Morgunblaðið - 08.10.2018, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Golli
Skrifað hefur verið undir kaup-
samning svissneska fjárfestingar-
félagsins DC Renewable Energy AG
á 12,7% hlut fagfjárfestingarsjóðs-
ins ORK í HS Orku.
Í tilkynningu sem send var fjöl-
miðlum á laugardag kemur fram að
DC Renewable Energy hafi um ára-
bil kynnt sér íslenska orkugeirann í
gegnum systurfélag sitt Atlantic
SuperConnection, sem sérhæfir sig í
þróunarverkefnum í orkugeira. DC
Renewable Energy sjái tækifæri í
frekari nýtingu jarðvarma til orku-
framleiðslu á alþjóðavísu og þyki
fjárfesting í HS Orku því góður fjár-
festingarkostur til lengri tíma.
Móðurfélag DC, Disruptive Cap-
ital Finance, er skráð í kauphöllina í
Sviss. ai@mbl.is
Svisslendingar fjárfesta í HS Orku
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Rakaskemmdir ogmygla
Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Málstofa um innivist og áhrif raka ogmyglu á vellíðan og heilsu
Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, 112 Reykjavík
Mánudaginn 8. október frá kl. 13 -16
Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis
Skráning á nmi.is/malstofa
Setning
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Hvað kosta rakaskemmdir marga milljarða á ári fyrir samfélagið?
Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins
á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Loftgæðamælingar við mat á innivist
Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur á Mannviti
Indoor air quality and health issues due to moisture and mold
Sverre B. Holøs, yfirverkfræðingur hjá SINTEF í Noregi
Pallborðsumræður
Stjórnandi: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og þátttakendur eru:
Björn Marteinsson
Háskóli Íslands
Indriði Níelsson
Verkís
Ríkharður Kristjánsson
EFLA
Kristmann Magnússon
Rb á NMÍ
Einnig verður sérstakt námskeið um áhrif raka á myglu og innivist.
Þriðjudaginn 9. okt frá kl 9 – 12 með Sverre B. Holös frá Sintef.
Aðgangsverð að því námskeiði er 19.000 kr.
Skráningar sendist á margret.th@nmi.is
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Guðjón Heiðar Pálsson segir íslensk-
um fyrirtækjum hætta til að velja sk.
geiraforstjóra frekar en fagforstjóra
til að stýra rekstrinum. „Þekkingar-
lega stendur þó fagforstjórinn skör-
inni hærra en geiraforstjórinn, enda
hefur fagforstjórinn menntað sig
sérstaklega með einhverjum hætti til
að gegna starfinu.“
Geiraforstjóri, í þessu tilviki, er
stjórnandi sem klifrar upp metorða-
stigann í tilteknum geira en er ekki
með mikla stjórnunarmenntun.
„Þetta eru afburðamanneskjur sem
henta vel til að gegna t.d. stöðu fram-
kvæmdastjóra tiltekins sviða og nýta
þar sérþekkingu sína s.s. á sviði fjár-
mála, verkfræði eða sölu, en þetta er
ekki endilega hæfasta fólkið til að
fylla í skarðið þegar forstjórastóllinn
losnar. Samt er algengt á Íslandi að
velja úr röðum framkvæmda- og
sviðsstjóra þegar manna þarf for-
stjórastöður,“ segir Guðjón Heiðar.
„Ástæðan er sú að þar sem þetta fólk
þekkir geirann og fyrirtækið vel
þykir það af þeim sökum hæfast til
að leiða reksturinn. Vissulega getur
það verið rétt mat að þetta fólk geti
stýrt fyrirtækinu, en getur það leitt
reksturinn í anda þjónandi forystu til
móts við nýja og síbreytilega tíma?
Það getur fagforstjórinn gert.“
Þarf persónutöfra og næmi
Guðjón Heiðar, sem er fram-
kvæmdastjóri BCW, Burson Cohn &
Wolfe Íslandi, segir grundvallarmun
á því að stýra sérhæfðu sviði og
halda utan um stefnu heils fyrirtæk-
is. „Fagforstjóri getur gengið inn í
hvaða fyrirtæki sem er, fengið alla
starfsmenn á sitt band og leitt rekst-
urinn í samræmi við stefnulega áætl-
un. Hann þarf ekki að hafa reynslu af
sjómennsku til að geta stýrt sjávar-
útvegsfyrirtæki eða vera verkfræð-
ingur til að geta stýrt vegagerð. Fag-
forstjórinn þekkir lögmál stefnu-
legrar nálgunar, þekkir samvirkni á
hverju stigi og á milli stiga, og hlut-
verk hans gengur að stóru leyti út á
þjónandi forystu,“ segir Guðjón
Heiðar og bætir við að lausn lítillar
þjóðar á vöntun á forstjórum geti
verið fólgin í fagforstjóranum.
