Morgunblaðið - 08.10.2018, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Með tösku í för Þessir ferðamenn voru á ferð austur
Bústaðaveg, þar sem oft er kallað Litla-Öskjuhlíð.
Eggert
Umhverfismál eru smám
saman að þokast ofar á dag-
skrá alþjóðastjórnmála og
einnig hérlendis. Á þessu
sviði hefur tregðulögmálið
ráðið för eins og best sést af
því að nær hálfa öld tók það
alþjóðasamfélagið að sam-
einast um að spyrna við fót-
um gegn manngerðum lofts-
lagsbreytingum. Þegar árið
1968 sýndu rannsóknir í
hvað stefndi með aukningu koldíoxíðs í and-
rúmslofti. Dæmi um að skilaboðin hafi loks
náð eyrum stjórnmálamanna eru orð Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir
viku þar sem hann sagði engan vafa í sínum
huga „að loftslagsbreytingar eru óðum að
verða alvarlegasta ógnin við heimsfrið, ör-
yggi og þróun“. Í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar og stefnu umhverfis- og
auðlindaráðuneytis er síðan að finna mörg
fyrirheit sem stefna í rétta átt, m.a. um nátt-
úruvernd og skipulag. En til að ná raunveru-
legum árangri þarf að virkja almenning til
þátttöku og stilla saman strengi með sveit-
arfélögum sem nýverið hafa kosið sér for-
ystu til fjögurra ára. Það á ekki síst við um
ákvarðanir í skipulagsmálum, þar sem sveit-
arfélögin eru í lykilstöðu lögum samkvæmt.
Breyttar forsendur fyrir náttúruvernd
„Fámenn þjóð í stóru landi“ er oft við-
kvæðið þegar lýsa skal aðstæðum hérlendis
og viðfangsefnum sem tengjast búsetunni.
Samkvæmt opinberum tölum er innan við
fjórðungur landsins talinn gróinn og til bú-
setu fallinn og hefur sá hluti minnkað mikið
frá landnámi vegna gróðureyðingar og upp-
blásturs. Fyrstu skipulagslög hérlendis voru
sett árið 1921 og náðu þá aðeins til kauptúna
og sjávarþorpa með yfir 500 íbúa. Það er svo
fyrst árið 1979 að allt landið var gert skipu-
lagsskylt og ekki fyrr en undir síðustu alda-
mót að þau ákvæði tóku í reynd einnig til há-
lendissvæða eftir að mörk sveitarfélaga voru
ákvörðuð inn til landsins. Fyrsti þjóðgarður-
inn að náttúruverndarlögum var stofnaður í
Skaftafelli árið 1967 og fyrsti fólk-
vangurinn hérlendis í Neskaup-
stað 1972. Fyrsti þjóðgarðurinn
sem náði að sjó var Snæfells-
nesþjóðgarður, stofnaður árið
2001 eftir að hafa verið á dagskrá í
þrjá áratugi. Aðsókn að honum
hefur margfaldast síðustu árin.
Með skipulagslögunum 1997 og
þjóðlendulögum um sama leyti
opnuðust möguleikar á að efna til
þjóðgarða í óbyggðum hálendisins
og á þeim grunni var Vatnajökuls-
þjóðgarður formlega stofnaður
fyrir röskum áratug. Samhliða fór fram um-
ræða um fleiri þjóðgarða á þjóðlendum
miðhálendisins. Er nú markvisst unnið að
því máli á vegum stjórnvalda í samráði við
aðliggjandi sveitarfélög.
