Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 1
Helgi viðurkennir að hann hafi haft
áhyggjur af því að brotum myndi
fjölga í kjölfar hrunsins og að við
myndum sjá einhverja hrinu auðg-
unar- og ofbeldisbrota næstu misseri
á eftir, en það gerðist ekki.
Fíkniefnabrotum sem tengjast
ræktun fjölgaði nokkuð í kjölfar
hrunsins og héldu sumir því fram að
það tengdist afleiðingum þess, að
sögn Helga. »10
Morgunblaðið/Ómar
Handtaka Hegningarlagabrotum
fækkaði almennt frá 2006 til 2016.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Miklar áhyggjur voru um að brota-
tíðni færi að aukast í kjölfar efna-
hagshrunsins 2008. Hins vegar varð
aðeins lítil tímabundin fjölgun brota
árin 2008 og 2009 og hefur hegning-
arlagabrotum almennt fækkað árin
2006 til 2016. Þetta kom m.a. fram í
erindi Helga Gunnlaugssonar, pró-
fessors í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands, á ráðstefnunni „Hrunið, þið
munið“ sem haldin var á laugardag.
Þá sagði Helgi að síðastliðin ár
hefðu hegningarlagabrot verið um 15
prósent skráðra brota hér en umferð-
arlagabrotin væru langflest eða um
75 prósent allra skráðra brota. Í að-
draganda og strax í kjölfar banka-
hrunsins árið 2008 hefði málum fjölg-
að, einkum innbrotum og þjófnuðum.
Brotum fjölgaði tímabundið
Áhrif hrunsins á afbrotatíðni reyndust minni en óttast var
M Á N U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 236. tölublað 106. árgangur
TÓNLISTAR-
ÆVINTÝRI
Í ELDBORG
SÁU BEINA-
GRINDUR OG
FORNT SKYR
VERKIN HAFA
MÓTAÐ ÁSÝND
SAMFÉLAGSINS
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 12 ÞEKKT VÖRUMERKI 26MAXI FER Á FJÖLL 29
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Vestfirðingar flytja nú orðið út
meiri verðmæti í eldislaxi en í þorski.
Stjórnvöld vinna að tilteknum
lausnum til að bregðast við óviss-
unni sem Vestfirðingar standa nú
frammi fyrir, að sögn bæjarstjóra
Vesturbyggðar og oddvita Tálkna-
fjarðarhrepps. Þær hittu formenn
stjórnarflokkanna á laugardag.
Formennirnir tjáðu sig allir um
fiskeldismálið um helgina.
Fjórir forystumenn í Sjálfstæðis-
flokknum gera þá kröfu í aðsendri
grein í Morgunblaðinu „að fiskeldi
hér á landi séu settar sanngjarnar
kröfur en ekki þannig að þær nálg-
ist að vera hreint bann. Við skorum
á þingmenn allra flokka, og þá ekki
síst Sjálfstæðisflokksins, að lyfta
umræðu upp úr hjólförum efa-
semdahyggju og ómálefnalegra
sjónarmiða í farveg skynsemi og
sanngirni“. »2 og 17
Unnið að lausn
til að leysa úr
óvissu í fiskeldi
Ungir öryrkjar
» 30% öryrkja með 75% ör-
orkumat eða meira undir fer-
tugu.
» Ungum karlmönnum, 20 til
30 ára, með geðraskanir fjölg-
ar hlutfallslega mest.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
„Ég get tekið undir það að þetta er
mikið áhyggjuefni. Við höfum líka
bent á þetta hjá VIRK, að ungum
einstaklingum sem koma til okkar í
starfsendurhæfingu hefur fjölgað
svakalega,“ segir Vigdís Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri VIRK, í
samtali við Morgunblaðið. Tilefnið
er umræða um mikið nýgengi ungs
fólks í hópi öryrkja, sérstaklega
ungra karlmanna með geðraskanir.
Vigdís segir að meiri meðvitund
um þjónustu VIRK skýri að ein-
hverju leyti þessa miklu fjölgun en
í öllu falli sé hlutfall örorku mjög
hátt hér á landi.
Vandamálið er margþætt en efla
þarf úrræði í geðheilbrigðisþjón-
ustu og heilsugæslu svo hægt sé að
grípa fyrr inn í.
„Það er mjög mikilvægt í um-
fjöllun um þetta að átta sig á því að
málið er mjög flókið og hefur
margar hliðar. Það þýðir ekki að
kenna einhverjum einum um. Það
er okkar allra að leysa þetta mál og
það bera allir ábyrgð,“ segir Vigdís
einnig.
Sérfræðingar og samráðshópur
Alþingis leggja til upptöku starfs-
getumats í stað örorkumats.
Hlutfall örorku áhyggjuefni
Skortur á úrræðum ástæða þess að fleiri greinast með geðraskanir hér á landi
Lífskjör hafa áhrif á fjölda greininga Vilja meta starfsgetu í stað örorku
MÞriðjungur öryrkja innan … »4
Stórhundakynning var haldin í Garðheimum í
Reykjavík um helgina. Þangað mættu félagar í
Sleðahundaklúbbi Íslands og buðu börnum að
sitja í vagni sem sterkur hundur dró á eftir sér.
Páll, stjórnandi hundsins Úlfs, hljóp með en
Kristinn Ari sat í vagninum og hafði gaman af.
Sleðahundur dró börn í kerru
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég mótmæli
þeim ásökunum
sem á mig eru
bornar,“ sagði
Kristjana Val-
geirsdóttir, fjár-
málastjóri Efl-
ingar, í samtali
við Morgun-
blaðið.
Gunnar Smári Egilsson, forystu-
maður í Sósíalistaflokknum, skrif-
aði í Miðjuna og á Facebook um
launuð störf eiginkonu sinnar fyrir
Eflingu. Hann nafngreindi þar
Kristjönu og vændi hana um að
hafa gert greiðslur til Öldu Lóu að
fréttaefni vegna deilna við yfir-
menn sína á skrifstofu félagsins.
Hann sakaði einnig Kristjönu um
spillingu í starfi. »9
Mótmælir ásök-
unum Gunnars
Ef skylda á sveitarfélög til sam-
einingar þurfa að vera há mörk um
lágmarksfjölda íbúa til viðmiðunar.
Þetta segir Sigfús Ingi Sigfússon
sveitarstjóri í Sveitarfélaginu
Skagafirði. Ef vel takist til um sam-
einingu sveitarfélaga hafi þau betri
tök en ella á að veita íbúum góða
þjónustu. Mikilvægt sé líka að sveit-
arfélög spanni félagslegar heildir
og landsvæði. Framhald á eflingu
sveitarfélaga sé að þeim verði fal-
inn rekstur framhaldsskóla, enda
fylgi því tekjur frá ríkinu. »8
Sveitarfélögin reki
framhaldsskólana