Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR – 1990 KR/KG
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Danska popp- og rokkstjarnan Kim
Larsen lést í gær eftir langvinn
veikindi, 72 ára að aldri. Ferill Lar-
sens spannar tæpa fimm áratugi en
hann gaf út yfir 20 hljóðversplötur,
bæði með hljómsveitum og sem
sólólistamaður. Þá
var hann einnig
þekktur fyrir að
vilja hrista upp í
hlutunum, segja
alltaf það sem
hann langaði til
og mótmæla bæði
konungsveldinu
og banni á reyk-
ingum.
Í samtali við
Morgunblaðið
segir Arnar Eggert Thoroddsen,
tónlistargagnrýnandi og doktor í
tónlistarfræðum, Larsen hafa bæði
verið mikinn kjaftask og með gott
eyra fyrir fallegum laglínum, en
fyrst og fremst hafi hann verið
sjarmerandi.
„Mikill kjaftaskúmur“
„Ferill Larsens hófst með rokk-
hljómsveitinni Gasolin snemma á
áttunda áratug síðustu aldar. Hann
eiginlega tók yfir bandið. Þá var
hann víst allan daginn með gítarinn
spilandi, kjaftandi og reykjandi.
Þeir urðu mjög vinsælir og í raun
bara stærsta rokksveitin í Dan-
mörku. Þá varð Larsen frægur.
Hann var mikill kjaftaskúmur, talaði
og talaði og var áberandi. Hann
var rosalega sjarmerandi,“ segir
Arnar.
„Á níunda áratugnum varð hann
bara rosalega mikil poppstjarna.
Hann fór að gefa út sólóplötur og
varð stjarna í Skandinavíu allri,“
segir Arnar og nefnir sérstaklega
Noreg og Svíþjóð auk Danmerkur.
Risi í Skandinavíu
Hann segir Larsen hafa mest
spilað einfalt popp og rokk en hafi
einnig náð til fólks í gegnum al-
þýðubaráttumál. „Hann talaði fyrir
munn hins venjulega manns og
söng verkalýðssöngva. Bubbi var
að gera svipaða hluti hérlendis í
byrjun níunda áratugarins. Billy
Bragg var í Englandi og Bruce
Springsteen í Bandaríkjunum.“
Arnar segir að Larsen hafi hald-
ið áfram að vera stjarna í Skandin-
avíu og segir að hann hafi verið
ákveðinn fasti í tónlist á Norður-
löndunum.
Hann bendir einnig á að tónlist
Larsens hafi t.d. borist hingað til
lands með fólki sem lagði stund á
nám í Danmörku á þessum tíma og
að hún sé ennþá vinsæl meðal hluta
þjóðarinnar. „Hann er bara svona
risi í skandinavískri popptónlist.“
Frá árinu 1995 lék Larsen með
hljómsveitinni „Kim Larsen &
Kjukken“ sem gaf út 10 hljóðvers-
plötur. Larsen hafði í byrjun árs
aflýst öllum tónleikum sínum en
kom fram á sínum síðustu tón-
leikum nú í sumar.
Spilaði, kjaftaði og reykti
Kim Larsen er látinn, 72 ára að aldri Ferillinn spannar
tæplega hálfa öld Gaf út yfir tuttugu hljóðversplötur
Morgunblaðið/Eggert
Farvel Rokkarinn Kim Larsen í stuði á tónleikum í Valsheimilinu árið 2007.
Arnar Eggert
Thoroddsen
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bókaútgáfan Forlagið hefur
tekið þá ákvörðun að hætta
að pakka stórum hluta þeirra
bóka sem koma út fyrir jólin í
plast. Með þessu móti verður
bókaútgáfan mun umhverfs-
vænni en verið hefur.
„Við höfum ekki farið var-
hluta af umræðunni um að
draga úr plastnotkun. Sú
hefð hefur skapast á Íslandi
að nær allar bækur hafa ver-
ið plastpakkaðar. Það er öf-
ugt við það sem við þekkjum í öllum
nágrannalöndum þar sem nánast
heyrir til undantekninga að bókum sé
pakkað í plast. Sjálfsagt hefur það
töluvert að gera með gjafamarkaðinn
en eins og allir vita hafa bækur verið
langvinsælustu jólagjafir landsins
áratugum saman,“ segir Egill Örn
Jóhannsson, framkvæmdastjóri For-
lagsins.
„Okkur þótti engu að síður rétt að
reyna að spyrna við fótum þegar
kemur að plastpökkuninni og höfum
tekið þá ákvörðun að plastpakka ein-
göngu þeim bókum sem eru með
hlífðarkápu. Þannig verður til dæmis
barna- og unglingabókum ekki pakk-
að inn í plast fremur en fjölda ann-
arra titla fyrir þessi jól,“ segir Egill.
Morgunblaðið greindi frá því á síð-
asta ári að bókaútgáfan Salka hefði
tekið upp þá stefnu að reyna eftir
fremsta megni að sleppa því að
plasta bækur. Erfitt væri þó að
sleppa því alfarið vegna verðmerk-
inga og skiptimiða. Sífellt fleiri virð-
ast því reyna að minnka óþarfa um-
búðafargan og munar um minna. Sér
í lagi þar sem Forlagið er stærsta
bókaútgáfa landsins.
„Líklega eru þetta eitthvað á ann-
að hundrað þúsund bækur sem verða
ekki plastaðar á þessu ári,“ segir
Egill Örn. „Stefnan er auðvitað sú að
halda þessu áfram og ef vel gengur
að skoða hvort rétt sé að hætta alfar-
ið að plasta bækur. Þetta getur verið
umtalsvert magn af plasti enda selur
Forlagið nokkur hundruð þúsund
eintök af bókum á hverju ári.“
Færri bækur
plastaðar í ár
Bókaútgáfan verður umhverfis-
vænni Stefnan á að hætta plöstun
Jólabækur Siggi sítróna eftir Gunnar
Helgason og Silfurlykillinn eftir Sigrúnu
Eldjárn verða ekki plastaðar í ár.