Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 21
á Ísafirði, leikur enginn vafi á því að Gerða er komin af ein- staklega góðu fólki. Móðurafi minn var líka ættaður að vestan og ég hafði alist upp í þeirri trú að Vestfirðingar væru í sér- flokki, fullir seiglu og harðdug- legir. Jenný átti eftir að stað- festa þá trú mína. Hún vann fulla vinnu enda átti hún fyrir þremur dætrum að sjá. Það var vinsælt að fara upp í Sólheima eftir skóla þar sem engir fullorðnir voru að þvælast fyrir okkur. Við möl- uðum og muldum í okkur hjóna- bandssælu í eldhúsinu eða renndum vísifingri eftir smáletr- uðum dálkum í símaskránni í leit að sálfræðingi. Við höfðum rek- ist á þetta starfsheiti og fengið þá hugmynd að láta tékka á stöðunni hjá okkur. Jenný vann alla virka daga í Sjóklæðagerðinni og um helgar ferðuðust þau Jói um sveitir landsins í Rússajeppanum. Þá gafst okkur gott næði til að máta kjólana hennar og skrúfa Alice Cooper í botn. Samtöl við mömmurnar voru ekki farin að taka á sig neina mynd. Það var ekki fyrr en við komumst á þeirra aldur að við fórum að sjá þær sem einstak- linga. Trúnaðarsamtöl táning- anna snerust um að kryfja for- eldrakynslóðina til mergjar og lífsgátuna um leið. Gerða fór í menntaskóla á Ísafirði, ég í MH og þá fækkaði heimsóknunum í Sólheimana. Jenný fór í öldungadeildina. „Þarna siturðu með vísindin,“ andvarpaði Jói þegar hún sat við náttlampann með Eðlisfræði I í kjöltunni. Síðar fór hún út í at- vinnurekstur, stofnaði verslun og seinna líkamsræktarstöð fyr- ir konur með fínar línur. Þegar hér var komið sögu var ég flutt til útlanda en fylgdist með vestfirska dugnaðinum gegnum dæturnar sem drógu mömmu sína að landi, til dæmis þegar hún sat hryggbrotin í hjólastól. Síðar hittumst við æ oftar við matarborðið hjá Gerðu og Pálma á Öldugötunni. Þá kynntist ég Jennýju upp á nýtt. Ein síðasta minningin um hana er þegar við Gerða lokuðumst inni á elliheimilinu Grund á sjálfri nýársnótt eftir að hafa komið Jennýju í háttinn. Ég er þakklát fyrir hjóna- bandssælurnar í Sólheimum og útilegu í Þórsmörk svo eitthvað sé nefnt. En í augum sextugs unglingsins er Jenný fyrst og fremst kynsystir og dugnaðar- forkur sem ruddi sjálfri sér braut og lét ekki tíðarandann aftra sér. Allar systurnar þrjár hafa fengið eitthvað af þessum vestfirska eldmóði með sér í veganesti. Ég votta þeim og allri fjöl- skyldunni samúð mína. Blessuð sé minning Jennýjar Sigfúsdótt- ur. Erla Sigurðardóttir. Hinsta kveðja frá St. Ými nr. 724. Ég vil með nokkrum orðum minnast systur okkar Jennýjar Sigfúsdóttur er lést 22. septem- ber. Jenný var fríð sýnum og hæg- lát í framkomu en samt létt í lund. Hún var trú samferða- mönnum sínum og traust. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var föst fyrir og þoldi engum að beita aðra ranglæti. Jenný gegndi trúnaðarstörf- um fyrir stúku sína um nokk- urra ára skeið með stakri prýði. Í mörg ár átti Jenný við erf- iðan sjúkdóm að fást, sem haml- aði henni að sækja fundi okkar síðustu árin. Fyrir hönd systkina hennar í stúkunni votta ég börnum henn- ar og öðrum ástvinum samúð og þakka Jennýju samfylgdina með ósk um velfarnað á nýjum leið- um. Ragnheiður Lilja Georgsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 21 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kapitólurnar, útskurður, félagsvist kl. 13-16. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15- 15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Félagsvist kl. 13. Vatns- leikfimi kl. 14.30. Bústaðakirkja Félagasstarfið hefst kl. 12 á miðvikudaginn kemur með tónleikum í hádeginu, Jónas Þórir og Gréta Salome stíga á stokk. Þetta er byrjun á listamánuði Bústaðakirkju sem verður í október. Súpa á eftir í safnaðarsal og félagsstarfið heldur svo áfram til kl. 16 eins og vant er. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi kl. 9-10, núvitund kl. 10.30- 11.30, bókabíllinn kl. 13.10-13.30, handaband kl. 13-15.30, söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, línudans kl. 15-16, verð 500 krónur, söguhópur kl. 15.30-16.15. Skráning hafin í haustferðina okkar sem er öllum opin. Farið verður á Eldfjallasetrið á Hvolsvelli fimmtudaginn 11. október kl. 12.30. Verð 5.800 kr. með kaffi og meðlæti. Upplýsingar og skráning í síma 4119450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/ 8.15 /15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðsstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl.11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13– 16, allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður meið leið- beinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben. kl. 11-11.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári FEBK. Leshópurinn í Gullsmára: á morgun, þriðjudag, kl. 20 mun Steinar J. Lúðvíksson koma í heimsókn. Allir velkomnir. Eng- inn aðgangseyrir. Hraunsel Myndmennt kl. 9. Tiffanys í föndurstofu kl. 9-12. Gaflara- kórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Byrjendanámskeið línudans kl. 10. Æðstaráðsfundur kl. 10.20. Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30. Handa- vinnuhornið kl. 13-15. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, samkvæmisdansæfingar með Sveini kl. 11 í Borgum, allir velkomnir. Skartgripagerð í Borgum kl, 13, fleiri vel- komnir í hópinn og félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum í umsjón Gylfa og KORPUSYSTKIN hefja kóræfingar undir stjórn Kristínar í dag kl. 16 í Borgum, allir velkomnir. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum á Skólabraut kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skóla- braut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, ZUMBA Gold kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir báða hópana. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Málarar Málarar. Faglærðir málar geta bætt við sig verkefnum. Öll almenn málningarþjónusta í boði. uppl. í síma 696-2748, netfang: loggildurmalari@gmail.com Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Jóhannes Guð-mannsson fæddist á Vatns- enda í V- Húna- vatnssýslu 28. jan- úar 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 23. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mann Sigurður Halldórsson, f. 26.6. 1900, d. 18.12. 1990, og Rósa Jóhann- esdóttir, f. 26.6. 1912, d. 23.9. 1984. Þau bjuggu í Hrísum og síðar á Sæbóli í V- Húnavatns- sýslu en fluttust til Hvamms- tanga eftir að þau hættu bú- skap. Jóhannes var elstur fimm systkina. Þau eru: Sigurbjörg María, f. 11.2. 1937, Sigríður Halldóra, f. 11.6. 1938, Hringur, f. 27.6. 1945, og Árni Ingvar, f. 8.5. 1954, d. 16.6. 1974. Fyrri kona Jóhannesar var Kristbjörg Inga Magnúsdóttir, f. 10. desem- ber 1940. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Laufey Margrét, f. 6.9. 1957. Börn hennar eru fimm og barnabörnin níu. 2) Guðmann Sigurður, f. 5.6. 1959. Kona hans er Rósa Fanney Frið- riksdóttir, f. 13.1. 1962. Börn þeirra eru þrjú og barna- börn fimm. 3) Birg- ir Smári, f. 17.4. 1962. Kona hans er Anna Margrét Braga- dóttir, f. 30.1. 1965. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin þrjú. 4) Kári Ragnar, f. 19.4. 1965, d. 16.7. 1966. 5) Rósa, f. 7.5. 1970. Börn hennar eru tvö og eitt barnabarn. 6) Hulda Björg, f. 21.5. 1972. Börn hennar eru tvö. Seinni kona Jóhannesar er María Jakobsdóttir, f. 1. ágúst 1940 í Færeyjum. Þau eiga ekki börn saman. María á þrjú börn og þrjú barnabörn. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 1. október 2018, klukkan 13. Tengdafaðir minn lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi eftir erfið veikindi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Ég sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Jói, þú átt og munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku vinur. Anna Margrét. Jóhannes Guðmannsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR Ó. CANDI, Kringlunni 89, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 28. september. Útför hennar fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík, Ingólfsstræti 19, fimmtudaginn 4. október kl. 13. Marina Candi Harald Ragnar Óskarsson Indro Candi Heba Magnúsdóttir barnabörn Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.