Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Skál fyrır hollustu
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Nokkrar breytingar verða á lagaum-
hverfi leiklistarstarfsemi hér á landi
ef áform Lilju Alfreðsdóttur, mennta-
og menningarmálaráðherra, um að fá
samþykkta nýja löggjöf um sviðslistir
ganga eftir. Áformin hafa verið kynnt
á samráðsgátt stjórnvalda á netinu
og er opið fyrir athugasemdir til 11.
október.
Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir
því að núgildandi leiklistarlög frá
1998 falli brott. Þau lög leystu af
hólmi lög um Þjóðleikhúsið frá 1978
og sköpuðu lagagrundvöll fyrir skip-
an leiklistarráðs og fjárframlög til
annarrar leiklistarstarfsemi en í
Þjóðleikhúsinu. Jafnframt sköpuðu
lögin grundvöll fyrir reglur um starf-
semi Íslenska dansflokksins árið
1999.
Eins og í öðrum listgreinum
Í kynningu ráðuneytisins á áform-
unum segir að vegna ýmissa breyt-
inga sem orðið hafi á umhverfi leik-
listar og annarra sviðslista sé
æskilegt að fella í ein lög ákvæði um
stuðning ríkisins við sviðslista-
starfsemi og þar með skapa heild-
stæðari og skýrari lagagrundvöll fyr-
ir sviðslistir sem endurspeglar þær
greinar sem í dag tilheyra mála-
flokknum. Hér er einkum um að ræða
Þjóðleikhúsið, Íslenska dansflokkinn
og leiklistarráð.
Fram kemur að með frumvarpinu
sé leitast við að gera löggjöf á sviði
sviðslista sambærilega þeim breyt-
ingum sem ráðuneytið hefur unnið að
á sviði bókmennta, myndlistar og tón-
listar. Á þeim sviðum hafa verið skip-
aðar stjórnir eða ráð fyrir viðkom-
andi listgrein sem er ráðherra til
ráðgjafar um málefni viðkomandi
sviðs. Þá hafa einnig verið stofnaðir
sjóðir til að efla viðkomandi listgrein
með veitingu styrkja ásamt því að
skapa grundvöll fyrir rekstur skrif-
stofu eða miðstöðvar sem þjónar við-
komandi sjóði og stendur að kynn-
ingu á listgreininni hér á landi og
erlendis. Með frumvarpinu er gert
ráð fyrir að ákvæði um Íslenska
dansflokkinn verði lögfest í fyrsta
sinn.
Nokkrar breytingar verða frá gild-
andi leiklistarlögum á ákvæðum sem
fjalla um Þjóðleikhúsið. Megin-
áhersla í starfsemi leikhússins verður
lögð á íslensk og erlend leikverk
ásamt því að stuðla að frumsköpun í
íslenskum sviðslistum. Þetta hlutverk
er frábrugðið því sem núverandi lög
kveða á um. Gerðar eru breytingar á
ákvæðum er lúta að skipun þjóðleik-
hússtjóra. Ríkari kröfur eru gerðar
til menntunar hans auk þess sem
mælt er fyrir um skipunartíma og
mögulega endurskipun. Þá er ákvæði
um þjóðleikhúsráð breytt og lagt til
að Sviðslistasamband Íslands, sem
eru heildarsamtök sviðslista á Ís-
landi, tilnefni tvo fulltrúa í ráðið en í
núgildandi lögum tilnefna Félag ís-
lenskra leikara og Félag leikstjóra á
Íslandi hvort sinn fulltrúa. Hlutverk
ráðsins er lagað að þeim lagaramma
sem gildir um störf forstöðumanna og
lögð áhersla á ráðgjafarhlutverk
ráðsins. Því er fellt á brott að því sé
ætlað að samþykkja starfs- og rekstr-
aráætlanir.
Í kafla frumvarpsins um Íslenska
dansflokkinn er gert ráð fyrir þriggja
manna ráði og að Sviðslistasamband
Íslands tilnefni fulltrúa með sömu
rökum og varða þjóðleikhúsráð.
Ný ákvæði um kynningarmál
Í frumvarpinu eru einnig ákvæði
um kynningarmál, sviðslistaráð og
sviðslistasjóð. Fær ráðherra heimild
til að fela þar til bærum aðilum að
kynna íslenskar sviðslistir. Tekið er
fram að ákvæðið komi ekki til fram-
kvæmda fyrr en fjármagn hefur verið
tryggt.
Samkvæmt gildandi leiklistar-
lögum veitir Alþingi árlega fé á fjár-
lögum til stuðnings starfsemi at-
vinnuleikhópa. Verði frumvarpið að
lögum mun sviðslistaráð úthluta úr
sviðslistasjóði. Lagt er til að sviðlista-
sjóður skiptist í tvær deildir, deild at-
vinnuhópa og deild áhugamanna-
hópa. Hlutverk sviðslistasjóðs verður
að veita fjárhagslegan stuðning til
verkefna á sviði sviðslista og að efla
íslenskar sviðslistir og koma þeim á
framfæri hér á landi og erlendis.
