Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018
Kókosjógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
faglega þjónustu,
Ég óska þess næstum, að óvinaher
þú ættir í hættu að verjast,
svo ég gæti sýnt þér og sannað þér,
hvort sveinninn þinn þyrði ekki að berjast.
Að fá þig hrósandi sigri að sjá
er sætasta vonin, er hjarta mitt á.
Erindi þetta er úr ljóðinu Ástar-
játning til Íslands eftir Hannes Haf-
stein, fyrsta ráðherra Íslands.
Í heild sinni varpar ljóðið sýn á
hina óþreytandi föðurlandsást sem
höfundur var haldinn. Í fyrri hluta
ljóðsins leitast höfundur við að svara
hinni ódauðlegu spurningu, sem hann
svo síðar nefnir, þ.e. hvaðan þessar
miklu tilfinningar til föðurlandsins
koma; hvað keyrir áfram ást hans og
hollustu til þjóðarinnar. Höfundurinn
bendir á allt það sem land og þjóð
hefur gefið honum; faðmað og fætt og
frætt og skemmt við sögur eins og
þar segir. Síðari hluti ljóðsins er svo
loforð um algjöra hollustu sé að þjóð-
inni eða ættjörðinni vegið. Við lestur
ljóðsins verður manni hugsað til ráða-
manna fyrri tíma sem stóðu vaktina
og þorðu að taka slaginn þegar að
þjóðinni var vegið. Í
landhelgisdeilunni
stóðu stjórnmálamenn í
ströngu en þeir gáfust
aldrei upp. Hollusta
þeirra var aldrei dregin
í efa á meðal almenn-
ings. Ráðamenn þjóð-
arinnar stöppuðu stál-
inu í þjóðina. Sama var
uppi á teningnum í full-
veldisbaráttunni. Ís-
lendingar unnu í þess-
um málum þrekvirki og
vinna reyndar enn, sbr.
réttlátan sigur í Icesave-deilunni.
Icesave-atburðarásin er merkileg í
marga staði. Þjóðin var þar ekki að-
eins að berjast við erlend stórveldi,
sem reyndu að fá íslenska ríkið til að
ábyrgjast skuldir óreiðumanna, held-
ur einnig við þingheim, háskóla-
samfélagið og stóru fjölmiðlana. Nán-
ast daglega birtust hinar og þessar
fréttir, yfirlýsingar frá háskólapró-
fessorum, fjölmiðlamönnum, og ráða-
mönnum um að Ísland myndi ein-
angrast eins og „Norður-Kórea“ og
verða „Kúba norðursins“ ef almenn-
ingur myndi standa fast á sínu og
hafna „samkomulag-
inu“. Það hlýtur að telj-
ast ámælisvert þegar
þingheimur samþykkir
slíka uppgjöf sem svo er
hafnað tvívegis með af-
gerandi hætti í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Fram-
ganga þingheims í
Icesave-málinu er
smánarblettur á sögu
Alþingis og hverfur
seint úr minni.
Undirritaður sat fjöl-
mennan fund Sjálfstæð-
ismanna í Valhöll á dögunum. Á fund-
inum var farið yfir þriðja orkupakka
Evrópusambandsins en margt bendir
til að fari svo að Alþingi samþykki
innleiðingu hans, muni eiga sér stað
fullveldisframsal af áður óþekktri
stærðargráðu. Málið er stórt og það
sást á fundarsókninni en á þriðja
hundrað manns sat fundinn. Valhöll,
sem reyndar sumir í forystunni hafa
gælt við að selja, hafði ekki verið eins
þétt setin á almennum fundi í nokkur
ár.
Fundurinn samþykkti einróma að
umræðum loknum áskorun til for-
ystu Sjálfstæðisflokksins um að
hafna þriðja orkupakkanum. Lands-
fundur flokksins hafði ályktað með
sambærilegum hætti fyrr á árinu en
samkvæmt lögum flokksins er lands-
fundur æðsta vald hans í stefnumörk-
un.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri, flutti magnþrungna ræðu á
fundinum. Styrmir fór yfir sögu Sjálf-
stæðisflokksins og hvernig flokkur-
inn, á gullöld sinni, stóð vörð um full-
veldið og var fylginn sér í sjálfstæðis-
baráttunni. Varpaði Styrmir fram
þeirri mikilvægu spurningu hvort það
ætti að vera „hlutverk og hlutskipti
þess flokks, sem á sér svo merka sögu
í baráttunni fyrir fullveldi þessarar
litlu þjóðar, að leiða hana fyrstu
skrefin í átt til þess að verða lítill
hreppur í 500 milljóna manna ríkja-
bandalagi, sem lýtur ólýðræðislegri
miðstjórn umboðslausra og andlits-
lausra embættismanna í Brussel“ og
benti á að á síðustu tíu árum hafi sést
veikleikamerki í flokki okkar í þess-
um efnum. Nefndi Styrmir einnig
undirgefnina í Icesave-deilunni og að
setningin „við eigum ekki annarra
kosta völ“ sé enn og aftur farin á
kreik. Í niðurlagi ræðu sinnar beindi
Styrmir orðum sínum að forustusveit
flokksins og sagði henni að gæta sín,
að sá þráður í sálarlífi Sjálfstæðis-
flokksins, sem snýr að fullveldi og
sjálfstæði Íslands, væri mjög sterkur
og benti réttilega á að flokkurinn
hefði varanlega misst þriðjung af
fylgi sínu og að flokkurinn mætti ekki
við meiru.
