Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.09.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 ✝ Kristín NilsenBeck fæddist á Reyðarfirði 10. júní 1933. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Kristinn Beck, f. 16. maí 1903, d. 3. desember 1996, og kona hans Pálína Ingeborg Nilsen Beck, f. 31. jan- úar 1898, d. 22. júní 1987. Kristín giftist hinn 16. maí 1956 Sigurði Jónssyni tann- lækni, f. 16. maí 1932. Börn: 1) Inga, f. 25. maí 1956, gift Þórði Þórðarsyni, f. 26. júní 1955. Börn þeirra: a) Kristín, f. 1980, dætur hennar eru Herdís Birna, f. 2004, og Arna Katrín, f. 2008. b) Helga, f. 1983, sam- býlismaður hennar er Hafsteinn Jónas- son, börn Helgu eru Atli, f. 2009, og Rakel, f. 2011. c) Magnús Örn, f. 1988, í sambúð með Írisi Ósk Hlöðvers- dóttur. 2) Jón Örn, f. 31. desem- ber 1964, kvæntur Ragnheiði Gunnarsdóttur, f. 26. apríl 1966. Dætur þeirra: a) Berglind, f. 1995. b) Inga, f. 1999. Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. septem- ber 2018, klukkan 15. Kveðja frá eiginmanni Minning um trúlofunardag okkar Kristínar 15. október 1955: Haustið var komið, hallað’að vetri en huggun það var mér og þér að fáir dagar fannst okkur betri en fimmtándi október. Einmitt þann dag fyrir allnokkuð löngu upp’undir lágri súð hétum við því, að hefj’okkar göngu í haustdagsins litaskrúð. Til þessa dags bæði höfðum við hlakkað ég hentist til þín upp í ris og aldrei ég fæ það til fullnustu þakkað að fórumst við ekki á mis. Við áttum síðan mörg sumrin og vorin saman svo yndisleg, þú hlaust að vera í heiminn borin handa mér, taldi ég. Svo lengi hafði ég ánægður ekið æviveginn með þér að minningu fær enginn frá mér nú tekið um fimmtánda október. Núna finnst mér, að farin sé gæfan frá mér, elsku Kristín mín. Ég tel mig varla húsum hæfan háskælandi að minnast þín. (SJ) Guð blessi minningu þína. Sigurður Jónsson. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að kveðja þig elsku amma, þig sem hefur verið svo stór hluti af lífi mínu alla ævi. Allir vinir mínir hafa heyrt um ömmu Krist- ínu enda eru þær ófáar sögurnar sem ég hef sagt af okkur tveimur. Minningarnar eru svo margar og ég mun geyma þær allar í hjarta mínu og halda áfram að segja sög- urnar okkar. Þú varst alltaf til staðar og það var alltaf hægt að treysta á þig. Bara símtal í burtu. Ég hef reynd- ar aldrei þekkt neinn sem hafði jafn gaman af því að tala í símann og þú. Við töluðum mjög reglu- lega saman, stundum í klukku- tíma og stundum bara rétt heyrð- um við hvor í annarri og það var alveg nóg. Við gátum talað saman um hvað sem var, allt frá stráka- málum til pólitíkur og allt þar á milli. Við vorum líka trúnaðarvin- konur og töluðum stundum um hluti sem við geymdum bara milli okkar tveggja. Þú vildir alltaf vita hvar allir í fjölskyldunni voru staddir og hvað þeir voru að gera. Þú áttir erfitt með að skilja að mamma vissi ekki alltaf nákvæmlega hvar við systkinin vorum stödd eða hvað við vorum að gera, jafnvel eftir að við urðum fullorðin. Það var oft gantast með það í fjöl- skyldunni að enginn annar þyrfti að hafa áhyggjur af nokkrum hlut vegna þess að þú hafðir nægar áhyggjur fyrir okkur öll. Um- hyggjusemi þín var einstök. Það var alltaf gaman að koma að heimsækja ykkur afa, hvort sem það var í Búlandið, Sóltúnið eða undir lokin á Droplaugar- staði. Þú varst höfðingi heim að sækja, alltaf boðið upp á kaffi og með því. Og ef þér þótti vanta eitt- hvað upp á bakkelsið var afi send- ur út að kaupa meira. Á meðan við fullorðna fólkið spjölluðum var dreginn fram dótakassinn fyrir barnabarnabörnin með öllum ger- semunum sem ég lék mér með hjá ykkur sem barn. Það var ekki að sjá á dótinu