Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 19

Morgunblaðið - 01.10.2018, Page 19
MINNINGAR 19Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 ✝ Áslaug Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1925. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eiri 20. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Þorbergsson frá Álftafirði við Ísa- fjarðardjúp, f. 13.6. 1884, d. 9.12. 1962, og Eggertsína Þorbjörg Egg- ertsdóttir úr Kolbeins- staðahreppi, sem nú er Borgar- byggð, f. 3.9. 1890, d. 5.5. 1976. Systkini Áslaugar voru: Guðný Elínborg, f. 1918, d. 1993, Helga, f. 1920, d. 2007, Guðbjörn Eggert, f. 1921, d. 2008, Ágúst Hafsteinn, f. 1928, d. 1937. Áslaug giftist 1950 Þorvaldi Árna Guðmundssyni úr Hafnar- firði, f. 16.11. 1921, d. 2.2. 1999. Fyrir átti Áslaug einn son, Guðjón Ágúst Luther, f. 28.4. 1947. Faðir hans var Calvin R. Luther, f. 1927, d. 2014. Kona Guðjóns er Ragnheiður Stefáns- dóttir. Börn þeirra eru: a) Arn- þór Heimir, f. 1973, kona hans er Anna Lilja Pétursdóttir. Börn þeirra eru: Daníel, Pétur Ágúst og Kári. b) Ragnar Heiðar, f. 1974. Börn hans og Sigrúnar Eddu Elíasdóttur eru: Snædís Sara og Elvar Ágúst. c) Áslaug Þorbjörg, f. 1976. Maður hennar er Hlynur Sigurðsson. Börn þeirra eru: Ragnheiður Edda, Berglind Freyja og Bryndís Arna. Börn Áslaugar og Þorvaldar voru: 1) Vilborg, f. 21.11. 1950, d. 1.2. 2013. Barn hennar og Kolbeins Magnússonar er Ás- laug Ólöf, f. 1968. Barn Áslaug- ar og Andrésar Björgvinssonar er Anna Margrét, barn Áslaug- ar og Óskars Kristinssonar er Kristbjörg Ósk, Börn Áslaugar og Friðþjófs Jóhanns- sonar eru: Jóhann og Kolbrún. Fyrri maður Vilborgar var Guðmundar Hákonarsonar. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ólaf- ur, f. 1974. Barn hans og Erlu S Bjarnadóttur er Arnar Már. Börn Ólafs og Mar- grétar Írisar Magnúsdóttur eru: Alexander Máni, Kristófer Tristan og Ísak Logi, b) Þor- björg, f. 1978. Seinni maður Vil- borgar var Ólafur S. Einarsson. Þau skildu. 2) Ólafur, f. 9.10. 1955, d. 13.6. 1968. Áslaug vann við ýmis störf í gegnum árin. Eftir fermingu fór hún í vist, eins og það var kallað, lengst af hjá Ástríði Hannesdóttur Hafstein. Síðan tóku við ýmis störf auk húsmóð- urstarfa, verkakvennastörf, af- greiðslustörf og auk þess vann hún við sjálfboðaliðastörf hjá Rauða krossinum. Í nokkuð mörg ár vann hún á leikskóla Landspítalans við Engihlíð þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Áslaug bjó alla tíð í Reykja- vík. Á uppvaxtarárunum bjó fjölskyldan lengst í Breiðholti sem stóð við Laufásveg. Gekk í Barnaskóla Austurbæjar og sótti síðan námskeið á vegum Námsflokka Reykjavíkur m.a. í ensku og málun. Á búskaparár- um sínum bjó hún lengst af í Hlíðunum og í Safamýrinni. Síðustu æviárin var hún í Selja- hlíð þar til hún fékk inni á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður gerð frá Há- teigskirkju í dag, 1. október 2018, klukkan 13. Amma var einstök. Hún var yndisleg manneskja, hlý og góð amma og dýrmæt vinkona. Það var bjart yfir henni, hún var glæsileg og bar sig vel, jákvæðnin uppmáluð og ótrúlega hláturmild. Hún hafði nefnilega húmor fyrir sjálfri sér og sá spaugilegu hlið- arnar