Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Höfuðlausnir
Voss-Helme hjálmar og hjálmhúfur
Þýsk gæðavara framleidd í samræmi við
EN 397 og EN 812.
Til í öllum regnbogans litum.
Allir koma þeir með 6-punkta höfuðneti, með svitabandi og
stillihnapp til að tryggja örugga setu á höfði.
Hægt að fá með eða án hökubands.
Vertu klár í kollinum
Angela Merkel,
kanslari Þýska-
lands, varaði Do-
nald Trump
Bandaríkja-
forseta í gær við
því að „leggja
Sameinuðu þjóð-
irnar í rúst“. Um-
mælin lét hún
falla á kosn-
ingafundi í
Bæjaralandi í Þýskalandi.
Trump sagði á þingi Sameinuðu
þjóðanna í síðustu viku að stjórn
hans hafnaði hugmyndafræði hnatt-
væðingarinnar og hneigðist fremur
til þjóðrækni og föðurlandsástar.
ÞÝSKALAND
Merkel varar Banda-
ríkjaforseta við
Angela
Merkel
Fellibylurinn
Trami skall á Jap-
an í gær og eru
tugir manna slas-
aðir. Frá þessu
segir á vef AFP
en þar er bent á
að mörg svæði
séu nú þegar illa
farin eftir nýleg
ofsaveður. Yfir
þúsund flug- og hraðlestarferðum
var aflýst. Þá fylgja fellibylnum
sterkir vindar og hellirigning.
Að minnsta kosti 84 höfðu orðið
fyrir minniháttar meiðslum og er
einnar konu, sem talið er að hafi
fokið ofan í göturæsi, saknað.
FELLIBYLUR Í JAPAN
84 slasaðir og einn-
ar konu saknað
Ofsaveður Kona
berst við vindinn.
91,2% þeirra sem kusu í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni um nafnbreyt-
ingu á Makedóníu yfir í Lýðveldi
Norður-Makedóníu kusu með
breytingunni í gær.
Kjörsókn var mjög lítil, rétt
undir 35%. Andstæðingar nafn-
breytingarinnar höfðu boðað að
þeir myndu sniðganga kosning-
arnar og sagði á vef AFP að þeir
hefðu verið byrjaðir að fagna um
þrjúleytið í gær. Stjórnvöld munu
þó líklega líta á það sem sigur að
nafnbreytingin hafi náð meiri-
hluta, þrátt fyrir lélega kjörsókn.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er lið-
ur í deilu milli Makedóna og
Grikkja en Grikkir hafa frá því
að Makedónía lýsti yfir sjálfstæði
árið 1991 lagst gegn nafninu á
landinu, þar sem Makedónía er
einnig hérað í N-Grikklandi.
Grikkir hafa vegna þessa staðið í
vegi fyrir inngöngu Makedóna í
Evrópusambandið og Atlantshafs-
bandalagið en hafa heitið því að
greiða leið Makedóna skipti þeir
um nafn.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM NAFNBREYTINGU
Makedónar kusu með nýju nafni í gær
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Yfir 830 manns hafa látist í Indóne-
síu af völdum jarðskjálftans sem
reið yfir á föstudaginn. Yfirvöld bú-
ast sterklega við því að við því að sú
tala muni hækka. Jarðskjálftinn var
af stærðinni 7,5 og olli 1,5 metra
hárri fljóðbylgju sem fór yfir borg-
ina Palu á eyjunni Sulawesi.
Yfirvöld munu standa að fjölda-
greftri á hinum látnu í von um að
komast hjá sjúkdómafaraldri.
Sutopo Purwo Nugroho, talsmað-
ur almannavarna Indónesíu segir í
samtali við AFP að dánartölurnar
eiga eftir að halda áfram að hækka.
Hrópa á hjálp undir hóteli
Björgunarsveitarmenn vinna
hörðum höndum við að reyna að
bjarga um 60 manns sem eru taldir
vera undir hóteli sem hrundi í Palu.
Að sögn viðstaddra heyrast köll og
barnsgrátur úr rústunum þar sem
hótelið stóð. Örvæntingarfullir íbúar
sem lifðu jarðskjálftann af hafa
margir hverjir þurft að sofa undir
berum himni síðustu þrjá daga. Þá
hefur fólk rænt verslanir til að kom-
ast í nauðsynjavörur eins og vatn og
mat. Lögreglan hefur ekki viljað eða
ekki haft getu til að stöðva slík rán
samkvæmt AFP. Wiranto, öryggis-
málaráðherra Indónesíu, hefur sagt
að ríkið muni endurgreiða íbúum
það sem hefur verið tekið. „Skráið
niður allt sem hefur verið tekið. Við
munum borga fyrir allt,“ sagði Wir-
anto, sem eins og margir frá Indóne-
síu gengur einungis undir einu nafni.