að sumt af því væri meira en 30 ára gamalt enda alltaf farið vel með alla hluti á ykkar heimili. Þú hafðir sterkar skoðanir og varst líka óhrædd við að láta þær í ljós. Við vorum ekki alltaf sam- mála en það skipti engu máli. Stundum reyndum við að tala um hvor fyrir annarri en oftast létum við það bara eiga sig, það þýddi hvort eð er lítið þar sem við gát- um báðar verið jafn þverar. Þú varst einstök kona og frá- bær amma. Það er enginn eins og þú. Hugsaðir svo vel um fjölskyld- una þína og vini og sinntir þeim öllum af alúð. Væntumþykju þinni í garð okkar barnabarnanna og langömmubarnanna voru engin takmörk sett og það fundum við öll. Rakel, minnsta langömmus- telpan þín, sagði við mig um dag- inn að það besta við að fara í heim- sókn á Droplaugarstaði væru hlýju knúsin þín, þau væru bara svo mjúk. Þú kenndir mér svo margt, sér- staklega um mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þá sem manni þykir vænt um. Og nú reynir á. Ég mun hugsa til þín með hlýju í hjartanu alla tíð, elsku amma, og passa upp á afa. Hvíldu í friði amma mín, ég mun alltaf sakna þín og elska. Þín ömmustelpa, Helga. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og hefur fengið hvíldina sem þú varst farin að bíða eftir, þó svo að við hin hefðum svo gjarnan vilja hafa þig lengur hjá okkur. Amma var einstök kona og eru minningarnar sem tengjast henni endalausar. Eitt það fyrsta sem ég man eftir í okkar samskiptum er þegar hún hringdi einu sinni sem oftar í Granaskjólið og eftir stutt spjall bað um að fá að tala við mömmu, mér þótti greinilega nóg um þessi símtöl og kallaði: „Mamma, mamma þín er í síman- um, einu sinni enn.“ Amma þreyttist ekki að rifja upp þessa sögu við mig, sérstaklega þar sem við deildum ekki sama áhuga á símaspjalli, hún fann sér hins veg- ar trausta símavinkonu í henni Örnu Katrínu minni og töluðu þær oft lengi saman. Við amma vorum langt frá því að vera alltaf sammála um hlutina og henni fannst ég reyndar sjaldnast láta nógu vel að stjórn. Amma hafði nefnilega skoðanir á öllu sem manni tengist, allt frá fatavali til starfsvettvangs og hik- aði aldrei við að láta þær í ljós. Ég veit ekki hvort ég á eftir að sakna þess að heyra að ég sé í alveg hræðilega ljótum buxum eða eitt- hvað álíka en það að hafa ein- hvern í lífi sínu sem lætur sig allt sem maður gerir varða er auðvit- að ómetanlegt. Ég var svo reynd- ar undir sérstakri pressu að taka ráðleggingum hennar vel, verandi elsta barnabarnið hennar og nafna hennar í kaupbæti, þannig að setningin: „En Kristín, þú ert nú einu sinni nafna mín“ heyrðist ansi oft í okkar samtölum. Amma hafði sérstakt dálæti á barnabarnabörnunum sínum og neitaði algjörlega að trúa að dæt- ur mínar gætu verið nokkuð ann- að en fullkomnar öllum stundum. Hún fylgdist af miklum áhuga með öllu sem þær tóku sér fyrir hendur og þær hafa verið einstak- lega heppnar að hafa langömmu sína sem sinn helsta aðdáanda alla sína tíð. Nú er komið að kveðjustund og ég vona að þú hafir fundið þann frið sem þú varst farin að þrá. Ég trúi því líka að nú eigir þú auðvelt með að fylgjast með hvar við öll erum, öllum stundum, eitthvað sem við hin erum nefnilega alls ekki nógu góð í að þínu mati. Takk fyrir allt, elsku amma, við munum hjálpast að við að muna allt það góða sem þú kenndir okkur og hugsa jafn vel hvert um annað og þú gerðir. Kristín. Tregasár ymur okkur Hönnu við eyrum tónninn tær er hún Kristín hefur kvatt hinstu kveðju. Ljúfar stundir liðinna daga líða um hugann og fá vermt hinar dýr- mætu og indælu minningar um hana sem við erum svo auðug af og munum varðveita þakklátum huga. Hún Kristín var Reyðfirðingur, einkadóttir sæmdarhjónanna Ingu Nilsen