Morgunblaðið - 01.10.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.10.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fæðingarorlof mæðra en ekki síður feðra, bylting í leikskóla- málum og jafnlaunavottun eru allt gríðarlega mikilvægir áfangar í jafnréttismálum en betur má ef duga skal. Kvennafrí er nauðsyn- legt,“ segir Maríanna Clara Lúth- ersdóttir verkefnisstýra Kvenna- frís 2018. „Enn er eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leik- skóla og loka launabilinu. Sam- kvæmt rannsóknum er Ísland á toppnum yfir þau lönd heimsins þar sem best er að vera kona sem þýðir fyrir mér að við verðum að spýta í lófana og berjast sem aldrei fyrr. Íslenskar konur bera líka ábyrgð gagnvart öðrum konum heimsins sem margar hafa ekki til frelsi til að berjast og svo er víða bakslag í réttindamálum kvenna. Þess þá heldur verður að varða brautina og sýna að hægt sé að búa til réttlátt samfélag.“ Ganga út kl. 14:55 Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 mið- vikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli kl. 15:30 undir kjörorðinu Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Kvennafrídagur á Íslandi var fyrst haldinn 24. október árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna – en síðan hafa konur komið saman og krafist kjarajafnréttis og sam- félags án ofbeldis fjórum sinnum það er, árin 1985, 2005, 2010 og 2016. Að þessu sinni verður sjón- um og baráttu sérstaklega beint að ofbeldi gagnvart konum, sbr. þær frásagnir sem komu fram í #Me too byltingunni. Einnig verður launamisréttið í brennidepli. Sam- kvæmt nýjustu tölum Hagstofu Ís- lands eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af tekjum karla. Það þýðir að konur hafa unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustund- ir og 55 mínútur miðað við átta stunda vinnudag. Þess vegna er miðað við að konur gangi út um- ræddan dag kl. 14:55 Kjörorð Kvennafrís 2018 seg- ir Maríanna Clara vera niðurstöðu af umræðu síðustu ára. Talskonur #MeToo, Druslugöngunnar, Kvennaathvarfsins og Stígamóta hafi allar lagt áherslu á að færa kastljósið af þolendum yfir á ger- endur og þaðan yfir á samfélagið sjálft. Gerendur sem brjóta af sér „Vandamálið er ekki hvernig konur klæða sig, hvað þær segja eða hvað þær gera heldur þeir ger- endur sem brjóta af sér. Gerend- urnir eru ekki einangraðir þættir eða mein sem þarf að skera út úr samfélaginu, miklu fremur eru þeir eða þau afkvæmi menningar og kerfa sem hafa fengið að dafna óáreitt alltof lengi. Þess vegna leggjum við áherslu á að breyta samfélaginu og kerfinu. Við vitum líka að oft er mikil pressa á karla að vera sterkir, marka spor, sýna vald sitt og svo framvegis Ef þú kemur inn í einhverja starfsstétt, blautur á bak við eyrun og sérð þá sem þú lítur upp til haga sér á ákveðinn máta og fá klapp á bakið fyrir það er að sjálfsögðu verið að ala menn upp í ákveðnu hegð- unarmunstri. Þetta afsakar ekki slæma framkomu heldur er ég að leggja áherslu á hversu mikilvægt sé að breyta kerfinu, breyta sam- félaginu, taka slíkar fyrirmyndir út og sýna fram á að ákveðin fram- koma sé ekki í boði.“ Bláköld staðreynd Um launamun kynjanna segir Maríanna það vera blákalda stað- reynd að að sumar stéttir og þá sérstaklega umönnunarstéttir séu minna metnar en aðrar þegar verðmiði er settur á störfin. Þetta séu í flestum tilvikum störf sem konur sinna þó karlar geti að sjálf- sögðu líka sinnt þeim. „Hvort ástæðan fyrir þessum mun liggur í fortíðinni, þegar kon- ur sinntu öldruðum, sjúkum, börn- um og heimili launalaust, er ekki gott að segja. Að minnsta kosti má velta þessum punkti fyrir sér. En það er sífellt verið að vinna í að breyta þessu, meðal annars í kjara- samningum. Sú vegferð hefur samt ekki gengið áfallalaust fyrir sig eins og nýleg barátta ljós- mæðra fyrir launaleiðréttingu sýn- ir ágætlega.“ Mörg brýn mál í réttindabaráttu kvenna eru í deiglunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvennafrí Varða leiðina og sýna að hægt sé að búa til réttlátt samfélag, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir. Kvennafrí er nauðsyn  Maríanna Clara Lúthers- dóttir er fædd 1977 og ólst upp í Þingholtunum. Hún útskrif- aðist með BFA-próf í leiklist frá Listaháskóla Íslands 2003 og er einnig með BA- og MA-próf í bókmenntafræði.  