Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 16

Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær kjara-viðræðursem fram- undan eru snúast um lífskjör. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Halldórs Benjamíns Þor- bergssonar, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, og Ragnars Þórs Ingólfs- sonar, formanns VR, í þætt- inum Þingvöllum á K100 í gærmorgun. Út af fyrir sig er augljóst að kjaraviðræður eiga að snúast um lífskjör en þau vilja þó stundum gleymast og kjara- viðræðurnar fara að snúast um aðra hluti í raun og niður- staðan getur þá jafnvel orðið lífskjaraskerðing vegna óskynsamlegra samninga. Lífskjör snúast ekki síst um kaupmátt, það er að segja um það hvað fólk fær fyrir krón- urnar sínar. Það er til lítils að semja um fleiri krónur ef krónurnar skila litlu í raun til launafólks. Þess vegna skipta skattar líka miklu máli og Björt Ólafsdóttir þáttar- stjórnandi spurði Halldór og Ragnar að því hvers vegna að- ilar vinnumarkaðarins sam- einuðust ekki um að krefjast lægri skatta, bæði á fólk og fyrirtæki. Báðir tóku út af fyr- ir sig jákvætt í þetta, sem lof- ar góðu um að útspil ríkisins að þessu leyti gæti liðkað fyrir skynsamlegum samningum. Annað sem töluvert var rætt voru húsnæðismálin og lagði Ragnar sérstaklega áherslu á þau. Taldi hann að byggja þyrfti miklu meira og auðvelda fólki að eignast hús- næði. Það er mikið til í þessu þó að ekki sé sama hvernig að því er staðið. Meginatriðið er að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, aðallega Reykjavík, tryggi nægt fram- boð lóða og ýti undir byggingu nýrra íbúða. Mikið hefur vant- að upp á þetta hjá Reykja- víkurborg mörg undanfarin ár og þó að önnur sveitarfélög hafi bætt það upp að ein- hverju leyti með auknu fram- boði hefur það engan veginn dugað til. Reykjavík er í lykil- stöðu til að laga húsnæðis- skortinn og halda húsnæðis- verði niðri, en því miður hefur áhugi borgaryfirvalda allur verið að koma upp íbúðum í Miðbænum á milljón krónur á fermetrann, en standa gegn uppbyggingu þar sem hún er ódýrust, sem er í útjaðri borgarinnar. Ragnar nefndi að ráðist hefði verið af myndarskap í byggingu Breiðholts á sínum tíma, en það var á þeim tíma í útjaðri borgarinnar og þar reis hratt upp hagstætt hús- næði. Sama gerð- ist þegar land var í stórum stíl brot- ið undir bygg- ingar í Grafarvogi og nægt framboð tryggt svo að allir sem vildu gætu eignast hús- næði. Þetta er hægt að endur- taka sé vilji til þess hjá Reykjavíkurborg og í raun nær að beina húsnæðiskröf- unni þangað en að ríkisvald- inu. Þá var rætt um styttri vinnutíma og vissulega er æskilegt að halda honum hóf- legum. En í því efni má líka benda á að spjótin mættu standa á Reykjavíkurborg, því að heildartíminn sem fer í vinnu, að meðtöldum tíman- um sem það tekur að ferðast í og úr vinnu, hefur lengst vegna tregðu borgaryfirvalda til að greiða fyrir samgöng- um. Eða öllu heldur, sem iðu- lega hefur verið raunin, vilja borgaryfirvalda til að hindra umferð og minnka afkasta- getu gatnakerfisins. Það er líka lífskjaramál að þurfa ekki að sitja löngum stundum að óþörfu í biðröð en eiga þær stundir frekar heima í faðmi fjölskyldunnar. En þó að kjarasamningar snúist um lífskjör í stærra samhengi verður meðal ann- ars deilt um krónutölur, lægstu laun og prósentur í komandi kjarasamningum. Það er óhjákvæmilegt en það er um leið mikilvægt að sú umræða fari fram í samhengi við stöðuna í efnahags- og at- vinnulífi og að niðurstaða samninganna verði á þá leið að bæta raunverulega lífskjör alls almennings hér á landi. Íslendingar hafa á síðustu árum notið lífskjarabóta sem eru í það minnsta með þeim mestu í sögu landsins. Og það er án efa vandasamt að finna dæmi um slíkan lífskjarabata þótt horft sé víðar um heim. Það