og Kristins Beck. Hún hélt ævilangri tryggð við staðinn og varðaði þá tryggð með því að vera, ásamt öðrum gjöful- um konum um fjölda ára, með samkomu á hverju hausti þar sem brottfluttir Reyðfirðingar og Eskfirðingar hittust sér til ánægjuauka. Hér syðra urðu kynni okkar um svo ótalmargt ómetanleg og þar um svo indæl dæmi. Ég nefni aðeins það sem um huga fer nú. Hús hennar opið hverju sinni sem ég eða við Karvel Pálmason æfð- um okkur undir stjórn Sigurðar eiginmanns hennar, snillings slaghörpunnar. Sjálf var Kristín söngelsk og nefna má að hún þá kornung og vinkonur hennar heima á Reyð- arfirði sungu okkur til yndis, Æg- isdætur kölluðu þær sig, einstak- lega skemmtilegar. Kristín naut alla tíð góðrar tónlistar. Hún var sérstaklega hugguleg og bar sig um lífið af mikilli en hlýrri reisn, viðmótið vermandi, enda lét hún sér mjög annt um annað fólk og þá sér í lagi ef þar amaði eitthvað að. Hún var sannur vinur vina sinna, trygg og traust, þar fór kona heilinda og hjartahlýju. Kristín var umtalsfróm svo af bar og átti þess vegna afar auðvelt með að bera blak af fólki ef á var hallað. Henni voru gefnar hinar ágætustu gáfur og hún var sann- ur fagurkeri, þess bar heimili hennar fagurt vitni, einstaklega smekklegt og vakti verðskuldaða athygli. Hún var um fjölda ára sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum við bókadreifingu á Landspítalanum og spjallaði við fólk og gladdi með viðmóti sínu og elskulegheitum, enda henni hjarta nær. Kristín var skoðanaföst en sanngjörn í orðræðu að sama skapi. Kristín naut gleði með glöðum og gerði sannarlega sitt til að veita hana sem og að njóta þess sem gaf lífinu léttari blæ og þessa nutum við svo oft og í svo ríkum mæli. Þolgæði hennar og þrautseigja einstök seinni árin, þegar sjúk- dómar og slys herjuðu á, alltaf ef eitthvað rofaði til bar hún sig hið besta og sagði jafnan að allt myndi lagast. Þær Hanna urðu bestu vinkonur og bar þar aldrei skugga á, þar var einlægni kær- leikans efst og mest. Fyrir það allt vill Hanna þakka sérstaklega nú við leiðarlok. Sigurði vini okkar, ástkærum eiginmanni hennar til yfir sextíu ára, eru ylvermdar samúðar- kveðjur sendar svo og öðrum að- standendum. Heiðríkju vafin er myndin mæta af henni Kristínu í huga okkar. Megi hún vera kært kvödd með hjartans þökk fyrir allt og allt. Megi kærleiksgeislar fylgja henni inn á ókunn eilífðarlönd. Helgi Seljan. Það var um miðjan september 1953 að fjörutíu stúlkur víðsvegar að af landinu voru samankomnar á Sólvallagötu 12 í Reykjavík. Þessu glæsilega húsi höfðu konur, undir forystu Ragnhildar Pétursdóttur sem þá var formað- ur Bandalags kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasambands Íslands og fulltrúi í bæjarstjórn Reykja- víkur 1941, fest kaup á til hús- mæðrakennslu. Jónatan Þor- steinsson kaupmaður hafði byggt húsið sem Einar Erlendsson teiknaði. Húsið var þá 20 ára gamalt. Í þessu glæsilega húsi starfar Hússtjórnarskóli Reykja- víkur enn í dag. Þarna hófust kynni okkar og vinátta sem varir enn. Ein úr þessum hópi var Kristín Beck, sem kom frá Reyðarfirði. Hún er sú tólfta úr hópnum sem við kveðjum nú. Á Sólvallagötunni fór fram öll kennsla og þar var heimavist fyrir 25 stúlkur. Hinn hlutinn, 15 stúlk- ur, bjó á Grenimel 29. Þar bjó Kristín ásamt öðrum Austfjarða- og Suðurlandsstúlkum, undir verndarvæng Sigurlaugar Björnsdóttur frá Veðramóti. Hún var kennari skólans í þvotti og ræstingu. Í skólanum leið okkur vel. Þessi skóli bjó okkur vel undir líf- ið. Eftir skólaslit í júní 1954 skildi leiðir. Nú tók við alvara lífsins við barnauppeldi og fleira. Við hitt- umst þó alltaf á fimm ára fresti næstu 35 árin. Eftir að við urðum eldri