aðeins upp fákeppni í staðinn. Á slík- um markaði verður oft eitt fyrirtæki ráðandi um orkuverð og önnur elta. Árangur slíkrar uppskiptingar verð- ur því takmarkaður, en áhættan vex með því að auðlindastýring fyr- irtækjanna er slitin í sundur. Það fyrirtækið sem verstan hefur vatnsbúskapinn hverju sinni hækkar þá verðið og hin elta. Verðsveiflur verða algengari og orkuskortur al- gengari. Jafnvel getur það komið upp að eitt lónið tæmist og aflvélar rafstöðva neðan þess verða mikið til óvirkar vegna vatnsskorts. Það get- ur skapað neyðarástand þótt nóg sé í öðrum lónum. Í raun er ekki nóg að auðlinda- stýring nái aðeins yfir orkukerfi Landsvirkjunar, orkukerfi alls landsins þarf að vera undir. Sjái menn fyrir að Landsvirkjun verði skipt upp, eins og flestallir markaðs- fræðingar sem tjá sig um málið leggja til, þá verður að fela sér- stökum aðila, auðlindastjóra, það verkefni en engin ákvæði eru í þriðja orkupakka ESB um auðlindir eða auðlindastjórn, þannig að þetta fell- ur utan við starfssvið landsregl- arans. Í áhættumati sínu mundi auð- lindastjórinn ekki nota orkuverð framleiðslufyrirtækjanna sem við- mið, heldur þjóðhags- legt tap sem hlytist af orkuskorti, en það get- ur orðið allmiklu hærra en venjulegt söluverð og þannig bætt öryggi afhendingar. Í með- fylgjandi töflu er þetta verð, það er hugsanlegt söluverð og þjóðhags- legur kostnaður af orkuskorti, einnig nefnt skortverð, borið saman. Þar er einnig sýnt dæmigert verðmat á þeim orku- skorti sem verður þegar flutnings- kerfi hrynja, en áætlanir um viðhald og endurbætur á þeim eru einnig dæmi um áhættuvegnar ákvarðanir. Orkuskortur vegna kerfishruns er mun dýrari, þar sem hann kemur fyrirvaralaust, framleiðsla í fram- leiðslulínum eyðileggst, samgöngur stöðvast og svo framvegis. Eins og taflan ber með sér lendir tjón vegna orkuskorts að litlu leyti á orkusala, hann verður aðeins fyrir sölutapi. Tjónið verður fyrst og fremst hjá notanda og samfélaginu. Æskilegast væri auðvitað að ganga svo frá málum að þessi kostnaður lenti að hæfilegu marki á orkufram- leiðanda þannig að þeir greiddu tryggingagjald af auðlindinni í sam- ræmi við áhættu og það væri síðan látið renna til notenda sem verða fyrir skorti. Fleiri leiðir eru þó mögulegar, þar á meðal að inn- heimta slíkt gjald sem auðlinda- rentu, skatt eða að selja vatn úr lón- um með einhverjum hætti á markaði. Lausn þessara mála þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar hvort sem hún verður áfram ein- angruð frá öðrum orkukerfum eða tengd með sæstreng. Hér þarf tölu- verða þverfaglega vinnu áður en hægt verður að finna viðunandi lausn og ekki ólíklegt að sú lausn sem best tryggir þjóðarhag muni rekast á ákvæði þriðja orkupakkans og önnur lög ESB. Til að tryggja orkuöryggi almennings þarf að framkvæma þessa vinnu og setja viðeigandi lög áður en þriðji orku- pakkinn er afgreiddur. Finnist ekki leið fram hjá ákvæðum orkupakkans eða öðrum lögum ESB til að tryggja framgang auðlindalaga verður að fella orkupakkann og koma Íslandi út úr innri raforkumarkaði ESB. Auðlindastýring vatnsorku Eftir Elías Elíasson Elías Elíasson » Finnist ekki leið fram hjá ákvæðum orkupakkans eða öðrum lögum ESB til að tryggja framgang auð- lindalaga verður að fella orkupakkann og koma Íslandi út úr innri raf- orkumarkaði ESB. Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Karlmanns- reiðhjól fannst á Sunnuvegi við Laugardal. Upplýsingar veittar í síma: 553 5433. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Fundið karl- mannsreiðhjól í Laugardal Atvinna Fagurfræði hinna hversdagslegu hluta ns hurðarhúnn nnuður: Arne Jacobsen artur, 111mm ir þýskar skrár og SA/Boda skrár d line hurðarhúnn Hönnuður: KnudHolscher Satínáferð, ryðfrítt stál Mgerð 16mm Fyrir þýskar skrár og ASSA/Boda skrár d line hurðarhúnarnir eru sígild dæmi um glæsilega hönnunþar semhvergi er gefið eftir í útliti og efnisvali. Fagurfræði í fullko sáttviðnotagildi, óaðskiljanlegur h hversdagsins. Iko Hö Sv F AS mi i luti SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.