Barátturæða Styrmis var nauðsyn-
leg, tendraði margar tilfinningar og
kveikti von. Viðbrögðin voru þess eðl-
is að flestir héldu að nú væri endan-
lega búið að koma þeim skilaboðum
til forystu flokksins að þriðja orku-
pakkanum skuli hafnað. Þótt lands-
fundarályktunin hefði auðvitað átt að
nægja. Forystan þyrfti sannarlega að
vera óforskömmuð ef hún ætlaði að
keyra í gegn innleiðingu á þessum
orkupakka; þvert á vilja landsfundar
og þvert á stefnu flokksins. Voru það
því einstaklega mikil vonbrigði að
lesa ummæli varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins nokkrum dögum eftir
fund svo en virðist sem að ætlunin sé
að skella skollaeyrunum við aug-
ljósum vilja Sjálfstæðismanna. Verði
það niðurstaðan hefur forysta flokks-
ins vegið að lýðræðisskipulagi flokks-
ins og snúið baki við fulltrúum lands-
fundar. Sé litið til nýlegra atburða
sem áttu sér stað fyrir síðustu
borgarstjórnarkosningar, má ekki
reikna með neinu öðru en að grasrót-
in gjaldi lausung við lygi og haldi
slíku til haga næst þegar forval verð-
ur innan flokksins.
Vegið að landsfundi
Eftir Viðar Guðjohnsen » Forystan þyrfti
sannarlega að vera
óforskömmuð ef hún
ætlaði að keyra í gegn
innleiðingu á þessum
orkupakka; þvert á vilja
landsfundar og þvert á
stefnu flokksins.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er fyrrv. formaður
Félags Sjálfstæðismanna í
Smáíbúða-, Bústaða- og Foss-
vogshverfi.
Ég fann fyrir vægum
hrolli þegar ég heyrði
að Öryrkjabandalag Ís-
lands myndi trúlega
fara í mál gegn ríkinu
vegna skerðingaráhrif-
anna sem kölluð hafa
verið „króna á móti
krónu“ og er að mínu
viti einhver óréttlátasta
og um leið heimskuleg-
asta aðgerðin í trygg-
ingakerfinu og er þá
langt til jafnað. Meira að segja fá ell-
ismellirnir eins og ég ekki þessa
grimmu meðhöndlan, en þetta þykir
stjórnvöldum ennþá við hæfi til
handa þeim sem hafa hlotið örlög þau
af ýmsu tagi er örorku valda, jafnvel
ævina alla.
Ég starfaði um allmörg ár á vegum
þessa fólks og marga hildina höfðum
við háð, sumar unnist en of fáar þó,
aðrar tapast eða árangur hvergi
nærri sá er við höfðum vænzt. Mikið
fékk ég oft dáðst að dugnaði þessa
fólks með stundum nær óyfirstíg-
anlega erfiðleika vegna fötlunar sinn-
ar, en þraukað af ótrúlegum vilja-
krafti. Mér hefur alltaf fundist það
frá fyrstu kynnum af þessum málum
að samfélagið ætti að koma svo sem
frekast er kostur til móts við það fólk
sem þarna heyr lífsbaráttu sína af
ótrúlegum lífsvilja. Og eitt get ég full-
yrt af mikilli reynslu og góðum kynn-
um að í yfirgnæfandi tilfella á þetta
fólk þá ósk heitasta að vera virkir
þátttakendur í samfélaginu, mega
þannig halda reisn sinni sem allra
bezt og öðlast fullvissu þess hversu
slíkt framlag er þeim dýrmætt og þar
með öllu þjóðfélaginu. Þar eiga við
þau orð að virkni sé verð svo margs
annars og gjörir lífið léttbærara og
hamingjuríkara. Höfum við annars
ekki heyrt þetta oft áður af vörum
þeirra sem með völdin fara hverju
sinni, en „orð orð innantóm fylla storð
fölskum hljóm“ og fjarri því að þau
hjálpi til við oft erfiða lífsafkomu
þeirra sem við skert lífs-
gæði búa.
Og svo aðeins þetta:
Baráttumálið þá var um
skattleysismörkin og
enn meiri var skekkjan
nú orðin en alltof litlu
breytt samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi nú. Þar
er líka verk að vinna til
vinstri.
Þegar Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð
varð til þá þótti mér ein-
boðið að ganga þar til liðs sem eitt ör-
lítið peð á vettvangi þjóðmálanna, en
peð samt sem nú fær hroll fara um sig
þegar talað er um að þessi sama
hreyfing ætli ekki að standa með rétt-
arbót þessari til öryrkja sem vilja
bjarga sér frá fátæktargildrunni svo-
kölluðu. Ég hélt sannast sagna að þau
stefnumið sem þessi hreyfing sagðist
standa fyrir með þeim fátæku gegn
hagsmunum þeirra betur megandi,
að ég ekki tala nú um þá moldríku
væru um leið mín stefnumið og enn
vona ég að svo sé. Þess vegna segi ég
við flokkssystur mína: Hlustaðu nú
smávegis á peðið svo það losni við
ónotahrollinn sem fylgir því að höfða
þurfi mál af hálfu öryrkja í landinu
gegn þeirri hreyfingu þjóðmálanna
sem ég hefi sett allt mitt traust á að
fylgi lögmálum réttlætis og jafnaðar.
Ekki láta slíka málshöfðun gerast á
okkar vakt, Katrín.
Eftir Helga Seljan
» „Króna á móti
krónu“ er að mínu
viti einhver óréttlátasta
og um leið heimskuleg-
asta aðgerðin í trygg-
ingakerfinu og er þá
langt til jafnað.
Helgi Seljan
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalagsins.
Ekki slíka máls-
höfðun á okkar
vakt, KatrínAllt umsjávarútveg