borg- arar styrktust enn frekar vina- böndin og höfum við hist einu sinni í mánuði síðustu ár sem er okkur ómetanlegt. Kristín var traustur hlekkur í þessari keðju meðan heilsan leyfði. Við þökkum henni af alhug samfylgdina í 65 ár um leið og við sendum Sigurði og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Skólasystur úr Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, Sigríður Lýðsdóttir og Rannveig Pálsdóttir. Við andlát Kristínar streyma um hugann ýmis minningabrot þar sem samleið okkar hafði var- að í yfir 60 ár. Inga dóttir hennar og Sigga varð vinkona mín í sandkassa í Granaskjóli og þar af leiðandi var ég mín uppvaxtarár meira og minna inni á heimili Kristínar í Skjólunum, Álftamýri og síðar Búlandi. Þau Siggi áttu trúlega sam- eiginlegan þátt í því að ég, stelpu- skottið, ferðaðist með þeim til skyldmenna þeirra þótt farið væri út fyrir borgina. Einnig upplifði ég sýningar og að fara á fína veit- ingastaði með tauservíettum, þar sem ég ákvað sjálf hvað ég vildi. Kristín var glæsileg kona, átti svo falleg föt sem við Inga skoð- uðum þegar við vorum að passa Jón Örn bróður hennar, og skórn- ir hennar Kristínar, ég veit ekki hvar hún gat fengið svona fallega skó og vorum við Inga búnar að reyna að ganga um í þeim öllum. Ég minnist páskahátíðarinnar í Álftamýri. Páskaskrautið og páskaungarnir sem vel var raðað upp á stofuskápinn og stofuborðið á hennar fallega heimili. Hún Kristín hlaut að hafa einhver góð sambönd hvað varðaði skóna og páskaskrautið. Kristín var alla tíð yndisleg við mig, sagði alltaf Vala mín, og þó að seinni árin hafi samverustund- um fækkað, þá notuðum við sím- ann og ég varð að segja henni allt um mig og mína fjölskyldu og hún upplýsti mig um sig og sína fjöl- skyldu og skemmtilegt fannst henni að segja frá samskiptum og símtölum við barnabörnin. Kristín var falleg og góð kona sem var mér mjög kær. Ég kveð hana full þakklætis fyrir sam- fylgdina og bið góðan Guð að varðveita hana. Við Gunni sendum Sigga og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Valgerður Gísladóttir. Kristín Nilsen Beck HINSTA KVEÐJA Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Takk fyrir allt, elsku mamma mín! Inga. Elsku amma mín. Mikið finnst mér leiðin- legt að þú sért farin frá okkur. Mér fannst gaman að tala við þig í símann og þú hringdir oft í mig. Ég vona að þér líði vel hjá engl- unum. Þín fallegasta tíu ára stelpa í heiminum, Arna Katrín. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JENNÝ SIGRÚN SIGFÚSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 1. október klukkan 13. Sigrún Halldóra Einarsdóttir Þorgerður J. Einarsdóttir Pálmi Magnússon Aldís Hrönn Einarsdóttir Kaj Fryestam barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Áskær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA INGIBJÖRG MARGEIRSDÓTTIR, Lerkihlíð 5, Reykjavík, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 5. október, klukkan 15. Hjartans þakkir til starfsfólksins á Sólvangi. Sveinn Pálsson Helga Hjördís Sveinsdóttir Elenora Björk Sveinsdóttir Erlendur Friðriksson Hallveig Elfa Hahl Martin Hahl Höskuldur Freyr Sveinsson Páll Margeir Sveinsson Sigurdís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LOUISE KRISTÍN THEODÓRSDÓTTIR, Túngötu 10B, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði, laugardaginn 15. september. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 27. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög í heimabyggð. Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir Hans Ragnar Ragnarsson Laufey Theodóra Ragnarsdóttir Særun Hrund Ragnarsdóttir tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.