Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 SÆNSKAR GÆÐASAGIR GOTT ÚRVAL Bogasög/Kjötsög verð 3.730 Sög - verð 3.730 Með japönsku sniði, gúmíhandfang. Ahliða hágæða sög - verð 3.860 með teflon húðuðu blaði Greinasög - verð 2.890 Sög sem leggst saman eins og vasahnífur Ryoba sög - verð 5.940 Með japönsku sniði; tennt beggja vegna, þverskera og langskera Dozuki sög - verð 6.190 Með japönsku sniði, frábær í fínvinnu t.d. geirneglingu Greinasög - verð 2.650 með harðviðarskefti Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Ný vefverslunbrynja.is Þeir sem vilja lifa löngu, heil-brigðu og góðu lífi verða aðpassa upp á eigin líkama. Ég fjallaði um daglega hreyfingu í síð- ustu viku – að finna hreyfifæri á hverjum degi. Það er mjög mikil- vægt. Styrktaræfingar eru sömuleið- is mikilvægar, á öllum aldri, því þær lágmarka vöðvarýrnun og auka þar með lífsgæði. Styrktaræfingar snú- ast ekki um nýjustu líkamsræktar- tækin, fjölda endurtekninga eða þyngdir. Þær snúast í kjarna sínum um að gera einfaldar æfingar vel. Gæði framyfir magn. Nelson Mandela hélt sér í góðu formi fram á síðasta dag með því að gera fáar styrktaræfingar daglega. Mandela notaði nánast bara eigin líkamsþyngd í sínum styrktaræf- ingum. Ég er hrifinn af þannig æf- ingum, sérstaklega fyrir þá sem vilja æfa heima hjá sér. En það er líka hollt og gott fyrir þá sem eru komnir á efri ár að fara reglulega á góðan æfingastað, hitta fólk með svipað hugarfar og æfa með því. Félagslegi hlutinn skiptir máli og getur hjálpað til við að halda manni við efnið. Aðalatriðið er að gera styrktaræfingarnar reglulega, koma þeim inn í venjukerfið þannig að þær fari að kalla á mann í stað þess að vera kvöð. Ég á reyndar erfitt sjálfur með að hugsa um styrktaræfingar sem kvöð, hef alltaf haft gaman af því að reyna á mig. Fyrst og fremst vegna þeirrar vellíðanar sem streymir um líkamann eftir góða styrktaræfingu. Og þeirra góðu áhrifa sem líkamleg áreynsla hefur á hugann. Obama byrjar flesta daga á góðri æfingu. Hreinsar þannig hug- ann og kemur sér í gott stand fyrir daginn. Fyrir ykkur sem hafið litla reynslu af styrktaræfingum eru hér nokkur góð ráð. 1. Það er aldrei of seint að byrja, sama hvað maður er gamall og í hvaða ástandi maður er. 2. Byrjið rólega, kapp er best með forsjá. 3. Það er hægt að þjálfa allan líkamann með fáum en góðum æfingum, grunnæfingum á borð við hnébeygj- ur, réttstöðulyftur, armbeygjur, upphífingar og planka. 4. Það er hægt að útfæra allar grunnæfingar þannig að allir geti gert þær. 5. Fjöldi endurtekninga og þyngdir skipta ekki máli, það sem skiptir máli er hversu vel æfingin er gerð. Ein armbeygja, með góðri tækni, sem framkvæmd er á einni mínútu byggir til dæmis meiri styrk en 50 lé- legar armbeygjur. Margar lélegar armbeygjur skapa meiri meiðsla- hættu en styrk. 6. Njótið þess að finna líkamann styrkjast og um leið hausinn léttast með því að gera góð- ar styrktaræfingar reglulega. Njótið þess að styrkjast Morgunblaðið/Hari Sundleikfimi Kennari leiðir hóp í sundlauginni á Akureyri í blíðviðri. Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áfallegum sunnudags-morgni blasti fallegurfjallahringur Þingvalla viðaf Mosfellsheiðinni. Botn- súlur voru með hvíta húfu eftir hélu næturinnar en önnur fjöll snjólaus; Ármannsfell, Skriða, Kálfstindar og Hrafnabjörg. Þingvallavatnið var spegilslétt og eyjarnar tvær, Sand- ey og Nesey, eins og bátar við ból- færi. Skarpir litir Haustlitirnir skarpir; rauður og grænn og birkilaufið víða orðið gult. Landverðir stóðu vaktina; beindu ökumönnum í stæði og vísuðu veg- inn. Og hér var margt um manninn og allra þjóða fólk; krökkt af túr- istum á útsýnispallinum á Hakinu sem er fínn staður fyrir selfí. Í Almannagjá voru margir á ferli. Fólk staðnæmist gjarnan á Lögbergi eða á Öxarbrú yfir Drekk- ingaryl. Neðan við fossinn þar má nú víða sjá í ánni stórurriðann sem nú er kominn á svæðið til hrygn- ingar. Liggur fiskurinn við árbotn- inn og sést vel af bökkum árinnar sem göngustígar liggja um. Sér- staklega má hafa orð á því hvað stígar, pallar og önnur mannvirki falla vel inn í umhverfið á þessum slóðum; útfærslurnar eru góðar og fyrir öllu er hugsað. Ungur piltur, brosandi og bjartsýnn, stóð við Þingvallakirkju. Presturinn mættur; fermingardagur stráksins runninn upp! Lagt á djúpið Við Silfru voru kafarar að leggja á djúpið og aðrir að koma úr kafi. Yfir flaug dróni með suðandi söng en hljóðin minntu helst á engi- sprettufaraldur. Á leiðinni til baka var gengið fram hjá Flosagjá sem er mótívið í Fjallamjólk Kjarvals, því fræga verki. Myndlist, mannlíf og mögnuð náttúra. Góður göngutúr, hreyfing og súrefni. Gott upphaf á nýrri vinnuviku. Ísland í haustblíðunni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndarlegt Stöngin kom í góðar þarfir þegar ferðamennirnir austurlensku skelltu í sjálfu á útsýnispalli á Hakinu. Morgunstund á Þingvöllum Útivera er góð fyrir lík- ama og sál. Úr borginni er stutt austur á Þingvöll; í fallega náttúru og ævintýraveröld. Haustlitir Falleg er Flosagjá, fyrirmyndin að Fjallamjólk Kjarvals. Frá hausti til vors sinna fjórir landverðir dag- legri gæslu á Þingvöllum. Þeir eru hver á sín- um póstinum og meðal annars er alltaf einn við Silfru, þann vin- sæla köfunar- stað. „Eftir slys sem hér urðu var hert á ýmsum reglum og eftirlit með köfuninni aukið,“ segir Ing- unn Ósk Árnadóttir landvörður. „Núna á haustin fara kannski um 250 manns á dag í Silfru til að snorkla en mun fleiri á sumrin. Já, þetta eru að stærstum hluta útlendingar og reglan sem hér gildir er að leiðsögumennirnir, sem margir eru erlendir, fari aldr- ei með fleiri en sex niður í einu. Þeirri reglu fylgjum við landverð- irnir eftir. Já, ég hef tvisvar snorklað hér í Silfru og fannst það æðislegt. Og þó maður sé bara við yfirborðið sést vel niður í gjárnar og jafnvel niður til botns, vatnið hér er svo ein- staklega tært,“ segir Ingunn Ósk sem hefur starfað lengi á Þing- völlum. Vatnið er einstaklega tært STENDUR VAKTINA VIÐ SILFRU Morgunblaðið/Sigurður Bogi Silfra Snorklarar koma í land í Lóni, eftir að hafa synt í bláköldu vatninu. Ingunn Ósk Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.