Stór og smá svæði bíða friðlýsingar
Á náttúruminjaskrá er listi yfir öll friðlýst
svæði á Íslandi og fjölmörg önnur áhugaverð
og merkileg svæði sem enn hafa ekki verið
friðlýst. Umhverfisstofnun á í samráði við
Náttúrufræðistofnun Íslands og hlutaðeig-
andi náttúrustofur og náttúruverndarnefnd-
ir að sjá um undirbúning og öflun gagna
vegna viðbóta við náttúruminjaskrá og
heildarútgáfu hennar. Forðast ber að raska
svæðum eða náttúrumyndunum sem eru á
skránni og ekki hafa þegar verið friðlýstar
og auk þess fylgir viss forkaupsréttur ríkis-
ins ef fyrirhuguð er sala þeirra. Í lok síðasta
árs voru þannig skráðar samtals 778 nátt-
úruminjar, mikill meirihluti án friðlýsingar
að náttúruverndarlögum. Að mínu mati hef-
ur gengið alltof hægt hjá stjórnvöldum að
taka afstöðu til og láta reyna á friðlýsingu
slíkra minja og veldur miklu fjárskortur til
Umhverfisstofnunar mörg undanfarin ár.
Þetta á m.a. við um stór svæði fram með
ströndum landsins sem fallið hafa úr byggð
að mestu eða öllu leyti á síðustu öld og búa yf-
ir fjölbreyttri og sérstæðri náttúru og menn-
ingarminjum, sem sumar hverjar eru í bráðri
eyðingarhættu, m.a. af hækkun sjávarborðs.
Á sama tíma seilast útlendingar á síauknum
mæli eftir kaupum á landi og jörðum hér-
lendis, m.a. í krafti EES-samningsins.
Efniviður í stór verndarsvæði
Undirritaður hefur í meira en hálfa öld
fylgst með stöðu og þróun náttúruverndar-
mála hér heima og erlendis. Margt ánægju-
legt hefur borið við á þeirri vegferð en annað
miður. Þannig hafa hlaðist upp fjölmörg
verkefni sem kalla á afstöðu og úrlausn.
Þetta á m.a. við um áðurnefnd stór svæði í
öllum landshlutum þar sem byggðin er orðin
mjög strjál eða hefur lagst af með öllu. Ef
skipulagsyfirvöld á vegum ríkis og sveitar-
félaga eru ekki á vaktinni um afdrif slíkra
landsvæða ræður kylfa kasti um meðferð
þeirra og afdrif. Ég vil sérstaklega hvetja
sveitarstjórnarmenn eldri sem yngri til að
fara yfir þessi mál, hvern í sínum ranni. og
bind vonir við að þeir fái betri áheyrn nú af
hálfu Alþingis sem og ríkisvaldsins og stofn-
ana þess en verið hefur um skeið. Leyfist
mér hér í lokin að tilfæra nokkur dæmi um
álitleg svæði utan miðhálendisins sem efni í
þjóðgarða, friðlönd eða til landslagsverndar:
Búlandstindur, Búlandsdalur og Hálsar
Breiðdalseldstöð
Gerpissvæðið
Úthérað og aðliggjandi fjallgarðar
Víkur og Loðmundarfjörður
Langanes frá Gunnólfsvík að Fonti
Melrakkaslétta norðanverð
Flateyjarskagi og Náttfaravíkur.
Kálfshamarsvík og Ketubjörg á Skaga
Norður-Strandir með Drangajökli
Skaginn milli Arnarfj. og Dýrafjarðar
Arnarvatnsheiði og Tvídægra
Brynjudalur, Botnsdalur og Hvalvatn
Reykjanes, Eldvörp og Hafnabjarg
Skjaldbreiður og grennd
Þórsmörk og nágrenni
Núpsstaður, Núpsstaðarskógar og
Grænalón
Hér er verk að vinna í þágu alþjóðar og
umheimsins.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
»Ég vil sérstaklega
hvetja sveitarstjórnar-
menn eldri sem yngri
til að fara yfir þessi mál,
hvern í sínum ranni.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Fjölga þarf náttúruverndar-
svæðum í öllum landshlutum
Fiskeldi er einn mest vaxandi sproti í mat-
vælaframleiðslu í heiminum. Það er vel enda
telur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) að heimsbyggðin þurfi að tvöfalda
matvælaframleiðslu sína fyrir árið 2050 til að
mæta mannfjöldaaukningu jarðarinnar. Nú
þegar koma meira en 50% af framleiddum fisk-
afurðum í heiminum frá fiskeldi. Bara hér á
landi er nú þegar alinn upp fiskur sem dugar í
um 50 milljón máltíðir á ári. Við Íslendingar
eigum ómæld ónýtt tækifæri í þessari atvinnu-
grein en erum á góðri leið með að hindra fram-
ganginn með deilum og ótta.
