Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 01.10.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2018 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Uppistand Ara Eldjárn með Sinfóníuhljómsv Gaman Sigríður Andersen og Ingibjörg Betty Bustillo voru ánægðar. Fyndinn Hér má sjá að hljóðfæraleikarar Sinfó skemmtu sér greinilega vel þegar Ari Eldjárn fór með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margt forvitnilegt kemur í ljós þegar rýnt er í gamla íslenska bænatexta. Í bænunum má greina hvernig málið þróast, hvernig menningarlegir straumar bárust til landsins úr ýmsum áttum, og síðast en ekki síst finna vísbendingar um hvernig forfeður okkar iðkuðu trú sína. Svavar Sigmundsson, prófessor emeritus við Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, er höfundur bókarinnar Íslenskar bænir fram um 1600 en þar hefur hann safnað saman bænum sem finna má í handritum hér og þar. Verkið er afrakstur starfs sem má rekja allt aftur til 8. áratugarins og fyllir bókin upp í glufu í útgáfu ís- lenskra miðaldatexta. „Það eru ekki mjög margir textar frá þessu tímabili sem ekki hafa verið gefnir út og gerðir aðgengilegir en bæna- textar höfðu ekki birst nema að takmörkuðu leyti,“ útskýrir Svavar. Texti bænanna er birtur staf- réttur og eru elstu bænirnar frá 13. öld en þær yngstu úr hand- ritum frá því um aldamótin 1600. „Ég var við orðabókarstörf í Dan- mörku árin 1971-72 þegar mér barst í hendur textabrot, íslensk bæn, sem ákveða þurfti hvort ætti að orðtaka fyrir forníslensku orða- bókina sem þar var unnið að. Þetta varð til þess að ég fór að gefa bænatextum gaum og sinnti þeim, með hléum, meðfram öðrum verk- efnum í nærri hálfa öld.“ Svavar dregur mörkin við árið 1600 því á þeim tíma eru prentaðar bænabækur orðnar nokkuð út- breiddar og gaf t.d. Guðbrandur Þorláksson, biskup á Hólum, út bænabók árið 1576. „Fleiri bæna- bækur komu út í kjölfarið og voru margar þeirra þýddar úr dönsku en handritin með bænabókunum eru aðallega í söfnum erlendis, s.s. í Uppsölum, Osló, Oxford, Edin- borg og Kaupmannahöfn. Nokkra bænatexta er að finna í handritum í Árnasafni, þar á meðal á skinn- handritum, en einkum þurfti ég að reiða mig á handritaskrár til að afla efnis í bókina héðan og þaðan.“ Möguleg írsk áhrif Svavar er íslenskufræðingur og því einkum áhugasamur um mál- fræðilega hluta bænatextanna en hann segir bókina hafa að geyma margt sem ætti að vekja áhuga guðfræðinga. „Við siðaskiptin ger- ist það að trúariðkunin flyst úr kirkjunni og meira inn á heimilið þar sem áhersla er lögð á að ein- staklingurinn iðki sína trú með daglegum bænum. Fróðir menn segja mér að bænirnar sýni að heimilisguðræknin hafi verið meiri og fjölbreyttari hér á landi en hingað til hefur verið talið.“ Samanburður við erlendar bænir bendir til þess að Íslendingar hafi ekki samið eigin bænir frá grunni heldur þýtt úr latínu og dönsku. „Íslenskar bænir eru á þennan hátt hluti af sameiginlegum bænaarfi kirkjunnar en merkilegt er að áhrifin koma ekki bara úr latínu, heldur einnig Skandinavíu og Þýskalandi og mögulega að auki frá Bretlandseyjum, m.a. frá Ír- landi,“ segir Svavar. Írsku áhrifin sjást í svokölluðum brynjubænum (lat. lorica) sem áttu að vernda hinn trúaða gegn illum Bænirnar gefa vísbendingu um mikla og fjölbreytta heimilisguð  Eftir siðaskiptin fer að bera meira á sérhæfðum bænum fyrir ólíkar stéttir fólks  Brynjubænir, sem vernda gegn illum öflum og óhöppum, hafa mögu- lega borist til Íslands frá Írlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.