Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku Ath að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 Frá kr. 59.995 17 OKTÓBER Í 4 NÆTUR u. Ath .a ðv er ðg etu rb re yst án fyr irv ar a. . Ljubljana Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Söluaðilar geta sleppt posum  Reiknistofa bankanna fer af stað með nýtt greiðsluforrit  Færslugjöld verða hagstæðari ef greitt er með forritinu  Minnkar umsýslu hjá minni söluaðilum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Á næstu vikum mun Reiknistofa bankanna (RB) fara af stað með snjallsímaforritið Kvitt sem gerir notendum kleift að borga með milli- færslu gegnum síma hjá söluaðilum. Með þessu verða færslugjöld mun hagstæðari þar sem ekki er þörf á notkun debet- eða kreditkorts. Þeir söluaðilar sem það kjósa geta þá sleppt því að vera með posa og tekið við greiðslum gegnum Kvitt. „Þetta er í raun app hjá okkur og þú ferð í verslun og borgar í þessari greiðslu- vél, Kvitt. Þú berð símann upp að nemanum, sem er svona greiðslu- kubbur, færð upphæðina á skjáinn og hjá hvaða söluaðila þú ert staddur og staðfestir,“ segir Aðalgeir Þorgríms- son, framkvæmdastjóri sérlausna hjá Reiknistofu bankanna. Hann er einn- ig framkvæmdastjóri Kvitt ehf. sem er í 100% eigu RB. „Við millifærum bara peninginn frá reikningi notand- ans yfir á reikning söluaðilans. Það er ekkert uppgjör eða kortafærsla, bara bein millifærsla,“ segir Aðalgeir og bætir við að í raun sé verið að gera ferlið stafrænt og þægilegt. „Færslu- gjöld verða ódýrari, þetta eru alla- vega ódýrari innviðir þannig að það stendur til að hafa færslugjöld hag- stæðari og þá fyrir söluaðila líka. Við- skiptavinir Kvitt eru í raun söluaðil- ar. Við vitum að við erum að fara að bjóða færslugjöld sem eru hagstæð- ari en sést hefur með kortum.“ Kvitt virkar í posum líka Aðalgeir segir að í raun hafi RB átt að fara í þetta verkefni fyrr þar sem rauntímagreiðslumiðlun á Íslandi sé það góð. Þá hefur RB einnig farið í samvinnu við Verifone þannig að hægt verði að greiða með Kvitt í pos- um á þeirra vegum en að sögn Að- algeirs eru þeir með um 70% mark- aðshlutdeild á Íslandi. Spurðir um hvort Kvitt gæti ekki gert minni sölu- aðilum kleift að sleppa því að vera með posa segir hann svo vera. „Posi kostar töluvert þannig að þetta hent- ar minni aðilum vel. Þannig þurfa þeir ekki að fara í greiðslukerfi ef þeir kjósa það.“ RB hefur verið með Kvitt í prófunum síðustu 6 mánuði og hefur að sögn Aðalgeirs allt gengið vel. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Það er þannig hjá okkur með kröfur sem við rukkum fyrir opinbera aðila að við notum lögfræðiinnheimtu þeg- ar annað gengur ekki,“ segir Sigurð- ur Rúnar Sigurjónsson, forstjóri Eir- ar, spurður um beiðni Eirar um fjárnám hjá Lýð Ægissyni, heilabil- uðum öryrkja sem býr á hjúkrunar- heimilinu. „Það tekst nánast undan- tekningarlaust alltaf að greiða úr öllum málum. Menn hafa alltaf fundið lausn en í þessu tilfelli hefur það ekki tekist,“ segir hann. Krafan hljóðar upp á 1,3 milljónir króna og er tilkomin vegna leigu- skuldar í sex mánaða uppsagnarfresti vegna öryggisíbúðar sem Lýður hafði áður á leigu. Ættingjar Lýðs segja að hann eigi ekki eignir til að standa undir greiðslunum og að hann sé tekjulítill. „Við innheimtum fyrir þriðja aðila sem er í þessu tilfelli hið opinbera og getum ekki leyft okkur að láta þetta bitna á stofnun sem hef- ur ekki hagnað að markmiði, heldur að sinna fólki sem þarf á öryggisþjón- ustu að halda,“ segir Sigurður Rúnar. Sömu reglur fyrir alla Fjölskylda Lýðs er ósátt við Eir og stóð í þeirri trú samkvæmt