Nýting tækifæra í nærumhverfi
Við greinarhöfundar eigum það sammerkt að
þekkja samtímasögu sjávarbyggða. Sum okkar
fædd þar og uppalin og muna þá tíð þegar
sjávarbyggðir meðfram allri strandlengjunni
blómstruðu. Það var því miður á forsendum of-
veiði og óhagkvæmni. Markvissari sóknarstýr-
ing og hagræðing í greininni var nauðsynleg.
Íslenskur sjávarútvegur er í dag hátækniiðn-
aður þar sem störfin hafa færst úr því að skera
fisk, setja í frysta og slá úr pönnum yfir í störf
ofar í virðisaukakeðjunni svo í nýsköpun,
vöruþróun og markaðsmál. Þetta er ánægjuleg
þróun sem gerir okkur kleift að vera í fremstu
röð og standast alþjóðlega samkeppni en því er
ekki að neita að hefðbundnum störfum í sjáv-
arbyggðunum hefur fækkað. Þessar nauðsyn-
legu breytingar komu eðlilega harðast niður á
íbúum sjávarbyggða. Réttur þeirra nú sem fyrr
er að nýta tækifærin í nærumhverfi í sátt við
náttúruna, þjóðarbúinu öllu til hagsbóta.
Verðmætasköpun er forsenda velmeg-
unar
Forsenda velmegunar, velferðarríkisins Ís-
lands, er verðmætasköpun. Til að viðhalda hér
lífskjörum sem eiga sér fáa líka í heiminum
verðum við nýta þau tækifæri sem landið, miðin
og mannauðurinn gefa okkur hverju sinni.
Kjörnum fulltrúum og stofnunum ríkisins ber
að tryggja að lagaumhverfi og stjórnsýsla séu
með þeim hætti að hvati sé fyrir fyrirtæki og
einstaklinga að sækja fram og sjá ný tækifæri
til sóknar fyrir okkur öll. Ef Íslendingar ætla
ekki að dragast aftur úr í lífskjörum í saman-
burði við hinar Norðurlandaþjóðirnar þurfum
við að auka útflutning um 1.000 milljarða næstu
20 árin. Það þýðir að á hverju ári verðum við að
auka útflutning um 50 milljarða eða um tæpan
milljarð á viku. Þetta er verkefnið sem blasir
við okkur Íslendingum.
Vaxandi mikilvægi fyrir þjóðarbúið
Fiskeldi gæti uppfyllt hluta af þessum 1.000
milljörðum. Ef vel tekst til gætu útflutnings-
tekjur af því orðið um 100 milljarðar á ári innan
áratugar. Það gefur því augaleið að mikið er í
húfi fyrir þjóðina alla. Þótt fiskeldið hafi hvað
augljósust áhrif í hinum dreifðu byggðum þá
skiptir það okkur öll máli. Íslensk fiskeldis-
fyrirtæki afla þjóðarbúinu verulegs gjaldeyris
enda yfir 90% afurðanna seld á erlendum
mörkuðum. Útflutningsverðmæti eru í dag á
annan tug milljarða. Ekkert samfélag hefur
rétt til að varpa slíku frá sér á forsendum
deilna, tilfinningahlaðinnar umræðu og for-
dóma.
