Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 31

Morgunblaðið - 25.09.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Leigumorðingjunum Greerog Cameron reynist ekkiauðvelt að festa hendur áHawline-skrímslinu sem þeir eru fengnir til að útrýma en það hefur lagt undir sig hið afskekkta Hawkline-setur og breytt því í fanta- síukenndan furðustað. Þessum rýni gekk á sínum tíma líka illa að koma höndum yfir eintak af þessari fimmtu skáldsögu Richards Brautigan (1935- 1984) af tíu; þá var ég búsettur í New York og hafði fundið allar hinar en Hawk- line-skrímslið smaug mér lengi vel úr greipum, eins og ljóskennt skrímslið gerir einnig í sögunni þar til leigumorð- ingjarnir finna ráð sem dugir. En það var mikilvægt að eiga allar bæk- ur þessa merka höfundar, fannst mér þá og finnst það nú, en haldið er nú áfram að kynna verk hans fyrir ís- lenskum lesendum með þessari fínu þýðingu. Brautigan stytti sér aldur ári áður en hann hefði orðið fimmtugur en þá hafði hann sent frá sér tuttugu bæk- ur; skáldsögurnar tíu, níu ljóðasöfn og eitt smásagnasafn. Fyrstu ljóða- bækurnar komu út seint á sjötta ára- tugnum en Brautigan sló í gegn með fyrstu og þekktustu skáldsögu sinni, Silungsveiði í Ameríku, sem kom út árið 1967. Brautigan var einn af lykilhöf- undum hippaáranna vestanhafs. Hvort sem hann skrifaði ljóð eða prósa var textinn alltaf frumlegur og hnyttinn, tók í sífellu óvæntar vend- ingar, æði galgopalegur, stútfullur af einkennandi og bráðskemmtilegum myndlíkingum, og líka fullur af leik og lífsfjöri, en undir niðri var samt alltaf djúp og merkingarfull kvika. Gyrðir Elíasson tók að kynna verk Brautigans fyrir íslenskum lesendum en hann hefur þýtt fjórar skáldsagna hans. Svo berist ekki burt með vind- um kom út árið 1989, Vatnsmel- ónusykur 1991, Silungsveiði í Am- eríku árið 1992 og Ógæfusama konan kom út árið 2006. Þá þýddi Hörður Kristjánsson Heljarslóðarhattinn sem kom út árið 2005. Ýmis ljóð eftir Brautigan hafa auk þess komið út á íslensku í safnritum og í tímaritum. Í Hawkline-skrímslinu leikur Brautigan sér á bráðskemmtilegan hátt með tvö bókmenntaform sem hafa verið mjög við alþýðuskap; sag- an byrjar í anda kúrekareyfara og fær svo á sig sífellt hressilegri fanta- síublæ. Og undirtitillinn, „gotneskur vestri“, vísar í þann samruna furðu- fyrirbæra sem manngerð skrímsli eru og kúrekasagna í vestrum kvik- mynda og reyfara. Sagan gerist í upphafi síðustu ald- ar og hefst þar sem aðalpersónurnar, leigumorðingjarnir Greer og Came- ron – „sem litu út einsog pollrólegur kjarni eimaður úr hörku og harð- ýðgi“ – eru á Hawaii í vinnu sinni við að drepa fólk. En það verkefni fer ekki vel og gefur tóninn fyrir óvænt- ar vendingar frásagnarinnar, en slík- ar vendingar eru einmitt lyk- ileinkenni á texta Brautigan – sem er afar vel þýddur af Þórði Sævari Jóns- syni. Hann nær að færa kjarna frá- sagnarinnar, og þar á meðal allar hnyttnu líkingarnar, á tærri og fíni íslensku sem rennur vel. Ung indíánastúlka hefur uppi á Greer og Cameron þar sem þeir eru í hóruhúsi í Portland, eftir að einu verkefni er lokið og annað bíður, og fær þá til að ferðast með sér að hinu einangraða Hawkline-setri í Austur- Oregon. Þar koma þeir að stórhýsi sem er gegnkalt, enda íshellar undir því, og hin fagra ungfrú Hawkline tekur á móti þeim og ræður þá til að drepa skrímslið sem hún segir búa þar í hellinum og hafi drepið vísinda- manninn föður þeirra. Fyrri hluti sögunnar fjallar um bakgrunn leigumorðingjanna og ferðalagið að setrinu með indíána- stúlkunni en í hinum seinni aukast furðurnar til muna; indíánastúlkan breytist í tvíburasystur ungfrú Hawkline, risi verður dvergur, regn- hlífastandur er ekki það sem hann sýnist vera og ljós og skuggi eru ekki endilega bara það. Hawkline-skímslið er ekki ein af allra bestu sögum Brautigans, býr ekki fyllilega yfir dýpt, fegurð og trega fyrstu þriggja sagnanna sem Gyrðir