Fagforstjórinn, segir Guðjón
Heiðar, ræður síðan til fyrirtækisins
framkvæmdastjóra sem hafa dýpri
þekkingu á ólíkum sviðum rekstrar-
ins. „Fagforstjórinn getur leitt ótak-
markaðan fjölda af sérhæfðu starfs-
fólki án þess að hafa nokkuð
þekkingarlegt forskot á þeim til-
teknu sviðum sem sérfræðingarnir
fást við, á meðan framkvæmdastjór-
inn, stjórnandinn, þarf að vita jafn-
mikið og allir sem hann stjórnar – og
a.m.k. einu meira.“
Einnig þarf fagforstjórinn að búa
yfir töluverðum hæfileikum í mann-
legum samskiptum. „Nauðsynlegt er
að hann hafi mikla persónutöfra og
sé næmur á vellíðan og vanlíðan
starfsmanna. Hann nýtir þann
breytileika sem má finna innan
starfsmannahópsins til að efla heild-
ina og dregur um leið fram það sem
hver og einn er bestur í. Hann
treystir líka starfsfólki sínu, sam-
virkni og samskiptum þeirra í milli.“
Þurfa vettvang og fræðslu
En er þá ekki allt sem þarf, til að
geta kallast góður fagforstjóri, að
vera með MBA-gráðu? „Í dag virðast
margar MBA-námsbrautir vera
óttaleg hraðsuða í rekstrarfræðum
en lítið kafað ofan í hirðingjahlut-
verk forstjórans. MBA-nám er ekki
lykillinn heldur viljinn til verka; að
skilja stefnulega hugsun og aðferða-
fræði vandaðrar stjórnunar.“
Gæti hjálpað, að sögn Guðjóns
Heiðars, að setja á laggirnar sér-
stakan vettvang fyrir fagforstjóra.
„Forstjórar eiga erfitt með að leita
sér stuðnings inni í fyrirtækinu því
það getur skaðað trúverðugleika
þeirra. Þeir þurfa því að ná sér í
stuðning og styrk utan rekstrarins
en á Íslandi er sá vettvangur lítill og
vanmáttugur,“ útskýrir Guðjón
Heiðar. „Hjá Burson Cohn & Wolfe
erum við að skapa slíkan vettvang
þar sem forstjórar geta leitað í sarp
innlendra og erlendra ráðgjafa og
fræðst um nýjustu stefnur og
strauma og haft stað til að skiptast
með óformlegum hætti á skoðunum
við aðra fagforstjóra.“
Gætum nýtt fagforstjóra betur
Morgunblaðið/Hari
Auðlind Guðjón Heiðar Pálsson segir fagforstjórann geta stýrt hvaða
rekstri sem er, meðal annars í krafti stjórnunarþekkingar og persónutöfra.
Það er ekki endilega best að velja úr framkvæmdastjórahópnum þegar fylla þarf lausa forstjórastöðu
Stjórnvöld í Kína tilkynntu á sunnu-
dag að bindiskylduhlutfall banka þar í
landi yrði lækkað um 100 punkta. Í
dag er bindiskylda stærri banka
15,5% en smærri bankar þurfa að
geyma 13,5% innlána. Lækkunin mun
taka gildi 15. október og verður bindi-
skylduhlutfallið þá 14,5% og 12,5%.
Að sögn Reuters er þetta í annað
skiptið á árinu sem slakað er á bindi-
skyldukröfum í Kína en sams konar
lækkun var gerð í apríl. Eiga hag-
fræðingar von á að hlutfallið verði
lækkað enn frekar áður en árið er á
enda.
Með því að lækka bindiskylduna
má reikna með að um 750 milljarðar
júana, jafnvirði 109,2 milljarða dala,
streymi út í kínverska hagkerfið og
mun það hjálpa til að draga úr nei-
kvæðum áhrifum harðnandi tolla-
stríðs á milli Kína og Bandaríkjanna.
Mátti greina veikleikamerki í útflutn-
ingi á fyrir hluta ársins og segja sér-
fræðingar að áhrifa tollastríðsins sé
farið að gæta í hagkerfinu.
Ríkisfréttastofan Xinhua News
hafði á sunnudag eftir Liu Kun, fjár-
málaráðherra Kína, að það kynni að
vera von á frekari örvunaraðgerðum,
s.s. víðtækum skattalækkunum.
ai@mbl.is
AFP
Viðbragð Lægri bindiskylda losar
um hundruð milljarða júana.
Bindiskylduhlutfall
lækkað í Kína
Innspýting til að
vega upp á móti
áhrifum tollastríðs