gefur auga leið að lífs- kjarabatinn getur ekki haldið áfram á sama hraða um alla framtíð. Þess vegna snúast komandi samningar ekki að- eins um að halda áfram að bæta lífskjörin heldur einnig um að glutra ekki niður þeim lífskjarabata sem náðst hefur. Það er ekki síður vandasamt og gerir miklar kröfur til að- ila vinnumarkaðarins, sem og hins opinbera, að nálgast kjaramálin að þessu leyti af þeirri framsýni og ábyrgð sem landsmenn eiga skilið. Nú þarf ekki aðeins að sækja enn betri lífskjör, ekki er síður mikilvægt að glutra ekki niður því sem náðst hefur} Lífskjörin eru lykilatriði Í síðustu viku tók Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, for- maður Sjálfstæðisflokksins á móti skýrslu úr hendi dr. Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Skýrsl- una hafði dr. Hannes ritað að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytis um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008. Gott og blessað. Íslenskur almenningur greiddi 10 milljónir króna fyrir gerð þessarar skýrslu. Í siðuðu ríki hefði verið ritað í inngangi að höfundur hennar hefði um áratugaskeið ver- ið áhrifamaður bak við tjöldin í Sjálfstæðis- flokknum, sem stýrt hefði landinu meira eða minna frá lýðveldisstofnun, og að hann hefði sömuleiðis um áratugaskeið verið einn aðal- áróðursmeistari þess flokks. Enga slíka um- fjöllun er að finna í skýrslunni. Þó má í inngangi lesa þann fyrirvara að höfundur hafi setið í bankaráði Seðlabankans og skipulagt nokkrar ráðstefnur fyrir hönd bankans sem kunni að valda einhverri skekkju á sýn hans á verkefnið. Gott og blessað. Dr. Hannes hefur á sínum ferli sjaldan farið leynt með sína flokkspólitísku afstöðu, enda engin þörf á því. Hann hefur um áratugaskeið skrifað lipurlega um málefni Sjálfstæðisflokks síns og önnur þau sam- félagslegu mál hvar flokkur hans kemur við sögu, sem í ljósi stjórnarþátttöku flokksins er ansi víða. Hannes skrif- ar einnig lipurlega um málefni annarra flokka, aðkomu þeirra að ýmsum atburðum í sögu landsins en þó ævinlega með sinn Sjálfstæðisflokksbundna blekpenna að vopni. Hér á Íslandi ætti hver sá sem eitt- hvað hefur fylgst með stjórnmálum að geta greint skrif hans, greint að þar er þess gætt vandlega að sneiða framhjá hverju því sem fellt gæti skugga á hans Sjálfstæðisflokk sem og sneitt vandlega að því að krydda með frjálsu lagi hvað það sem gæti komið sjálfstæð- isflokkspólitískum andstæðingum miður. Gott og blessað. En þá komum við að því hvort það sé heppilegt að íslensk stjórnvöld séu að velja slíkan einstakling til verks þegar rita á trúverðuga skýrslu fyrir íslenska ríkið á erlendri tungu, hvar tilgangurinn virðist að koma í dreifingu sem víðast um heim? Erlend- ir aðilar hafa mögulega ekki tök á að greina að dr. Hannes hafi ekki bara verið óháður stjórn- armeðlimur í Seðlabankanum heldur beinlínis einn af sköpurum þess ástands sem leiddi af sér hið ís- lenska bankahrun. Þegar skýrsla dr. Hannesar er þar að auki stimpluð í bak og fyrir með velþóknun íslenskra stjórnvalda er hætta á að lesandi álykti að hér sé á ferðinni vandað faglegt rit frá virtum Háskóla. Þegar æviferill höf- undar verður lesendum ljós er hætta á að það rýri enn frekar trúverðugleika Íslands og Háskóla Íslands í augum umheimsins. Það, auk milljónanna tíu sem við greiddum fyrir verkið getur orðið okkur ansi dýrkeypt. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Opinberun Hannesar Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Efnarás ehf., dótturfélagHringrásar, hefur tekiðvið drifrafhlöðum úr raf-bílum sem hafa orðið fyr- ir tjóni. Jóhann Karl Sigurðsson rekstrarstjóri bendir á að rafhlöð- urnar eigi að endast í a.m.k. sjö ár og almennt ekki komið að endurnýj- un. Drifrafhlöður úr 4-5 tjónabílum voru sendar í fyrsta sinn frá Efna- rás til endurvinnslu í Belgíu í nóv- ember í fyrra. Þar er lithíum endur- unnið úr þeim. Næsti farmur fer líklega á nýju ári, að sögn Jóhanns. „Þetta er rándýrt í endur- vinnslu og sá sem flutti bílinn inn þarf að borga,“ sagði Jóhann. Bíla- umboðin hafa greitt fyrir drifraf- hlöður úr bílum sem þau fluttu inn. Hafi einstaklingur flutt rafbílinn inn þarf hann að borga. Kostnaðurinn nemur yfir 1.000 kr./kg auk vsk. og getur því numið 200-300 þúsund krónum á bíl, allt eftir stærð. Jóhann segir að rafhlöðum úr rafbílum hafi tvisvar verið laumað með öðrum rafhlöðum til Efnarásar. Þær voru þá faldar í kari með öðrum rafhlöðum. „Þetta getur verið mjög hættulegt og valdið því að starfs- menn okkar slasist,“ sagði Jóhann. Hann segir mikilvægt að viður- kenndir aðilar losi rafhlöðurnar úr bílunum. Svo þurfi að pakka þeim sérstaklega til flutnings. Sellurnar eru losaðar í sundur og hverri pakk- að inn sér. Þetta þarf að flytja á gúmmí- eða plastbretti og skorða vel. Ekki má leiða á milli sellana því þá skapast eldhætta. Jóhann kveðst hafa trú á að þegar endurvinnsla drifrafhlaða þróast meira muni kostnaðurinn lækka. Ekkert úrvinnslugjald enn Drifrafhlöður úr rafbílum eru ekki í kerfinu hjá Úrvinnslusjóði, því úrvinnslugjald hefur ekki verið lagt á þær, að sögn Írisar Gunnars- dóttur, rekstrarstjóra vöruflokka. „Það er í skoðun hjá okkur og um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu hvernig á að taka á því. Við erum að ræða það þessa dagana,“ sagði Íris. Hún segir að drifrafhlöður hafi fallið til úr tjónabílum. Bílaumboðin hafi samið við aðila sem komi þeim í endurvinnslu. Eigendur bílanna hafi aldrei verið látnir greiða úrvinnslu- gjald sem standi straum af endur- vinnslu/förgun þegar kemur að því að líftíma rafhlöðunnar lýkur. „Það á eftir að taka ákvörðun um hvort það á að leggja þann kostnað á bílinn strax í upphafi. Þetta geta verið 200-300 þúsund á bíl, eftir því hvað rafhlaðan er stór. Svo verða rafhlöðurnar kannski ekki ónothæfar fyrr en eftir 8-9 ár. Þá eru þeir peningar búnir að liggja í sjóði allan þann tíma,“ sagði Íris. Hún segir viðbúið að miklar breyt- ingar verði á þessu sviði. M.a. sé rætt um að hægt verði að nýta gaml- ar drifrafhlöður til geymslu á raf- magni úr sólarsellum eða vindorku, þótt þær dugi ekki til að knýja bíla. „Svona bílarafhlöður eru búnar til úr mörgum litlum einingum sem eru tengdar við flókinn stjórnbúnað. Enginn hér á landi getur gert neitt við þetta. Það er dýrt að meðhöndla rafhlöðurnar og þarf þekkingu og réttan útbúnað til að taka þær úr bílunum. Þetta þarf allt að fara til útlanda og það er svo dýrt,“ sagði Íris. Lagabreytingu þarf til að leggja úrvinnslugjald á drifraf- hlöður rafbíla. Íris segir málið á undirbúningsstigi og ekki ljóst hvort og þá hvenær úrvinnslugjald verður lagt á drifrafhlöður eða með hvaða hætti það verður gert. Dýrt að senda drif- rafhlöður í úrvinnslu Fáeinum rafgeymum úr rafbílum hefur verið skilað til Efnamóttökunnar hf., að sögn Jóns H. Steingrímssonar framkvæmdastjóra. Hann sagði að rafgeymarnir fari í endurvinnslu er- lendis og málmar úr þeim séu endurnýttir þar. Rafgeymar sem innihalda lithíum, nikkel- kadmíum og fleiri efni fara til Frakklands. Búa þarf sérstaklega um rafgeyma sem innihalda lithíum. Eldhætta getur fylgt komist vökvi í þá. Sett eru rakadræg efni með rafgeymunum áður en þeir eru sendir úr landi. Rafgeymar og eldfimar rafhlöður eru geymdar fjarri öðrum brenn- anlegum efnum, helst í óupphitaðri útigeymslu. Geymslurnar eru oftar en ekki vaktaðar. Endurunnar erlendis DRIFRAFHLÖÐUR RAFBÍLA Ljósmynd/Wikimedia Drifrafhlaða Margar einingar, eða sellur, eru tengdar saman og mynda drifrafhlöðu rafbílsins. Vandasamt er að meðhöndla rafhlöðurnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.