Jákvæð byggðaáhrif
Fiskeldi hefur orðið mörgum byggðum kær-
komið tækifæri. Með vexti þess hafa rótgrónar
sjávarbyggðir á ný fengið tækifæri, langt um-
fram það sem jafnvel bjartsýnustu menn þorðu
að vona. Áhrifa fiskeldis gætir t.d. í öllum bæj-
um og þorpum Vestfjarða nú þegar og Vestfirð-
ingar flytja í dag út meiri verðmæti í laxi en
þorski. Þetta er því atvinnugrein sem skiptir
máli og með nýjum tækifærum koma nýir
íbúar. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast og
íbúarnir fullir trúar á framtíðina. Það er verk-
efni stjórnmálanna að uppfylla þessar vænt-
ingar.
Fiskeldi fylgir áhætta
Eins og við á um flestar atvinnugreinar sem
byggjast á nýtingu náttúrunnar fylgir ákveðin
áhætta fiskeldinu. Mest hefur verið rætt um
slysasleppingar sem valdið geta erfðablöndun
og þannig haft neikvæð áhrif á viðkomu villtra
stofna. Raddir þar að lútandi hafa að mestu
komið frá stangveiðifólki og eigendum veiði-
réttar í laxveiðiám. Þá áhættu er hægt að tak-
marka verulega og áhættumat Hafró staðfestir
það. Áhættan er þó víðtækari. Það er því auð-
velt að skilja og taka undir áhyggjur þar að lút-
andi. Það er því sanngjarnt og eðlilegt að fisk-
eldi verði áfram settur skýr rammi sem tryggir
almannahagsmuni svo sem náttúruvernd.
Vegferðin er hafin
Að þessu leyti er fiskeldi eins og allar aðrar
atvinnugreinar. Hún þarf lagaumhverfi sem er
skýrt og einkennist af meðalhófi og sanngirni.
Ábyrgð stjórnvalda nú er að tryggja að
rekstrarumhverfi fiskeldisfyrirtækja verði
þannig að þau geti haldið áfram að eflast. Þann-
ig fjölgar stoðum efnahagslífs okkar og þannig
styrkjast byggðir. Að sumu leyti er vegferðin
hafin. Þannig hefur t.d. laxeldinu verið ætlað
afmarkað svæði á Austfjörðum og Vest-
fjörðum, gagngert til að vernda laxastofninn en
jafnframt með það fyrir augum að skilyrði fyrir
laxeldisframleiðslu á þessum stöðum séu hag-
stæð í öllu tilliti.
Fiskeldi í sátt við náttúruna
Krafa okkar er að fiskeldi hér á landi séu
settar sanngjarnar kröfur en ekki þannig að
þær nálgist að vera hreint bann. Við skorum á
þingmenn allra flokka, og þá ekki síst Sjálf-
stæðisflokksins, að lyfta umræðu upp úr hjól-
förum efasemdarhyggju og ómálefnalegra
sjónarmiða í farveg skynsemi og sanngirni. Ef
við berum gæfu til að hafa pólitíska forystu í
þessu mikilvæga máli verður fiskeldi í sátt við
náttúruna farsælt verkefni en ekki vandamál.
Þingmenn og ráðherrar þurfa að stíga inn í um-
ræðuna og axla ábyrgð sem löggjafi. Í þessu er
ekki í boði að skila auðu.
Eftir Daníel Jakobsson, Elliða
Vignisson, Jens Garðar Helgason og
Völu Pálsdóttur
»Ef við berum gæfu til að hafa
pólitíska forystu í þessu
mikilvæga máli verður fiskeldi í
sátt við náttúruna farsælt verk-
efni en ekki vandamál.
Daníel Jakobsson
Daníel er bæjarfulltrúi á Ísafirði, Elliði er bæj-
arstjóri í Ölfusi, Jens Garðar er bæjarfulltrúi í
Fjarðabyggð og Vala er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.
Úr hjólförum efasemdarhyggju í farveg skynsemi
Elliði Vignisson Vala PálsdóttirJens Garðar Helgason