Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00 Reykjavík 5 alskýjað Bolungarvík 9 rigning Akureyri 3 skýjað Nuuk 2 snjóél Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 11 skúrir Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 skúrir London 14 skýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 15 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 15 heiðskírt Moskva 8 heiðskírt Algarve 25 skýjað Madríd 29 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 17 rigning Winnipeg 3 léttskýjað Montreal 9 alskýjað New York 19 heiðskírt Chicago 16 rigning Orlando 31 léttskýjað  1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:37 18:58 ÍSAFJÖRÐUR 7:44 19:01 SIGLUFJÖRÐUR 7:27 18:44 DJÚPIVOGUR 7:07 18:27 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, en lægir seinnipartinn. Hiti 1 til 6 stig. Á miðvikudag Gengur í austan 13-20 með rigningu eða slyddu, fyrst S-lands. Hiti 0 til 8 stig. Gengur í allhvassa suðlæga átt með rigningu eða slyddu. Dregur úr vindi og úrkomu norðvestan til síðdegis. Vestan 15-23 sunnan- og suðvestanlands í kvöld. Mun hægari í öðrum landshlutum. Áhugamenn um vélhjól í sígildum „retró“-stíl vöktu athygli á heilsu karla þegar þeir óku um stræti Reykjavíkur í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem viðburðurinn „Gentleman’s ride“ var haldinn hér á landi en viðburðurinn hefur verið haldinn víða um heim síðustu ár. Sérstök athygli var vakin á blöðruhálskrabbameini og geðheilsu. „Það er mikil þörf á að vekja alla til umhugsunar um heilsu karla og ræða hana,“ sagði einn skipuleggjenda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herramenn á hjólum vöktu athygli á heilsu karla Ekið á bifhjólum í sígildum stíl um stræti Reykjavíkur Fólk sem glímir við geðrænan vanda skilaði sér síður inn á atvinnumarkað eftir efnahagshrunið árið 2008, en mat andlega líðan sína þó ekki verri eftir hrunið heldur en fyrir hrunið. Þetta kemur fram í meistaraverkefni Unnar Jónsdóttur, meistaranema í lýðheilsuvísindum, en hún rannsakaði hvort efnahags- hrunið hefði haft áhrif á fólk sem glímir við geðræn- an vanda og hvort þau hefðu verið alvarlegri heldur en hjá þeim sem voru við góða andlega heilsu. Tíu ár eru nú liðin frá efnahags- hruninu, sem skall á 29. september ár- ið 2008. Í kjölfarið voru neyðarlög sett, hinn 6. október, og 7. október tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Lands- bankans. Tveimur dögum seinna tók FME yfir Kaupþing banka, sem nú heitir Arion banki. „Niðurstöðurnar gætu bent til þess að ef fólki liði illa, þá liði því illa hvort sem það kæmi efnahagssveifla eða ekki. Það var hins vegar marktæk breyting á verri líðan hjá fólki án geð- ræns vanda árin 2009 og 2012 en árið 2007,“ segir Unnur. Þá gaf rannsóknin einnig til kynna að fólk sem átti við geðrænan vanda að stríða var lengur að koma inn á at- vinnumarkaðinn eftir efnahagshrunið. Bilið milli hópanna óx árið 2012. „Báð- ir hóparnir voru líklegri til að vera at- vinnulausir árin 2009 og 2012 en svo fór hlutfallið að lagast árið 2012 hjá þeim sem voru við góða andlega heilsu,“ segir Unnur. Rannsóknarhópurinn byggðist á þátttakendum úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd var af Embætti landlæknis árin 2007, 2009 og 2012. Þátttakendur voru á aldrinum 18-69 ára og ákvarðaðist rannsóknarhópurinn af spurningum um hvort viðkomandi hefði haft kvíða, þunglyndi eða einhver önnur vanda- mál tengd geðheilsu. Notast var við lógistíska aðhvarfs- greiningu til að kanna breytingar á líðan, streitu og atvinnustöðu árin 2009 og 2012 með árið 2007 sem við- miðunarár. Eins var atvinnustaða fólks með geðrænan vanda könnuð, þar sem fólk án geðræns vanda var sem viðmiðunarhópur. veronika@mbl.is Neikvæð áhrif hrunsins  Skertir atvinnu- möguleikar fyrir fólk með geðraskanir Unnur Jónsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenska miðasölufyrirtækið Tix hefur stækkað hratt síðasta árið og selur nú fleiri miða erlendis en það gerir hér á landi. „Við seldum í kringum 850 þús- und miða á Íslandi í fyrra. Þetta hefur svo stækkað hratt í Skandin- avíu,“ segir Sindri Már Finnboga- son, stofnandi Tix.is, í samtali við Morgunblaðið. Tix fagnar fjögurra ára afmæli í dag, 1. október, og selur miða fyrir stærstu menningarhús landsins; Hörpu, Þjóðleikhúsið og Borgar- leikhúsið auk flestra tónleikahald- ara. Fyrir helgi sá Tix um miða- sölu á tónleika Ed Sheeran en salan nam yfir 500 milljónum króna á tveimur tímum. Nýlega færði KSÍ miðasölu sína yfir til Tix. Auk þessa selur fyrirtækið miða fyrir fjölda menningarhúsa í Sví- þjóð, Noregi og nú síðast í Fær- eyjum. Alls hefur Tix tryggt sér miðasölu hjá þrettán menningar- húsum í Noregi, sjö í Svíþjóð auk Norræna hússins í Færeyjum. Þá er Tix einnig með útibú í Dan- mörku og gæti herjað á þann markað í framtíðinni. Þrettán manns starfa hjá Tix í fjórum lönd- um. „Við höfum unnið 90 prósent af útboðunum sem við höfum tekið þátt í á Norðurlöndunum. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að við erum með flott kerfi og starfsfólk með gríðarlega reynslu, segir Sindri. Hann segir jafnframt að Tix bjóði öðruvísi verðlagningu en gengur og gerist á þessum mark- aði. „Við erum með einfaldara og öflugra kerfi en margir aðrir og er- um ekki að miðla sjálfri miðasölu- veltunni í gegnum okkur. Við get- um því einbeitt okkur að því að gera betra miðasölukerfi í stað þess að þurfa að huga að bókhaldskerfi. Þetta spyrst út og þessi norrænu menningarhús hafa viljað fá okkur í samstarf.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Í sókn Starfsfólk Tix.is; Sindri Finnbogason, Hrefna Jónsdóttir, Íris Sch. Einarsdóttir og Þórir Jökull Finnbogason. Björn Steinar Árnason vantar. Sópa til sín kúnnum í Skandinavíu  Miðasölufyrirtækið Tix selur nú fleiri miða erlendis en hér á landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.