Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
● Samfélagsmiðillinn Facebook upp-
lýsti á föstudag að tölvuþrjótar hefðu
stolið stafrænum aðgangskóðum sem
þeir gátu notað til að ná stjórn á reikn-
ingum allt að 50 milljón notenda. Fa-
cebook segir að ekki sé enn að fullu
ljóst hvort tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér
aðganginn í ólögmætum tilgangi eða
hvort þeir hafi stolið persónuupplýs-
ingum.
Árásin virðist ekki hafa beinst að til-
teknum fórnarlömbum en á símafundi
með blaðamönnum sagði Mark
Zuckerberg, forstjóri Facebook, að
bæði reikningur hans og Sheryl Sand-
berg framkvæmdastjóra rekstrar hefðu
orðið fyrir barðinu á hökkurunum.
Hlutabréfaverð Facebook lækkaði um
2,6% á föstudag. ai@mbl.is
50 milljón Facebook-
reikningar í hættu
vegna tölvuþrjóta
AFP
Tjón Reikningur Marks Zuckerberg sjálfs
var meðal þeirra sem voru í hættu.
Tilkynnt var á laugardag að samkomulag hefði
náðst um að milljarðamæringurinn Elon Musk og
fyrirtæki hans Tesla muni hvort um sig greiða
bandaríska verðbréfaeftirlitinu (SEC) sekt að
upphæð 20 milljónir dala.
Verðbréfaeftirlitið gaf Musk að sök að hafa villt
um fyrir fjárfestum með skeytum sem hann sendi
frá sér á Twitter 7. ágúst síðastliðinn þar sem hann
sagði að tekist hefði að tryggja fjármögnun fyrir
afskráningu Tesla af hlutabréfamarkaði á genginu
420 dalir á hlut.
Betra en langdregin málaferli
SEC segir að umrædd tíst hafi ekki átt sér neina
stoð í raunveruleikanum og valdið óðagoti á mörk-
uðum sem olli fjárfestum tjóni. Tesla og Musk
hvorki neituðu né játuðu sök í málinu.
Samkomulagið kveður einnig á um að Musk
muni hætta sem stjórnarformaður Tesla en hann
mun áfram gegna starfi forstjóra.
Þrátt fyrir að Musk og Tesla greiði samtals jafn-
virði um 4,4 milljarða króna í sekt segir Reuters að
málið hafi fengið farsælan endi. Höfðu hluthafar
óttast að uppátæki Musks myndi hafa í för með sér
langdregin málaferli sem hefðu flækt rekstur
bandaríska rafbílaframleiðandans enn frekar.
Þá virðast markaðssérfræðingar almennt á
þeirri skoðun að það muni efla Tesla að setja nýja
manneskju í stjórnarformannsstólinn og þannig
ná betri stjórn á raðfrumkvöðlinum Musk sem
undanfarin misseri hefur þótt helst til framhleyp-
inn á opinberum vettvangi. Er Tesla gert að ráða
sjálfstæðan stjórnarformann og tvo sjálfstæða
stjórnarmenn. ai@mbl.is
Musk og Tesla greiða risasekt
AFP
Hólpinn Þó hann verði 20 milljónum dala fátæk-
ari þykir Elon Musk hafa sloppið nokkuð vel.
Gert að hætta sem stjórnarformaður en fær áfram að gegna stöðu forstjóra
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sjálfsafgreiðslukassar í verslunum
geta valdið því að annars heiðarlegir
viðskiptavinir taka upp á því að
hnupla varningi. Iðulega lítur þetta
fólk ekki þannig á að það sé að stela,
heldur finnst því hnuplið vera eðlileg
umbun fyrir það ómak og ergelsi
sem stundum fylgir því að skanna
inn eigin innkaup.
Þetta segir dr. Emmeline Taylor,
afbrotafræðingur og yfirmaður
rannsókna við samfélagsfræðideild
City, University of London. Hún
hélt erindi um þessi mál á ráðstefnu
sem Öryggismiðstöðin stóð fyrir síð-
astliðinn fimmtudag.
Að sögn Emmeline er ekki flókið
að snúa á þær varnir sem sjálfs-
afgreiðslukassarnir búa yfir en tölv-
an í afgreiðslukassanum notar vog
til að mæla það sem skannað er og
lætur vita ef varan sem sett er á vog-
ina er óeðlilega þung eða létt. „En
það sem fólk gerir er að finna eitt-
hvað mun ódýrara en af svipaðri
þyngd, og skanna það í staðinn, t.d.
skanna 500 g af kjúklingabringum
en setja 500 g nautalund ofan í pok-
ann. Þetta svindl verður enn auð-
veldara þegar um er að ræða vöru
sem seld er í lausu og getur við-
skiptavinurinn þá t.d. slegið inn að
hann sé að vigta ódýrar gulrætur
eða kartöflur á meðan hann er í raun
að vigta lárperur,“ segir hún og bæt-
ir við að oft gerist það fyrir slysni
þegar fólk stelur með þessum hætti í
fyrsta skipti.
