Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 4

Morgunblaðið - 08.10.2018, Page 4
Þór Steinarsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Um 30% öryrkja á Íslandi með 75% örorkumat eða meira eru fólk innan fertugs og hlutfallsleg fjölgun ör- yrkja er mest meðal ungra karla, á aldrinum 20 til 30 ára, vegna geðrask- ana. Þetta kom fram í ræðu Páls Magnússonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, á Alþingi fyrir tveim- ur vikum. Vakti hann athygli á því að hlutfall ungra öryrkja á Íslandi væri um tvöfalt hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Þar kom líka fram að nýgengi öryrkja á Íslandi væri 1.200-1.800 á ári og að árið 2016 hefði nýgengi örorku í fyrsta skipti verið meira en náttúruleg fjölgun á vinnu- markaði. Páll telur að það sé eitthvað í ís- lenska kerfinu sem hvetji frekar til skráningar örorku heldur en gerist í öðrum löndum og að það þurfi að laga. Agnes Agnarsdóttir sálfræðingur, Óttar Guðmundsson geðlæknir og Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, ræddu stöðu ungra öryrkja á Íslandi við Pál í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun. Töldu þau að skortur á úrræðum gæti verið ástæða þess að fleiri eru greindir með geðraskanir hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum og vegna þess væri líklegra að fólk með vægan vanda fengi geðröskunar- greiningu hér á landi en annars staðar. „Læknar hafa ekki úrræði til að vísa fólki annað en á geðsvið. Það eru þung skref fyrir fólk með vægan vanda að ganga inn á geðsvið Land- spítala,“ sagði Agnes meðal annars. Þá voru þau sammála um að á Ís- landi væri of auðvelt að fá ávísað lyfjum. Í umræðunni á Þingvöllum í gær velti Páll upp þeirri hugmynd að tek- ið yrði upp starfsgetumat hér á landi í stað örorkumats. Agnes tók undir þá hugmynd og vísaði til þess að í Sví- þjóð talaði fólk um að það væri með skerta starfsgetu og það hefði mun jákvæðari áhrif en að það liti á sig sem öryrkja. Þá velti Páll því fyrir sér hvort samfélagsaðstæður á Íslandi gætu verið orsök hærra hlutfalls fólks með geðraskanir. „Auðvitað hafa lífskjör, atvinnuástand og möguleikar í sam- félaginu áhrif og þar stöndum við að baki Norðurlöndunum að einhverju leyti,“ sagði Óttar. Valgerður tók undir það og nefndi að lágmarkslaun væru of lág og leigu- verð of hátt. „Þetta hefur allt áhrif á fólk í erfiðleikum,“ bætti hún við. Fleiri í starfsendurhæfingu „Ég get tekið undir það að þetta er mikið áhyggjuefni. Við höfum líka bent á þetta hjá VIRK að það hefur verið svakaleg fjölgun ungra ein- staklinga sem koma til okkar í starfs- endurhæfingu,“ segir Vigdís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri VIRK, í samtali við Morgunblaðið. „Einhvern hluta af þessari fjölgun má skýra með því að það er meiri meðvitund um þjónustu okkar og það er ekki alveg hægt að setja samasem- merki milli allrar þessarar fjölgunar og þess að unga fólkið sé orðið svona miklu verr statt á örfáum árum. En í öllu falli þá er hlutfall örorku mjög hátt hér á landi í öllum alþjóðlegum samanburði svo að þetta er mikið áhyggjuefni,“ bætir hún við. Geðheilbrigðisþjónustu ábótavant Hún segir vandamálið vera mjög margþætt og flókið en tekur vissu- lega undir að það skorti úrræði í heil- brigðisþjónustunni hér á landi svo að hægt sé að aðstoða einstaklinga áður en þeir eru úrskurðaðir með örorku. Hún nefnir tvennt í því samhengi, að það þurfi að efla geðheilbrigðisþjón- ustu og heilsugæslu. „Það er mjög brýnt að efla þetta tvennt. Það er allt of algengt að fólk hafi ekki fengið nægilega grundvall- armeðferð í heilbrigðiskerfinu áður en það kemur til okkar í starfsendur- hæfingu. Við erum að ná góðum ár- angri með þessa einstaklinga en vandinn er sá að það koma of margir til okkar sem þyrftu að fá geðheil- brigðisþjónustu,“ útskýrir Vigdís. Hún nefnir að VIRK bjóði upp á ýmis úrræði fyrir unga einstaklinga þegar kemur að starfsendurhæfingu en það þurfi að grípa betur inn í áður en þeir einstaklingar þurfi á slíkum úrræðum að halda. „Ef við hefðum betri heilsugæslu- þjónustu og geðheilbrigðisþjónustu þá gætum við kannski komið í veg fyrir að þessir einstaklingar þyrftu að koma til okkar í starfsendurhæfingu. Ég veit að heilsugæslan er að fjölga sálfræðingum og það er umræða um að fá sálfræðiþjónustu inn í skólana. Það væri mjög jákvætt ef það yrði eflt,“ segir hún og bætir því við að fíknin sé einnig gríðarlegt vandamál meðal ungs fólks á Íslandi. „En auk þess held ég að það þurfi að skoða í víðu samhengi hvernig er búið að ungu fólki og hvernig við get- um gert hlutina betur. Það er ekki skynsamlegt að benda á einhverja eina ástæðu, það eru margvíslegar ástæður,“ bætir hún við. Ekki séríslenskt fyrirbæri Vigdís segir vandamálið ekki vera einungis til staðar á Íslandi heldur megi sjá þessa þróun í löndunum í kring um okkur. Það sé mikilvægt að bera saman ólík framfærslukerfi milli landa áður en rýnt sé í tölur um ör- orku og