vilyrði frá Eir að það mætti fækka greiðslum í uppsagnarfresti yrði íbúðin tæmd á tilteknum tíma. „Það er uppsagnar- frestur á íbúðum og hann gildir nema það takist að koma íbúðinni út fyrr, þ.e. að búið sé að finna nýjan leigu- taka, mála íbúðina og undirbúa fyrir leigu o.s.frv. Þá losna menn fyrr und- an samningnum og það gilda sömu reglur fyrir alla,“ segir Sigurður Rún- ar, en mikil eftirspurn er eftir íbúð- unum að hans sögn og 99% nýting að jafnaði. Þó geti hæglega komið upp að íbúðir gangi ekki strax út. Lýður þurfti skyndilega að skipta um vistarverur vegna heilsubrests og telur fjölskyldan að í uppsagnarfrest- inum hafi hann verið rukkaður tvö- falt. Þetta segir Sigurður Rúnar rangt enda renni tekjurnar ekki til Eirar, heldur ríkisins sem hjúkrunar- heimilið sinni innheimtu fyrir. Hjúkr- unarheimilið fær svo daggjöld greidd frá Sjúkratryggingum fyrir þá ein- staklinga sem þar dveljast. Bitni ekki á þjónustunni  Forstjóri Eirar segir sömu reglur gilda um alla leigjendur  Leigjendur séu ekki tvírukkaðir í uppsagnarfrestinum Lýður Fjölskyldan er ósátt við kröf- ur hjúkrunarheimilisins Eirar. Erlendur ferða- maður á sextugs- aldri hlaut tals- verða áverka á höfði þegar hann féll í klettum í vestanverðu Skjálfandafljóti, neðan við Goða- foss, í gær. Tilkynning um slysið barst lög- reglu klukkan 14.22 og var við- bragðsáætlun vegna hópslyss ræst á svæðinu og viðbragðsaðilar kallaðir út, þ.á m. björgunarsveitir. Þá var óskað aðstoðar Landhelgisgæsl- unnar og ein af þyrlum hennar send á vettvang. Vel gekk að komast til mannsins, en hann var lemstraður víða um lík- amann og með skerta meðvitund þegar að honum var komið. Lauk að- gerðum við slysstað um klukkan 15.30. Maðurinn var fluttur á Land- spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar skömmu eftir klukkan fimm, en áður hafði hann verið fluttur með sjúkrabifreið til Akureyrar þar sem hlúð var að hon- um. Maðurinn var á ferðalagi með fjöl- skyldu sinni og fengu fjölskyldu- meðlimir áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins á Akureyri. Tildrög slyssins eru enn óljós að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu en unnið er að rannsókn málsins. Féll við Skjálf- andafljót Goðafoss Myndin er úr safni.  Ferðamaður á sex- tugsaldri slasaðist Þrír karlmenn hafa verið ákærðir í „Skáksambandsmálinu“ svokallaða. Meðal þeirra eru Sigurður Kristins- son, fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elviru, sem sætti farbanni um nokk- urra vikna skeið eftir að hafa lamast við fall á heimili sínu á Spáni. Skák- sambandsmálið kom upp í janúar og tengist meintum innflutningi á rúm- lega fimm kílóum af amfetamíni. Þá var Sigurður staddur á Spáni en var handtekinn við komuna hingað til lands. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo í farbann, sem hann hefur sætt síðan 20. apríl. Þrír karlar sæta ákæru Eignarhaldsfélagið Spölur og íslenska ríkið rit- uðu formlega undir samning í gær um afhend- ingu Hvalfjarðarganganna til ríkisins en gjald- töku var hætt á föstudaginn. Undirrituðu þeir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, og Sig- urður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra samninginn. Á myndinni tekur Sigurður Ingi í hönd Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar. Til hægri standa þau Gunnar Gunnars- son, fyrrverandi aðstoðarvegamálastjóri og stjórnarmaður í Speli, og Bergþóra Þorkels- dóttir vegamálastjóri. Spölur ehf. afhenti ríkinu Hvalfjarðargöngin Morgunblaðið/Eggert Tímamót í samgöngusögu þjóðarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.