Eftir útskrift hefur hún starfað með sjálfstæðu leik- húsunum, Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu og svo síðustu sex ár hjá Borgarleikhúsinu. Þá hefur hún meðfram leikhús- störfum skrifað um bækur á bloggsíðuna Druslubækur og doðranta. Hver er hún Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfé- lags Sandgerðis og Garðs mun á mið- vikudag ákveða hvaða nöfn verði á kjörseðli í íbúakosningu um nýtt nafn sveitarfélagsins. Í maí var kosið milli fimm nafna og síðan tveggja. Fyrst voru á kjörseðl- inum nöfnin Heiðarbyggð, Suður- byggð, Nesjabyggð, Ystabyggð og Útnesjabyggð. Flestir völdu Heiðar- byggð, 51,4% þátttakenda og næst- flestir völdu Suðurbyggð, 23,4%. Í atkvæðagreiðslu milli nafnanna tveggja fékk Heiðarbyggð aftur fleiri atkvæði en Suðurbyggð, en 64% þeirra sem tóku afstöðu völdu Heiðarbyggð. Auðir seðlar voru aft- ur á móti flestir, 45%. Sagði Róbert Ragnarsson verkefnastjóri að fjöldi auðra benti til þess að margir hefðu ekki viljað þessi nöfn. Þá fengu nöfn- in Heiðarbyggð og Suðurbyggð mun færri atkvæði en í fyrri kosningunni sem bendir til þess að margir hafi fallið frá stuðningi við þau. Stefnt að kosningu í nóvember „Það er bæjarstjórnarfundur á miðvikudaginn og meiningin er að afgreiða þar hvaða tillögur að nöfn- um verða á kjörseðli þegar kosið verður,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Garðs og Sandgerðis. „Bæjarstjórnin hefur farið gegnum tillögur að nöfnum sem hafa legið fyrir og mun ákveða hvaða tillögur verða á seðlinum,“ bætir Magnús við, en hann vill ekki gefa upp hvaða nöfn séu í spilunum að þessu sinni. Nafnið Suðurnesjabyggð var í um- ræðunni þegar kosið var fyrr á árinu en örnefnanefnd hafnaði þeirri til- lögu. Nafnið Útgarðar hefur einnig verið nefnt. Á fundinum verður einnig ákveðið hvenær íbúakosningin verður, en stefnt er að því að hún verði 3. nóv- ember nk. Leggja til nöfn á miðvikudag  Tíðinda að vænta í vali á nafni sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs Sandgerði Frá árlegri Loddugöngu bæjarhátíðarinnar Sandgerðisdaga. Margrét Kristín Blöndal tónlist- arkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin nýr for- maður Samtaka leigjenda á aðal- fundi samtak- anna. Margréti finnst óhugnan- legt að heyra af aðbúnaði innflytjenda í láglauna- störfum sem greiði starfsmanna- leigum háar fjárhæðir fyrir rúm- stæði, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Sam- tals sitja 34 í stjórn samtakanna. Magga Stína kjörin nýr formaður Samtaka leigjenda Margrét Kristín Blöndal Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það sem er verið að leggja til hér er lítil aðgerð til að framkvæma. Þ.e.a.s. að setja niður vind- og veð- urfarsmæla og að umræðan fari í gang. Eru menn sáttir eins og þetta er eða eigum við að stefna að því að auka möguleika Vestfjarða sem eins atvinnu- og búsetusvæðis með þessu?“ Þetta segir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi, um tillögu sína til þingsályktunar um staðarvalskönnun fyrir nýjan flug- völl á Vestfjörðum. Enginn góður flugvöllur í fjórðungnum Guðjón segir kveikjuna að tillög- unni m.a. vera þá að á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi um 25 flugvellir á Vestfjörðum ver- ið í notkun en nú séu einungis sjö vellir eftir á skrá hjá flugmála- yfirvöldum og þeir flugvellir sem eru í mestri notkun séu allir mjög ófullkomnir. „Vestfirðir hafa algjöra sérstöðu varðandi flugsamgöngur. Það er enginn góður flugvöllur í þessum landsfjórðungi, þrátt fyrir mjög erf- ið samgönguskilyrði,“ segir Guðjón og bætir við: „Ísafjarðarflugvöllur hefur miklar takmarkanir. Þar er ekki hægt að lenda á kvöldin eða á nóttunni og þar er mjög þröngt að- flug. Menn hafa bent á að þetta sé bara mest krefjandi flugvöllur í ver- öldinni. Eins er með Bíldudals- flugvöll, sem er ágætur á sína vísu, hann er lítill. Þetta eru þeir tveir flugvellir sem eru í mestri notkun.“ Að mati Guðjóns er ekki raun- hæft að starfrækja marga flugvelli á Vestfjörðum. Frekar vilji hann sjá einn vel búinn flugvöll og nefnir að með opnun Dýrafjarðarganga og vegabótum sem þeim fylgja megi skoða möguleikann á að hafa þann flugvöll miðsvæðis á Vestfjörðum. „Sem gæti t.d. tekið á móti 70-100 sæta flugvél,“ segir Guðjón. Vilja úttekt á flugi á Vestfjörðum  „Vestfirðir hafa algjöra sérstöðu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.