nefnir kerfið í Danmörku sem dæmi um það. „Fólk undir fertugu fær ekki úr- skurðað um örorkulífeyri í Danmörku nema í sérstökum tilvikum. Þeir úr- skurða ekki um örorku hjá ungu fólki vegna þess að þeir vilja ekki gefast upp á ungu fólki. Fólk fær fram- færslu frá hinu opinbera en það er þá í öðru formi, t.d. sjúkradagpeningar. Það þarf að hafa í huga að fram- færslukerfi landa eru ólík og skilyrðin milli framfærslutegunda mismun- andi,“ útskýrir hún og segir að töl- fræði milli landa þurfi að skoða í því samhengi. Rætt í samráðshóp um almannatryggingar Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum í velferðarnefnd Al- þingis sem Morgunblaðið ræddi við hefur þessa mikla fjölgun ungra ein- staklinga með örorkumat ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi og kallar ekki á sérstök viðbrögð. Um þetta hefur þó verið rætt í samráðshópi um breytta framfærslu almannatrygginga fyrir öryrkja en sá hópur vinnur nú að ýmsum breyt- ingum á almannatryggingakerfinu sem eiga meðal annars að gera kerfið einfaldara og taka tillit til krafna um úrbætur sem hafa borist frá ör- yrkjum. „Við höfum ekki rætt það alveg í þaula [hvort ástandið kalli á sérstök viðbrögð] en það er eitthvað sem við þurfum að skoða sérstaklega. Ég hef ekki upplýsingar um ástæður þess en ég held að það sé ljóst að við þurfum að reyna sporna við þessu á einhvern hátt,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er bæði í velferðarnefnd og samráðs- hópnum. Meðal breytinga á almannatrygg- ingakerfinu sem samráðshópurinn vinnur að er að koma á starfsgetu- mati í stað örorkumats. „Ég held að starfsgetumatið sé mjög mikilvægt bæði til þess að auka virkni og svo hefur orðið sjálft bara jákvæðari merkingu heldur en hitt. Eitt af því sem er gríðarlega stórt at- riði þegar við tökum það kerfi upp er að atvinnulífið taki þátt í því með okkur,“ segir Ásmundur. Hann bætir því við að stjórnvöld þurfi einnig að koma að borðinu og búa til aðstæður þannig að öryrkjar sitji við sama borð og aðrir gagnvart atvinnurekendum. „Mér finnst að stofnanir eins og Al- þingi og ríkisstjórnin eigi að fara svo- lítið á undan og sýna það í verki en ekki einungis að vera að segja öðrum hvernig á að gera hlutina,“ bætir hann við. Ásmundur reiknar með því að sam- ráðshópurinn skili fljótlega af sér til- lögum og telur að einhverjar af þeim þurfi að koma til framkvæmda fyrir áramót. Þriðjungur öryrkja innan fertugs  Skortur á úrræðum talinn geta verið ástæða þess að fleiri eru greindir með geðraskanir hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum  Mikil fjölgun ungs fólks sem kemur í starfsendurhæfingu hjá VIRK Morgunblaðið/Hari Geðraskanir Hlutfallsleg fjölgun meðal öryrkja er mest meðal karlmanna á þrítugsaldri vegna geðraskana. Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn um helgina. Í ályktun fundarins er þess krafist að „Alþingi breyti fjár- lagafrumvarpi ársins 2019 og forgangsraði í þágu þeirra sem verst standa í íslensku sam- félagi“. Þar segir að kjarabætur í fjár- lagafrumvarpinu séu „blaut tuska“ í andlit öryrkja. Sér- staklega þegar haft sé í huga að forsætisráðherra hafi lagt áherslu á að sporna gegn fá- tækt og ójöfnuði. Framkvæmdin sé allt önnur og stórum hópi ör- orkulífeyrisþega sé haldið í fá- tæktargildru. Margir í fá- tæktargildru AÐALFUNDUR ÖBÍ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðalfundur ÖBÍ Ýmis baráttu- og réttindamál voru til umræðu. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 FJÖ LSKY LDUFYRIRTÆKI Í 65 ÁR Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Vertu með allt á hreinu fyrir veturinn Afmælistilboð! 20% afsláttur af hreinsun á öllum yfirhöfnun til 13. október 2018. Þökkum viðskiptin í 65 ár. Veður víða um heim 7.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Akureyri 6 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 7 rigning Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 12 skýjað Brussel 14 léttskýjað Dublin 14 skýjað Glasgow 11 rigning London 12 heiðskírt París 13 alskýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 12 skýjað Vín 18 heiðskírt Moskva 14 rigning Algarve 26 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 20 skýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 4 alskýjað Montreal 8 alskýjað New York 21 rigning Chicago 14 rigning Orlando 29 léttskýjað  8. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:58 18:34 ÍSAFJÖRÐUR 8:07 18:35 SIGLUFJÖRÐUR 7:50 18:17 DJÚPIVOGUR 7:28 18:02 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Austlæg átt, 5-13 m/s á Vestfjörðum, annars hægari. Víða skúrir eða slydduél en úrkomu- lítið austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Norðaustan 8-13 m/s og slydda með köflum með N-ströndinni á morgun, en annars hægari og stöku skúrir eða slydduél, en bjartviðri SA-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast A-til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.