Fimmtungur stelur
Vandinn við búðahnupl á sjálfs-
afgreiðslukössum er útbreiddur í
Bretlandi, að sögn Emmeline, og í
spurningakönnun sagðist einn af
hverjum fimm svarendum stunda
það reglulega að svindla í sjálfs-
afgreiðslu og stela að jafnaði fyrir 15
pund á mánuði. Á ársvísu gæti tjónið
fyrir breskar verslanir numið allt að
1,6 milljörðum punda á ári. „En
sjálfsafgreiðslustöðvarnar hafa líka
sína kosti og er t.d. áætlað að ef af-
greiðslukassinn er mannaður kosti
það verslunina 1 pund að afgreiða
100 punda matarinnkaup. Sjálfs-
afgreiðslustöðvar draga líka stór-
lega úr tapi vegna rýrnunar s.s.
vegna þess sem í Bretlandi er kallað
„sweethearting“ þegar starfsmaður
á kassa skannar ekki allan þann
varning sem vinur, ættingi eða koll-
egi setur á færibandið.“
Aðspurð hvað megi til bragðs taka
segir Emmeline að það megi t.d.
fara þá leið að strikamerkja dýra
ávexti og grænmeti frekar en að
selja í lausu. „Einnig gæti hjálpað að
hafa eftirlitsmyndakerfi við hverja
afgreiðslustöð og varpa á skjá þar
sem viðskiptavinurinn getur séð
sjálfan sig. Með því má ná fram þeim
sálrænu áhrifum að honum þyki
hnuplið ekki lengur jafn léttvægt.“
Vopnaðir ræningjar
forðast bankana
Emmeline hefur einnig gert rann-
sóknir á vopnuðum ránum og segir
að þökk sé markvissum aðgerðum
heyri nánast sögunni til að rán séu
framin í bönkum. „Peningaskápar
með tímalæsingu, skothelt gler og
aðrar öryggislausnir hafa skilað sínu
og ræningjar vita að ef þeir leggja til
atlögu við banka eru þeir að taka
mikla áhættu og hafa líklega mjög
lítið upp úr krafsinu,“ segir hún.
„Vandinn er sá að fyrir vikið hafa
vopnuð rán færst annað, s.s. yfir til
verslana, í afgreiðslulúgur skyndi-
bitastaða og jafnvel að hótel eru
rænd. Vinsælustu skotmörkin eru
fyrirtæki sem eru tiltölulega ein-
angruð, eins og bensínstöðvar þar
sem oft er aðeins einn starfsmaður á
vakt og engin önnur fyrirtæki í
næsta nágrenni.“
Hér segir Emmeline að geti
gagnast að beita svipuðum lausnum
og bankarnir gerðu, t.d. með því að
nota peningaskápa með tímalæsingu
og auglýsa það vel við innganginn.
„En það þarf líka, rétt eins og með
sjálfsafgreiðsluhnuplið, að reyna að
breyta hugarfari gerendanna. Í við-
tölum kemur í ljós að þeir sem hafa
framið vopnað rán líta á það sem
töffaralegri glæp en t.d. innbrot.
Þeim þykir eitthvað heiðarlegt við
það að standa andspænis fórn-
arlambinu frekar en að læðast inn í
hús og láta greipar sópa. Það sem
virðist vanta er skilningur á hversu
djúpstæð og alvarleg áhrifin geta
verið fyrir afgreiðslufólkið sem ber
þess kannski seint eða aldrei bætur
að hafa verið hótað með vopni við
störf sín.“
Freistast til að stela í sjálfsafgreiðslu
Ljósmynd / Thinkstock
Svindl Stúlka á mynd úr safni notar sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslun.
Í Bretlandi má finna slíka kassa víða og þeir eru farnir að birtast á Íslandi.
Sálrænt Emmeline Taylor segir
þurfa að minna viðskiptavini á að
hnuplið er ekki léttvægt.
Óheiðarlegir viðskiptavinir þykjast vera að vigta gulrætur þegar dýrar lárperur eru í pokanum
Vopnuð rán í Bretlandi hafa færst frá bönkunum yfir til bensínstöðva og skyndibitastaða
1. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 110.8 111.32 111.06
Sterlingspund 144.62 145.32 144.97
Kanadadalur 85.09 85.59 85.34
Dönsk króna 17.211 17.311 17.261
Norsk króna 13.543 13.623 13.583
Sænsk króna 12.459 12.531 12.495
Svissn. franki 113.5 114.14 113.82
Japanskt jen 0.9766 0.9824 0.9795
SDR 154.54 155.46 155.0
Evra 128.34 129.06 128.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.8699
Hrávöruverð
Gull 1183.5 ($/únsa)
Ál 2028.0 ($/tonn) LME
Hráolía 81.63 ($/fatið) Brent