Á ströndinni þegar aldan kom
Fréttaveitan AFP náði tali af Adi,
manni sem var á ströndinni með eig-
inkonu sinni þegar fljóðbylgjan skall
á. Hann hefur ekki séð hana síðan og
veit ekki hvort hún er á lífi eður ei.
„Þegar aldan kom, þá týndi ég
henni. Ég sogaðist um það bil 50
metra og gat ekki haldið í neitt.
Vatnið snérist alls staðar í kringum
mig,“ sagði Adi. Hann fór í gær aftur
að ströndinni og fann mótorhjólið
sitt og veski eiginkonu sinnar. Aðrir
eftirlifendur hafa leitað að ástvinum
sínum í opnum líkhúsum sem sett
hafa verið upp í Palu en þar liggja
hinir látnu í sólinni á meðan beðið er
eftir að borin séu kennsl á þá.
Vilji fyrir verkið ekki nóg
Forseti Indónesíu, Joko Widodo,
heimsótti svæðið seinnipart sunnu-
dags og sagði að unnið yrði dag og
nótt til að bjarga þeim sem hægt
væri að bjarga. Talsmaður almanna-
varna, Nugroho, segir hins vegar að
viljinn fyrir verkið sé ekki nóg þar
sem fjarskipti eru takmörkuð og
þungar vinnuvélar, til að eiga við
rústirnar, af skornum skammti.
Varaforseti Indónesíu, Jusuf
Kalla, sagði líklegt að dánartalan
myndi fara yfir þúsund manns þar
sem mörg svæði á Sulawesi-eyjunni
hafa ekki enn fengið hjálp. Verk-
efnastjóri hjá Save The Children,
Tom Howells, sagði erfitt að komast
að mörgum svæðum á eyjunni og
hefði það áhrif á björgunaraðgerðir.
„Björgunarsveitir og yfirvöld eru að
basla við að komast að fjölmörgum
samfélögum nálægt Donggala þar
sem búist er við miklum skemmdum
og mögulega miklu mannfalli,“ segir
Howells.
Samgöngur afar slæmar
Gervihnattamyndir frá björgun-
arsveitum sýna gríðarlegar
skemmdir á stærri höfnum eyjunn-
ar, stórum skipum skolaði einnig á
land ásamt því að brýr hrundu.
Skemmdir á höfnum og mannvirkj-
um munu gera björgunarsveitar-
mönnum afar erfitt fyrir að koma
birgðum og nauðsynjavörum til
þeirra sem þurfa á hjálp að halda.
Aðalvegir eyjunnar hafa skemmst
mikið. „Fólk hérna þarf hjálp, mat
og hreint vatn,“ segir Anser Bach-
mid, 39 ára íbúi í Palu.
Almannavarnir Indónesíu telja að
um 71 útlendingar hafi verið í Palu
þegar jarðskjálftinn skall á. Þriggja
Frakka og eins Kóreumanns er
saknað en þeir gistu á hóteli sem
hrundi og hefur ekkert spurst til
þeirra síðan jarðskjálftinn reið yfir.
Heyra barnsgrát í rústunum
Yfir 830 látnir eftir jarðskjálfta í Indónesíu Björgunaraðgerðir ganga erfiðlega Íbúar ræna mat
og vatni í verslunum Yfirvöld setja upp opin líkhús svo hægt sé að bera kennsl á hina látnu
Yfir 800 eru látnir í borginni Palu á indónesísku
eyjunni Sulawesi, en þar hafa íbúar leitað ást-
vina sinna og ættinga frá því flóðbylgjan reið yf-
ir á föstudag. Óttast er að tala látinna hækki
hratt, en mögulegt er að þúsundir hafi látið lífið.
Hinum látnu hefur verið komið fyrir í líkpokum
á strætum borgarinnar og lögregla leiðbeinir
fólki með myndum af sínum nánustu sem týnt
hafa lífi í náttúruhamförunum.
AFP
Ástvina og ættingja leitað í mikilli örvæntingu