á hlutunum, ég sé hana fyr- ir mér hlæja og blikka mig. Amma talaði aldrei um sólina öðruvísi en að segja „blessuð sólin“ og lýsti oft hinu og þessu sem „alveg draumur“ og „alveg milljón“. Mér fannst þakklæti og jákvæðni alltaf skína af þessum orðum. Mér hefur alltaf fundist vera fallegur strengur á milli okkar ömmu og þótt mjög vænt um hann. Það var 51 árs aldursmunur á okkur en við gátum spjallað klukkustundunum saman og hlegið endalaust, hvort sem það var heima í stofu, yfir tertusneið á kaffihúsi eða í síma. Við vorum stundum steinhissa þegar var far- ið að rökkva og við búnar að sitja tímunum saman inni í stofu í Safa- mýrinni. Við spáðum í lífið og til- veruna þegar hún var ung, spjöll- uðum um afa minn, foreldra hennar og þegar pabbi og systkini hans voru lítil. Oft finnst mér ég sjá minningar hennar svo skýrt fyrir mér, eftir öll samtöl okkar og skemmtilegar lýsingar hennar. Hún sýndi öllu sem ég var að gera mikinn áhuga og hvatti mig áfram, ekkert var henni óviðkom- andi. Við gátum líka gleymt okkur yfir frásögnum af ferðalögum og hinu og þessu sem okkur þótti lekkert og skemmtilegt. Við vor- um aldrei uppiskroppa með um- ræðuefni og allt þetta gerði okkur að nánum vinkonum, sem er mér ómetanlegt. Amma gaf mér svo mikið og það var yndislegt og eitt- hvað svo sérstakt að sjá hana og stelpurnar mínar mynda falleg tengsl, spjalla og hlæja. Takk fyrir allt, elsku hjartans amma. Þú varst alveg milljón. Þín, Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir Luther. Elsku Ása amma, Við erum þakklátar fyrir það að hafa átt svona yndislega lang- ömmu eins og þig. Það var svo æðislegt hvað þú varst alltaf glöð og jákvæð, algjör Pollýanna. Það var alltaf gaman að koma til þín og renna sér niður handriðið, hjóla á innihjólinu þínu, lita í lita- bækurnar og svo áttir þú alltaf eitthvað gott handa okkur. En allra best var að sjá þig og spjalla við þig. Þínar, Ragnheiður Edda, Berglind Freyja og Bryndís Arna. Áslaug Guðjónsdóttir Nýlega kom upp umræða um það á vef- síðu Morgun- blaðsins, hvort hvalveiðarnar væru sjálf- bærar. Vitnaði blaðið í það að umhverfis- ráðherra, Guð- mundur Ingi, hefði efast um að svo væri. Ræddi blaðamaður svo við Gísla Víkingsson á Hafrann- sóknastofnun sem fullyrti að enginn vafi væri á því að þær langreyðaveiðar sem í gangi eru væru sjálfbærar. Í þessu sambandi vaknar auðvitað spurningin um það, hvað „sjálfbærni“ þýði. Það er illt til þess að vita að jafn vel menntaður, reyndur og á margan hátt mætur maður og Gísli Vík- ingsson skuli halda að „sjálf- bærni“ þýði bara einhverjar tölur; svo og svo mörg dýr eru talin og þá má bara drepa svo og svo mörg dýr. Um slíkt er til annað orð: „veiðiþol“. Til að reikna veiðiþol, þurfa menn í grundvallar- atriðum bara að kunna að telja og beita einföldum reikningsaðferðum. En getur slíkt líka átt við um „sjálfbærni“ háþróaðra dýrategunda og fullnægt þeim kröfum, sem gera verð- ur til vísindagreinarinnar sjávarlíffræði? Er matið á umhverfinu, líf- ríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess virkilega svona einfalt? Bara að telja og reikna, svo bara að byrja að veiða og drepa? Við – Jarðar- vinir – vildum gera eftirfarandi athugasemd við fullyrðingu Gísla, sem vef- síðan birti þó ekki. Var hún í megin- atriðum svohljóðandi: „Nútímaleg skilgreining á „sjálfbærni“ við veiðar er þessi: 1. Stofn dýrs sé vel á sig kominn og veitt sé vel innan marka viðkomu stofns. 