þýddi, en er engu að síður bráðskemmtileg aflestrar. Þetta er ærslafull og frumleg frásögn og nauðsynleg viðbót fyrir þá sem þegar hafa fallið fyrir heimi höfundarins – og sagan er eflaust líka góð leið fyrir nýja lesendur inn í þann einstaka og stórmerkilega sagnaheim. Skrímsli í efnablöndunni Brautigan Hér „leikur Brautigan sér á bráðskemmtilegan hátt með tvö bók- menntaform sem hafa verið mjög við alþýðuskap; sagan byrjar í anda kúrekareyfara og fær svo á sig sífellt hressilegri fantasíublæ,“ segir rýnir. Skáldsaga Hawkline-skrímslið. Gotneskur vestri bbbbn Eftir Richard Brautigan. Þórður Sævar Jónsson íslenskaði. Dimma, 2018. Kilja, 182 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Aðeins nokkrum misserum eftir að Metropolitan-safnið í New York leigði hina rómuðu safnbyggingu arkiteksins Marcels Breuer við 75. stræti og Madison Avenue þar í borg undir sýningar samtímadeildar safns- ins undir heitinu Met Breuer, sýn- ingar sem margar hverjar hafa vakið mikla eftirtekt, greinir The New York Times frá því að Metropolitan muni framleigja Breuer-bygginguna til Frick Collection og hætta starf- semi undir því þaki. Whitney-safnið var til húsa í Breu- er-byggingunni frá árinu 1966, er lok- ið var við byggingu þess, allt þar til safnið var flutt árið 2014 syðst í Chelsea-hverfið neðar á Manhattan. Þá hafði stjörnuarkitektinn David Chipperfield hannað nýja álmu undir samtímalist við Metropolitan-safnið og gerðu þáverandi stjórnendur safnsins leigusamning um hina frið- uðu Breuer-byggingu til átta ára, og hugðust setja þar upp sýningar á samtímalist út leigutímann, meðan á byggingaframkvæmdum staði við að- alsafnið. En samkvæmt fréttum mun Frick Collection nú taka yfir síðustu þrjú ár leigusamningsins. Eftir tap á rekstri hins gríðarstóra og merkilega Metropolitan-safns í nokkur ár beita nýir stjórnendur nú miklu aðhaldi og er flutningurinn úr Breuer-byggingunni, aðeins tveimur árum eftir að flutt var þar inn, sagður hluti af því. Þá mun Chipperfield vera að einfalda hönnunina á nýju álmunni sem fyrir vikið á ekki að kosta um 600 milljónir dala heldur um 500 millj- ónir. The Frick Collection er safn rekið í glæsihýsi fyrrverandi auðkýfings, Henry Clay Frick (1849-1919), við Fimmtu breiðgötu og 70. stræti. Þar má skoða heimilið í lítið breyttri mynd og gríðarlega merkilegt lista- verkasafn Frick, með lykilverkum listamanna á borð við Bellini, Rem- brandt, Vermeer, Gainsborough, Go- ya og Whistler. Stjórn Frick Collec- tion hefur árum saman reynt að ná samkomulagi við skipulagsyfirvöld í New York, og nærstu nágranna, um að fá að byggja við stofnunina í bak- garði og nú er nánast komið grænt ljós á það og öll leyfi í höfn. Stjórn- endur safnsins segja að með flutn- ingnum í Breuer-bygginguna meðan á framkvæmdum stendur, sem verð- ur í nokkur ár, geti verkin verið áfram til sýnis, og sett fram í mark- vissu samtali við önnur sem verði fengin að láni. efi@mbl.is Metropolitan-safnið fer út, Frick Collection flytur inn Morgunblaðið/Einar Falur Merkilegt Rómuð safnbygging Marcels Breuer við Madison Avenue er eitt frægasta verk svokallaðs brútalisma á arkitektúr í Bandaríkjunum. Ronja Ræningjadóttir (None) Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 17:00 Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 27/9 kl. 19:30 12. s Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 28/9 kl. 22:00 Daður og dónó Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas. Besta partýið hættir aldrei! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Fös 26/10 kl. 20:00 aukas. Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Elly (Stóra sviðið) Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 28/9 kl. 20:00 151. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 30/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Stjarna er fædd. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.