Umgjörð allra listgreina verði eins
Frumvarp um sviðslistir kynnt á samráðsgáttinni Þjóðleikhúsinu ætlað að stuðla að frumsköpun
í sviðslistum Breytt hlutverk þjóðleikhúsráðs Íslenski dansflokkurinn fær lagagrundvöll
Ljósmynd/Olga Helgadóttir
Sviðslistir Margvíslegar breytingar eiga að verða á lagaumhverfi sviðslista samkvæmt nýju frumvarpi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ljóst að tímaramminn er
þröngur og þetta þarf að klárast sem
fyrst. Það eru ekki nema þrír mánuðir
þar til samningurinn rennur út. Þess-
ar samgöngur eru mikilvægar. Nokk-
ur hundruð þúsund nota sér þetta
kerfi. Við þekkjum það vel á Vestur-
landi, þar eru tæplega 150 þúsund
ferðir farnar á ári hverju,“ segir Páll
Brynjarsson, framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Öll landshlutasamtök sveitarfélaga
hafa sagt upp samningi um fram-
kvæmd og fjármögnum almennings-
samgangna á landsbyggðinni. Samn-
ingar áttu að renna út um áramótin
en þeim var engu að síður sagt upp
svo þeir yrðu ekki framlengdir að
óbreyttu. Að undanförnu hafa staðið
yfir viðræður milli fulltrúa lands-
hlutasamtaka sveitarfélaga og Vega-
gerðarinnar um framhaldið. Í síðustu
viku var haldinn stór fundur með öll-
um fulltrúunum. Vegagerðin fundaði
svo í kjölfarið með hverjum og einum
landshlutasamtökum til að fá fram
áherslur þeirra.
„Það hafa verið í gangi viðræður
við Vegagerðina og ráðuneytið um
mögulegt framhald verkefnisins.
Eins og verið er að ræða málin í dag
er talað um sérstakan samning út árið
2019. Eftir þann tíma verði horft til
framtíðar og samið á nýjum forsend-
um,“ segir Páll.
Mikill taprekstur hefur verið á
rekstri almenningssamganga á sum-
um svæðum á landinu og segir Páll
ljóst að því þurfi að mæta. Þá þurfi
auknar fjárveitingar til verkefnisins
eigi það að ganga upp.
„Um tíma gekk þokkalega á
ákveðnum svæðum en í dag er tap-
rekstur í öllum landshlutum. Í þess-
um samningum leggjum við áherslu á
uppgjör á því sem undan er gengið og
að verkefnið sé fjármagnað. Þessar
samgöngur eru ekki lögbundið verk-
efni sveitarfélaganna og það skiptir
máli að þau séu ekki að standa undir
kostnaði við þær,“ segir Páll sem
kveðst vonast eftir að samningar ná-
ist fljótt og vel.
„Við erum að endurmeta þetta
verkefni með það að markmiði að það
vaxi og eflist. Nú er verið að skoða
hvaða leiðir eru til þess færar. Það er
áhugi fyrir því að endurnýja þennan
samning enda sýnir skýrsla um ár-
angur fyrstu fimm árin að þetta hefur
gengið betur en margir héldu,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra.
„Það er þörf á fjármunum og rík-
isvaldið hefur verið að koma að því.
Síðast í yfirstandandi fjárlögum. En
það er ljóst að rekstrarmódelið hefur
breyst, meðal annars vegna breytinga
á olíugjaldi. Það er því samtal í gangi
og hugsanlega þarf að framlengja
samninga uns nýtt fyrirkomulag tek-
ur við.“
Vilji til að ná
samningum á ný
Fundað um samgöngur úti á landi
Taprekstur í öllum landshlutum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Almenningssamgöngur Vilji er til
að halda áfram þjónustunni.
Kostnaður Alþingis vegna farsíma
og nettenginga þingmanna, starfs-
manna þingflokka og starfsliðs Al-
þingis hefur dregist saman um rétt
rúmlega 50% síðan árið 2013.
Þetta kemur fram í svari forseta
Alþingis við fyrirspurn Andrésar
Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri
grænna. Ástæða þess er meðal
annars sú að verð fyrir þessa þjón-
ustu hefur lækkað og meira er
innifalið en áður, þegar fjar-
skiptaþjónustan er keypt.
Samtals greiddi Alþingi 109,6
milljónir í fjarskiptakostnað fyrir
umrædda hópa á árunum 2013 til
og með 2017.
Kostnaðurinn var mestur árið
2013 þegar Alþingi greiddi samtals
28,3 milljónir fyrir þjónustuna.
Stærstur hluti var vegna alþingis-
manna, eða 17,7 milljónir. 1,1 millj-
ón var greidd vegna starfsliðs
þingflokka og formanna flokka en
9,5 milljónir vegna starfsliðs Al-
þingis.
Flestir meðal þingmanna, starfs-
fólks þingflokka og starfsliðs Al-
þingis eru hjá Símanum en næst-
flestir hjá Vodafone.
Fjarskiptakostnaður þingmanna minnkar um rúman helming