Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Framkvæmdir eru hafnar við breikkun Grindavíkurvegar á tveim- ur stöðum. Tekinn er 1,8 kílómetra kafli við Seltjörn, upp undir Reykja- nesbraut, og svo 1,5 kílómetra lang- ur spotti við afleggjarann að Bláa lóninu. Á báðum stöðum verða veg- axlir færðar, en slíkt þarf að gera svo aðskilja megi akbrautir með vegriði. Talin hefur verið mikil þörf á þessum framkvæmdum, en allmörg umferðarslys – þar með talin bana- slys – hafa orðið þessari leið á und- anförnum árum þar sem til dæmis bílar sem mætast hafa skollið sam- an. Þrýstu Grindvíkingar mjög á um endurbætur á veginum og má segja að framkvæmdirnar nú séu svar við því kalli bæjarbúa. Þá ber að geta þess að vegurinn er mjög fjölfarinn, svo sem vegna mikillar og sívaxandi umferðar sem er í Bláa lónið. Það er Loftorka ehf. sem hefur framkvæmdir þessar með höndum, en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 434 millj. kr., sem voru 96,0% af kostnaðaráætlun. Á tveimur fyrrnefndum bútum sem nú eru breikkaðir verður veg- urinn áfram ein akrein til hvorrar áttar, en vegrið ættu að draga mjög úr allri slysahættu. Á næsta ári verður seinni hluti framkvæmdar- innar svo boðinn út en þá verður útbúinn svonefndur 2-1 vegur á um 2,5 kílómetra löngum spotta, sem verður því sem næst miðja vegu milli þeirra kafla á leiðinni sem eru end- urbættir nú, segir Óskar Örn Jóns- son, forstöðumaður framkvæmda- sviðs Vegagerðarinnar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavíkurvegur Framkvæmdir eru í fullum gangi og miðar vel. Vegurinn breikkaður  Bútar og vegrið á Grindavíkurvegi  Brugðist við slysum Orkuveita Reykjavíkur (OR) ásamt samstarfsaðilum hefur hlotið ríf- lega tveggja milljarða króna styrk úr Horizon 2020 Rannsókna- og ný- sköpunaráætlun ESB. Styrkurinn er til verkefnisins GECO, sem mið- ar að sporlausri nýtingu jarðhita. OR leiðir þetta verkefnið en það er samstarfsverkefni 18 fyrirtækja og stofnana víðs vegar að úr Evr- ópu. Markmið verkefnisins er að þróa jarðhitavirkjanir með sem allra minnsta losun koltvíoxíðs og brennisteinsvetnis. Frá formsatriðum varðandi styrkinn var gengið nú fyrir helgi og á næstu dögum mun OR auglýsa eftir sérfræðingum til að vinna að verkefninu að því er fram kemur í tilkynningu frá OR. Bergur Sigfús- son, fagstjóri á þróunarsviði OR, mun stjórna verkefninu og mun það standa yfir í fjögur ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styrkur Verkefnið GECO mun standa yfir í fjögur ár hjá OR. Rúmir 2 milljarðar til OR  Orkuveitan fær styrk fyrir verkefni Stíflaðar eða skítugar síur urðu þess valdandi að loftflæði var skert í vél Icelandair á laugardag. Fjórir flug- liðar leituðu læknisaðstoðar eftir að þeir komu til landsins frá Edmont- on. Í kjölfarið var farið yfir loft- ræstikerfi og skipt um síur í vélinni. Vélin var tilbúin til flugs í gær og fór aftur í loftið síðdegis. „Við erum með ákveðna skoðun sem fer í gang ef svona kemur upp,“ sagði Jens Þórðarson, fram- kvæmdastjóri rekstarsviðs Ice- landair, í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði að starfsfólkið hefði fundið fyrir óþægindum, höfuðverk og þreytueinkennum en ekkert hafi bent til þess að farþegar hafi fundið fyrir einhverju sambærilegu. „Það er mjög sjaldgæft að farþeg- ar kenni sér meins þegar svona ger- ist,“ sagði Jens og bætti við að að- stæður þeirra væru öðruvísi þar sem þeir væru að mestu kyrrir í flugi. Vélin fór aftur í loftið  Fjórir flugliðar leituðu til læknis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.