Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 36
Fyrstu tónleikar starfsársins í röð
Íslensku óperunnar, Kúnstpásu,
verða haldnir í dag kl. 12.15 en á
þeim koma fram Gissur Páll Giss-
urarson tenórsöngvari og Árni
Heiðar Karlsson píanóleikari. Þeir
munu flytja Napólísöngva eftir val-
inkunn ítölsk tónskáld. Tónleikarnir
fara fram í salnum Norðurljósum í
Hörpu og er aðgangur ókeypis.
Napólísöngvar með
Gissuri og Árna
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Selfyssingar sýndu mikla þraut-
seigju til að ná í stig gegn Aftureld-
ingu á Selfossi í gær, eftir að Aftur-
elding hafði haft frumkvæðið nær
allan leikinn, í 3. umferð Olís-
deildar karla í handbolta. Pólski
markmaðurinn Pawel Kiepulski
kom til bjargar í lokin. Stjarnan galt
algjört afhroð í viðureign sinni við
Valsmenn, 37:21. »2
Selfoss kreisti út stig
og Valur vann stórt
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sindri Snær Magnússon skor-
aði afar laglegt mark fyrir
ÍBV eftir svokallaðan Zidane-
snúning í 2:1-sigri á Stjörn-
unni í næstsíðustu umferð
Pepsi-deildar karla í knatt-
spyrnu. „Ég hef reynt þetta
nokkrum sinnum á æfingum,“
segir Sindri, sem er sá
leikmaður sem Morg-
unblaðið fjallar um
eftir 21. umferðina. Lið
umferðarinnar og stöð-
una í M-einkunnagjöf-
inni þegar aðeins
ein umferð er eft-
ir má sjá í
íþróttablaðinu í
dag. »4
Zidane-snúningurinn
var skyndihugmynd
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nemendur í þremur bekkjum
Hagaskóla ætla að ganga upp að
gosstöðvum Eyjafjallajökuls frá
Básum í Þórsmörk í dag til styrkt-
ar tveimur góðum málefnum fyrir
börn og unglinga.
Gott mál – unglingar fyrir ung-
linga nefnist árlegur góðgerðar-
viðburður í Hagaskóla. Af því til-
efni verður boðið upp á dagskrá í
skólanum mánudaginn 1. október
og 60 ára afmæli skólans fagnað í
leiðinni.
Allir nemendur skólans taka þátt
í söfnuninni, en bekkirnir gera það
með mismunandi hætti. Ágústa
Ragnars kennari segir að nem-
endur í tveimur tíundu bekkjum og
einum níunda bekk hafi viljað
safna til góðra mála með öðrum
hætti en venjulega, setja sig í spor
þeirra sem minna mega sín. Fyrr-
nefnd ganga hafi verið ákveðin og
hafa nemendurnir hafið söfnun
áheita, en áætlað er að erfiðið taki
um átta tíma upp og niður. Nem-
endurnir gista síðan í Básum og
koma aftur í bæinn á morgun.
Forvarnir og uppbygging
Gott mál 2018 er til styrktar
Minningarsjóði Einars Darra
#égábaraeittlíf, sem er forvarn-
arverkefni til hjálpar ungu fólki í
fíkniefnavanda, og Bjartri sýn, sem
rekur heimili fyrir munaðarlaus
börn í Kenía. Leggja má inn á
reikning Starfsmannafélags Haga-
skóla (nr. 137-05-60754, kt. 530907-
1470), en nánari upplýsingar eru á
facebooksíðu nemendanna, Hag-
skælingar ganga til góðs – 2018.
„Krakkarnir eru ótrúlega áhuga-
samir og spenntir fyrir verkefn-
inu,“ segir Ágústa. Hún bætir við
að fjallganga sé ekki það sem sé
efst á vinsældalistanum, en nem-
endurnir vilji leggja mikið á sig
vegna málefnisins. Undirbúning-
urinn hafi einkum falist í því að
ganga um Vesturbæinn og safna
áheitum. Hún hafi gengið með
bekki sína yfir Fimmvörðuháls í
byrjun skólaárs í mörg ár en á
þessum árstíma geti veðrið verið
verra og því verði ekki farið alla
leið. „Við verðum fimm kennarar
með í för og leggjum áherslu á ör-
yggið,“ áréttar hún. „Þetta getur
samt orðið erfitt fyrir marga en
krakkarnir láta sig hafa það.“
Um 70 nemendur fara í göng-
una. Ágústa segir að svona ferð sé
gott hópefli. „Með þessu verkefni
sláum við margar flugur, vinnum
saman og eflum andann,“ segir
hún. Sóley Guðmundsdóttir hafi
haldið utan um skipulagið en allir
hafi lagt sitt af mörkum. „Krakk-
arnir hafa lagt mikið á sig,“ leggur
hún áherslu á.
„Það er frábært að taka þátt í
þessu verkefni og mér finnst gott
að vita að það sem ég geri mun
hjálpa öðrum,“ segir Sóley, nemi í
tíunda bekk. „Þetta hvetur mig til
þess að vilja hjálpa fleirum og
styrkja fleiri samtök.“
Morgunblaðið/Kristinn
Garpar Þessir nemendur í Hagaskóla fara í fjallgöngu að gosstöðvum í dag til styrktar góðum málefnum.
Hvetjandi að hjálpa þeim
sem minna mega sín
Hagskælingar í fjallgöngu til styrktar góðum málefnum