2. Þörf sé á veiðunum eða skýr efnahagslegur tilgangur sé með þeim. 3. Veitt sé með mannúð- legum aðferðum, þannig að dýr séu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Skv. þessari skilgreiningu eru þær langreyðaveiðar, sem í gangi eru, engan veg- inn sjálfbærar. Þörf á veiðunum er engin. Efnahagslegur tilgangur er líka vafasamur, þar sem illa hefur gengið að selja lang- reyðakjöt árum saman. Eins og m.a. skýrsla dr. Egil Ole Öen frá 2014 sýnir er mörg langreyðurin drepin með hörmulegum og kvala- fullum hætti og stendur dauðastríð dýranna í allt að 15 mínútur, en þetta hefur auðvitað ekkert með „mann- úðlega aflífun“ að gera. Auk þess er verið að drepa nær fullþroska langreyðar- kálfa í kviði kúnna með mæðrum þeirra, eins og staðfest hefur verið í frétt- um. Þeir eru annað hvort kæfðir eða tættir til dauða. Ef punktur 1, einn sér, á að gilda um „sjálfbærni“, verður sú skilgreining að teljast einföld, frumstæð og úrelt.“ Eins og áður segir, vildi vefsíðan ekki taka inn ofan- greinda athugasemd en í ágætu samtali undirritaðs við blaðamann vildi hann fá að vita hvaðan þessi skilgrein- ing á sjálfbærni væri komin. Margvísleg vitneskja og afstaða myndast með mönn- um í gegnum langa ævi; á grundvelli lesturs og þess, sem maður heyrir og sér á förnum vegi. Undirritaður hefur lengi fylgst með þróun í umhverf- is- og dýravernd, og höfum við – í Jarðarvinum – skil- greint nútímalega sjálfbærni við veiðar villtra dýra með ofangreindum hætti. Punktur 2, um það að ekki skuli veiða eða drepa dýr án þarfar eða efnahagslegs til- gangs, er, auk þess, sterk- lega studdur í lögum nr. 64/ 1994, þar sem öll villt dýr eru fyrst friðuð skv. 6. grein, og undanþága frá friðun – leyfi til veiða – er háð skýru ákvæði um nýtingu bráðar, „að æskilegt sé að veiða“ (14. gr.) eða til að firra tjóni af völdum dýranna. Varðandi punkt 3, þá er hann í fullu samræmi við lög nr. 55/2013, þar sem m.a. segir í gr. 21 „Dýr skulu af- lífuð með skjótum og sárs- aukalausum hætt...“ og í gr. 27 „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum og kvölum“. Við teljum því, að okkar skilgreining á „sjálfbærni“ standist ekki aðeins á grunni nýrrar alþjóðlegrar vitundar, mannúðar og siðfræði, held- ur einnig á grunni gildandi laga. „Veiðiþol“ gildir hins veg- ar um það eitt, hversu mikið megi veiða eða drepa af dýrastofni án þess að á hann sé gengið umfram viðkomu og án þess að honum sé eytt eða útrýmt. Hvort Gísla Víkingssyni beri skylda til, að skilja „sjálfbærni“ með sama hætti og við, er svo önnur saga, en hann ætti alla vega að fara varlega í svarthvítar yfirlýs- ingar um „sjálfbærni“, eink- um þar sem hann er aug- ljóslega að tala um „veiðiþol“. Það sama gildir um aðra vísindamenn svo og ráða- menn; ekki sízt margan ráð- herrann. Halda menn, að „sjálfbærni“ og „veiðiþol“ sé hið sama? Eftir Ole Anton Bieltvedt »Er matið á umhverfinu, lífríkinu, fánunni og hinum margvíslegu þáttum þess svona einfalt? Bara að reikna og að byrja svo bara að veiða og drepa? Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Gamla konan stendur agndofa á hólnum og horfir á mannsöfnuð- inn í vörinni ekki þó slysalending síld ja hérna henni léttir en stingurinn frá föðurmissi í æsku kemur enn í hjartað. Sjómannsævi, minningar Karvels Ögmundssonar er þriggja binda verk og mikið ágæti. Í fyrsta bindi sem út kom 1981 frá Erni og Örlygi lýsir hann bernsku sinni í fá- tæku samfélagi í Beruvík und- ir Jökli og svo unglingsárun- um á Hellissandi. Þarna er heill hafsjór af sög- um og fróðleik, enda hefur maðurinn verið orkumikill strax sem krakki og einkar at- hugull og læs á umhverfi sitt – bæði á landi og sjó. Hann hef- ur ekki verið neitt himpigimpi. Lítum á tvær frásagnir frá Hellissandi. Í 1. bindi á bls. 153 : Síldin gengur á land. „Það var snemma morg- uns í desember 1915 að við vökn- uðum við mikinn hávaða fyrir ut- an gluggann … Við drifum okkur á fætur, vildum frétta hvað hér væri verið að tala um. Þegar við kom- um út var mökk- ur af fugli yfir allri ströndinni og fjaran öll þakin af síld, sem gengið hafði á land um nóttina. Í sjónum, svo langt sem sást var sem síldin væri í bunkum. Hvert lón fullt af síld og allt að mittisháir bunkar í fjörunni- .Fyrir utan síldarvegginn var vaðandi stórufsi og stór þorsk- ur og þar fyrir framan, nokkuð frá landi voru stórfiskavöður. Þetta var eins og þreföld varn- argirðing er þrýsti á síldina ut- an frá, svo hún átti ekki annan kost en að synda á þurrt land. En nú var einnig tekið á móti henni frá landi, því segja má að hvert mannsbarn færi ofan í fjöru með börur, fötur, dalla og kirnur til að ná í síld …“ Þá berum við aftur niður í sama bindi á bls.175: Háhyrn- ingarnir og steypireyðurin „Eitt sinn er ég kom út, sá ég hóp formanna og háseta standa við fiskhjallinn okkar og horfa til sjávar. Það var sunnudagsmorgunn, glaða sól- skin og sjórinn spegil- sléttur … Formennirnir sögðu að þetta væri háhyrningavaða að drepa stóra steypireyði … Það þótti því öruggt að stór- hvelið hefði aldrei sloppið frá óvinum sínum. Þetta var vorið 1914.“ Þarna lýsa sjónarvottar hvernig háhyrningavaða gerir atlögu að stórhveli og drepur. Frásagan var í raun hörku- spennandi og ógnvekjandi en ég sá ekki ástæðu til að tíunda hana frekar en þetta. Þetta var að vorlagi. Þessi stóra háhyrningavaða hefur svo mjög líklega komið aftur síðsumars til þess að sitja fyrir smáhvelunum, drepa kálfa þeirra og éta og skemmta sér við þetta allt saman í veislu ársins Var einhver að tala um truflanir á segulsviði? Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson » Þarna er heill hafsjór af sög- um og fróðleik, enda hefur mað- urinn verið orku- mikill strax sem krakki og einkar athugull og læs á umhverfi sitt … Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com Litið í ævisögu Karvels Ögmundssonar Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vett- vangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðsló- góinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að ný- skrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sól- arhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.